Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 göngu. Viðmót þitt á meðal fólks var fágað og hæverskt og virtist sem öll- um liði vel í návist þinni. Þú varst ósvikin hefðardama. Þrátt fyrir að hafa búið á Spáni í rúm ellefu ár fannst mér alltaf að ég væri líka kominn heim til mín, þegar ég dvaldi hjá ykkur á Íslandi. Samt skiptuð þið þrisvar sinnum um hús- næði á þeim tíma, en heimilið var alltaf hið sama í mínum huga. Undanfarin ár hafði dregið úr þreki þínu og heilsu. Samt héldum við alltaf í þá von að nú færi heilsan að skána, en því miður vildi það ekki gerast. Sér í lagi hafði þér versnað síðasta árið. Lífsviljinn dvínaði hins vegar ekki neitt og útilokað var að finna vott af lífsleiða hjá þér þrátt fyrir alla þessa vanlíðan. Allt fram á síðustu stundu varstu ákveðin í að endurheimta eitthvað af fyrri heilsu. Þetta hugarfar þitt viðhélt hjá mér þeirri von að nú myndi þróunin snú- ast við, því ég trúði að hugur gæti haft áhrif. Það eru fleiri en ég sem verða fyrir miklum missi. Ekki má gleyma að þið pabbi voruð búin að vera saman óslit- ið í hartnær sextíu ár. Í veikindum þínum var það í algjörum forgangi hjá honum að vera til staðar fyrir þig og allt annað sett til hliðar á meðan. Nú er pabbi allt í einu orðinn einn, en það var hann síðast þegar hann var rúmlega tvítugur. En þú þarft samt ekki að hafa áhyggjur af pabba. Þrátt fyrir þennan missi veit hann að lífið heldur áfram hvað sem í skerst, auk þess sem við bræðurnir verðum aldrei langt undan. En alltaf stendur eftir falleg minning um góða eigin- konu og mömmu, sem gaf mér lífið. Þessi minning mun ylja okkur um ókomna tíð þótt sorgin hverfi aldrei. Nú kveð ég þig í hinsta sinn í þeirri vissu að þú sért á góðum stað, elsku mamma mín. Sveinn Arnar Nikulásson. Mig langar að þakka móðursystur minni samfylgdina í gegnum árin. Ég minnist Stellu með hlýju. Á uppvaxtarárum mínum bjuggum við nálægt Stellu og Lalla, uppi á Háa- leitisbraut. Við Sveinn vorum miklir vinir og eyddi ég mörgum stundum heima hjá þeim. Þar var mér alltaf tekið vel. Mér er minnisstætt hversu pólitísk hún var. Þó að ég hafi ekki haft hundsvit á hvað var rætt man ég að stundum hafi henni legið mikið á hjarta. Kannski hef ég mína pólitísku skoðun frá henni. Þegar maður er svona mikil heimagangur hjá ein- hverjum hlýtur það skila einhverju, og hjá mér er það þakklæti. Mér hefur alla tíð verið efst í huga kvöldið 15. desember 1979. Þetta var laugardagskvöld. Föðurafi minn lést þennan dag. Ég var þá nýorðinn tólf ára og afi minn hafði alla tíð verið ná- tengdur mér og mikil vinur. Þetta var erfiður dagur. Pabbi var úti á sjó og mamma ætlaði aftur upp á spítala með ömmu. Mamma fékk Stellu til að passa mig á meðan. Stella vissi hve nánir við vorum og tók mig í fangið og talaði um afa allan tímann, reyndi aldrei að skipta um umræðuefni. Við fórum vítt og breitt. Rifjaði upp góð- ar stundir og talaði um sorgina. Þessari stund hef ég aldrei gleymt þó að annað þennan dag sé hulið móðu. Þetta kenndi mér meðal annars að ræða málin og leyfa öðrum að tjá sig á erfiðri stund. Fyrir þetta og margt er ég henni mikið þakklátur. Síðustu árin hittumst við ekki oft en þegar það gerðist spurði hún allt- af hvernig við hefðum það og hvernig gengi. Sýndi áhuga á því sem við fjöl- skyldan erum að takast á við og mundi það. Ég vil þakka móðursystur minni fyrir hlýhug til mín og minnar fjöl- skyldu. Dedda systir og Óli bróðir eru er- lendis og báðu fyrir kveðjur. Fyrir hönd okkar systkina, Deddu, Óla og Hrannar, sendum við Lalla, Einari, Hauki, Sveini og fjöl- skyldum þeirra okkar samúðar- kveðjur. Minning um Stellu lifir áfram. Jón Einarsson. ✝ Heiða Aðalsteins-dóttir fæddist á Ak- ureyri 13. janúar 1935. Hún lést á dvalarheim- ilinu Garðvangi í Garði 20. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Halldóra Davíðs- dóttir, húsmóðir frá Grýtu í Eyjafirði, f. 1.5. 1906, d. 14.1. 1992, og Aðalsteinn Bjarnason, trésmiður frá Hlíð- arhaga í Eyjafirði, f. 17.1. 1887, d. 13.7. 1947. Eftirlifandi systkin Heiðu eru: Lilja Guðný, f. 15.10. 1933, og Bjarni, f. 10.6. 1942. Heiða kvæntist Júlíusi Friðriki Kristinssyni, f. 26.9. 1932, d. 7.4. 1986. Þau slitu samvistum, foreldrar hans voru Kristinn Jónsson, f. 3.2. 1897, d. 11.10. 1982, og Kamilla Jóns- dóttir, f. 11.10. 1904, d. 17.10. 1958. Börn Heiðu og Júíusar eru: 1) Halldóra Lilja Júlíusdóttir, f. 7.8. 1968, þau slitu samvistum, sonur þeirra er Alexander Örn, f. 6.10. 1998. Sonur Arnar Sævars af fyrra sambandi er Helgi Júlíus, f. 14.12. 1990. 4) Pétur Viðar Júlíusson, f. 5.2. 1963, maki Kristín Þ. Guðmunds- dóttir, f. 15.12. 1959, synir þeirra eru a) Tómas Már, f. 5.11. 1983, unn- usta hans er Ragnhildur Inga Rúd- olfsdóttir, f. 4.7. 1989. b) Júlíus Frið- rik, f. 11.8. 1987. Seinni eginmaður Heiðu var Guðni Ingi Lárusson, f. 30.7. 1931, d. 24.7. 1995, foreldrar hans voru Sigurlaug Skarphéðins- dóttir, f. 23.6. 1904, d. 11.1. 1942, og Lárus Guðbjartur Guðmundsson, f. 23.1. 1892, d. 25.4. 1946. Guðni átti fjögur börn úr fyrra hjónabandi. Heiða fæddist á Akureyri og ólst upp á Oddeyrargötu 12. Hún flutti suður í Keflavík 16 ára gömul. Heiða vann hin ýmsu störf, meðal annars í fiskvinnslu, verslunarstörf og annað sem til féll. Lengst af starfaði hún hjá Varnarliðinu á Keflvíkurvelli. Síðustu tvö æviárin dvaldi hún á elli- heimilinu Garðvangi í Garði. Útför Heiðu fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag, 28 janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 11. 1955, maki Ólafur Arn- björnsson, f. 22.2. 1957. Halldóra var áður gift Guðlaugi Guðmunds- syni, f. 25.12. 1952, þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru. a) Telma Dögg, f. 2.1. 1980, maki Magnús Ólafsson, f. 11.9. 1972, börn þeirra eru Kristófer Orri og Drífa. Barn Magnúsar úr fyrra sambandi er Ólafur Andri. Heiða Birna, f. 15.11. 1983, unnusti hennar er Kristján Pétur Kristjánsson, f. 27.1. 1983. c) Íris Ósk, f. 7.7. 1992. Fyrir átti Ólafur tvo syni og eina fóstur- dóttur. 2) Kristín Ósk Muller, f. 15.7. 1956, maki Phil J. Muller, f. 12.1. 1956, dætur þeirra eru, a) Júlía Anna, f. 3.7. 1986. b) Jóhanna Lee, f. 15.3. 1995. 3) Örn Sævar Júlíusson, f. 23.3. 1959. Örn Sævar kvæntist Svandísi Ragnarsdóttur, f. 21.2. Það er sárt að kveðja þig, elsku mamma mín, þú hefur verið svo stór partur af lífi mínu. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Drjúpa hjóðlát tregatárin og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasárin í sálu andar kalt. Þögul sorg í sál mér næðir, sár og vonar myrk en Drottinn ætíð af gæsku græðir og gefur trúarstyrk. Hnípin vinur harmi slegin, hugann lætur reika. Kannski er hún hinumegin í heilögum veruleika. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Heimur bjartur bíður þar og bráðum kem ég líka. Þá verður allt sem áður var er veröld finnum slíka. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Þín dóttir, Halldóra. Það er erfitt að sjá á bak nánasta ástvini sem hafði mikið að gefa. Hvernig er hægt að koma þeim til- finningum á blað sem bærast í brjósti manns? Þetta samfléttast við ótal margar minningar liðinna ára, allt frá blautu barnsbeini. Ég get ekki annað en flutt fátækleg þakkarorð, mamma mín, til þín fyrir þá manneskju sem þú varst. Þú varst prýdd fágætum styrkleika sem öllum var ekki alltaf ljós. Þessi styrkleiki var sérstaklega augljós þegar mikið lá við, og sýndi sig í staðfestu, stöð- ugleika, kappi og trú á það sem maður ætlaði sér þar til fullnaðarsigur var í höfn. Þetta eru líka fátækleg þakk- arorð, mamma mín, fyrir þann vin sem þú hafðir að geyma. Ég naut þess ríkulega að vera ekki bara sonur þinn, heldur líka að eiga djúpa vináttu þína sem bæði gaf og tók. Hún var gagn- kvæm þessi vinátta og treystist æ sterkari böndum með árunum. Þú varst næm á mínar tilfinningar og á erfiðum stundum í lífi mínu reyndist þú ómetanleg. Stuðningur þinn var veittur af djúpum skilningi á tilfinn- ingar og breyskleika manneskjunnar. Mamma mín, takk fyrir að hafa verið þarna fyrir mig. Þetta eru fátækleg þakkarorð, mamma mín, fyrir þá mömmu og ömmu sem þú varst. Með þér eignuðust strákarnir mínir Alex- ander og Helgi Júlíus ömmu sem þeim þótti afar vænt um og skipti þá miklu máli og þeir sakna núna. Það sem ég dáðist mest í fari þínu, móðir mín, var hversu mikil baráttu- kona þú varst í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og leitaðist við að vera sjálfstæð manneskja. Þú lagðir hart að þér í vinnu og varst vel metin með- al samstarfsmanna þinna hjá Varn- arliðinu. Við söknum þín öll og mun- um lifa með þér í huganum um ókomin ár, í djúpu þakklæti fyrir öll árin sem við áttum saman og allt það sem þú gafst okkur bæði í vöggugjöf og síðar í lífinu. Við skiljum einnig að það hlaut að koma að endalokum þessa lífs og trúum að þín bíði þján- ingarlaus og hamingjurík tilvera sem þú munir njóta vel. Bestu þakkir, mamma mín. Þinn sonur, Sævar. Í rúm 30 ár var ég samferða Heiðu tengdamóður minn. Hún var yndisleg kona sem tók mér opnum örmum þegar ég kom í fjölskylduna. Kvik var hún á fæti, forkur til vinnu og vildi allt fyrir alla gera. Hláturmild og ákveðin ef á því þurfti á að halda. Elsku Pétur, Dóra, Didda, Sævar og fjölskyldan öll, minningin um góða mömmu, ömmu og vinkonu lifir í okk- ur áfram. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín tengdadóttir, Kristín Þ. Guðmundsdóttir. Elsku besta amma mín, nú hefur þú kvatt okkur og finn ég fyrir tóma- rúmi í hjarta mínu. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa átt svona ein- staka ömmu eins og þig. Ekki aðeins varst þú amma mín heldur afar kær vinkona. Þú varst ávallt óhrædd við að segja hvað þér fannst, með ein- staklega skrautlegan orðaforða og áttir ekki erfitt með að koma manni til að hlæja. Það var aldrei leiðinlegt að heim- sækja þig enda gátum við setið við eldhúsborðið og spjallað tímunum saman. Þú sagðir skemmtilegar sög- ur frá þínum yngri árum og ég sagði oft að hægt væri að skrifa bók um þig. Þú varst með ótrúlega stóran og lit- ríkan persónuleika og mér fannst þú þekkja alla og að allir þekktu þig. Búðarferð með þér gat til að mynda tekið tvo klukkutíma því þú þekktir nánast alla í búðinni og spjallaðir að sjálfsögðu við alla. Við áttum margt sameiginlegt sem dæmi áhugi okkar á fylgihlutum og skarti. Ég hreinlega elskaði að fara inn í herbergið þitt og róta í öllum skápum og skúffum í leit að gersem- um og þar var alltaf eitthvað að finna. Þú varst alltaf tilbúin til þess að lána og gefa en minntir mann reglulega á það að mikilvægt væri að passa hlut- ina og geyma þá vel því það væri svo gaman að eiga þá ennþá seinna meir. Enda á ég veski, skó, klúta, skart og margt annað frá þér sem er eflaust orðið margra tuga ára gamalt en eng- ar áhyggjur, ég passa það. Já, þú varst svo sannarlega einstök og við munum öll sakna þín en við vit- um að nú ert þú komin á góðan stað og líður vel. Þakka þér fyrir allar góðu minningarnar, elsku amma, og ég mun ávallt geyma þær í hjarta mínu. Hvíldu í friði, amma mín. Þín nafna Heiða Birna. Elsku fallega yndislega amma mín, það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar en ég hugga sjálfa mig við að nú líði þér bet- ur. Þú varst einstök amma og engri lík og munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Elsku besta amma mín, takk fyrir allt og allt, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ástar- og saknaðarkveðja, þín Telma. Mér langar að kveðja Heiðu vin- konu mína, sem var mér afar kær, með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning hennar. Sveina María. Heiða Aðalsteinsdóttir Hann lét það sem vind um eyrun þjóta þótt sumum fyndist hann nokkuð við aldur til að standa í þessu. Gerði hann sér dagamun á hjólinu. Renndi austur að Fosshóli til að kanna hversu veiðilegt Skjálf- andafljótið var eða fór í styttri ferðir hér um nágrennið. Hver dagur var áskorun um að gera eitthvað skemmtilegt. Það var engin ástæða til að láta sér leiðast. Málið var að lifa lífinu. Svona var Jói. Jói hafði yndi af lestri góðra bóka, ekki hvað síst gömlum frásögnum af sjósókn fyrri tíma. Gaman var að heyra hann segja sögur enda var hann hafsjór af fróðleik um menn og málefni. Jói naut þess að vera hér í sveitinni, hvort heldur sem hann var að spila á nikkuna með Sigga, spila krikket við Gígju og krakkana á bæjarhólnum eða yfir kaffisopa og spjalli í eldhúsinu. Við erum afar þakklát fyrir þann tíma sem Jói og Gígja áttu hér saman þessi ár. Þau hefðu svo sannarlega mátt verða fleiri. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Hann kom óvænt inn í líf okkar og var hrifsaður jafn skyndi- lega frá okkur aftur. En okkur er fyrst og fremst þakklæti í huga. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast góðum dreng og gleðigjafa. Minning hans mun lifa meðal okkar. Jói var fæddur við Eyjafjörð. Þar ól hann allan sinn aldur og naut þar margra góðra stunda í vinahópi. Í kveðjuskyni viljum við tileinka hon- um erindi úr kvæði Davíðs Stefáns- sonar Siglt inn Eyjafjörð: Áfram – og alltaf heim, inn gegnum sundin blá. Guðirnir gefa þeim gleði, sem landið sjá. Loks eftir langan dag leit ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli eg inn Eyjafjörð. Við sendum Gígju, börnum og fjölskyldu Jóhanns innilegar samúð- arkveðjur. Sigurður og Sigríður, Lauf- ey og Ásvaldur, Kristjana og Kári Arnór, Halldóra og Halldór og fjölskyldur. Elsku afi minn, hvað get ég sagt? ég er orðlaus, ég bara trúi þessu ekki. Ég sit hér og skoða myndir af þér og myndbönd og ég græt, ég græt af því ég sakna þín svo mikið og trúi því ekki að ég eigi ekki eftir að hitta þig oftar og fá afaknús en ég græt líka gleðitárum, hversu góðar minningar ég á af þér og okkur sam- an, hversu heppin ég er að hafa átt þig sem afa. Síðan ég man eftir mér hefurðu alltaf verið svo stoltur af mér, ég er endalaust þakklát þér fyrir að hafa alltaf trú á mér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Ég man þegar ég hringdi í þig til þess að segja þér að ég væri orðin ólétt, það sem þú sagðir í símann var „já það er ekkert annað“, og ég heyrði þig hugsa og vera með áhyggjur af litlu afastelpunni þinni. Ég veit að það var ekki illa meint, það var útaf því að við vorum svo náin og þú vild- ir alltaf allt það besta fyrir mig. Þú hringdir í mig í hverri einustu viku á meðgöngunni til að athuga hvernig mér liði. Þegar litli langafastrákurinn þinn, hann Sigurður Barði, fæddist í fyrra, varstu svo stoltur, þú varst svo ánægður, og ég er svo fegin að eftir að hann fæddist tengdumst við ennþá meira, þú og Gígja vilduð allt- af koma í smá heimsókn til að kíkja á Sigurð Barða, þú hringdir svo oft til að athuga hvort við værum ekki hress, hvort Sigurður Barði væri farinn að skríða eða labba. Afi minn, ég bjóst ekki við því að þurfa að skrifa þessi orð fyrr en eftir 24 ár því ég var alveg viss um að þú myndir lifa til 100 ára aldurs, þú hefur aldrei verið jafnhress og núna síðustu ár. Elsku afi, ég mun aldrei gleyma þér, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Við munum passa vel uppá Gígju þína. Og, afi, takk fyrir að vera pabbi pabba míns. Þín afastelpa, Sóley.  Fleiri minningargreinar um Jóhann Steinmann Sigurðs- son bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.