Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 ✝ Jónas Helgasonfæddist 18. nóv- ember 1947 í Reykja- vík. Hann lést á heimili sínu í Æðey 20. janúar 2011. Foreldrar hans voru Guðrún Lár- usdóttir húsfreyja í Æðey, f. 11. sept- ember 1918, d. 27. apríl 2001, og Helgi J. Þórarinsson, bóndi í Æðey, f. 15. apríl 1920, d. 1. ágúst 1979. Jónas var elst- ur sex systkina og eru þau: Þór- arinn, Guðmundur Lárus, Einar, Guðjón og Kristín Guðrún. Jónas giftist Katrínu S. Alexíus- dóttur 20. mars 1982. Foreldrar hennar eru: Ingibjörg Magn- úsdóttir, f. 10. júlí 1926, og Alexí- us Lúthersson, f. 28. september 1921, d. 11. september 1996. Synir þeirra eru: Alexíus, f. 31. ágúst 1982, í sambúð með Eddu Maríu Hagalín og eiga þau eina dóttur, Katrínu Fjólu, Magnús Helgi, f. 16. júlí 1984, í sambúð með Sigrúnu Helgadóttur og eiga þau einn son, óskírðan. Jónas Kristján, f. 1. júní 1990. Jónas ólst upp í Reykjavík þar til á vordögum 1961 að hann flutt- ist með foreldrum og systkinum til Æðeyjar þar sem þau hófu bú- skap. Jónas tók þar við rekstri búsins al- farið 1979 er faðir hans lést, en hafði áður, í kringum 1970, hafið búskap á móti þeim. Jónas út- skrifast sem búfræð- ingur frá Hvanneyri 1966 og sest aftur á skólabekk 1970 er hann tekur gagn- fræðapróf frá Hér- aðsskólanum í Reykjanesi. Jónas sest á búnaðarþing 1995, sem fulltrúi fyrir Æðarrækt- arfélag Íslands og hefur verið fulltrúi þar síðan. Átti sæti í stjórn Æðarræktarfélags Íslands, fyrst sem aðalmaður 1984-1985, vara- maður frá 1993-1994 og aftur að- almaður frá 1994 og tekur við sem formaður Æðarræktarfélags Ís- lands 1999, til dánardags. Jónas sinnti félagsmálum í nokkrum mæli, sat í hreppsnefnd Snæ- fjallahrepps, tók þátt í endurvakn- ingu ungmennafélags sveitarinnar, var félagi í Kiwanishreyfingunni. Samhliða búskapnum hóf hann hin síðari ár að ferja ferðamenn um Djúpið, í Jökulfirðina og norður á Hornstrandir. Útför Jónasar fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 28. janúar 2011, og hefst kl. 15. Svo alltof, alltof snemma. Að morgni hins 20. þ.m. á sama tíma og morgunveðrið er tekið í Æðey kvaddi Jónas bróðir minn þessa jarðvist. Það er svo óraunverulegt að Æðeyjarjarlinn sé fallinn, svo stór, svo sterkur, svo stöðugur. Þegar horft er um öxl og farið yf- ir liðna tíð koma upp minningar þegar verið var að príla í Landspít- alabyggingunni handan við hornið á Barónsstígnum og eltast við dúfur, byggja kofa utan um fuglana og hrella smiðina. Það var haft á orði að fasteignamat hefði hækkað veru- lega þegar hópurinn á Barónsstíg 61 flutti til Æðeyjar og kyrrð komst á hverfið. Í Æðey tók við annars konar umhverfi og það sem áður hafði verið leikur og áhyggjulaust líf breyttist í einni svipan í ábyrgð og vinnu. Jonni var betur undir þessar breytingar búinn en við yngri bræðurnir þar sem að hann hafði að mestu dvalið sumarlangt í Æðey frá 2ja ára aldri. Öll sumur síðan hefur hann dvalið í eyjunni sinni og hann þekkti ekki hugtakið sumarfrí. Að kveðja þetta jarðlíf frá þeim stað sem hann unni mest er huggun harmi gegn. Æðey var allt hans líf og yndi og þar undi hann sér best. Það er harðbýlt við Djúp, en harðbýlast er trúlega í eyjunum og búskapurinn þar ekki á allra færi að stunda og ekki fyrir neinar kveifar að ástunda slíkt. Jonni var einn af þessum „orginölum“ þar sem hé- gómi hvers konar var bannorð. Hann hafði óbeit á heimskulegum hugmyndum, sem birtust með ýms- um hætti og ein sú eitraðasta var sú árátta að gefa refum grið um víðan völl, svo nú flæða þeir, nær óhindr- að um allar lendur þessa lands, sumum skriffinnum einum til ánægju. Þegar hefðbundnum bú- skap lauk í Æðey sneri fjölskyldan sér að því að þjónusta ferðamenn sem sóttu Vestfirði heim. Fyrir nokkrum árum festu þau kaup á bát til þeirra verka og var hann skírður Sæfugl, eftir bát sem lengi var í Æðey. Jonni hafði ánægju af þessu stússi og var alltaf reiðubúinn að skjótast ef þess var nokkur kostur. Hann var afburða sjómaður og í ótal ferðum sínum, þvers og kruss um Djúpið las hann sjólagið og réð þar í allar rúnir og var alltaf báts- lengd á undan næsta broti. Í æsku þegar kæruleysið keyrði um þverbak hjá mér og hann greip í taumana var ég ekki alltaf sáttur, en hef fyrir löngu áttað mig á því að hann vakti yfir velferð minni eins og allra þeirra sem í návist hans voru. Hamingja hverrar manneskju rís til hæstu hæða þegar hún finnur sér lífsförunaut og þannig var það hjá Jonna þegar hann hitti Kötu sína og þau tóku að stinga saman nefjum. Ávöxtur þeirrar samveru eru syn- irnir, Alexíus, Magnús Helgi og Jónas Kristján sem nú öll sjá á eftir ástríkum eiginmanni og föður. Minningin um uppvaxtarárin í Æðey eru sá brunnur sem sótt er í þá syrtir í álinn og oftar en ekki þá stendur Jonni í stafni og stýrir leið. Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda mín þakka fyrir alla tryggðina, allan höfðingsskapinn og allar góðu sam- verustundirnar sem við áttum sam- an og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Þau verða þyngri sporin sem stigin verða í dúnleitinni að vori, en þau þarf samt að stíga. Þórarinn Helgason og fjölskylda. Í dag kveðjum við kæran bróður okkar og mág, Jónas frá Æðey. Það var þungt högg þegar ég fékk sím- hringingu að morgni 20. með þeim hörmulegu fréttum að Jonni bróðir væri dáinn, hefði dáið heima í eyj- unni sinni kæru um morguninn. Á leiðinni heim aftur fóru margar minningar í gegnum hugann, allar ljúfar og góðar, því Jonni var gædd- ur þeim kostum sveitamannsins að vilja hjálpa öllum. Menn koma á gúmmítuðrum með gangtregan rassmótor innan úr Djúpi á vetr- arkveldi, hann lánar sinn mótor og fer með, enda manna kunnugastur siglingu út með Snæfjallaströnd- inni. Allt bilar, tuðrunni hvolfir og þeir komast á kjöl og rekur yfir Djúpið, finnast loks undir morgun. Bátur að losna úr legufærum við Mýri, að reka upp í fjöru, farið á skektunni í haugasjó og um borð og bjargað. Svona var Jonni, alltaf til reiðu þegar á bjátaði. Það var ekki alltaf létt verk að stunda búskap við Djúp og minnisstætt er mér þegar við Jonni stóðum úti í Skarkánni í krapa og beljanda að koma fénu, sem hafði stokkið út í ána upp úr. Ekki náðist að bjarga öllu, voru kraftar þrotnir og gangan úr Innra- Skarðinu köld og löng. Svona var lífið og markaði það Jonna og gerði hann að þeim öðlingi sem hann var. Það voru forréttindi að geta farið vestur í Æðey og verið þar hjá þeim hjónum Jonna og Kötu. En það verður tómlegt að koma í vor og engan Jonna að sjá, hans verður sárt saknað, en minningin um góðan bróður mun lifa. Við hjónin sendum Kötu, strákunum og tengdafólki, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guðmundur Lárus. Kveðja frá Snjáfjallasetri Með Jónasi Helgasyni er fallinn frá einn af síðustu bændunum á Snæfjallaströndinni – sem var mannmörg í byrjun 20. aldar, en nánast mannlaus við upphaf þeirrar 21. En Jónas birtist alltaf aftur þó að hann væri fluttur suður. Hann hélt áfram að nytja hlunnindin sem Jónas Helgason HINSTA KVEÐJA Í dag er borinn til hinstu hvíldar Jónas Helgason frá Æðey. Jónas hefur látið mál- efni æðarræktar til sín taka og valist til ýmissa trúnaðarstarfa á þeim vettvangi og setið í nefndum sem snúa að hags- munamálum þeim tengdum. Við sem höfum starfað með Jónasi þökkum honum ánægju- legt samstarf og kveðjum hann með þakklæti. Við vottum fjöl- skyldu Jónasar samúð okkar. F.h. Æðardúnshópsins hjá Félagi atvinnurekenda, Pétur Guðmundsson. ✝ Hrafnhildur Þórð-ardóttir fæddist í Reykjavík 30. apríl 1931. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 19. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Þórður Georg Hjörleifsson skipstjóri og Lovísa Halldórs- dóttir húsmóðir. Hrafnhildur var elst fimm systkina, en þau eru Hjördís, Andrea, Ásdís og Hjörleifur, sem er látinn. Hrafnhildur giftist hinn 10. október 1953 Lárusi Hall- björnssyni vélstjóra, f. 26. ágúst 1929, d. 9. febrúar 2002. Foreldrar hans voru Hallbjörn Þórarinsson trésmiður og Halldóra Sigurjóns- Hrafnhildur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1951 og starfaði eftir það hjá Fiskveiðifélag- inu Venusi og síðar Landssambandi íslenskra útvegsmanna en hætti störfum þar til að sinna barnaupp- eldi. Á áttunda áratugnum hóf hún störf á læknabókasafni Borgarspít- alans og starfaði þar til loka starfs- ævinnar. Hrafnhildur var mikil fé- lagsmálamanneskja, var varaformaður Kvenfélagsins Keðj- unnar í yfir tuttugu ár, meðlimur í Rebekkustúku innan Oddfellow- hreyfingarinnar og ritari Knatt- spyrnufélagsins Fram, auk þess sem hún var mjög virk í starfi Fram- kvenna. Hrafnhildur var sæmd gull- merki Knattspyrnufélagsins Fram. Útför Hrafnhildar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 28. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. dóttir húsmóðir. Hrafnhildur og Lárus eignuðust þrjá syni. Þeir eru 1) Þórður Georg, rafvirki og sölumaður, f. 29. des- ember 1954, kvæntur Unni Kristínu Sigurð- ardóttur og eru börn þeirra Hrafnhildur Lára, Guðleif Edda og Sigurður Sveinn. 2) Halldór Randver aug- lýsingahönnuður, f. 22. desember 1959, í sambúð með Guð- laugu Jónasdóttir og eru börn þeirra Jónas og Ásdís Lovísa. 3) Lár- us Hrafn ráðgjafi, f. 6. júní 1961, kvæntur Rósu Hallgeirsdóttur og eru dætur þeirra Hildur Dagný og Tinna Gná. Elsku besta amma mín, þótt kveðjustundin sé alltaf erfið, þá hlýn- ar mér í hjarta að vita að þú sért kom- in á góðan stað með afa þér við hlið. Minningin um bestu ömmu og bestu vinkonu sem hægt var að hugsa sér mun alltaf fylgja mér. Það að hafa fengið að vera með þér síðustu stund- ir þínar í heimi hér, bara við tvær áð- ur en kallið kom var mér ótrúlega dýrmætt og kallaði fram ógrynni af yndislegum minningum. Ég efast um að það sé nokkuð í heiminum sem þú og afi hefðu ekki gert fyrir mig, ef eitthvað vantaði var alltaf hægt að hringja í ömmu og þú bjargaðir málunum. Við brölluðum margt saman ég og þú og nutum þess að vera saman, sama hvaða vitleysa okkur datt í hug þá framkvæmdir þú það, hvort sem það var að elta slökkviliðsbíla um bæinn í forvitni okkar eða skella okkur á útihátíð í Galtalæk um verslunarmannahelgi. Þú varst alltaf glöð og jákvæð, kvart- aðir aldrei og talaðir ekki illa um nokkurn mann. Þér var annt um fjöl- skylduna og alla í kringum þig. Elsku amma, takk fyrir allt. Þú hefur oft í hönd mér haldið horft í augu mín. Aldrei svíkur, aldrei deyr endurminning þín. (Höf. ók.) Þín Hrafnhildur Lára. Elsku amma mín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Það er erfitt að sitja hér og skrifa mína hinstu kveðju til þín, en um leið kveð ég með þakklæti og gleði í hjarta yfir öllum góðu stundunum og yfir því að þú hafir loks fengið hvíld- ina eftir erfið veikindi. Minningakist- an er stór og svo margs að minnast sem mun aldrei gleymast. Fjölskyldan var ykkur afa svo mik- ilvæg og þið vilduð alltaf allt fyrir okkur systkinin gera og þær voru ófáar stundirnar sem við eyddum í Helló eða einhvers staðar á flakki með ykkur. Óteljandi helgar þar sem gist var í ömmuholu, skroppið í bak- aríið og keyptur snúður og aumingja- brauð, fótboltaleikir, kúr í ömmu- fangi meðan ég fékk klór á bakið, sumarbústaðarferðir á Laugarvatni, alls kyns bras og dekur við okkur barnabörnin og pæjuleikir þar sem ég mátti gramsa að vild í skápunum og klæða mig upp í galakjóla og gling- ur. Pjattrófugenið hef ég mjög líklega fengið að stórum hluta frá þér, alltaf varstu svo vel til höfð og með fallega lakkaðar neglur og engan þekkti ég sem átti jafn stórt naglalakkssafn. Þið afi höfðuð svo gaman að því að ferðast og ég trúi því að nú séuð þið sameinuð á ný og lögð af stað í nýtt ævintýri saman. Hvíldu í friði, elsku amma mín, og takk fyrir allt. Þitt gullukorn alltaf. Guðleif Edda Þórðardóttir. Amma Hebba var æðisleg kona og ég held að ekkert af okkur barna- börnunum hefði getað hugsað sér betri ömmu. Þegar maður var heima hjá henni og afa mátti gera allt og ég gæti talið upp óteljandi minningar en ég ætla að reyna hafa þetta bara stutt og fínt. Ég og Tinna litla frænka mín gistum oft hjá ömmu og fengum að labba einar út á MacDonalds sem var samt bara hinum megin við götuna en það var allavega svakalegt ævintýri fannst okkur. Ég fór oft í bað þegar ég var hjá ömmu og afa og alltaf þegar ég kom upp úr labbaði ég til ömmu sem sat í brúna stólnum sínum og hún signdi mig. Hendurnar á ömmu voru alltaf svo mjúkar og neglurnar á henni allt- af svo fínar, ég man eftir að liggja oft í fanginu á henni að skoða neglurnar og þá sérstaklega litla puttann. Amma var alltaf svo góð og hlý mann- eskja og gerði allt fyrir okkur krakk- ana. Eftir að amma greindist með Alz- heimer varð ég eins og ábyggilega allir, mjög döpur að heyra hana aldrei segja nafnið mitt og var aldrei fullviss um að hún vissi hver ég væri, en svo var það 17. desember sl. þá sagði hún við mig „ég elska þig“ og það var ein- hver besta tilfinning sem ég hef fund- ið fyrir lengi. Elsku amma, ég er svo ánægð að þú sért komin á betri stað, ég sakna þín og mun aldrei gleyma þér. Ég hefði aldrei viljað sleppa þér. Þín Ásdís Lovísa Halldórsdóttir. Í dag kveð ég Hrafnhildi Þórðar- dóttur mákonu mína, það er erfitt að sætta sig við andlát Hebbu sem var mér svo kær þó að í aðdragandanum hafi verið ljóst hvert stefndi. Kynni okkar hófust er við Hjölli hófum búskap í kjallaranum á Berg- staðarstræti 71 í húsi foreldra hans en auk þeirra voru í húsinu Hebba, Lalli og synir þeirra, Diddi, Dóri og Lalli jr., síðar bættist við sonur okkar Tóti. Hebba leiðbeindi mér við að annast Tóta en ég var alveg óvön börnum og gerði hún það með svo mikilli nærgætni að ég öðlaðist fljótt sjálfstraust og þá varð allt auðveld- ara. Það var með mikilli ánægju sem við Hjölli hófum byggingarframkvæmd- ir með Hebbu og Lalla í Helluland- inu, Hebba að stíga stórt skref, að flytja af fæðingarstaðnum sínum í út- hverfi, ég brosi þegar ég lít til baka og sé Hebbu og Lalla vera að vinna sam- an við húsbygginguna og hvað hún naut þess að taka þátt í að útbúa framtíðarheimili fyrir sig, Lalla og strákana sína. Þegar við eignuðumst Dísu tók Hebba sama ástfóstri við hana og hún hafði gert við Tóta. Minningarnar eru margar og bara góðar, allir góðu dagarnir sem við átt- um saman í görðunum í Helló, ára- mótaboðin hjá Hebbu og Lalla eru ógleymanleg, maturinn stórkostleg- ur, stórfjölskyldan öll saman, mikið sprengt af rakettum og gleði fram á nótt. Ég lærði mikið í matargerð af Hebbu og eru margir sérréttir frá henni komnir sem fylgja fjölskyldu minni. Það var gaman að hlusta á systk- inin tala um íþróttir, Hjölli að reyna að fá systur sína til að fara að halda með Víkingi þar sem hún væri nú komin í Víkingshverfið en Hebba gaf ekkert eftir enda trú sínu félagi, hún var mikil félagsmanneskja, sat meðal annars í aðalstjórn Fram og var hún virt innan félagsins auk þess var hún í stjórn Keðjunnar og var í Oddfellow- reglunni. Ég man gleðina hjá Hebbu þegar fjölskyldan stækkaði, strákarnir komnir með konur og eignuðust Hebba og Lalli hvert barnabarnið á fætur öðru. Ég veit að barnabörnin fengu mikla ást, hlýju og gleði frá henni. Tómlegra var í Hellulandinu eftir að þið fluttuð en þið eignuðust fallegt heimili í Kópavoginum og naust þú áranna þar með Lalla þín- um, en hann lést fyrir um níu árum. Eftir það umvöfðu synir þínir, tengdadætur og barnabörn þig fram til hinstu stundar. Kæra mágkona, ég þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman, þú reyndist börnum mínum sem besta amma. Elsku Þórður, Halldór og Lárus, makar ykkar og börn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, megi algóður Guð styðja okkur öll í sorg okkar. Jensína Magnúsdóttir (Lillý). Hrafnhildur Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.