Morgunblaðið - 28.01.2011, Side 44

Morgunblaðið - 28.01.2011, Side 44
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 28. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Rekinn heim fyrir drykkjuskap 2. Vildi láta fjarlægja nafnið 3. Nafn Íslands notað í svindli 4. Eitt reisulegasta hús borgarinnar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tökur á kvikmynd sem byggð er á skáldsögu Stefáns Mána, Svartur á leik, hefjast í byrjun mars. Stefán segir handritið mjög gott og spáir því að myndin verði „harðsoðin“, kynlíf, dóp og ofbeldi verði áberandi. »38 Morgunblaðið/Árni Sæberg Svartur á leik verður „harðsoðin“  Soft Target, verk Margrétar Söru Guðjóns- dóttur, verður sýnt aftur í Ball- haus Ost- leikhúsinu í Berlín hinn 2. febrúar. Verkið var frum- sýnt hérlendis í september síðastliðnum á Reykjavík Dance Festival. „Óhætt er að segja að verkið er ferskur andblær inn í ís- lenskt danslíf,“ sagði m.a. í gagnrýni. Soft Target sýnt aftur í Berlín  Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu er Kitty Von Sometime, for- sprakki Weird Girls Proj- ect, að vinna verk fyrir UN Women (áður UNI- FEM). Um er að ræða myndatöku sem fer fram í byrjun febr- úar og verður verkið afhjúpað á áberandi stað í miðbæ Reykja- víkur 3. mars næstkomandi. Kitty gefur konum aukinn kraft Á laugardag Allhvöss eða hvöss sunnanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hlýnandi veður, hiti 0 til 7 stig síðdegis. Á sunnudag Hvöss suðvestanátt og skúrir eða él. Heldur kólnandi. Á mánudag Suðlæg átt og rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-18 m/s á morgun. Víða él, en þurrt austanlands. Kólnandi veður. VEÐUR Íslenska landsliðið í hand- knattleik leikur tímamóta- leik í kvöld þegar það mætir Króatíu í leik um fimmta sætið á heimsmeistara- mótinu en spilað verður í Malmö í Svíþjóð. Þetta verður 100. landsleikur Ís- lands á heimsmeistara- mótinu frá upphafi en fyrsti leikur Íslands á HM var á móti Tékkóslóvakíu í Magdeburg í Þýskalandi ár- ið 1958. »3 100. leikur Ís- lands á HM í kvöld Ekki er ljóst hvort Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari getur stillt upp sínu sterkasta liði í kvöld þegar Ísland mætir Króatíu í leiknum um 5. sæti á HM. Ingimundur Ingi- mundarson og Snorri Steinn Guð- jónsson eru tæpir vegna meiðsla. »1 Óvíst hvort Snorri og Ingimundur geta spilað Haukarnir gerðu góða ferð til Grindavíkur í gærkvöldi en þeir gerðu sér lítið fyrir og burstuðu heimamenn, 82:63, í Iceland Ex- press-deild karla í körfuknattleik. Njarðvíkingar unnu ákaflega mik- ilvægan sigur þegar þeir höfðu bet- ur á móti Stjörnunni og Tindastóll hrósaði sigri á móti ÍR á Sauðár- króki. »4 Haukarnir fóru afar illa með Grindvíkinga ÍÞRÓTTIR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Það var sannkallaður sjómannadagur í Bíó Paradís í gærkvöldi. Þar var heimildarkvikmyndin Roðlaust og beinlaust eftir Ingvar Þórisson frum- sýnd. Hún fjallar um samnefnda hljómsveit í áhöfn frystitogarans Kleifabergs ÓF 2. Björn Valur Gíslason, alþing- ismaður, sjómaður og meðlimur í Roðlaust og beinlaust, sagði að kjarni hljómsveitarinnar væri af Kleifaberg- inu. Tveir félagar í landi hafa séð um upptökur, útsetningar o.fl. Fjölmarg- ir hafa komið að hljómsveitinni í gegnum tíðina. Tíu ár eru síðan fyrsta plata Roðlauss og beinlauss, Bráða- birgðalög, kom út. „Við höfðum spilað saman okkur til skemmtunar. Svo komum við að skemmtun í kringum sjómannadag, að mig minnir, og sömdum þá þetta fína blúslag sem heitir Roðlaust og beinlaust, eins og hljómsveitin. Upp úr því fóru að koma fleiri lög,“ sagði Björn Valur. Takmarkað næði gefst til tónlistariðkunar um borð þótt lög- in og textarnir hafi oft orðið til þar. En ætla þeir að halda áfram? „Það hefur orðið óæskilegt hlé eftir að ég fór frá borði en markmiðið er að halda áfram. Við höfum rætt að slá jafnvel í nýjan disk fljótlega,“ sagði Björn Valur. Hann er varaformaður fjárlaganefndar og því eðlilegt að spyrja hvort nokkuð standi til að flytja fjárlögin? „Já, fjárlögin í bundnu máli? Ég er ekki viss um að það sé söluvænlegt,“ sagði Björn Valur og hló. Syngja um líf sjómannsins „Þetta er búið að taka rúm fimm ár,“ sagði Ingvar Þórisson, höfundur kvik- myndarinnar. „Ég fór tvo túra á Kleifaberginu með myndavél- ina. Hljómsveitin Roðlaust og bein- laust og tónlistin hennar er hryggj- arstykkið í myndinni. Þeir gera alla textana sjálfir og flest lögin og syngja um eigin líf og aðstæður. Það drífur söguna áfram. Við hittum líka fjöl- skyldur sumra þeirra og vorum að- eins í Ólafsfirði.“ Ingvar sagði að vissulega mætti finna smásaltbragð af kvikmyndinni, enda sjómannasöngvarnir í fyr- irrúmi. „Þó að ég segi sjálfur frá þá er myndin frískleg og skemmtileg. Þeir taka sig ekki allt of hátíðlega tónlist- arlega, þetta er vinnustaðaband,“ sagði Ingvar. „Við fylgjumst aðallega með þremur úr hljómsveitinni, þeim Birni Val Gíslasyni, sem var stýri- maður og seinna skipstjóri, Ragnari Björnssyni og Ríkharði Lúðvíkssyni. Þeir þrír eru aðalkarakterarnir í myndinni.“ Í kvikmyndinni er hljóm- sveitinni m.a. fylgt á stærstu sjómannasöngvahátíð í heimi sem haldin er í Paimpol í Frakklandi. Þangað koma um 20.000 gestir víða að. Roðlaust og beinlaust tók þátt í hátíðinni sumarið 2005. Sjómannslífið í söng og mynd  Kvikmyndin Roðlaust og beinlaust var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi Morgunblaðið/Ómar Styrkur Þráinn Skúlason, Þorbjörn Jóhannsson, Sigrún Anna Stefánsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Ingimundur Valgeirsson og Hilmar Snorrason, starfs- menn Slysavarnaskólans, taka við einnar milljónar króna ávísun úr hendi Björns Vals Gíslasonar í Bíó Paradís í gærkvöldi. „Við höfum selt alla okkar diska til styrktar slysavarnamálum sjómanna og stærsti hlutinn af því hefur farið til Slysavarna- skólans,“ sagði Björn Valur Gíslason, alþingismaður og meðlimur hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust. Hljómsveitin afhenti skólanum eina milljón króna í gær við frum- sýningu myndarinnar Roðlaust og bein- laust. Það er ágóði af disk- inum, Þung er nú bár- an. Styrkir slysa- varnir til sjós ROÐLAUST OG BEINLAUST

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.