Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 ✝ Sólveig Karvel-sdóttir fæddist 19. desember 1940 á Bjargi í Ytri- Njarðvík. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 15. janúar 2011. Foreldrar Sól- veigar voru Anna Margrét Olgeirsdóttir húsmóðir, fædd 1904 í Grímshúsi á Hellis- sandi, d. 1958, og Kar- vel Ögmundsson út- gerðarmaður, fæddur á Hellu í Beruvík 1903, d. 2005. Systkini hennar eru: Olga María, f. 1928, Guðlaug Svan- fríður, f. 1929, Þórunn, f. 1933, Est- er, f. 1933, d. 1989, Ögmundur, f. 1936, Eggert, f. 1943, d. 1962. Drukknaði ásamt frændum sínum tveimur þá 18 ára að aldri þegar bátur þeirra María fórst. Eggert, f. 1964, móðir Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir. Eiginmaður Sólveigar frá 1960 er Sigurður Pálsson, mál- ari og veiðimaður, f. 1939. Börn þeirra eru Páll Daníel, f. 1961, maki sóknir, frá Háskóla Íslands árið 2002. Fjallaði meistaraprófsritgerð hennar um líðan og störf grunn- skólakennara í erfiðu skóla- umhverfi. Sólveig var vaktstjóri í verslun Ferðaskrifstofu ríkisins og síðar hjá Íslenskum markaði á Keflavíkurflugvelli 1968-72. Kenndi í Skóla Ísaks Jónssonar frá 1972- 1982 og svo aftur frá 1984-91 og 1993-96. Var framkvæmdastjóri AFS á Íslandi 1980-84. Náms- ráðgjafi í Kennaraháskóla Íslands 1996 til 1999. Alþjóðafulltrúi og stundakennari í Kennaraháskól- anum 1999-2003 og loks lektor í kennslufræði þar frá 2003. Hennar helstu áhugasvið í starfi voru sam- skipti, agi og bekkjarstjórnun og samstarf heimila og skóla. Einnig má nefna störf og viðhorf grunn- skólakennara, líðan nemenda og ráðgjöf og voru rannsóknir hennar einkum á þessum sviðum. Sólveig vann að fjölmörgum verkefnum sem beindust að mati á skólastarfi. Síð- ustu ár ævi sinnar var Sólveig þátt- takandi í stórri rannsókn um starfs- hætti í grunnskólum og sat hún í stjórn þess verkefnis. Sólveig verður jarðsungin frá Há- teigskirkju í dag, 28. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Linda Sjöfn Þór- isdóttir, Edda Huld, f. 1965, maki Þorlákur Már Árnason, Eggert, f. 1966, maki Ásta Björk Lundbergs- dóttir. Börn Páls Daníels eru Sólveig Anna og Sindri. Börn Eddu Huldar eru Flóki og Líneik. Dæt- ur Eggerts eru Ylfa Kristín, Embla og Ást- rós Yrja. Sonur Sig- urðar er Hallur Ægir, f. 1959. Sólveig ólst upp í Njarðvík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Héraðs- skólanum í Reykholti 1956. Fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna 1958- 59 og lauk High School Diploma frá Collingswood High School – New Jersey. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1972, námi í námsráðgjöf frá Háskóla Ís- lands árið 1995, BA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði árið 1996 og meistaraprófi í uppeldis- og mennt- unarfræði, með áherslu á rann- Sólveig tengdamóðir mín er látin og um hugann fara minningar um merka konu. Minningar um konu sem hafði svo margt til að bera og mikið að gefa. Hún var þakklát fyr- ir gjafir lífsins, kunni að njóta þeirra og að fara vel með þær. Sól- veig tók á móti öllum með fallegu brosi og opnum faðmi, alltaf tilbúin að vera til staðar af heilum hug. Hún bar mikla virðingu fyrir lífinu, trúði á það jákvæða og styrkleika hvers og eins; var hlý og einlæg. Sólveig ólst upp í stórum systk- inahópi í Ytri-Njarðvík við ást og umhyggju foreldra sinna. Hún var tíu ára þegar móðir hennar, Anna Margrét, fékk heilablóðfall og náði sér aldrei að fullu og dó þegar Sól- veig var 18 ára. Þremur árum síðar drukknar Eggert bróðir hennar, en þau voru mjög náin, og var þetta henni mikill missir. Sólveig var mjög náin föður sínum og átti með honum margar ánægjustundir, en hann dó í hárri elli. Sólveig fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna árið 1958 og dvaldi þar í eitt ár hjá góðri fjölskyldu og hefur þeirra góða samband haldist alla tíð. Sól- veig var vinnusöm og lagði hart að sér við nám og störf. Hún hafði alla tíð áhuga á að afla sér þekkingar og miðla henni til annarra, en það varð hennar ævistarf. Hún vann öll verk sín af alúð og hafði brennandi áhuga á viðfangsefnum sínum. Fór þar saman áhugamál og vinna. Fjölskyldan og vinir skipuðu háan sess í huga Sólveigar og stóð heim- ili þeirra Sigurðar, eiginmanns hennar, ávallt öllum opið hvort sem um var að ræða til lengri eða skemmri tíma. Barnabörnin voru henni miklir gleðigjafar og var hún vakin og sofin yfir velferð þeirra. Fyrir tæpum 20 árum fékk Sólveig krabbamein og gekk í gegnum langt og strangt veikindastríð sem tók mikið á. Má segja að það hafi verið kraftaverk að fimm árum síð- ar virtist hún alheil. Tóku við góð ár og naut Sólveig þess að lifa, vinna og fylgjast með fjölskyldunni stækka. Það urðu því mikil von- brigði þegar meinið tók sig upp aft- ur fyrir fjórum árum. Aðdáunarvert æðruleysi og innri styrkur finnst mér hafa einkennt Sólveigu alla tíð og kom það glöggt í ljós í veik- indum hennar. Hún hafði vonina, viljann og trú á æðri mátt, en var jafnframt raunsæ og hélt hugarró sinni alla tíð. Það var ótrúlegt að sjá baráttukraftinn, jákvæðnina og þann magnaða lífsvilja sem hún bjó yfir og er ég sannfærðari en nokkru sinnum fyrr um mátt hug- ans og viljans. Elsku Sólveig, það eru margar stundirnar sem við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga með þér síðustu vikurnar. Sjötíu ára afmælið þitt sem er okkur ógleymanlegt. Eyrún vinkona þín spilaði á harm- onikku og allir sungu saman. Eyþór og Ellen komu, sungu og spiluðu fyrir okkur og þú varst svo glöð og þakklát. Jólin, áramótin og 50 ára brúðkaupsafmæli ykkar Sigurðar, sem hefur verið sem klettur í hafi í veikindum þínum, er ofarlega í huga mínum. Ég kveð þig elsku Sólveig með virðingu og söknuði og veit að það verður tekið vel að móti þér á nýjum slóðum. Takk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín Linda. Nú er elsku amma okkar látin eftir mikil veikindi og viljum við skrifa nokkur orð um hana. Amma hafði marga góða eiginleika, hún var ein af þeim manneskjum sem alltaf var hægt að fara til, tala við og tjá tilfinningar sínar. Þótt hún væri stundum mjög veik hlustaði hún vel og kom með lausnir eða huggun. Við munum aldrei gleyma ferðunum sem við fórum upp á Laugarvatn við barnabörnin og hún. Við elduðum og sáum um heimilið meðan amma vann, en við fórum líka oft út á vatnið á bretti, svo kenndi amma okkur að greina jurtir og plöntur með hjálp jurta- bókarinnar Flóru. Amma spilaði oft á gítarinn þeg- ar við vorum yngri og þá myndaðist oft hljómsveit í stofunni, við barna- börnin með hristur, amma á gít- arnum og allir sungu með. Okkur þótti líka mjög gaman þegar við spiluðum á spil við ömmu og afa. Amma sýndi gott fordæmi, hún bragðaði aldrei áfengi né reykti og var líka baráttumikil í sínum veik- indum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Takk fyrir yndisleg ár, amma, og Guð geymi þig. Kveðja. Sindri Pálsson og Sólveig Anna Pálsdóttir. „Bognar aldrei – brotnar í byln- um stóra seinast.“ Þessi orð Klettafjallaskáldsins Stephans G. koma okkur í hug nú þegar við minnumst mágkonu okk- ar í fáum orðum. Áralangri baráttu við þann illvíga sjúkdóm, sem engu eirir, er nú lokið. Degi var verulega tekið að halla og hún því ferðbúin. Nú þegar ró hefur færst yfir sviðið verður okkur litið til baka. Þá kem- ur fyrst í hugann sumarið 1960 þeg- ar bróðir okkar kom til Húsavíkur með þessa glæsilegu rauðhærðu stúlku með örlitlum freknum á björtu hörundinu og kynnti hana fyrir fjölskyldunni. Það var ekki frítt við að fólk væri upp með sér þennan sumardag fyrir fimmtíu ár- um og raunar alla tíð síðan. Sólveig bjó þá þegar yfir allsérstakri reynslu miðað við ungar stúlkur þess tíma, hafði verið í skóla í Bandaríkjunum og kokkur á síld- arbáti. Sólveig var í báðar ættir komin af alþýðufólki og sjósóknurum af Snæfellsnesi en ólst upp í Ytri- Njarðvík í andrúmslofti útgerðar, fiskvinnslu og veraldarvafsturs margskonar, en faðir hennar Kar- vel Ögmundsson var þjóðþekktur athafnamaður. Þegar móðir hennar lést voru eldri systur giftar og flognar úr hreiðrinu þannig að hús- móðurstörfin á gestkvæmu heimili komu nú í hlut Sólveigar, þá ung- lingsstúlku. Seinna varð það svo einmitt þannig að á hina þjóðlegu, íslensku vísu var heimili þeirra Sig- urðar jafnan opið gestum og gang- andi, skyldum og óskyldum til lengri eða skemmri dvalar. Ekki fór það fram hjá samferðafólki hve framganga Sólveigar lýsti af hátt- vísi og kurteisi en þar fór jafnframt kona sem var þétt í lund og fylgin sér. Fátt eða ekkert varð til að trufla hana í ásetningi sínum. Ögun hugans, alúð og vandvirkni ásamt ómældu vinnuþreki og mikilli verk- lund lagðist allt á eitt um að gera verk hennar meiri og vandaðri en gengur og gerist hjá fólki þótt full- frískt sé. Þeir sem umgengust hana jafnvel mest vissu minnst um það sem hún áorkaði því hógværðin leyfði henni ekki að guma af verk- um sínum. Á fagnaðarfundum í fjöl- skyldunni voru margir hávaða- samari en mágkona okkar. En mikið kunni hún að meta eftirherm- ur og góðar sögur, og hló þá inni- lega. Svo tók hún upp gítarinn, spil- aði og leiddi söng. Þannig var hún líka. Með árunum þegar erill dagsins hafði gengið hart fram þá leitaði hugurinn á Sæfellsnes þar sem fjöl- skyldan á sumarhús og þangað fór hún til samfélags við smávini fagra og foldarskart. Þegar litið er til baka sést vel hvað þessi skaphöfn sem hér hefur verið lýst, að við- bættu æðruleysinu, varð henni notadrjúg í glímunni fyrir lengri til- veru hér á meðal okkar. En hvernig sem frammistaðan er fær enginn umflúið að leika lokaþáttinn. Röðin hefur nú komið að Sólveigu og hún er gengin út af sviðinu, en lífið heldur áfram þótt mæt manneskja hverfi bak við tjaldið. Það er gott að minnast jafnágætrar konu. Málmfríður, Kristján, Sveinn, Ásmundur Sverrir, Þuríður Anna og fjölskyldur. „Hún er örlagavaldur okkar,“ sagði mamma jafnan þegar Sól- veigu Karvelsdóttur bar á góma á æskuheimili mínu. Mamma, sem var ljósmóðir, þreyttist aldrei á að segja frá því að hún hefði kynnst pabba, föðurbróður Sólveigar, þeg- ar hann sótti hana til að taka á móti Sólveigu. Sólveig hafði líka gaman af þessari sögu og ekki síst því hve mamma var fegin þegar hún upp- götvaði að maðurinn með djúpu spékoppana var föðurbróðir ný- fædda barnsins, en ekki faðir þess eins og hún hafði óttast. Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til að umgangast örlagavaldinn Sól- veigu hin síðari ár. Ásamt systrum mínum stofnuðum við Félag að- standenda vistmanna á Garðvangi í Garði þar sem faðir hennar og móð- ir mín dvöldu síðustu ár ævi sinnar. Það var unun að vinna með Sól- veigu. Hún var skipulögð, vandvirk, fórnfús og áreiðanleg. Svo var hún líka skemmtileg. Við skemmtum okkur konunglega með gamla fólk- inu á dansiböllum, í söng og öðru sem við höfðum skipulagt fyrir það. Báðar þjáðumst við þó af samvisku- biti eftir að foreldrar okkar féllu frá og við hættum afskiptum af mál- efnum aldraðra á Garðvangi. Við hugguðum okkur við að annað fólk tæki við því starfi. Þar sem við vorum báðar starf- andi innan menntageirans spjölluð- um við heilmikið um nám og kennslu og vorum sammála um flest. Sólveig var alltaf hvetjandi og jákvæð þegar ég ráðfærði mig við hana. Ég er Sólveigu þakklát fyrir samferðina og hreykin af að eiga hana fyrir frænku. Ég votta fjöl- skyldu Sólveigar dýpstu samúð mína. Hulda Karen Daníelsdóttir. Frænka mín Sólveig Karvelsdótt- ir er látin eftir harða og hetjulega baráttu við þrálátan sjúkdóm. Ég heimsótti Sólveigu er hún varð 70 ára í desember sl. og hreifst af hetjulegri baráttu hennar við sjúk- dóminn og hvað fjölskylda hennar, eiginmaður, börnin, ættingjar og vinir hlúðu að henni og veittu henni mikinn styrk og alúð. Þau hafa veitt henni stuðning í veikindum hennar og staðið við hlið hennar eins og klettar. Við Sólveig erum bræðrabörn og heitum bæði í höfuðið á föðurömmu okkar Sólveigu Guðmundsdóttur, erum bæði fædd á Bjargi í Ytri- Njarðvík á sitt hvoru árinu en ég var skírður við kistulagningu henn- ar. Þær eru orðnar margar Sólveig- arnar í fjölskyldunni, sem sýnir að ættmóðirin var í miklum hávegum höfð. Við Sólveig ólumst upp í ná- lægð hvort annars í Njarðvíkinni fyrstu árin, en síðan lágu leiðir okk- ar víða eins og gengur. Sólveig var alla tíð mjög fróð- leiksfús og vann að sínum áhuga- málum alveg undir það síðasta. Okkur mannanna börnum er ým- islegt gefið í vöggugjöf og má með sanni segja að Sólveig hafi nýtt hæfileika sína og skilað þeim vel til samfélagsins, eins og henni var einni lagið. Föðurætt okkar er orð- in nokkuð stór og tilheyrir okkar aldurshópur nú elstu núlifandi kyn- slóðinni og menn því misjafnlega vel á sig komnir. Þegar litið er aftur í tímann er ekki hægt annað en að vera stoltur af dugnaði okkar forfeðra og for- mæðra sem börðust við óblíða nátt- úru þessa lands og báru oft sigur úr býtum, en urðu líka stundum að láta í minni pokann. Hið fagra Snæ- fellsnes og Breiðafjörðurinn var lífsvettvangur föðurættarinnar og stundum óvæginn staður, en oftast var hægt að afla sér matar enda fólk almennt duglegt og áræðið. Karvel Ögmundsson faðir Sól- veigar lýsir lífi fólksins þarna á Snæfellsnesinu frábærlega vel í bókum sínum sem hann nefnir Sjó- mannsævi og þangað er hægt að sækja ómetanlegan fróðleik um hið erfiða líf sem Snæfellingar bjuggu við fyrr á tímum, sem þó er ekki svo fjarri okkar kynslóð. Sólveig var einstaklega ljúfur einstaklingur og vildi öllum vel er til hennar leituðu, vel fróð og alltaf tilbúin að afla sér frekari þekkingar um hin ýmsu málefni, hún var líka augasteinn fjölskyldunnar og vel liðin af samferðafólki sínu. Þú ert það sem öllu miðlað getur og allar þínar gjafir lýsa þér og ekkert lýsir innri mann þinn betur en andblær hugans sem þitt vinmót ber. Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur og lífið daprast ef hún ekki skín svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur og undir því er komin gæfa þín. (Höfundur óþekktur.) Ég kveð hér Sólveigu Karvels- dóttur og votta eiginmanni hennar Sigurði, börnum, barnabörnum og öllum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, ljúfa frænka. Sólmundur Tryggvi Einarsson. Mig langar að minnast frænku minnar Sólveigar Karvelsdóttur. Við kynntumst fyrir u.þ.b. 20 árum þegar Sólveig byrjaði í Samkór Kópavogs. Fyrsta veturinn vissum við ekki af skyldleika okkar en þeg- ar ég hlustaði á kvöldgesti Jónasar eitt kvöldið og Sólveig var gestur hjá honum kom í ljós að hún var ættuð af Snæfellsnesinu góða, frá Hólahólum og Öndverðarnesi. Það- an er hin góða Sýrusarætt sprottin. Við vorum báðar mjög stoltar af því að vera af þessari ætt. Sólveig og mamma mín voru þremenningar, og eftir þetta létum við alla sem heyra vildu vita af því að við værum frænkur og kölluðum gjarnan hvor aðra frænku. Seinna var mikil gæfa að kynnast manni hennar Sigurði Pálssyni og ekki spillti fyrir hversu fróð þau hjón voru um alla sögu, menn og málefni. Ég hlustaði alltaf með mikilli athygli á frásagnir þeirra og á vonandi eftir að heyra meiri fróðleik frá Sigurði. Ég verð að segja frá því að við hjónin hitt- um Sigurð og syni þeirra hjóna við eldgosið í Eyjafjallajökli og þar benti Sigurður á hvern fjallatopp- inn af öðrum með nafni. Ég mátti þakka fyrir að vita hvar ég var stödd, yfirleitt. Sólveig söng með Samkórnum í ca 20 ár og vorum við heppin að fá hana í hópinn svo lífsglaða konu sem söng eins og engill og var mjög tónviss. Það er betra að vera þess- um hæfileikum gæddur þegar mað- ur syngur í kór. Sólveig átti það til á góðum stundum að grípa í gítar og ég minnist hennar á kvöldvöku í Ölveri þegar við ætluðum að syngja Maístjörnuna. Þá stóð Sólveig upp og óskaði eftir að fá að spila lagið sem hún gerði með sóma eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Sólveg var stórglæsileg kona og hafði gaman af því að ferðast og fór með Samkórnum í nokkrar utan- landsferðir, þar sem hún naut sín vel. Sólveig hafði barist við veikindi áður en við kynntumst. Það hvarfl- aði ekki að nokkrum manni að þessi lífsglaða og fallega kona væri að stíga upp úr miklum veikindum, hún sagði mér það seinna. En veik- indin tóku sig upp að nýju mörgum árum seinna og Sólveig varð að lúta í lægra haldi. Sólveig hætti ekki sjálfviljug í kórnum enda fylgdist hún með okkur og við með henni fram á síðustu stundu. Þess má geta að hún kom á alla tónleika kórsins meira af vilja en mætti und- ir það síðasta. Ég og fjölskylda mín sendum Sigurði og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Með virðingu og þökk fyrir allt og allt, elsku frænka. Erla Alexandersdóttir. Sólveig Karvelsdóttir HINSTA KVEÐJA Það var svo gott að eiga þig amma. Ég varð alltaf svo róleg í kringum þig og andrúmsloftið léttist. Það var erfitt að kveðja þig en ég veit að þér er létt. Það var orðið svo vont að sjá þig svona máttvana og ósjálf- bjarga, þú sem varst svo sterk og ákveðin manneskja. Mér þykir svo endalaust vænt um þig og þó það hafi ekki alltaf sést utan frá þá veistu hvað þú ert mér kær. Ég mun alltaf geyma þig í hjartanu mínu. Líneik.  Fleiri minningargreinar um Sólveigu Karvelsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.