Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Hugsjórinn hennar Heiðu Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „Ég er í stórkostlegum gír,“ segir Heiða óða- mála og eldhress er blaðamaður slær á hana. „Ég er að búa mig undir það að stíga upp frá bókum, ég er að klára masterinn í heim- speki um þessar mundir. Ég hef ekkert kom- ist í það að opna pakkana mína (afmælið var á þriðjudaginn) og hér eru fínir skartgripir, gott rauðvín og fleira skemmtilegt.“ Afmælinu verður svo fagnað með glæsi- brag miklum á Bakkus í kvöld, um leið og leik Íslands og Króatíu er lokið. Hellvar, sveit Heiðu og Elvars manns hennar, spilar en á undan ætlar Elana, stúlka sem Heiða kynnt- ist í New York, að spila. Hellvar mun m.a. leika lög af væntanlegri plötu, Stop That Noise, sem kemur út von bráðar á vegum Kimi records. „Við ætlum að hefja þetta snemma, við nennum engu djammi langt fram eftir nóttu,“ heldur Heiða áfram „Við spilum eitthvað af fyrri plötunni okkar líka og ef ég verð í einhverju ofurmyljandi stuði getur vel verið að Heiða trúbadúr troði upp líka.“ Heiða byrjaði að semja lög sextán ára og hóf sinn tónlistarferil sem trúbadúr áður en Dr. Gunni réð hana sem söngkonu í Unun. „Ég á ógrynni af efni sem Heiða trúbadúr, bæði niðurskrifað og af kassettum,“ segir hún. „Ég lærði síðan óskaplega mikið af því að fara í þennan Ununarpakka. Ég var að spila með mjög kláru fólki og lærdómurinn allur þrýstist hratt og vel inn í mig. Þetta var ótrúlega lærdómsríkt. Svo þegar ég gerði sólóplötuna mína árið 2000 fannst mér eins og ég hefði verið í fimm eða sex ára námi. Ég hafði lært að semja betri lög, leika mér með formið og bara þróa mig áfram. T.d. á þessari nýjustu plötu finnst mér eins og það hafi tek- ist einkar vel að blanda lifandi hljómi við staf- rænan, mér finnst eins og það hafi náðst að fanga það besta úr hvorutveggja.“ Merkingarþrungið Blaðamaður spyr titrandi röddu hvernig það sé nú að vera orðinn fertugur, enda stytt- ist í slíkt hjá honum sjálfum. „Þetta er merk- ingarþrunginn aldur,“ segir Heiða hugsi. „Það virðist vera í lagi að verða 30 eða 50 en þessi aldur þykir fremur óspennandi. Kvöldið áður var ég bæði glöð og spennt en líka hálf- kvíðin. Myndi ég vakna daginn eftir orðin miðaldra í hugsun? Svo vaknaði ég og við fór- um upp í útvarp að spila, í grímubúningapartí og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var auð- vitað gersamlega eins og önnur afmæli. Aldur er auðvitað afstæður. Ég held að ef þú nærð að halda þokkalegri heilsu, ert í þokkalegu formi og hefur ennþá drifkraft til að gera eitthvað, framkvæma eitthvað, skapa eitthvað þá skipti aldurinn engu máli.“  Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða, fagnar fer- tugsafmæli á Bakkus með tónleikum í kvöld Ljósmynd/Markus Moises Gella Heiða í ham á síðustu Airwaves-hátíð. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Verið er að leggja lokahönd á handrit að kvikmyndinni Svartur á leik og eiga tökur á henni að hefj- ast í byrjun mars. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Óskar Þór Axelsson en hann á m.a. að baki stuttmyndina Misty Mountain auk þess að hafa séð um kvikmyndatöku í Eddu-verðlauna- stuttmyndinni Karamellumyndin. Svartur á leik er byggð á sam- nefndri skáldsögu Stefáns Mána frá árinu 2004. Zik Zak kvikmynd- ir og Filmus festu kaup á kvik- myndaréttinum að skáldsögunni í apríl 2005 og má því segja að kvikmyndin hafi verið lengi á leið- inni. Blaðamaður ræddi við Stefán Mána í vikunni um gang mála. Ris undirheimanna „Bókin er stór og flókin og ger- ist á mörgum ólíkum tímaskeiðum og þannig, myndin verður einfald- ari eins og gefur að skilja. Annan þráðinn er þetta upphaf og saga íslenskra undirheima, frá því þeir byrjuðu að mótast, verða til og fram til dagsins í dag, það nátt- úrlega sér ekkert fyrir endann á þessu. Þetta er um uppganginn í undirheimunum sem ég tengi við raunverulega atburði, nokkur bankarán, stór fíkniefnasmyglmál og við þekktar persónur undir rós, þetta er nú ekki lykilbók,“ segir Stefán Máni. Það megi segja að bókin fjalli um ris en ekki svo mikið fall íslenskra undirheima annars vegar og hins vegar Stef- án, sveitastrák sem komi til borg- arinnar og flækist í undirheimana, hvernig honum reiði af persónu- lega. Sveitastrákinn Stefán leikur Þorvaldur Davíð Kristjánsson en í öðrum helstu hlutverkum verða Jóhannes Haukur Jóhannesson og María Birta Bjarnadóttir. Stefán segir óhemjumörg hlutverk í kvik- myndinni en fyrrnefndir leikarar fari með aðalhlutverkin. – Þetta verður s.s. mikill glæ- patryllir? „Já, já, þetta er kraftmikið handrit, hratt og spennandi. Það sem ég gerði mikið, þegar ég valdi nokkra þekkta glæpi úr samtím- anum og nokkra óupplýsta a.m.k. á þeim tíma, tvö bankarán, var að glæða þetta lífi. Ég framdi þessa glæpi í verkinu, bætti inn per- sónum og lét þetta gerast og myndin er þannig, svona bíómynd- arútgáfa af raunverulegum at- burðum, uppdiktaðar persónur fremja þessa glæpi.“ Afmeyjaði íslenskar bókmenntir – Þetta verður ofbeldisfull mynd, ekki satt? „Jú, bókin var rosaleg, það er ofbeldi, kynlíf og dóp í fimmta gír þannig að myndin verður þannig, held ég. Það var sagt um bókina á sínum tíma að hún hefði afmeyjað íslenskar bókmenntir og það getur verið að myndin verði eitthvað svipuð. Ég held hún verði svolítið öðruvísi en íslenskar kvikmyndir hingað til, þó að ýmislegt hafi ver- ið gert svo sem. Hún er harð- soðin.“ – Nú eru sex frá því kvik- myndarétturinn var keyptur, þetta hefur tekið langan tíma eins og oft vill verða með kvikmyndir? „Já, þetta er mjög furðulegur bransi, mikil afföll og erfitt að koma hlutunum alla leið, einhvern veginn,“ svarar Stefán Máni. „Þetta hefur flotið áfram af áhuga og ástríðu,“ bætir hann við. „Þetta verður bara vonandi góð bíómynd, mér líst þannig á það, handritið er mjög gott.“ Stefán segist ætla að vera við- staddur tökur á myndinni enda spennandi fyrir hann að sjá skáld- sögu sína verða að kvikmynd. Stefán segir stefnt að því að frum- sýna myndina á jólum 2011 en hvort það næst mun koma í ljós. Morgunblaðið/Jim Smart Kynlíf, dóp og ofbeldi  Tökur á kvikmyndinni Svartur á leik hefjast í mars  Byggð á skáldsögu Stefáns Mána  Stefán býst við því að myndin verði „harðsoðin“  Þau Rúnar Sigurbjörnsson og El- ín Jónína skipa saman dúettinn HEIMA og munu þau leika eigin tónlist á Bar 11 í kvöld. Þau hjónin hleyptu heimdraganum árið 2005 og fluttu með börn og búa til Kína, nánar tiltekið til Xiamen. Þar stofn- settu þau veitingastaðinn Heima, settu upp gallerí, gistiheimili og hvaðeina. Þau ferðuðust síðan vítt og breitt um landið og léku á hljóm- leikum. Þau Rúnar og Elín hafa lengi unnið að tónlist saman, í meira en fimmtán ár og platan The Long Road Home liggur eftir dúett- inn. Rúnar lék þá á gítar með síð- rokkssveitinni Náttfara auk þess að gefa út sólóplötuna Solitude árið 2005. Dúettinn Heima spilar á Bar 11  Myndlistarmaðurinn og gagnrýn- andinn Jón B.K. Ransu ræðir um það í pistli á Smugunni að halda ætti listalausan dag og virkja al- menning til þátttöku. Dagsetning er ekki komin en dagurinn fæli í sér að sneitt yrði hjá allri list, ekki mætti einu sinni til horfa til hann- aðra bygginga. Fimmtán reglur eru útlistaðar, t.d. hljómar sú tíunda svona: „Ef myndlistaverk birtist í sjónvarpi, t.d. í fréttum eða Kast- ljósi, jafnvel sem sviðsmynd eða bakgrunnur, skulum við loka aug- unum eða líta undan. Svo sann- arlega athyglisvert ef af stað verð- ur farið. Almenningur verði listalaus í einn dag Morgunblaðið/Eggert Í gagnrýni Björns Þórs Vilhjálmssonar um bókina Svartur á leik, sem birt var í Morgunblaðinu 3. des- ember 2004, segir m.a.: „Það er kraftur í bókinni, einhver frumstæð frásagnarlöngun sem passar vel við umfjöllunarefnið og gerir bókina afskaplega les- væna. Og áhrifamikla. Kannski þarf einmitt dálítið skrímslislega skáldsögu til að gera þessu umfjöll- unarefni skil. Stóra, ólögulega, dálítið kaótíska, en líka kraftmikla og miskunnarlausa skáldsögu. En það er einmitt þesskonar skrímsli sem Stefán Máni réttir lesendum. Taki þeir sem þora.“ UM SKÁLDSÖGUNA „Taki þeir sem þora“ Spennandi Svartur á loksins leik, tæpum sex árum eftir að kvik- myndarétturinn var keyptur. Stefán Máni við taflborðið árið 2004.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.