Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 elti er algengast. Gæsluna í frímín- útum, á göngum, í búningsklefum o.þ.h. ætti að auka en ekki minnka. Niðurskurður við stjórn skóla geti einnig komið niður á viðbrögðum við einelti. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir að það verði skoð- að með öllum skólastjórum hvernig staðið sé að gæslu þannig að öryggi minnki ekki. „En svigrúmið sem skólastjórar hafa, þriðja árið í niður- skurði, er auðvitað minna. En við leysum úr þessu á hverjum stað fyrir sig,“ segir Oddný. Hún tekur einnig skýrt fram að ekki komi til greina að skerða lögbundna kennslu. Ekkert leyndarmál í bréfi Fyrrnefnt bréf um niðurskurð var sent skólastjórum 30. desember merkt sem trúnaðarmál þar sem um vinnuskjal var að ræða. Nokkrum dögum seinna, 4. janúar, var skóla- stjórum aftur sent bréf og það leiðrétt að fyrrgreint forsendubréf hagræð- ingar væri trúnaðarmál heldur væri það ekki til dreifingar á starfsmanna- fundum eða í skólaráði, en þó væri heimilt að ræða innihald þess, sam- kvæmt upplýsingum frá menntasviði. Oddný segir ekkert í bréfinu vera leyndarmál. Hins vegar þurfi stjórn- sýslan að geta unnið og sent vinnu- skjöl sín á milli án þess að þau verði gerð opinber. Margt sem þar sé rætt sé viðkvæmt, hugsanlegar uppsagnir sem þó sé ekki víst að verði af. Sama vinnulag hafi verið viðhaft um árabil. Samfok óttast einelti ef eftirlit minnkar  Sparnaður bitni ekki á öryggi, segir formaður menntaráðs Morgunblaðið/Eggert Niðurskurður Hagræða þarf um 541 milljón í grunnskólum borgarinnar, þar af verður hagrætt í innri leigu um 160 milljónir. Endurskipulagning á skólastarfi þarf að skila 114 milljóna króna sparnaði. Samtök foreldra hafa áhyggjur. BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í bréfi sem menntasvið Reykjavíkur sendi skólastjórum í Reykjavík um áramótin um hvernig haga mætti nið- urskurði kemur m.a. fram, sam- kvæmt heimildum blaðsins, að fella eigi út næðisstund í 3.-4. bekk sem þýðir að kennari verður ekki með í matar- og kaffitímum og að hagræð- ingarkrafa vegna almennra starfs- manna, sem m.a. sjá um gangavörslu, er um 6%. Samfok segja að ef gangavarsla og annað eftirlit með börnum minnki sé meiri hætta á einelti en Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir að sparnaðurinn eigi ekki að bitna á öryggi nemenda. Í könnun meðal foreldra sem gerð var árið 2010 kom fram að einelti fer fyrst og fremst fram í frímínútum og þegar eftirlit með börnum er lítið. Tæplega 30% foreldra sögðu að börn sín hefðu orðið fyrir einelti. Tæplega 87% þeirra sögðu að það hefði átt sér stað í frímínútum. Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sam- foks (Samtaka foreldra barna í grunnskólum í Reykjavík), segir að nú þegar hafi sums staðar reynst erfitt að manna útigæslu í frímínút- um, þegar ein- Skólaráð Breiðholtsskóla og formað- ur foreldrafélags leikskólans Vina- gerðis í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa harðlega gagnrýnt samráðsfundi vegna hugsanlegrar sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístunda- heimila í borginni. Samráðsfundirnir eru haldnir á vegum starfshóps borgarinnar sem er m.a. ætlað að kanna möguleika á að sameina leikskóla, grunnskóla og frí- stundaheimila með tilliti til faglegs og fjárhagslegs ávinnings. Hópurinn var skipaður 3. nóvember 2010 á að ljúka störfum 1. febrúar nk. Í ályktun skólaráðs Breiðholts- skóla kemur m.a. fram að samráðs- fundirnir hafi ekki verið haldnir fyrr en seinni hluta janúar. Breiðhyltingar voru í kjölfar fundarins beðnir um að funda með foreldrum í hverfinu og skila síðan inn tillögum til starfshóps- ins. Þetta sé einfaldlega alltof stuttur tími og skólaráðið efast um að starfs- hópur borgarinnar nái að vinna úr hugmyndum sem hann fær nokkrum dögum fyrir skiladag. Skólaráðið gagnrýnir einnig að að- eins eitt foreldri var boðað á samráðs- fundinn úr hverjum skóla og benda á að aðeins í Breiðholtsskóla séu um 800 foreldrar. Flestir hafa haft á orði að þeir væru algjörlega óundirbúnir fyrir þá hugmyndavinnu er fram átti að fara. „Eftir á að hyggja veltu margir vöngum yfir hvort þarna væri um raunverulegt samráð að ræða eða hreinlega sýndarsamráð,“ segir í ályktun skólaráðsins. Þá er það gagn- rýnt að fundarmenn fengu ekki upp- lýsingarnar fyrirfram og hafi einn af fundarstjórunum gefið það svar að þeir „vildu ekki senda bylgju á undan sér vegna hinna fundanna sem ætti eftir að halda“. Ásta Lín Hilmarsdóttir, formaður foreldrafélagsins á leikskólanum Vin- argerði, sat fund sem haldinn var fyr- ir Laugardals- og Háaleitishverfi. Hún gerir að mörgu leyti sömu at- hugasemdir og skólaráðið. Ásta Lín sagði að það hefði komið sér sérstak- lega á óvart að fundarmönnum hefði verið tjáð í lokin að þeir ættu að kynna efni fundarins fyrir foreldrum en fundarmenn hefðu ekki fengið nein útprentuð gögn með sér og ekki feng- ið neinar upplýsingar um hvernig ætti að standa að kynningunni. Ásta Lín óskaði eftir að sér yrðu send gögn í tölvupósti en hún hafði ekki enn feng- ið þau í gær. runarp@mbl.is Gruna borgina um að efna til sýndarsamráðs  Vilja meiri gögn um sameiningar VALITOR hefur ákveðið að færa al- mennt úttektartímabil VISA- kreditkorta þannig að það standi frá 22. degi hvers mánaðar til 21. dags næsta mánaðar. Hingað til hefur tímabilið verið frá 18. hvers mánaðar til 17. dags þess næsta. Nýja fyrirkomulagið tekur gildi 18. febrúar 2011 og stendur það tímabil því fram til 21. mars. Í til- kynningu frá fyrirtækinu segir að febrúar hafi orðið fyrir valinu, því hann sé styttri en aðrir mánuðir og því verði febrúartímabilið aðeins tveimur dögum lengra en hefð- bundið úttektartímabil. Segir í til- kynningunni að vegna þess ætti breytingin að valda korthöfum litlum óþægindum. Er vakin athygli á því að gjalddagi kortanna er óbreyttur og verður sem áður annan dag næsta mánaðar eftir að úttektartímabili lýkur. Frá árinu 1983 hefur almennt út- tektartímabil VISA-korthafa staðið frá 18. degi hvers mánaðar til 17. dags næsta mánaðar. Aðalástæða þess að kortatímabilinu lauk hinn 17. var sú að handskrá þurfti allar sölu- nótur. Sú vinna var tímafrek og því nauðsynlegt að hafa nokkra daga til að koma allri skráningu í gegn áður en reikningar voru gefnir út. Núna tekur vinnslan mun skemmri tíma og því er hægt að flytja dagsetn- inguna aftar í mánuðinn. Kreditkort, sem hefur með MasterCard-kort að gera, hefur nú þegar fært sitt út- tektartímabil. bjarni@mbl.is Úttektartímabil kredit- korta VALITORS fært Morgunblaðið/ÞÖK Kort Gjalddagi mun ekki breytast þótt úttektartímabilið færist.  Á ekki að valda óþægindum Oddný Sturludóttir formaður menntaráðs, segir samráðið um hugsanlegar sameiningar skóla vera raunverulegt og starfshóp- urinn muni taka tillit til þess sem fram hafi komið á fundunum, í gegnum ábendingagátt á vef Reykjavíkur og fleira þegar hann skilar skýrslu sinni. Þegar yfir lýk- ur hafi hópurinn kallað um 500- 600 manns til fundar. Góð mæting hafi verið á fundina og margir lýst yfir ánægju sinni með þá. Niðurstöður áttu að liggja fyrir 1. febrúar en búið er að fresta skýrslunni um hálfan mánuð. Oddný segir rétt að starfshóp- urinn hafi ekki ýkja mikinn tíma til starfa. „Þegar búið er að taka ákvörðun um breytingar á skipu- lagi skóla og frístundastarfi er fyrsta regla að vinna verkefnið vel en líka að taka ekki of mikinn tíma í það. Nú er stór hópur stjórn- enda og starfs- fólks í óvissu,“ segir Oddný. Stjórnendur vilji að tekin verði ákvörðun sem fyrst svo hægt sé að hugsa til framtíðar. Aðspurð segir Oddný að þótt skammur tími sé til stefnu sé um raunverulegt samráð að ræða. Um leið sé skilj- anlegt að fólki finnist óþægilegt að hafa fengið svona lítið ráðrúm til að fjalla um svona viðkvæm mál. Samráð við borgarbúa og starfsmenn er raunverulegt STARFSHÓPURINN ÞARF HÁLFAN MÁNUÐ Í VIÐBÓT Oddný Sturludóttir Meðal þeirra möguleika sem skólastjórnendur hafa rætt til að bregðast við kröfum um sparnað er að minnka starfs- hlutfall starfsmanna í skólum, annarra en kennara, samkvæmt upplýsingum Garðars Hilm- arssonar, formanns Starfs- mannafélags Reykjavíkur. Með- al þessara starfsmanna eru skólaliðar sem sjá um ganga- vörslu og ýmis önnur störf inn- an skólans. Garðar segir að meðallaun þeirra séu um 200.000 krónur fyrir fullt starf en margir séu í 80% starfi. Verði hlutfallið skert, t.d. í 70% gætu launin orðið 140.000 krónur sem er lægra en grunn- fjárhæð atvinnuleysisbóta sem er rúmlega 149.000 kr. Garðar segir mjög alvarlegt ef starfshlutfallið verði skert enda launin ekki há til að byrja með. Þá þýði skert starfshlutfall að við- komandi vinnur sér ekki inn sambærileg réttindi, t.d. til atvinnuleysisbóta. Ekki úr háum söðli að detta MEÐALLAUNIN 200.000 Garðar Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.