Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 8
Fjórum konum voru í gær afhentar árlegar viðurkenningar Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) í Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðurkenn- ingarnar eru veittar í fjórum flokk- um. Aðalheiður Birgisdóttir hlaut FKA-viðurkenninguna 2011 en hún er einn stofnenda fataverslunar- innar Nikita og hefur á 11 árum byggt upp heimsþekkt vörumerki. Hvatningarviðurkenningu FKA hlaut Margrét Pála Ólafsdóttir, leik- skólastjóri og stofnandi Hjallastefn- unnar, fyrir að vera til fyrirmyndar í frumkvöðlastarfi og konum ómet- anleg hvatning til að láta til sín taka. Þakkarviðurkenning FKA var í ár veitt Dóru Guðbjörtu Jónsdóttur, gullsmið í Gullkistunni við Frakka- stíg, sem var frumkvöðull sem kona í sínu fagi og rekur enn verslun þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur. Loks tók Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, við Gæfu- sporinu 2011, sem veitt er því ís- lenska fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr við að virkja kraft kvenna innan sinna raða. Viðurkenningar FKA til fjögurra kvenna  Öðrum konum fyrirmyndir og góð hvatning Aðalheiður Birgisdóttir Margrét Pála Ólafsdóttir Dóra Guðbjört Jónsdóttir Birna Einarsdóttir 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Dómur Hæstaréttar um stjórn-lagaþingskosningarnar var skýr og vafningalaus. Ekki er hægt að láta spunavélina setja hann úr fókus, þótt reynt sé.    Eftir aðdómur lá fyrir skrifaði grandvar bloggari á vefsíðu sína: „Hvernig er þetta hægt? Er ekki hægt að gera neitt al- mennilega? Skjaldborgin – klúður! ESB umsóknin – klúður! Atvinnumálin – klúður! Icesave samningarnir – klúður! Stjórnlagaþingið – klúður! Hvar endar þetta?“    Skrifarinn hefur ekki viljað hafalistann lengri. En hann hefði lengi getað þulið:    Ráðning umboðsmanns skuldara– klúður,    Sjóvásalan – klúður. LaunamálMás – klúður    Fæðingarstaður Jóns Sigurðs-sonar fluttur í Dýrafjörð – klúður    Magmamálið – klúður. Lands-dómsmálið – klúður    Endurreisn sparisjóðanna – klúð-ur. Græðgisvæðing skilanefnd- anna – klúður. Aðförin að Jón Bjarnasyni – klúður.    Skrifarinn spurði í lok sinnarfærslu: Hvar endar þetta?    Svarið er að þetta er eins oglangavitleysan, endalaust. Klúð- ur eftir klúður. Eitt samfellt klúður. Stjórnað með klúðrablæstri STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.1., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 5 skýjað Egilsstaðir 5 skýjað Kirkjubæjarkl. 4 alskýjað Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló -12 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 heiðskírt Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -7 skýjað Lúxemborg 0 skýjað Brussel 1 léttskýjað Dublin 2 skýjað Glasgow 5 skýjað London 2 skýjað París 3 skýjað Amsterdam -1 léttskýjað Hamborg -1 skýjað Berlín 0 léttskýjað Vín 0 þoka Moskva -12 snjókoma Algarve 15 léttskýjað Madríd 6 alskýjað Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 11 skúrir Róm 11 skýjað Aþena 8 skýjað Winnipeg -11 þoka Montreal -5 snjókoma New York 1 þoka Chicago -6 þoka Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:21 17:01 ÍSAFJÖRÐUR 10:45 16:48 SIGLUFJÖRÐUR 10:28 16:30 DJÚPIVOGUR 9:55 16:26 Ekki eru allir svo heppnir að hafa aðgang að rennandi vatni í krönum. Stúlkurnar í 8. bekk Snælandsskóla fengu í gær að setja sig í spor afrískra jafnaldra sinna sem þurfa daglega að ganga langar leiðir eftir vatni, sem eins og sjá má er alls ekki auðvelt verk. Tilefnið er Afríkudagar, sem Barnaheill og Afríka 20:20 halda til að vekja athygli á málefnum Afríku. Ljósmynd/Gunnar Salvarsson Í spor afrískra stúlkna Baldur Arnarson baldura@mbl.is Minni hagvöxtur en búist var við, meðal annars vegna tafa á stóriðju- uppbyggingu, hefur aukið líkurnar á greiðsluþroti íslenska ríkisins nema til komi endurskipulagning á skuld- um þess með niðurfærslum. Þetta er mat Þórs Saari, þing- manns Hreyfingarinnar, þegar endurskoðuð hagvaxtarspá Seðla- bankans er borin undir hann. Spáir bankinn því nú að hagvöxtur verði 2,1% í ár, miðað við 2,4% í ágúst. Vítahringur niðursveiflu hafinn Þór telur að ríkið eigi aðeins þann kost að hækka skatta og skera niður í opinberri þjónustu, enda sé útlit fyrir að það geti ekki sótt auknar skatttekjur í aukin umsvif í hagkerf- inu. Því sé hafið tímabil stöðnunar þar sem neikvæður vítahringur skuldabyrði, skattheimtu og niður- skurðar stuðli að langvarandi stöðn- un í íslensku hagkerfi. „Þetta þýðir hærri skatta, meiri niðurskurð eða greiðslufall [íslenska ríkisins].“ Spurður um þau ummæli Lilju Mósesdóttur, þingmanns VG, í Kast- ljóssviðtali fyrir áramót að til standi að segja upp 1.800 opinberum starfs- mönnum á næstunni segir Þór að út frá fyrirliggjandi forsendum sé ljóst að talan verði há. Þessar uppsagnir muni slá á einkaneyslu. „Ég held að það sé ekki hægt að ganga lengra í skattheimtu. Menn eru komnir yfir markið. Það er búið að höggva svo mikið í ráðstöfunar- tekjur heimila að hér verður sam- dráttur í neyslu og verðhjöðnun. Ég tel að við séum komin á það stig. Ef þessar hagvaxtartölur eru réttar mun þetta skeið vara þar til róttæk uppstokkun verður á skuldum heim- ilanna,“ segir Þór Saari. Ríkið stefnir í greiðsluþrot  Minni hagvöxtur eykur vandann Skuldum vafin » Þór bendir á að skattahækk- anir ríkisstjórnarinnar í fyrra hafi aukið skuldir heimilanna um 15,6 milljarða. » Hann telur einsýnt að ríkis- sjóður standi ekki undir skuld- bindingum sínum, þ.m.t. vegna Icesave-samninganna. » Þór fullyrðir að ríkisstjórnin hafi enga aðgerðaáætlun um niðurgreiðslu skulda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.