Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 ✝ Stella JóhannaMagnúsdóttir var fædd 11. nóvember 1934. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 14. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Einar Magnús Kristjánsson, f. 19. desember 1910, d. 15. ágúst 1982, og Aðal- björg Sigfríð Bjarna- dóttir, f. 9. október 1915, d. 10. mars 1992. Stella var elsta barn foreldra sinna. Systkini henn- ar eru Kristján Bjarni Einarsson fv. skipstjóri, f. 16. október 1936, Vera Einarsdóttir, f. 21. apríl 1938, Sig- ríður Einarsdóttir, f. 9. ágúst 1941, og Margrét Einarsdóttir, f. 17. júlí 1943, d. 16. október 1974. Stella giftist 26. desember 1953 Nikulási Sveinssyni rafvirkja. Synir þeirra eru: a) Einar Magnús Niku- lásson, f. 30. júní 1952, kvæntur Herdísi Jóhannsdóttur, f. 31. janúar björgu Daðadóttur, 12. desember 1976, sonur hennar er Haraldur Daði Haraldsson, f. 14. október 2001. Páll Arnar Hauksson, f. 1. desember 1986, í sambúð með Láru Björgu Þórisdóttur, f. 28. febrúar 1988. Sonur Nönnu er Hákon Freyr Waage Friðriksson, f. 25. sept- ember 1981. c) Sveinn Arnar Niku- lásson, f. 25. nóvember 1963. Stellla er fædd og uppalin á Ísa- firði til 10 ára aldurs en þá fluttist hún með foreldrum sínum til Skagastrandar þar sem hún var til 16 ára aldurs. Þaðan flutti hún inn í Voga á Vatnsleysuströnd. Stella vann um tíma í frystihúsi, síðar á Keflavíkurflugvelli, teppaverslun Axminster og TM húsgögnum. Hún var lengi virk í stjórnmálum, var m.a. í mörg ár formaður hverfa- félags Sjálfstæðisflokksins í Háa- leitishverfi. Ragnhildur Helgadótt- ir ráðherra réð hana sem aðstoðarmann og síðar var hún skipuð deildarstjóri í heilbrigð- isráðuneytinu. Útför Stellu fór fram í kyrrþey. 1955. Synir þeirra eru: Ágúst Nikulás Einarsson, f. 30. jan- úar 1973, kvæntur Oliviu Einarsson. Dóttir Nikulásar og Rakelar Þorsteins- dóttur, f. 29. desem- ber 1977, er Ágústa Margrét, f. 23. maí 1995. Dóttir Nikulás- ar og Oliviu er María Dís, f. 22. júní 2010. Daníel Már Ein- arsson, f. 11. febrúar 1976, kvæntur Sædísi Jónasdóttur, f. 18. nóvember 1979. Synir þeirra eru Einar Björn, f. 20. mars 2000, og Jónas Ingi, f. 14. apr- íl 2008. Atli Jóhann Einarsson, f. 15. júlí 1986. b) Haukur Nikulásson, f. 29. nóvember 1955, í sambúð með Nönnu Guðrúnu Waage Mar- inósdóttur, f. 25. febrúar 1962. Börn Hauks og Karenar Kjart- ansdóttur, f. 10. maí 1956, eru: Kjartan Reynir Hauksson, f. 7. nóv- ember 1978, í sambúð með Ingi- Nú hefur þú, elsku Stella mín, lagt aftur fallegu bláu augun þín í hinsta sinn. Koma nú margar minningar upp í hugann. Þú gafst mér þrjá syni og bjóst okkur dásamlegt heimili með öllu því sem góð eiginkona og mamma hefur upp á að bjóða. Ekki síst prýddirðu það með fallegum listaverkum eftir þig sjálfa. Í uppeldi sona okkar innrættir þú þeim ríka réttlætiskennd, sem þeir búa að enn í dag. Þeim launum, sem þú vannst þér inn með vinnu utan heimilisins, varðirðu í að auðga heimili okkar enn frekar. Þú ferðaðist með mér vítt og breitt um landið okkar, sem og víða um heiminn og nutum við þess í ríkum mæli. Þú áttir stærsta þáttinn í skipulagi þessara ferðalaga og á ég það þér að þakka að aldrei kom fyrir neitt óhapp í neinu þeirra. Fyrir rúmum tuttugu árum fórum við í að byggja okkur sumarbústað við Gíslholtsvatn í Holtum og vannst þú mikið þrekvirki við þá byggingu, sem og alla þá trjárækt, sem við stunduðum þar. Ekki var fiskveiðin í vatninu til að skemma fyrir, en þú hafðir mikið yndi af því að matbúa fiskinn á ýmsa vegu. Það var því sárt þegar við seldum bústaðinn og þú saknaðir hans mikið alla tíð síðan. Þú sast löngum stundum við gluggann og naust útsýnisins yfir vatnið, sem þú hafðir miklar mætur á. Fáeinum árum síðar keyptum við okkur hús á Spáni og dvöldum þar af og til um tæplega tíu ára skeið. Þegar heilsu þinni fór hrakandi þurftirðu að leggjast inn á sjúkrahús í vikutíma og fékkst sæmilegan bata. Sá bati varði þó ekki í mörg ár, því heilsa þín versnaði smám saman. Síð- ustu ár varstu mikið inni á sjúkra- stofnunum sárþjáð á líkama og sál. Síðasta afmælisdaginn þinn þurft- irðu að leggjast inn á Landspítalann í Fossvogi og heimsótti ég þig þrisvar á dag. Ég gleymi því aldrei hve inni- lega þú faðmaðir mig og kysstir í hvert sinn þegar ég þurfti að kveðja þig og fara heim. Eftir rúmar þrjár vikur fékkstu að koma heim og varst heima um jól og áramót. Hinn 12. janúar varstu tekin frá mér og flutt á líknardeildina í Kópavogi, þar sem þú lést tveimur dögum síðar. Við dánarbeð þinn sat ég ásamt einum syni okkar og tveim- ur systrum þínum. Ég vil færa hjúkrunarfólki Land- spítalans og konunum í Karitas al- úðarþakkir fyrir frábæra og fórnfúsa umönnun í veikindum Stellu. Elsku Stella mín, ég sakna þín ósegjanlega sárt eftir 59 ára sambúð. Megi hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar gæta þín að eilífu. Þinn eiginmaður, Nikulás Sveinsson. Ég var og er stoltur af mömmu minni. Þar fór alltaf falleg og glæsi- leg kona sem kom vel fyrir. Mamma var rösk til verka og vann af alúð. Hún var smekkmanneskja á umhverfi sitt. Henni var margt til lista lagt. Var bæði dugleg og flink að hekla dúka, sauma krosssaums- myndir og lærði líka myndgerð með flosnál. Á seinni árum föndraði hún við glerlist og það veitti henni mikið yndi. Alla ævi lagði hún metnað í að halda sitt heimili óaðfinnanlega hreinu, hlýlegu og snyrtilegu. Um tíma voru hún og pabbi mjög mikið í ferðalögum um hálendið og var ég þá krakkinn gjarnan geymdur aftast í „Víboninum“ ofan á mjúka farangrinum. Mínar minningar af æskusumrum eru gjarnan ævintýri á þessum ferðalögum. Þetta var á þeim tíma þegar ekki var jafn auðvelt að ferðast um og nú er. Ýmis störf vann hún um ævina en trúlega standa upp úr hjá henni af- skipti af pólitísku starfi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Hún vann um tíma í Valhöll, var formaður hverfafélags flokksins í Háaleitishverfi og var skipuð aðstoðarmaður ráðherra í tíð Ragnhildar Helgadóttur í heilbrigð- isráðuneytinu. Hún var stolt af þess- um tíma. Eftir að mamma og pabbi fóru á eftirlaun dvöldu þau langdvölum á Spáni þar sem yngri bróðir minn býr líka. Þar undu þau sér vel. Ég get ekki látið hjá líða að geta hlutverks föður míns í hennar lífi. Þau voru saman í tæp 60 ár. Hún varð fyrir heilsubresti 2003 og eftir það var hún mjög háð hans aðstoð. Pabbi stóð sig eins og hetja og var henni hin styrkasta hjálparhella til hinstu stundar, enda bæði óvenju- þrekmikill og vel á sig kominn. Hans missir er mikill eftir öll þessi ár. Það kom fyrir að hún þurfti að dvelja á sjúkrastofnunum og var þar þá oftast frábæra þjónustu að hafa. Ég leyfi mér að færa mínar bestu þakkir til lækna og starfsfólks spít- alans í Fossvogi, Landakoti og á líkn- ardeildinni í Kópavogi sem og hjúkr- unarþjónustu Karitas. Mamma var mjög þakklát fyrir alla þá frábæru þjónustu sem hún fékk hjá þessu fólki. Heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi er hrein þjóðargersemi og vinnur störf sín af sérstakri vandvirkni, kunnáttu og hlýju. Ég á henni mömmu minni allt gott að gjalda, mun varðveita minningu hennar með gleði og hlýju og vonandi fáum við tækifæri til að hittast aftur í annarri tilveru. Megi allt gott geyma hana og hvíli hún í friði. Öllum ást- vinum hennar votta ég samúð mína. Haukur Nikulásson. Elsku mamma mín, þegar við kvöddumst síðast hélt ég rólegur í flugið heim til Spánar í þeirri vissu að við myndum sjást aftur. Síðan liðu ekki nema níu dagar þar til ég frétti að þú værir farin. Það er mjög sárt að sjá á eftir þér þegar dauðinn er búinn að höggva þetta stóra skarð í fjölskylduna okkar. Um jólin var enginn bilbugur á þér þegar þú sagðir mér að þú ætlaðir að fá þig góða og drífa þig til Spánar. Þar voruð þið pabbi vön að eyða nokkrum mánuðum í senn í húsinu ykkar í Los Altos og ég kom allt að því daglega í heimsókn. Ég gerði mér grein fyrir því að ég myndi ekki alla tíð njóta þeirra forréttinda að geta droppað þar við, hitt á ykkur bæði og sötrað með ykkur nýlagað kaffi á meðan skrafað var um allt og ekkert. Mun ég ætíð vera þakklátur fyrir þær stundir. Alveg frá því ég var smástrákur var ég alltaf stoltur af því hvað þú varst tignarleg að sjá og í fram- Stella Jóhanna Magnúsdóttir ✝ Jóhann Stein-mann Sigurðsson fæddist í Háagerði á Sjávarbakka í Arn- arneshreppi, Eyja- firði, 18. október 1934. Hann varð bráð- kvaddur á Tenerife 8. janúar 2011. For- eldrar hans voru Sig- urður Helgi Jóhanns- son trillusjómaður, f. 25. ágúst 1899, d. 25. mars 1977, og Jónína Steinunn Magn- úsdóttir, verkakona og húsmóðir, f. 25. nóvember 1901, d. 4. maí 1978. Jóhann var næst- yngstur í systkinahópnum en þau eru: 1) Laufey, f. 1926, búsett á Ak- ureyri. 2) Sigþór Björgvin, f. 1927, látinn. 3) Kristín Margrét, f. 1929, látin. 4) Jóhanna, f. 1932, búsett á Kópaskeri. 5) Ester Lára, f. 1937, búsett á Akureyri. Árið 1954 giftist Jóhann Söru Guðrúnu Valdemarsdóttur, f. 1. ágúst. 1934, d. 15. júlí 1995. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Erna Jóhannsdóttir, f. 12. febrúar 1954, gift Agli Bjarnasyni, f. 23. desem- ber 1951, þau eiga þrjá syni og þrjú barnabörn. 2) Jónína Ingibjörg Jó- hannsdóttir, f. 13. mars 1955, gift Jóni Símoni Karlssyni, f. 15. ágúst 1954, þau eiga fjögur börn og tvö og sextán ára hóf hann vinnu hjá Ullarverksmiðjunni Gefjuni og vann þar mestallan sinn starfsaldur og lengst af sem verkstjóri eða þar til Verksmiðjurnar voru lagðar nið- ur. Síðustu starfsárin vann hann í timburdeild Húsasmiðjunnar á Ak- ureyri. Jóhann var alla tíð mikill fé- lagsmálamaður, um tíma formaður Starfsmannafélags Verksmiðja SÍS á Akureyri, formaður Framsókn- arfélags Akureyrar og nú síðast formaður Félags eldri borgara í Þingeyjarsveit. Hann var einn af stofnendum Félags harmonikuunn- enda við Eyjafjörð og formaður þess um tíma, en hann spilaði á harmoniku frá unga aldri og tók mikinn þátt í starfi félagsins, var í Stórsveit F.H.U.E., spilaði á böllum og ýmsum uppákomum og tók þátt í Landsmótum Sambands íslenskra harmonikuunnenda. Jóhann hafði gaman af öllum veiðiskap, var fé- lagi í Sjóstangveiðifélagi Akureyr- ar, átti trillu og verbúð í félagi við Ingólf Herbertsson, stundaði lax- veiði í Skjálfandafljóti í mörg ár og skotveiði til sjós og lands. Einnig hafði Jóhann gaman af ferðalögum og ferðaðist mikið innanlands vegna áhugamálanna og síðustu ár- in víða erlendis. Útför Jóhanns fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 28. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. barnabörn. 3) Hólm- fríður Jóhannsdóttir, f. 25. febrúar 1956, gift Lars Inge Karl- son, f. 10. mars 1958, hún á þrjú börn og sex barnabörn. Barnsmóðir Jóhanns var Þórey Ólafs- dóttir, f. 15. febrúar 1942, d. 6. september 2008, dóttir þeirra er Elínrós Þóreyj- ardóttir, f. 26. júlí 1966, hún á eina dótt- ur. Árið 1968 giftist Jóhann Fríðu Aðalsteinsdóttur, f. 26. október 1942, d. 24. júlí 2008. Þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Sig- urður Helgi Jóhannsson, f. 16. nóv- ember 1968, giftur Eygló Ingu Bergsdóttur, f. 21. júlí 1972, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 2) Aðalsteinn Jóhannsson, f. 28. des- ember 1974, giftur Lindu Ívars- dóttur, f. 12. október 1973, þau eiga tvær dætur. Einnig ól Jóhann upp dætur Fríðu, Hebu og Heiðu Theó- dórsdætur. Árið 1984 giftist Jóhann Þórdísi Brynjólfsdóttur, f. 28. ágúst 1949. Þau skildu. Síðastliðin níu ár var Jóhann í sambúð með Guðríði Sigurgeirsdóttur, f. 2. október 1933. Þrettán ára gamall flutti Jóhann með fjölskyldu sinni til Akureyrar Elsku pabbi. Ég kveð þig með sárum söknuði. Það var alltaf einhver glans yfir þér, þó að þessi glans frá mínu sjón- arhorni séð mattaðist fullmikið á ákveðnum stundum í okkar lífi. Þéttir á velli og þéttir í lund tókust feðgar stundum á, en sættust og urðu perluvinir með árunum og þá var bundið um alla lausu hnútana, og feðgar féllust í faðma. Þú liggur sofandi í byrginu í Barnafelli, ég er að kasta, eitthvað varstu búinn að vera að setja út á veiðiskapinn minn og smá pirringur í gangi, ég set í lax og hýrnar nú mín brá, nú skal gamli sjá hver er best- ur, ég kalla í þig sigrihrósandi „Sjáðu þetta“, þú opnar augun, í því stekkur laxinn hátt í loft og slítur línuna, þú hristir hausinn og segir „Það er alltaf sama sagan með þig, Siggi minn, þú missir allt sem þú setur í“, svo ferðu að sofa aftur. Ég sá rautt af reiði og tók þann stærsta stein sem ég réð við og grýtti honum upp í bakkann, svo úr varð mikill smellur, þú opnar augun aftur og segir „Hættu þessu jarðraski dreng- ur, ég er að reyna að sofa“. Já, pabbi minn í sinni tærustu og skýrustu mynd. Á mínum yngri ár- um fór ég oft með þér á sjó, þú lést mig alltaf stýra heim á kvöldin með- an þú gerðir að aflanum, ég átti það nú til að sofna undir stýri. Einu sinni sigldi ég sofandi beint á krapa- jaka og þú steyptist aftur fyrir þig og ég sé í sólana þína, þá fékk ég illt augnaráð, en líka smá bros og klapp á bakið eftir á. Já, pabbi, sjórinn, fljótið, nikkan og þú, það var aldrei nein lognmolla í kringum þig, og alltaf varstu hrók- ur alls fagnaðar. Ég veit að þú kvaddir þetta líf glaður og sæll í örmunum á kærust- unni þinni og besta vini, og pabbi, takk fyrir öll yndislegu jólin sem þú og mamma hélduð svo fallega í Stór- holtinu. Þúsund kossar og eilíf ást. Þinn sonur og veiðifélagi, Sigurður. Það er komið að leiðarlokum, elsku pabbi minn og vinur. Fyrst vil ég minnast allra veiði- túranna sem við fórum saman, þeir hafa spannað allt mitt líf, bæði sjór- inn, laxveiðin og skotveiðin. Áttum við margar okkar bestu stundir á ár- bakkanum, oft við vorum tveir, sér- staklega seinni árin. Það var svo gaman að pæla í náttúrunni með þér og varst þú alltaf með nestisboxið fullt af frásögnum, fróðleik og veiði- kænsku. Það sem svífur hæst eru minn- ingar um þig og fjörið sem fylgdi þér. Það var ekkert verið að gera ekki neitt því þú vildir alltaf vera að, alveg fram á lokastund þegar þú fórst svo snögglega yfir í annan heim. Það má segja að líf þitt hafi verið litsterkt ævintýri með öllu til- heyrandi. Svo var það harmonikkan og allt í kringum hana sem tónaði svo vel með þér. Ég var svo lán- samur að spila með þér á bassa oft og iðulega, þá var glatt á hjalla og mikið stuð, þá sérstaklega árin sem við vorum saman í hljómsveitinni. Það eiga margir eftir að sakna tón- anna þinna því aldrei var nikkan langt undan og spilaþrek þitt með eindæmum gott alveg til síðasta dags. Fyrir u.þ.b. tveimur árum fékk ég þig til mín í stúdíó og hljóð- rituðum við þá tíu lög og er ég afar þakklátur fyrir að geta sett diskinn þinn í spilarann og hlustað á þig leika af hjartans lyst. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar Gígju í sveitina, þetta sveitalíf átti vel við þig og undir þú þér dásamlega vel á þessum stað. Stelpurnar mínar höfðu svo gaman af að heimsækja ykkur og varst þú duglegur að leyfa þeim að skoða dýrin. Þú áttir sann- arlega góðan endasprett þarna á Tjörnum þar sem lífið lék við þig. Að lokum langar mig að minnast okkar síðustu veiðiferðar. Það eru rétt um tveir mánuðir síðan við fórum í þessa vel heppnuðu ferð í svartfugl á bátnum þínum Trausta. Þessi síð- asta sigling okkar saman var alveg hreint stórkostleg. Þetta var einn af þessum túrum þar sem allt gekk upp og ein okkar besta stund. Þess- ar góðu minningar geymi ég í hjarta mínu um ókomna tíð. Takk fyrir góðar og gjöfular stundir, elsku pabbi minn, og þín er sárt saknað. Þinn sonur, Aðalsteinn Jóhannsson og fjölskylda. Nú þegar við kveðjum hann Jóa, sem svo fyrirvaralaust var kallaður burt úr þessum heimi, langar okkur til að minnast hans og þakka þær stundir sem við höfum átt saman eftir að hann kom inn í líf Gígju, mömmu okkar, ömmu, langömmu og tengdamömmu. Það var fyrir rétt- um níu árum að Gígja kynnti fyrir okkur þennan hógværa og prúða mann sem vin sinn og félaga. Hann varð fljótt einn af fjölskyldunni, bæði honum og okkur til ánægju. Hann var félagslyndur, hafði áhuga á mörgu og var duglegur að sækja félagslíf aldraðra hér í sveit. Harm- ónikkan var aldrei langt undan. Þau Gígja voru dugleg að drífa sig í ferðalög með fellihýsið. Það þurfti ekki alltaf að fara langt. Það nægði að fara inn í Vaglaskóg, þar sem var sungið og spilað með góðum vinum og gestum. Ferðin og mannfögnuð- urinn var tilgangurinn, ekki áfanga- staðurinn. Jói var mikil aflakló. Eft- irlætisáhugamál hans var veiðiskapur. Sérstaklega laxveiði í Skjálfandafljóti. Bát átti hann einn- ig, ásamt Ingólfi vini sínum. Það var mikil upplifun að fara með þeim á sjó á góðum degi. Jói hafði gaman af því að bjóða heimafólki að njóta aflans, hvort sem hann var soðinn, saltaður, siginn eða hertur. Það vakti verðskuldaða athygli nágrann- ana hér þegar Jói lét gamlan draum rætast og keypti sér mótorhjól. Jóhann Steinmann Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.