Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  23. tölublað  99. árgangur  ESTER Í MH STENDUR Í STÓRRÆÐUM VIGGÓ EKKI SÁTTUR VIÐ ALLT Á HM SPILAR VERK MEISTARANNA Á HNAPPANIKKU ÓSKILJANLEGT ÍÞRÓTTIR JÓN ÞORSTEINN MEÐ DISK 36HESTASTELPA 10 Hafberg Þórisson hefur ræktað salat í garð- yrkjustöðinni Lambhaga við Úlfarsá í nær 20 ár og ferskt salat frá honum má fá í verslunum um allt land. Hann stofnaði stöðina 1979 og ræktaði eingöngu pottaplöntur í 12 ár, en hafði tröllatrú á salatinu og sér ekki eftir því. Hann ræktar fjór- ar tegundir og í fyrra var framleiðslan alls um 140 tonn en til stendur að tvöfalda fram- leiðslugetuna innan skamms. Morgunblaðið/Árni Sæberg Salatið alltaf ferskt og tilbúið á diskinn  Milli áranna 2009 og 2010 fækk- aði þeim feðrum sem tóku fæðing- arorlof um 5,4% en mæðrum fækk- aði um 1,9%. Fækkaði feðrunum um 340 milli ára en mæðrunum um 120. Þetta kemur fram í tölum frá fæð- ingarorlofssjóði. Árið 2009 var met- ár í þessum efnum en þá þáðu alls 14.472 foreldrar greiðslur úr sjóðn- um, þar af fengu um 1.700 svo- nefndan fæðingarstyrk. Hafði þá foreldrum í fæðingarorlofi fjölgað allt frá árinu 2001 er jafn réttur foreldra til orlofstöku var bundinn í lög. Svo virðist líka sem feður taki al- mennt styttra fæðingarorlof en áð- ur, taki þeir orlof á annað borð. Í tölum fæðingarorlofssjóðs kemur fram að heildarfjöldi greiðslna, sem gefur til kynna fjölda tekinna mán- aða í fæðingarorlof, dregst saman um 8% hjá feðrum. »4 Morgunblaðið/Ómar Færri foreldrar taka sér fæðingarorlof  Sparisjóður Keflavíkur upp- fyllti ekki lögbund- in skilyrði um eig- infjárhlutfall við árslok 2008. Þrátt fyrir að þetta hafi komið fram í endurskoðuðum árs- reikningi brást Fjármálaeftirlitið ekki við þessari alvarlegu stöðu með því að veita formlegan frest til að- gerða fyrr en í maí árið 2009. Sam- tals veitti FME sjóðnum frest í þrett- án skipti til þess að vinna að styrkingu eiginfjárhlutfallsins eða allt til þess að hann fór í þrot í apríl í fyrra. FME hafði gert úttekt á stöðu Sparisjóðs Keflavíkur í september 2008 og gert alvarlegar athugasemd- ir við rekstur sjóðsins. »16 Uppfyllti ekki kröfur um eiginfjárhlut í ár Rúnar Pálmason Baldur Arnarson „Við höfum gagnrýnt að svo mikið fé skuli sótt í hagræðingu á grunn- þjónustu. Núverandi meirihluti í borginni er búinn að hækka allar gjaldskrár og alla skatta og nú á að skera mikið niður í þjónustunni. Niðurskurðarkrafan á grunnskólana og tónlistarskólana á næsta skólaári nemur einum milljarði króna,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um fyrirhugaðan niðurskurð í mennta- málum í borginni. „Það er verið að fela tölurnar en hagræðing í skólum byrjar eðli máls samkvæmt á haust- in í skólakerfinu. Á þessu ári lítur þetta ekki út fyrir að vera mikið en þegar horft er til næsta skólaárs kemur í ljós að upphæðin nemur samtals milljarði, þar af 300 millj- ónir í tónlistarskóla.“ Tölurnar faldar Þorbjörg Helga gagnrýnir for- gangsröðun meirihlutans og segir að á sama tíma og útlit sé fyrir að grunnskólarnir muni „ekki geta boðið upp á lögbundið nám“ séu framlög til þjónustu Ráðhússins og rekstrarsviða borgarinnar óskert. „Það er ekki skorið niður í kerfinu áður en það er gengið til verks í að skera niður í grunnþjónustu borg- arinnar.“ Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Samtök foreldra grunnskóla- barna telji borgina hafa haft „sýnd- arsamráð“ við foreldra. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir þetta af og frá í blaðinu í dag. Ekki hefur náðst í Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, vegna málefna skólanna. MSamfok óttast einelti »6 Framlög skert um milljarð  Sjálfstæðismenn í borgarstjórn segja gengið á lögbundið nám í skólunum  Sviðum borgarinnar sé hins vegar hlíft  Meirihlutinn hafnar gagnrýni Áhyggjur » Samtök foreldra grunn- skólabarna óttast að einelti muni færast í vöxt nái nið- urskurðurinn fram að ganga. » Formaður menntaráðs borg- arinnar, Oddný Sturludóttir, segir hins vegar að hagræð- ingin eigi ekki að koma niður á öryggi nemenda. Samráð verði haft við borgarbúa. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Landskjörstjórn þótti tíminn til undirbúnings kosninga til stjórnlagaþings of naumur, að því er Snorri Tómasson, einn aðalmanna í kjör- stjórn Kópavogs, kveðst hafa heimildir fyrir. „Tíminn var of naumur, bæði hvað varðar kynninguna fyrir stjórnlagaþingið og fram- kvæmdina. Það var ekki nægur tími til undir- búnings,“ segir Snorri um tímahrakið. Kjörstjórn Kópavogs sendi fyrirspurnir varðandi ýmis atriði í framkvæmd kosning- anna og segir Snorri dómsmálaráðuneytið hafa svarað þeim. Fyrirspurnirnar hafi því ekki komið inn á borð landskjörstjórnar. Aðeins hugað að færð á vegum Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjör- stjórnar, staðfestir að landskjörstjórn hafi ekki borist neinar fyrirspurnir, ef frá séu talin sam- skipti við Vegagerðina vegna færðar á vegum. Fjöldi spurninga vaknaði vegna fram- kvæmdar kosninganna og staðfestir Hjalti Zóphóníasson, fráfarandi skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, að dag hvern hafi allt að 100 tölvubréf borist þeirra vegna. Þá upplýsir Hjalti að horft hafi verið til kostnaðar við kjörklefa þegar sú ákvörðun var tekin að notast við skilrúmin sem Hæstiréttur gerir athugasemd við í ógildingu kosninganna. MKjörklefarnir þóttu of dýrir »4 Allar fyrirspurnir til ráðuneytisins  Landskjörstjórn bárust engar athugasemdir frá kjörstjórnum vegna kosn- inga til stjórnlagaþings  Tíminn talinn of naumur og kjörklefar of dýrir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að við hönnun skilrúma hafi dóms- málaráðuneytið „leitað fyrirmynda frá Evrópuríkjum sem þekkt eru að traustum lýðræðishefðum“. „Þetta voru ekki fyrirmæli heldur ábending að gefnu tilefni,“ segir Ögmund- ur og minnir á að tafir og biðraðir á kjör- stað hefðu getað fælt kjósendur frá. Horft til Evrópuríkja VILDU FORÐAST TAFIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.