Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Ógild kosning, ábyrgð og lausn Með þessum skrifum er ég ekki að gera lít- ið úr niðurstöðum Hæstaréttar. Með tilvísun til laga um alþingiskosn- ingar í lögum um stjórnlagaþing í stað þess að setja þar inn ákvæði um hvernig umrædd kosning skyldi fara fram var Akkilesarhællinn á frumvarpinu. Alþingi ber auðvitað ábyrgð á því, ekki bara þeir sem lögðu fram frumvarpið og sam- þykktu, heldur líka þeir sem raus- uðu um óvandaðan undirbúning án þess að benda á augljósa galla. Ég lít svo á að allir alþingismenn séu í vinnu hjá þjóðinni og þeim beri skylda til að reyna að sníða van- kanta af stjórnarfrumvörpum þótt þeir séu þeim ekki fylgjandi. Kjör- stjórn, sem kosin er af Alþingi, er falið að framkvæma hið ómögulega, að fara að lögum um alþingiskosn- ingar við undirbúning kosninganna. Aftur berast böndin að Alþingi þótt einhverjir kjósi að sakfella kjör- stjórnina. Þar sem stjórnlaga- þing er aðeins ráðgef- andi þykir mér vega þungt í þessu máli málstaður þeirra, sem buðu sig fram og þeirra, sem kusu. Sér- staklega vegna þess að ekkert hefur komið fram um að ágallar við framkvæmd hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Það að setja lög um að Al- þingi skipi fulltrúa þá sem kosnir voru í þessari tæknilega gölluðu kosningu til setu á stjórnlagaþingi er að mínu mati sanngjörn lausn gagnvart þessum hópum, auk þess að spara peninga. Ég fyrir mitt leyti kem ekki auga á að endurtekin kosning skili okkur betra stjórnlagaþingi. Hafi einhver gert sér grein fyrir gallanum á stjórnlagaþings- frumvarpinu án þess að benda á hann er það skemmdarverk af versta tagi. Þórhallur Hróðmarsson. Ást er… … að gleðja elskuna þína Velvakandi Aflagrandi 40 | Kristín Jónsd. fjallar um Völuspá ef þátttaka fæst. Skráning í s. 891-8839 eða kristinj@mr.is. Einnig er hægt að skrá sig á Aflagranda s. 411- 2702. Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíðastofa kl. 9. Bingó kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Söngstund kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, stólajóga kl. 10.45. Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús í Gjábakka 29. jan. kl. 14. Minn- ingabrot Hrafns A. Harðars. bæjarbókav. Leikið á sög og harmonikku. Veitingar í boði félagsins. Leshópur í Gullsmára 1. febr. kl. 20. Stefán Friðbjarnarson segir frá ævi Steins Steinarr og lesin áður ób- irt frásögn um hann. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fær- eyinga saga námskeið kl. 13. Dansleikur sun. kl. 20. Klassík leikur. Félagsheimilið Boðinn | Samverustund með prestum Kópavogssóknar kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30 og kl. 13, málm- og silfursmíði kl. 9.30/13, jóga kl. 10.50, kóræfing kl. 17. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30. Gleðigjafarnir syngja kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 9.15 og 12.10, málun kl. 10, leðurs./félagsv. kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. bókband. Prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10.3. Spilasalur opinn. Kór- æfing kl. 16.30 (ath. breyttur tími). Þriðjud. 1. febr. postulínsnámskeið. Fim. 3. febr. leikhúsferð, skrán. á staðnum og s. 5757720. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Á föstudögum er brids-aðstoð kl. 13. Hraunbær 105 | Bingó kl. 13.30. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, biljardstofa og pílukast alla virka daga kl. 9. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Opin vinnustofa kl. 9 án leið- beinanda. Námskeið í myndlist kl. 13. Þorrablót, hús opnað kl. 18, nem. frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sýna, Ingvar, Rúna og Valdi leika fyrir dansi. Hæðargarður 31 | Í dag kl. 14.30 flytur Trausti Ólafsson erindi um leikr. Nýárs- nóttina e. Indriða Einarsson. Gestur kl. 10 á mán. er Steinunn Harðardóttir út- varpsmaður. Tölvuleiðb. alla mán. kl. 13.15. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10.10, leikfimi kl. 11, opið hús, spil vist/brids kl. 13. Norðurbrún 1 | Myndlist og útskurður kl. 9. Bingó kl. 14. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð kl. 9, enska kl. 11.30. Tölvu- kennsla kl. 13.30. Sungið v/flygilinn kl. 14.30. Dansað í aðalsal. Vesturgata 7 | Föstud. 4. feb. kl. 17. Veislustjóri Níels Árni Lund. Sigurgeir v/ flygilinn þorrahlaðborð. Karlakórinn KKK Trúðurinn Wally skemmtir. Fjöldasöngur, happdrætti. Sighvatur Sveinsson leikur fyrir dansi. Uppl. og skrán. í s. 535- 2740. Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG VILDI AÐ ÉG HEFÐI NOTIÐ DAGSINS ÉG VEIT AÐ KENNARARNIR HAFA LAGT MIKLA VINNU Í AÐ UNDIRBÚA NÁMSEFNIÐ OKKAR OG KENNSLUNA ALMENNT ÉG VEIT LÍKA AÐ HÚSVERÐIRNIR OG FORELDRAFÉLAGIÐ HAFA LAGT SITT AÐ MÖRKUM. ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI ÁNÆGÐ MEÐ DAGINN EN ÉG ER ÞAÐ EKKI! VIÐ ERUM ALVEG HÆTT AÐ TALA SAMAN... VIÐ ERUM BÚIN AÐ TALA UM ALLT ÞAÐ SEM HÆGT ER AÐ TALA UM ÞAÐ KEMUR MÁLINU EKKERT VIÐ!!! HVAÐ KOSTA ÞESSI NÝJU BLEKHYLKI MIKIÐ? RAFHLÖÐUR MÉR FINNST FRÁBÆRT AÐ ÞÚ SKULIR VERA AÐ REYNA AÐ HJÁLPA FÓLKI AÐ FÁ VINNU ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT AÐ GEFAST UPP! LÍFIÐ ER FULLT AF TÆKIFÆRUM! ÞAÐ EINA SEM VIÐ ÞURFUM AÐ GERA ER AÐ TAKA STJÓRN Á EIGIN LÍFI! HVAÐ VANNSTU ANNARS VIÐ ÁÐUR? ÉG VANN HJÁ FYRIRTÆKI SEM GEFUR ÚT SJÁLFS- HJÁLPARBÆKUR VIÐ SJÁUMST SÍÐAR WOLVERINE JÁ, VONANDI SJÁUMST VIÐ AFTUR HVAÐ ER ÞETTA ANNARS? ÞETTA ER LUKKU- GRIPUR ÞETTA VAR PARTUR AF ARMI DR.OCTOPUS FLESTIR FERÐAMENN LÁTA SÉR DUGA LITLA FRELSIS- STYTTU HANN VERÐUR AÐ VERA NÁKVÆMARI, ÞAÐ ER SVO MARGT SEM KEMUR TIL GREINA Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Heilræðavísur Hallgríms Pét-urssonar hafa fylgt þjóðinni um aldir og staðist vel tímans tönn. Það kunna allir: Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. Flosi Ólafsson sneri út úr þess- ari vísu með skemmtilegum hætti í auglýsingu: Víst ávallt þeim vana halt; vera hress og drekka Malt. Þegar hann var gagnrýndur fyrir uppátækið leyfði hann vís- unni að halda sér – með örlítilli viðbót: Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja – um Malt. „Fólk borgar fyrir heilun sem fer fram úr fjarlægð.“ Þannig hljóðaði frétt sem Einar Georg Einarsson las og varð tilefni eftirfarandi orða: „Það eru Kærleikssamtökin sem bjóða upp á fjarheilun á Facebook. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi því það er læknaskortur í landinu. Er heilsan bregst og kúgar oss og kvelur kærleikann á Feisbók margur velur og einlæglega opnar hjartað þá og alveg hiklaust segist treysta á þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur. Næst sjáum við fyrir okkur rík- mannlegan heitan pott í grænu rjóðri: Allsnakin upp’ í keri Alvilda skautið néri og hrópaði hátt upp í heiðloftið blátt it’s a long way to Tippareri.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Hallgrími og heilræðavísum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.