Morgunblaðið - 22.01.2011, Side 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
Á Myrkum músíkdögum verður fjölbreytt
efnisskrá að vanda. Daníel Bjarnason
stjórnar tónleikunum og semur auk þess
nýtt hljómsveitarverk. Tveir nýir íslenskir
konsertar hljóma og hinn heillandi hljóðmúr,
Atmosphéres, eftir György Ligeti verður fluttur.
Miðasala á www.sinfonia.is og 545 2500
„Mig langar
sífellt að
prófa nýja
hluti“
György Ligeti
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Kristinn Sigmundsson bassasöngvari og Jónas
Ingimundarson píanóleikari halda tvenna tón-
leika í Salnum í Kópavogi nú um helgina. Þeir
fyrri eru í dag, laugardag klukkan 20, og þeir
síðari á morgun klukkan 17.
Á efnisskránni eru sönglög eftir Mozart og
Beethoven, lagaflokkur sem John Speight
samdi fyrir þá félaga og tíu sönglög eftir Jónas
sjálfan. Um leið er fagnað útkomu bókar með
þessum lögum hans.
Samstarf þeirra félaga, Kristins og Jónasar,
er rómað og hafa þeir margoft komið fram
saman. En hafa þeir áður flutt lög eftir Jónas?
„Nei, eiginlega ekkert,“ svarar Kristinn.
„Ég hef sungið eitt þeirra …“
„Þetta er ekkert til að tala um,“ skýtur Jón-
as inn í, hógværðin uppmáluð. En hvaða lög
eru þetta eftir hann?
„Allt mögulegt,“ svarar hann. „Sum eru
ófullgerð, við önnur verður ekki meira gert;
þetta eru lög sitt af hvoru tagi.
Ég finn stundum ljóð sem lætur mig ekki í
friði og frekar en að horfa á fréttirnar sest ég
og punkta eitthvað niður. Ég lít ekki á mig sem
tónskáld,“ segir Jónas brosandi og bætir við:
„Söngvararnir hafa kennt mér ýmislegt og ég
er samgróinn hljóðfærinu. Þetta er ávöxtur
þess.
Ég hef verið í ævilöngu námi hjá söngv-
urum.“
„Já,“ bætir Kristinn við og glottir. „Ætlar
eggið nú að fara að kenna hænunni …“
Lögin hefur Jónas samið við ljóð ýmissa
skálda, eins og Kristjáns frá Djúpalæk, Stef-
áns Harðar Grímssonar, Snorra Hjartarsonar,
Hannesar Péturssonar og Jóns úr Vör. Þá eru
í bókinni útsetningar Jónasar við lög eftir Ing-
unni Bjarnadóttur og Bjarna Þorsteinsson.
Lagaflokkur við ljóð Þorsteins
Á tónleikunum flytja þeir Jónas og Kristinn
flokk sjö laga sem tónskáldið John Speight
samdi sérstaklega fyrir þá árið 2002, við ljóð
Þorsteins frá Hamri. Segjast þeir ekki hafa
haft tíma til að flytja þau fyrr en nú og er þetta
því frumflutningur á þeim, rétt eins og hluta
laga Jónasar.
„Hvað mig áhrærir þá er þrennt á þessum
tónleikum sem ég hef sungið áður. Eitt lag eft-
ir Jónas og tvær aríur eftir Mozart,“ segir
Kristinn. „Við byrjum á fimm lögum eftir
Beethoven sem öll eru við ítalska texta eftir
Metastasio. Það er lítið til af lögum eftir hann
við texta á ítölsku en það gefur þeim nokkuð
annan svip, það er meiri lína, meira „legato“ í
þeim, út af tungumálinu.“
Eftir Mozart flytja þeir þrjár aríur, eina úr
Don Giovanni, aðra úr Brúðkaupi Figaros og
loks eina konsertaríu.
„Finn stundum ljóð sem
lætur mig ekki í friði“
Kristinn og Jónas frumflytja lög eftir Jónas sjálfan og John Speight
Morgunblaðið/Einar Falur
Tónskáld og söngvari Jónas Ingimundarson, John Speight og Kristinn Sigmundsson í Salnum.
Myndlistarkonurnar Ingi-
björg Jónsdóttir og Hildi-
gunnur Birgisdóttir spjalla
á morgun, sunnudag
klukkan 15, við gesti um
sýningar þeirra sem nú
standa yfir í Listasafni ASÍ
við Freyjugötu.
Ingibjörg sýnir sviðsett-
an vefnað í Ásmundarsal
og Arinstofu.
Hildigunnur Birgisdóttir
sýnir í Gryfjunni og myndgerir þar í innsetn-
ingu jöfnu sem hún hefur unnið með undan-
farin ár og kallar „Það verður þeim að list
sem hann leikur“.
Listamanna-
spjall í Lista-
safni ASÍ
Ingibjörg
Jónsdóttir
Í dag klukkan 15 verður opnuð í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur
fyrsta sýningin af fimm í sýn-
ingaröð þar sem verk Leifs Þor-
steinssonar ljósmyndara verða
sýnd, verk byggð á polaroid-tækni.
Leifur er einn af brautryðj-
endum iðnaðar- og auglýsinga-
ljósmyndunar hér á landi. Hann
fæddist í Reykjavík árið 1933 og
nam í Kaupmannahöfn, fyrst eðlis-
og efnafræði en sneri sér síðan að
ljósmyndun. Leifur hefur haldið
margar sýningar á myndum sín-
um, innanlands og utan, og m.a.
einkasýningar í Bogasal, Stöðla-
koti og Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur.
Leifur var einn af stofnendum
Ljósmyndasafnsins sem síðar varð
Ljósmyndasafn Reykjavíkur og
verður þessi fyrsti hluti sýning-
araðarinnar opnaður á 30 ára af-
mælisári þess.
Á sama tíma verður þar opnuð
sýning Orra Jónssonar, Innviðir.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ljósmyndarinn Leifur Þorsteinsson er brautryðjandi í iðnaðar- og auglýs-
ingaljósmyndun, merkur fagmaður og listamaður í miðlinum.
Sýningaröð með verk-
um Leifs opnuð í dag
Sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson leiðir gesti um
sýninguna Án áfangastaðar í Hafnarhúsi Listasafns
Reykjavíkur á morgun, sunnudag, klukkan 15.
Útgangspuntur sýningarinnar er ferðahugurinn og
upplifun ferðamannsins á því umhverfi sem verður á
vegi hans. Íslenskir og erlendir listamenn vinna út frá
ólíkum tengslum við staði sem eru ýmist fjarlægir eða
nálægir, hvort heldur er í tíma eða rúmi.
Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Ein-
ar Garibaldi, Húbert Nói, Ólafur Elíasson, Hamish Ful-
ton, Kristinn E. Hrafnsson og Inga Þórey Jóhannsdóttir.
Markús Þór með leiðsögn
Markús Þór
Andrésson
Sýningunni Ný aðföng lýkur á Kjarvals-
stöðum á morgun, sunnudag.
Á undanförnum fimm árum hafa 711 lista-
verk bæst í safneign Listasafns Reykjavíkur
og hefur hluti þeirra verið til sýnis í Vest-
ursal síðustu vikur.
Á þessum tíma hafa 245 listaverk verið
keypt í „almenna safneign“ en þar á meðal
eru þrjú málverk eftir Jóhannes Kjarval.
Einnig hafa safninu borist rausnarlegar gjaf-
ir en sú stærsta er frá Erró, alls 366 verk.
Aðrar stórar gjafir eru með verkum eftir Mel
Ramos og Brian Griffin.
Verkin eru ólík, allt frá fágætu Kjarvals-
verki til hins einstaka Gullhúðaða potts eftir
Jean-Pierre Raynaud sem Erró færði safninu
nýlega að gjöf. Einnig eru stórar innsetn-
ingar meðal nýrra verka safnsins, en þær
krefjast stærri salarkynna en Kjarvalsstaðir
bjóða upp á.
Aðfangasýningu
lýkur á morgun