Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 ✝ Guðmundur Sig-urjónsson, fædd- ist 10. desember 1928. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 18. janúar 2011. Foreldrar Guð- mundar voru hjónin Sigurjón Árni Ólafs- son alþingismaður, f. 29.10.1884, d. 15.4. 1954, og Guðlaug Gísladóttir hús- móðir, f. 26.9. 1892, d. 5.11. 1951 og eignuðust þau 13 börn. Eftirlifandi systkini Guð- mundar eru: Baldur Sig- urjónsson, Sigríður Sigurjóns- dóttir og Jóhanna Sigurjónsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Guð- berg Oddsson, f. 20.2. 1966, þau eiga tvö börn, Önnu Katrínu, f. 25.10. 1993, og Odd, f. 27.10. 1998. Bróðursonur Guðmundar, Atli Már Atlason, bjó hjá fjöl- skyldunni í nokkur ár. Fyrir hjónaband Guðmundar og Eygló- ar átti hún tvær dætur, Jarþrúði og Gróu. Guðmundur ólst upp í Vest- urbæ Reykjavíkur hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði. Guðmundur starfaði frá átján ára aldri við sjó- mennsku hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Eftir að hann kom í land árið 1967 starfaði hann sem verkstjóri hjá Eimskip til 65 ára aldurs. Guðmundur ferðaðist mikið um Ísland með fjölskyldu sinni og vinum og hafði mikið dálæti á náttúru landsins. Eftir hann liggja óteljandi myndir frá þeim ferðalögum. Útför Guðmundar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 28. jan- úar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. mundar er Eygló Ol- sen, f. 14.1. 1932 en þau giftust 4.7. 1964. Þau áttu saman tvær dætur, Valgerði Önnu, f. 23.4. 1964, og Mörtu Elísabetu, f. 13.4. 1967. Maki Valgerðar er Stein- þór Óskarsson, f. 2.4. 1952, og eiga þau tvö börn Guð- mund, f. 27.5. 1985, og Unni Ósk, f. 10.9. 1990. Sambýliskona Guðmundar er Guð- rún Anna Lúðvíksdóttir, f. 8.6. 1989, og eiga þau tvo syni, Aron Leó, f. 27.5. 2009, og Alex Leví, f. 20.9. 2010. Unnusti Unnar Óskar er Bjarki Már Elísson, f. 16.5. 1990. Maki Mörtu er Þórður Vil- Í dag kveðjum við þig, kæri pabbi okkar. Það er mjög sárt og erfitt. Þú kenndir okkur ýmislegt sem við er- um þakklátar fyrir en viljum þó sér- staklega þakka þér fyrir að kenna okkur að njóta landsins okkar, úti- veru og ferðalaga. Þú varst mikill áhugamaður um íslenska náttúru og öll sumur ferðuðumst við um landið okkar. Það var alltaf mikið tilhlökk- unarefni að komast í „ferðalagið“ sem við fórum í á hverju ári. Fyrst í stað fórum við eftir þjóðveginum og margar ferðir voru farnar að Hæð- argarðsvatni við Kirkjubæjarklaust- ur. Þar tjölduðum við niður við vatn- ið og veiddum silung, en þú hafðir mjög gaman af stangveiði og smit- aðir okkur af þeim áhuga. Við vorum ekki gamlar þegar við eignuðumst okkar fyrstu veiðistangir. Við mun- um líka vel eftir okkur í Hallorms- staðarskógi og Vaglaskógi, þar sem tálgaðir voru stafir og þú kenndir okkur að beita hnífnum rétt, svo ekki væri hætta á að við meiddum okkur. Svo var það Akureyri, en þangað fór- um við mjög oft, ef ekki á hverju ári. Það var alltaf uppáhaldsstaðurinn okkar og er enn í dag. Seinna eign- aðist þú jeppa og þá lá leiðin upp á hálendi landsins. Herðubreiðarlind- ir, Drekagil, Askja, Gæsavatnaleið, Nýi-Dalur, Syðra-Fjallabak, Eldgjá og svo margir, margir aðrir, allt sam- an staðir sem minna okkur á þig þeg- ar við heyrum þá nefnda. Við komum þar og oftar en einu sinni á suma staðina. Margar gönguferðir voru farnar í ferðunum og þá þýddi ekkert að kvarta. Upp á topp var ferðinni heitið, maður klárar það sem maður byrjar á, gefst ekki upp á miðri leið. Gott veganesti inn í framtíðina þar. Þú barst virðingu fyrir landinu og því sem það hafði upp á að bjóða og kenndir okkur að ganga vel um við- kvæma náttúruna. Þú varst skipu- lagður og vandvirkur, hver hlutur átti sinn stað. Þú kenndir okkur líka að ganga vel um eigur okkar og kannski ekki síst að meta það sem maður á. Elsku pabbi, þakka þér fyrir sam- fylgdina, þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar. Hvíldu í friði. Valgerður og Marta. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Guð- mundar Sigurjónssonar. Strax við fyrstu kynni tókst með okkur góður vinskapur sem varði alla tíð. Við átt- um margar góðar samverustundir þar sem við ræddum um fótbolta, sjómennsku, ferðalög, stjórnmál og ýmislegt fleira. Guðmundur var ljúf- menni og góður vinur, alltaf tilbúinn að hjálpa ef á þurfti að halda. Takk fyrir samfylgdina, kæri tengdapabbi. Kveðja, Steinþór. Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdaföður míns Guðmundar Sigurjónssonar. Ég hitti hann fyrst fyrir um 23 árum þegar ég kynntist Mörtu Elísabetu dóttur hans. Ég man að mér fannst Guðmundur mjög rólyndur maður og þægilegur að um- gangast. Þegar hann hafði skoðanir á hlutunum var hann hins vegar ekk- ert að liggja á þeim og sagði sem honum fannst. Í því sambandi er mér einna minnisstæðast þegar hann var að aðstoða mig við málningarvinnu í íbúð sem við Marta vorum nýbúin að kaupa. Íbúðin var að sjálfsögðu mál- uð og litirnir vandlega valdir. Eitt herbergið höfðum við í grænum lit og þegar Guðmundur rúllaði vegginn sagði hann ákveðið við mig; „and- skoti er þetta ljótur litur“. Engu að síður hélt hann áfram og hjálpaði smekklausum tengdasyninum að mála. Ég komst fljótt að því hversu mjög Guðmundur hafði gaman af því að ferðast um landið, en sögum af ferða- lögum og minjagripum úr þeim kynntist ég fljótt. Þegar ég kom fyrst upp á háaloft í Hólmgarðinum, stuttu eftir að ég kynntist Mörtu, varð ég í orðsins fyllstu merkingu steinhissa. Þar blasti við mér þvílíkt steinasafn að annað eins hef ég ekki séð í heimahúsi. Þótt mér þætti þetta skrítið þá lærði ég með tím- anum, þegar ég kynntist Guðmundi betur, að skilja þetta og meta. Við Marta fórum í margar útilegurnar með Guðmundi og Eygló og þar á meðal var mín fyrsta ferð um Vest- firðina. Guðmundur virtist þar þekkja sig alls staðar vel enda átti hann sjálfur ættir að rekja á Rauða- sand. Í þeim túr sá ég hann nota golfkylfu í fyrsta og líklega eina skiptið svo ég viti til. Ógleymanleg eru myndakvöldin í Hólmgarðinum þar sem hundruðum slides-mynda var kastað á tjald og sögustaðir, fjöll og dalir tilgreind. Myndirnar náðu yfir mörg ár og því oft gaman að skoða. Reyndar hafði þó einstaka mynd af landslagi og fjalli eðlilega meiri merkingu fyrir Guðmund en aðra, þar sem hann tók myndirnar í flestum tilfellum sjálf- ur. Eins og margir vita var systkina- hópur Guðmundar og afkomendur þeirra mjög stór. Ég held að þeim hópi hafi ég kynnst fyrst á fjölmennu ættarmóti sem haldið var í Loga- landi fyrir um 20 árum. Sá hópur hefur væntanlega stækkað mikið síðan. Okkur tengdapabba kom alltaf vel saman og þegar ég lít til baka man ég ekki eftir því að okkur hafi nokk- urn tíma orðið sundurorða, en eins og áður segir var hann rólyndur þótt skoðanir hans væru skýrar. Það hef- ur því oft verið erfitt síðustu ár að fylgjast með því hversu mikið Park- insonsveikin hafði áhrif á hann og dró úr honum. Þrátt fyrir það er óhætt að segja að lengi vel hafi hug- urinn ávallt verið langt á undan þótt skrokkurinn hafi ekki hlýtt. Megi Guðmundur hvíla í friði og minning um góðan mann lifa áfram. Þórður Vilberg Oddsson. Guðmundur Sigurjónsson Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Labrador Retriever svartir Erum orðnir 6 mánaða og húsvanir. Ættbókarfærðir HRFÍ. Sprautaðir. Örmerktir. Nótt á kr. 190 þús. og Mökkur og Nóri á kr. 160 þús. Uppl. í síma 695 9597 og 482 4010. MAX er týndur Bröndóttur norskur skógarköttur hvarf að heiman þann 19. des. sl. úr Smá- íbúðahverfinu í Reykjavík. Vinsaml. látið vita í síma 696 8380 ef þið vitið hvar hann er. Ferðalög Gisting Þú átt skilið að komast í hvíld! Í Minniborgum bjóðum við upp á ódýra gistingu í notalegum frístunda- húsum. Þú færð 3 nætur á verði 2. Fyrirtækjahópar, óvissuhópar, ættarmót. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Hestar Fullþurrkað gæðarúlluhey til sölu eða í skiptum fyrir smíðavinnu, bíl, vinnutæki eða annað. Verð pr. rúllu 7000 kr. heimkomið á höfuðborgar- svæðinu. Uppl. í síma 892 4811. Tómstundir Plastmódel í miklu úrvali Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is Til sölu PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali. Auk gullhringa eigum við m.a. titanium og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Nýr Freemans-listi Nýi vor- og sumarlisti Freemans er kominn. Sjaldan verið glæsilegri. Pantið listann í síma 565-3900 eða á www.freemans.is Hagstæður verslunarmáti. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhaldsstofan ehf. Reykja- víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi, launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl, stofnun fyrirtækja. Magnús Waage, viðurkenndur bókari, s. 863 2275, www.bokhaldsstofan.is. Ýmislegt Flísgallar, Bómullargallar, Velúrgallar. Stærðir S-XXL Meyjarnar, Austurveri sími 553 3305 Bílar Nýr Subaru Legacy 2,0 Sport B4 Sjálfskiptur. 17” álfelgur. Xenon ljós. 6 diska CD. Tölvustýrð miðstöð. Ofl. Langt undir listaverði aðeins 4.990.þús. www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344 Opið 12-18 virka daga Bílaþjónusta Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar, gler og gluggaskipti. og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Byssur SJÓFUGLASKOT ISLANDIA 34 gr, 36 gr og 42 gr sjófuglaskotin komin. Topp gæði - botn verð. Send- um um allt land. Sportvörugerðin, sími 660-8383. www.sportveidi.is SKODA OCTAVIA Árgerð 2000, ekinn 149 þ. km,BENSÍN, 5 gírar. Verð 520.000. Rnr.240080. Planið bílasala www.planid.is 517-0000 TOYOTA PRIUS HYBRID. Árgerð 2006, ekinn 133 þ.km, Bensín, sjálfskiptur. Verð 1.990.000. Rnr 240050 Planið bílasala www.planid.is 517-0000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.