Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011
Nýreyktur áll að hætti Sægreifans,
aðeins hjá Sægreifanum
Munið eftir okkar heimsins bestu
humarsúpu, hamingja í hverri skeið
Orkurík Sæagra-súpa
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Mjög góður
gangur er á
rannsókn emb-
ættis sérstaks
saksóknara sem
beinist að Lands-
bankanum, að
sögn Ólafs Þórs
Haukssonar.
Rannsóknin bein-
ist m.a. að
meintri markaðs-
misnotkun með hlutabréf, kaupum
á lánasafni Landsbankans í Lúx-
emborg og grun um skilasvik.
Fjöldi manna hefur mætt í yf-
irheyrslur sem standa enn yfir en
ekki er upplýst hver framvinda
rannsóknarinnar verður að þeim
loknum. Að sögn Ólafs er starfsemi
embættisins orðin afar umfangs-
mikil. una@mbl.is
Yfirheyrslur standa
enn vegna Lands-
bankarannsóknar
Ólafur Þór
Hauksson
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Afar slæmt skyggni og erfiðar að-
stæður voru á Eyjafjallajökli í gær-
kvöld þegar björgunarsveitir á Suð-
urlandi voru kallaðar út til þess að
leita þýsks göngumanns sem ekki
skilaði sér niður af Eyjafjallajökli.
Maðurinn hélt á jökulinn á mið-
vikudag í félagi við tvo aðra. Allir eru
þeir erlendir og að sögn þaulvanir
fjallamenn. Markmið ferðarinnar
var að ganga að gíg eldfjallsins en
þegar þangað var komið lagði mað-
urinn af stað niður á undan félögum
sínum. Ekki er ljóst hvers vegna þeir
héldu ekki hópinn en þeir ætluðu að
hittast í Baldvinsskála á Fimm-
vörðuhálsi. Þangað skilaði maðurinn
sér hinsvegar aldrei.
Jökullinn afar hættulegur
Þjóðverjinn sem er á miðjum
aldri, mun vera í góðu formi og
þokkalega búinn, með mannbrodda
og skjólpoka en án bæði gps-tækis
og áttavita. Um 160 björgunarsveit-
armenn frá Suðurlandi og höfuð-
borgarsvæðinu tóku þátt í leitinni
sem hófst um klukkan 18 í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
ræst út en ekki reyndist unnt að nota
hana við leitina vegna þoku.
Að sögn Ólafar Snæhólm Baldurs-
dóttur, upplýsingafulltrúa Lands-
bjargar, lögðu leitarsveitirnar á jök-
ulinn bæði frá Fimmvörðuhálsi og
Goðalandi. „Aðstæður á jöklinum
eru mjög hættulegar, það eru stórar
og miklar sprungur huldar snjó, og
klaki við jökulröndina.“
Þegar Morgunblaðið fór í prentun
var maðurinn enn ófundinn og stefnt
að því að halda leit áfram í alla nótt.
Leit við hættulegar aðstæður
Þýskur fjallgöngumaður skilaði sér ekki niður af Eyjafjallajökli Skyggni lítið
og miklar sprungur í jöklinum Hátt í 200 björgunarsveitarmenn kallaðir út
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leitarsvæðið Mennirnir voru á nið-
urleið frá toppgíg jökulsins.
Hlýindakaflanum sem staðið hefur frá því fyrir
byrjun þorra 21. janúar sl. lýkur væntanlega um
og upp úr næstu helgi samkvæmt veðurspám. Í
stað vætu og hlýinda eru horfur á kólnandi veðri
með slyddu og éljagangi.
Hitinn í Reykjavík fór hæst í 9,1°C hinn 23.
janúar og í 10,8°C á Akureyri 22. janúar og
10,6°C daginn eftir. Hlýindin undanfarið hafa
ekki verið óvenjumikil á þessum árstíma, þótt
margir kynnu að ætla svo í ljósi þess að nú er
komið fram í lok janúar. Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur segir að það hafi fremur heyrt
til reglu en undantekninga undanfarin ár að
mildur veðurkafli hafi komið um þetta leyti árs-
ins, í þorrabyrjun eða undir mánaðamót janúar–
febrúar. Þetta hefur ekki verið árvisst en gerst
nokkuð oft frá árinu 2004, að sögn Einars.
„Það er ábyggilega tilviljun að þessi kafli skuli
alltaf koma um þetta leyti,“ sagði Einar. „En nú
eru veðrabrigði í vændum frá og með laugardeg-
inum. Þá kemur lægð askvaðandi úr suðvestri og
fer hér fyrir vestan land. Það endar með snarpri
suðvestan- og vestanátt á sunnudag með élja-
gangi. Síðan koma lægðirnar hver af annarri,
koll af kolli.“ Einar segir að vetrarlægðir af
þessu tagi sjáist hér oft í febrúarbyrjun.
gudni@mbl.is
Sér fyrir endann á hlýindunum
Morgunblaðið/Kristinn
Hlýindi Vel hefur viðrað til útivistar víða um land síðustu daga. Hér voru nokkrir hundar viðraðir við Rauðavatn í blíðviðrinu í gær.
Kjartan Magn-
ússon, fulltrúi
Sjálfstæð-
isflokksins í
stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur,
gagnrýnir það
harðlega að for-
stjóri í opinberri
stjórnsýslu gegni
lykilhlutverki við
ráðningu á eft-
irmanni sínum. Tillögu Kjartans um
að óháð ráðningarfyrirtæki sæi um
ráðningu var hafnað á stjórn-
arfundi OR í vikunni.
Kjartan lagði fram bókun á fund-
inum, en í henni segir hann meðal
annars að meirihluti stjórnar hafi
kosið að „framlengja óvissu um yf-
irstjórn fyrirtækisins mánuðum
saman“.
Nýverið var auglýst eftir um-
sækjendum um stöðu forstjóra, en
Helgi Þór Ingason gegnir þeirri
stöðu í dag. Ætlunin er að nýr for-
stjóri taki við í byrjun mars. Kjart-
an segir ráðningu Helga á sínum
tíma hafa verið á pólitískum for-
sendum. Starfið hafi ekki verið aug-
lýst og hæfnismat ekki farið fram.
„Í ljósi náinna tengsla við stjórn-
arformann er ljóst að núverandi
forstjóri getur hvorki talist hlutlaus
né óháður. Er því ekki við hæfi að
hann komi að vali umsækjenda fyr-
ir hönd þeirrar fjölskipuðu stjórn-
ar, sem stjórn Orkuveitunnar er,“
segir í bókun Kjartans.
Telur ráðn-
ingu forstjóra
OR ófaglega
Kjartan
Magnússon
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Ef allt fer að óskum verður sprengt
fyrir Vaðlaheiðargöngum seinni part
sumars, að sögn Péturs Þórs Jón-
assonar, framkvæmdastjóra Ey-
þings, sambands sveitarfélaga í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Ögmundur Jónasson innanrík-
isráðherra fundaði á miðvikudag
með fulltrúum sveitarfélaga og fé-
lagsins Greiðrar leiðar, sem vinnur
að gerð ganganna. „Það má segja að
þessi fundur hafi verið til þess að
ganga úr skugga um að allir aðilar
væru samstiga í þessu,“ segir Pétur.
Ráðherrann hafi m.a. viljað ganga
úr skugga um að vilji til verksins
væri enn fyrir hendi þrátt fyrir um-
ræðu undanfarið um veggjöld á suð-
vesturhorninu, en ljóst er að Vaðla-
heiðargöng verða fjármögnuð með
veggjöldum sem áætlað er að verði
álíka há og gjöld í Hvalfjarðargöng.
Pétur segir að ráðherrann hafi
fengið mjög afdráttarlaus svör. „Það
er enginn bilbugur á mönnum, við
gerum okkur alveg grein fyrir því að
annaðhvort verður þetta gert svona,
með veggjöldum, eða ekki.“
Með lögum sem samþykkt voru
síðasta sumar er ráðgert að Vega-
gerðin komi inn í félagið Greiða leið
sem 51% hluthafi. Að sögn Péturs er
næst á dagskrá að undirbúa þá
breytingu og að því loknu undirbúa
forval til útboðs verksins.
Allri rannsóknarvinnnu er lokið
en eftir er að ganga endanlega frá
fjármögnun verkefnisins. „Það eru
ákveðnir fyrirvarar á þessu um að
það fáist ásættanlegt tilboð og fjár-
mögnun verði með viðunandi hætti,“
segir Pétur. Þó má ætla að fram-
kvæmdir geti hafist sex til sjö mán-
uðum eftir útsendingu forvalsgagna.
Fyrsta sprenging í sumar?
Framkvæmdir við gerð Vaðlaheiðarganga gætu hafist
síðsumars ef allt gengur eftir Forval til útboðs í vændum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vaðlaheiði Gert er ráð fyrir 7,4 km
göngum úr Eyjafirði í Fnjóskadal.