Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 34
34 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Orð dagsins: Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12, 31.) Er konan ekki amma eðalangamma og á hún þá ekki að vera góð, spurði barnið eftir að hafa horft á forsætisráðherra hreinlega sleppa sér í beinni útsendingu í sjón- varpi í umræðum um ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningu til stjórnlagaþings vegna annmarka. Víkverji tekur undir með barninu – það fer ekki ömmum og langömmum vel að vera með læti, berja í borð, gretta sig og vera stöðugt í vörn. x x x ÍÞjóðarpúlsi Gallups fyrir áramótkom fram að nær 78% lands- manna bera lítið traust til Alþingis og hefur traustið aldrei mælst minna. Víkverji hefur á tilfinningunni að traustið hafi ekki eflst við viðbrögð forsætisráðherra vegna ákvörðunar Hæstaréttar. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vita til þess að kosningar á landsvísu hafi áður verið ógiltar í vestrænum lýð- ræðisríkjum. Ríkisstjórnin situr uppi með skellinn og ekki frekar en í bolt- anum þýðir að deila við dómarann eða skella skuldinni á aðra. x x x Strákarnir okkar riðu ekki feitumhesti frá keppni í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Fyrstu viðbrögð sumra voru að kenna dómurunum um en það er gamall ósiður og á hvorki við í íþróttum né pólitík. x x x Ríkisstjórnin vann ekki heimavinn-una og kemst ekki frá klúðrinu í sambandi við stjórnlagaþingið. Strák- arnir okkar lærðu heima og fengu fullt hús í riðlakeppninni sem skilaði þeim í forkeppni Ólympíuleikanna í London 2012. Það er meira en Þýska- land, Noregur og Serbía geta látið sig dreyma um og ekkert nema Evr- ópumeistaratitill getur komið einni þessara þjóða til London. Strákarnir eru fúlir yfir því að spila ekki til verðlauna á HM. Þeir ætluðu sér gullið en eins og stuðningsmenn- irnir geta þeir verið sáttir með að vera í hópi sex bestu liða heims. Þeir hafa fengið þjóðina til að gleðjast. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 teyga, 4 dylur, 7 fyrirgefning, 8 flot, 9 verk- færi, 11 skelin, 13 eimyrja, 14 átölur, 15 ytra snið, 17 lít- il alda, 20 borða, 22 bylgjur, 23 sært, 24 kjarklausa, 25 lærir. Lóðrétt | 1 hrjá, 2 kasta rek- unum, 3 tómt, 4 bjálfi, 5 hæð, 6 illa, 10 stybba, 12 tók, 13 samtenging, 15 mergð, 16 dóni, 18 óvægin, 19 end- urtekið, 20 baun, 21 lokaorð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 frumherji, 8 skútu, 9 liðna, 10 lúi, 11 kjaga, 13 ræman, 15 þvarg, 18 átján, 21 lof, 22 kolla, 23 atlot, 24 frumhlaup. Lóðrétt: 2 rjúfa, 3 maula, 4 eflir, 5 júðum, 6 ósek, 7 vann, 12 ger, 14 ætt, 15 þaka, 16 aflar, 17 glaum, 18 áfall, 19 jullu, 20 nýtt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 28. janúar 1815 Innsigli Reykjavíkur (Sigillum civitatis Reikiavicae) var sam- þykkt af stjórnarráðsskrifstof- unni í Kaupmannahöfn. 28. janúar 1837 Suðuramtsins húss- og bú- stjórnarfélag var stofnað. Nafni þess var fljótlega breytt í Búnaðarfélag Suðuramtsins, síðar Búnaðarfélag Íslands og loks Bændasamtök Íslands. 28. janúar 1912 Íþróttasamband Íslands, „bandalag íslenskra íþrótta- og fimleikafélaga,“ var stofn- að í Bárubúð (á þeim stað er nú Ráðhús Reykjavíkur). Tólf félög stóðu að stofnun ÍSÍ, sem nú ber heitið Íþrótta- og ól- ympíusamband Íslands. 28. janúar 2009 Lögregla beitti piparúða og handtók sex mótmælendur framan við Nordica-hótelið í Reykjavík, en þar var haldinn fundur á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Það er misjafnt. Ég hélt veglega upp á fertugs- afmælið og lofaði að gera það aldrei aftur. Þá vor- um við með afmælisveislur heima hjá okkur þrjá daga í röð, það var svo margt fólk sem þurfti að bjóða,“ segir Herbert Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri og framkvæmdastjóri, sem verður sjötug- ur í dag, þegar hann er spurður um venjur á stór- afmælum. Herbert heldur ekki margra daga veislu að þessu sinni. „Hver tími hefur sinn sið.“ Hann verð- ur með sinni nánustu fjölskyldu á afmælisdaginn. Herbert á tvö börn og með tengdabörnum og barnabörnum telur fjölskyldan þrettán einstaklinga. Herbert fær sér kaffi flesta virka morgna á Tíu dropum á Lauga- vegi. Þar fletta gestir saman dagblöðunum og taka stöðuna í þjóðmál- unum. Hann hefur fjölbreytt áhugamál en íþróttir og stangveiði standa þó framarlega. Herbert starfaði lengi við blaðamennsku og útgáfu. Fékk bakt- eríuna í Verslunarskólanum þegar hann ritstýrði báðum skólablöð- unum. „Við höldum upp á 50 ára verslunarprófsafmæli í vor. Það verður meiri veisla en hjá mér nú,“ segir Herbert. helgi@mbl.is Herbert Guðmundsson sjötugur Staðan tekin í þjóðmálunum (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hlutirnir munu fara að breytast til batnaðar í vinnunni. Svo að þú missir ekki móðinn er gott að hafa ánægju af öllu saman. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur sterka nærveru og fólk finnur sig knúið til þess að afla sér virðingar þinnar. Varastu allan leikaraskap. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Einhverra hluta vegna beitir þú þér meira bak við tjöldin nú en endranær. Til er fólk sem alltaf hefur skoðanir sem sjaldnast koma þér að gagni á þinni vegferð. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er mikil spenna í gangi milli þín og kunningja þíns og þú þarft að komast að því hvað veldur henni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þér finnst eins og allir hafi skoðanir á því sem þú ert að gera án þess að þeim komi það nokkuð við. Nú er kominn tími til aðgerða svo þú skalt bretta upp ermarnar. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það hefst ekkert nema menn séu reiðubúnir til þess að sækja hlutina. Allt þetta góða gerist þegar þú ert upptekin/n við að skemmta þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Áhugi þinn á tiltekinni persónu magnast með hverri klukkustund. Taktu hana að þér en mundu að vandi fylgir vegsemd hverri og að ekki er hægt að gera svo öllum líki. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú átt í innri baráttu og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Reyndar er það ekki önnur manneskja sem ber ábyrgð á því hvernig komið er, heldur alheimurinn. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það getur verið gaman að rifja upp gamlar liðnar stundir í góðra vina hópi. Einhver er að verða ástfangin/n af þér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú býrð yfir göfgi og hetjudáð og ert gulls ígildi. Ekki halda aftur af þér, þú kannt að verða hissa á því hversu fljótir aðrir eru að samsinna þér. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gjafir og hlunnindi rata til þín í dag og þér er ætlað að deila því sem að höndum ber með öðrum. Þú finnur til eirð- arleysis og lætur þér leiðast auðveldlega. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Reyndu að sýna börnunum í kringum þig þolinmæði í dag. Aðrir vilja að þú takir þér frí en þér líður betur ef þú færð nóg að gera. Stjörnuspá Gunnar Yngva- son, Breiðholti- Garðabæ, verður áttræður 31. jan- úar. Af því tilefni býður hann vin- um og vanda- mönnum að gleðjast með sér í samkomuhúsinu Garðaholti á morgun, laugardaginn 29. janúar, frá kl. 20. Allir velkomnir. 80 ára Sudoku Frumstig 6 8 2 4 4 5 3 9 8 7 7 5 3 8 2 2 6 9 9 5 6 8 7 8 4 9 7 1 2 6 8 7 1 6 9 3 8 8 5 1 3 9 5 7 3 2 8 3 1 5 9 7 8 3 5 1 4 4 6 6 3 9 3 2 6 4 8 7 8 9 3 5 8 4 1 2 1 5 8 9 7 4 6 3 6 9 8 3 4 1 2 7 5 7 4 3 5 6 2 9 8 1 1 3 4 2 8 9 7 5 6 5 2 6 7 1 3 8 4 9 8 7 9 4 5 6 3 1 2 4 6 2 1 3 8 5 9 7 3 5 1 9 7 4 6 2 8 9 8 7 6 2 5 1 3 4 4 2 6 3 7 1 9 8 5 9 3 8 5 4 6 1 2 7 5 1 7 9 2 8 3 6 4 7 8 5 1 9 2 6 4 3 2 4 1 6 3 7 8 5 9 3 6 9 4 8 5 2 7 1 8 5 2 7 1 3 4 9 6 6 9 3 2 5 4 7 1 8 1 7 4 8 6 9 5 3 2 5 4 8 2 7 9 6 1 3 1 2 3 4 6 8 9 5 7 7 6 9 5 3 1 8 4 2 2 1 6 3 9 5 4 7 8 3 8 7 6 4 2 1 9 5 9 5 4 1 8 7 2 3 6 6 9 5 8 1 3 7 2 4 4 3 1 7 2 6 5 8 9 8 7 2 9 5 4 3 6 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 28. janúar, 28. dag- ur ársins 2011 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. h3 e5 6. d3 f6 7. g4 Rh6 8. g5 Rf7 9. gxf6 Dxf6 10. Be3 Rd8 11. Rbd2 Re6 12. Rc4 Rd4 13. Rcxe5 Rxf3+ 14. Rxf3 Dxb2 15. a4 Bg7 16. Hb1 Dc3+ 17. Kf1 b6 18. Dd2 Df6 19. Rg1 c4 20. a5 c5 21. Kg2 0-0 22. dxc4 Bb7 23. f3 Had8 24. De2 De6 25. Bxc5 bxc5 26. Hxb7 Bh6 27. Df2 Hd2 28. Re2 Dxc4 29. He1 Hxc2 30. Hxa7 Dd3 31. Hb7 Be3 32. Df1 Bg5 33. Kg3 De3 34. h4 Staðan kom upp á sterku lokuðu al- þjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Reggio Emilia á Ítalíu. Vass- ily Ivansjúk (2.764) frá Úkraínu hafði svart gegn Englendingnum Nigel Short (2.680). 34. … Bxh4+! 35. Kxh4 Hxf3 36. Hb8+ Kg7 37. Hb7+ Kh6 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Satt og logið. A-NS. Norður ♠KD54 ♥Á6 ♦ÁD93 ♣KD4 Vestur Austur ♠3 ♠876 ♥98752 ♥KDG104 ♦G64 ♦102 ♣9532 ♣1087 Suður ♠ÁG1092 ♥3 ♦K875 ♣ÁG6 Suður spilar 7♠. Hin formlega skilgreining á „veikum tveimur“ er 6-10 punktar og sexlitur. En ekki hafa allir þolinmæði til að bíða eftir réttu spilunum. Austur taldi hjartalitinn sinn nógu góðan til að rétt- læta sögn og vakti á 2♥. Suður sagði 2♠ og vestur 4♥. Norður spurði um ása, fékk upp tvo og sagði 7♠. Hjartat- vistur út – fimmta hæsta. Suður var vísindamaður. Hann tók þrisvar tromp og kannaði síðan lauf- leguna. Austur sýndi sex svört spil. Með sexlit í hjarta til hliðar var ekki rúm fyrir nema einn tígul. Ánægður með sig lagði suður niður ♦K, spilaði svo tígli á níuna … „Keppnisstjóri!“ Suður var æstur: „Hann sagðist eiga sexlit en átti bara fimmlit.“ „Ég laug,“ játaði austur. „En makk- er sagði satt með hjartatvistinum.“ Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 28. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.02 3,2 7.24 1,3 13.31 3,0 19.49 1,3 10.21 17.01 Ísafjörður 3.13 1,7 9.37 0,7 15.30 1,6 21.58 0,6 10.45 16.48 Siglufjörður 5.37 1,1 11.49 0,3 18.28 1,0 10.28 16.30 Djúpivogur 4.19 0,6 10.14 1,4 16.28 0,5 23.10 1,6 9.55 16.26 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.