Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Kristinn Sigmundsson bassa- söngvari og og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari end- urtaka tónleika sína, Meistari Kristinn, í Salnum í Kópavogi á laugardag kl. 16, en færri komust að en vildu á tónleika þeirra um síðustu helgi, að því er segir í fréttatilkynningu. Á efnisskránni er blanda af íslenskum og erlendum söng- um og óperuaríum. Meðal ann- ars flytja þeir lög eftir Jónas sem finna má í nýút- kominni bók hans Tíu söngvar og tveimur betur. Önnur tónskáld á efnisskránni eru Ludwig van Beethoven, John A. Speight og Wolfgang Ama- deus Mozart. Tónlist Meistari Kristinn endurtekinn Kristinn Sigmundsson Myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson stjórnar smiðju í Ás- mundarsafni næstkomandi laugardag kl. 14 þar sem unnið verður með leir á óvenjulegan hátt. Leirsmiðjan er ætluð fjöl- skyldum og er hún ókeypis og öllum opin. Smiðjan í Ásmundarsafni er sett upp í tengslum við tvær yf- irstandandi sýningar í Ás- mundarsafni; Hugsað í form- um, sem sýnir endurgerða vinnustofu Ásmundar Sveinssonar og Svefnljós, innsetningu Ráðhildar Ingadóttur í Kúlunni, en hún er sett saman úr hvolfi Ásmundarsafns, hljóði rýmisins, tölvu, handspegli, ljósvarpa og skugga. Myndlist Leirsmiðja í Ásmundarsafni Haraldur Jónsson Sýningu Hönnunarsafnsins á verkum Siggu Heimis iðnhönn- uðar lýkur á sunnudaginn en Sigga hefur á síðustu árum átt í samstarfi við heimsþekkt framleiðslufyrirtæki á sviði hönnunar. Gripir hennar hafa verið fjöldaframleiddir í mörg ár og á sýningunni gefst tæki- færi til að kynnast fjöl- breyttum verkum þessa þekkta iðnhönnuðar sem vinn- ur í alþjóðlegu umhverfi. Sýningin hefur verið fjölsótt og m.a. hafa nem- endur fengið sérsniðna fræðslu um hana, að því er segir í fréttatilkynningu. Í hádeginu í dag mun Sigga ganga um sýninguna með gestum Hönnun Sýningarlok hjá Siggu Heimis Verk eftir Siggu Heimis Dagskrá Myrkra músíkdaga í dag, föstudag 28. janúar:  12.15. Norræna húsið: Tríó VEI. Ingi- björg Guð- jónsdóttir, Einar Jó- hannesson og Val- gerður Guð- jónsdóttir flytja verk eftir Oliver Kentish, Tryggva M. Baldvinsson, John Speight, Áskel Másson og Hafliða Hallgrímsson.  14.30. Listaháskóli Íslands: Dr. Kristín Jónína Tay- lor flytur fyrirlestur um Þorkel Sigur- björnsson og útvarps- þætti hans „Nútíma- tónlist.“  17.00. Ás- mundar- salur: Sembaltónleikar – Guð- rún Óskarsdóttir. Verk eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Úlf Inga Haraldsson og Kolbein Bjarnason.  20.00. Neskirkja: Missa Pac- is – Hljóm- eyki. Verk eftir Sigurð Sævarsson fyrir selló, orgel og slagverk. Magnús Ragnarsson stjórnar.  22.00. Hugmynda- húsið: Ný raftónlist. Höfundar Ríkharð- ur H. Friðriksson, Hilmar Þórðarson, Nathan Hall, Kjart- an Ólafsson, Hilmar Bjarnason og Jesper Pedersen. Tríó, kór, semball og raftónlist Myrkir músíkdagar Tríó VEI Sigurður Sævarsson Kristín Jónína Taylor Myndin er í raun eitt allsherjar fjöl- skyldudrama þar sem hnefa- leikar koma við sögu 39 » Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Verk eftir mörg helstu tónskáld tón- bókmenntanna, allt frá Bach og Scarlatti til Chopin og Wagners, eru viðfangsefni Jóns Þorsteins Reyn- issonar á diski hans Caprice sem kom út rétt fyrir jól. Ekki kannski í fyrsta sinn sem tónlistarmaður fæst við þessa músík en það sem fær hlustendur til að sperra eyrun er að hún er flutt á harmonikku. Jón Þorsteinn er úr Skagafirði og lauk áttunda stigs prófi á harm- onikku frá Tónlistarskóla Skaga- fjarðar árið 2007. „Síðan má segja að ég hafi verið í sjálfsnámi en megnið af efninu á diskinum hef ég æft upp eftir að ég útskrifaðist.“ Útsetti verkin sjálfur Ekki lét Jón nægja að æfa verkin, heldur útsetti hann þau öll fyrir harmonikku sjálfur „Flest af þessu hefur verið skrifað út fyrir harm- onikku en mér fannst ákveðin áskor- un að prófa að gera þetta sjálfur. Maður lærir mikið á því fyrir utan hvað það er gaman.“ Diskinn gefur Jón út sjálfur með styrk frá Menningarráði Norður- lands vestra. „Það var búið að blunda í mér síðan ég lauk prófinu að æfa upp svona gott prógram. Og þegar það var búið var gaman að koma því svona frá sér og klára þennan pakka.“ En hvað veldur því að klassísk tónlist er svo fáheyrð á harmonikku hér á landi? „Ég hugsa að þeir sem á annað borð hafi áhuga á klassískri tónlist hafi upphaflega valið sér annað hljóðfæri. Kannski er fólk hérna ekki búið að átta sig á því hvað harmonikkan býður upp á – heldur að þetta sé bara hljóðfæri fyrir sjó- mannavalsa og slíkt. Þegar maður horfir út fyrir landsteinana þá eru hins vegar margir að spila klassíska tónlist á harmonikku. Það er t.d. mjög algengt í Rússlandi og víðar í Austur- og Mið-Evrópu.“ Starfar við að syngja og spila Jón stefnir að því að fylgja plötu- útgáfunni eftir með tónleikum á næstunni, en hann hefur verið bú- settur í Reykjavík frá því síðastliðið vor þar sem hann starfar við tónlist. „Mín atvinna í dag er að spila og reyndar syng ég líka töluvert. Ég er í nokkrum sönghópum og kórum og hef gert töluvert af því að syngja við útfarir og aðrar slíkar athafnir. Svo er ég fenginn til að spila á harm- onikkuna með hinum og þessum auk þorrablóta, brúðkaupa og þess hátt- ar.“ Oftast er prógrammið þá í létt- ari kantinum þótt einn og einn óski eftir öðru. „Ég spila hvað sem er þótt klassíska tónlistin sé kannski það sem ég hef mest gaman af núna.“ Höfuðskáldin á hnappanikku  Jón Þorsteinn Reynisson spilar verk klassísku meistaranna Morgunblaðið/Árni Sæberg Harmónikkuleikarinn „Kannski er fólk hérna ekki búið að átta sig á því hvað harmonikkan býður upp á,“ segir Jón Þorsteinn Reynisson. Upphaflega lærði Jón á hefð- bundna píanónikku en ári fyrir útskrift skipti hann yfir á svo- kallaða hnappanikku, sem hann segir að hafi verið töluvert þol- inmæðisverk. „Ég þurfti eiginlega að læra alveg upp á nýtt á takkaborðið því það er allt annað kerfi í hægri hendinni – nótunum er raðað allt öðruvísi en á venju- legu nótnaborði eða upp á ská, auk þess sem tónarnir eru miklu fleiri. Þess vegna er líka hægt að gera miklu meira á hnappa- nikkuna en hina – í stað þess að vera með tvær og hálfa áttund er maður með fjórar, fimm átt- undir, og það býður auðvitað upp á miklu meiri möguleika.“ Margfalt fleiri nótur í boði HNAPPANIKKA JÓNS Listasjóður Dungal veitti í gær tveimur ungum myndlistarmönnum styrk, þeim Páli Hauki Björnssyni og Kristínu Rúnarsdóttur. Þau eiga það sameiginlegt að vera að stíga sín fyrstu skref sem listamenn og segj- ast fulltrúar sjóðsins vonast til þess að styrkurinn verði þeim hvatning. Auk peningastyrks hefur sjóðurinn keypt verk eftir listamennina. Kristín útskrifaðist frá myndlist- ardeild Listaháskóla Íslands árið 2009 og hyggst leggja stund á meist- aranám í myndlist erlendis í haust. Undanfarin ár hefur Kristín tekið þátt í margvíslegum myndlist- arverkefnum hér heima og á Norð- urlöndum. Hún er einn aðstandenda Gallerí Crymo. Kristín segir styrk- inn hvetja sig til dáða. „Það er mikill heiður að fá þennan styrk og vera komin í þennan flotta hóp fyrri styrkþega,“ segir hún. Kristín hefur unnið af kappi að list sinni og segir að það sé um að gera að taka þátt í þeim tækifærum sem bjóðast. Hún leggur áherslu á teikn- ingu í myndlistinni en í mörgum verka hennar má finna vísanir í myndmál íþrótta og leikja. Ánægjulegt að fá styrk Páll Haukur útskrifaðist með BA- gráðu í myndlist frá Listaháskóla Ís- lands árið 2008 og hóf í framhaldi nám í heimspeki við Háskóla Ís- lands. Síðustu misserin hefur Páll verið afar virkur meðal yngstu kyn- slóðar myndlistarmanna, hefur hald- ið fjölda sýninga og tekið þátt í sam- sýningum, hér á landi og erlendis. „Það er afar ánægjulegt að fá þennan styrk, hann gerir mér kleift að einbeita mér að myndlistinni næstu mánuði,“ segir Páll Haukur en myndlist hans einkennist af inn- setningum og gjörningum. „Það er ekki mikið um rekstrarfé í þessari óarðbæru menningarstétt, þetta er hark, skemmtilegt hark,“ segir hann. Listasjóður Dungal hét áður Listasjóður Pennans. Hann var stofnaður árið 1992 af hjónunum Gunnari B. Dungal og Þórdísi Öldu Sigurðardóttur, þáverandi eig- endum Pennans hf., til minningar um foreldra Gunnars, Margréti og Baldvin P. Dungal. Sjóðnum er eink- um ætlað að styrkja unga myndlist- armenn sem eru að feta sig af stað á listabrautinni og einnig að eignast verk eftir þá. efi@mbl.is Listasjóður Dungal styrk- ir Kristínu og Pál Hauk Morgunblaðið/Einar Falur Styrkþegarnir Páll Haukur Björnsson og Kristín Rúnarsdóttir hlutu í gær styrki úr Listasjóði Dungal, sem einnig keypti verk eftir þau.  „Þetta er hark, skemmtilegt hark,“ segir Páll Haukur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.