Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 ✝ Kristín LaufeyIngólfsdóttir fæddist 2. júlí 1910 í Stykkishólmi. Hún andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. janúar 2011. Foreldrar henn- ar voru Ingólfur Daðason verkstjóri, f. 22.12. 1886, d. 24.6. 1947, og Lilja Hall- dórsdóttir húsmóðir, f. 7.6. 1881, d. 6.11. 1956. Börn Ingólfs og Lilju voru: 1) Odd- fríður, f. 25.6. 1908, d. 23.3. 1995. 2) Kristín Laufey, sem hér er kvödd. 3) Elín Fanney, f. 15.9. 1912, d. 20.1. 2000. 4) Örn, f. 21.3. 1917, d. 3.11. 1922. 5) Hrefna Solveig, f. 19.9. 1921, d. 17.11. 1945. 6) Erna, f. 9.5. 1924, d. 28.7. 2003. 7) Dóra María, f. 20.10. 1926. Kristín Laufey giftist 1932, Mar- geiri S. Sigurjónssyni, f. 22.11. 1907, d. 1.11. 1987, forstjóra G. Helgason og Melsted og síðar forstjóra Stein- varar hf. í Reykjavík frá 1960. For- f. 11.9. 1950. Þeirra barn er Jónas Margeir, f. 13.1. 1988. Börn Ingólfs með Tone Myklebost, f. 7.4. 1954, eru: a) Lilja, f. 27.8. 1976, b) Daníel, f. 24.6. 1980. 5) Sigurjón, f. 8.3. 1953, d. 4.9. 1953. 6) Óskar Helgi, f. 11.6. 1954, maki Jóhanna Magn- úsdóttir, f. 20.4. 1952. Lang- ömmubörn Kristínar Laufeyjar og langalangömmubörn eru 36. Kristín Laufey fluttist tveggja ára gömul með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Að loknu almennu skólanámi vann Laufey við blaðburð og saltfisksbreiðslu en þó lengst af hjá Ársæli Árnasyni, bókbindara og bókaútgefanda í Reykjavík. Hún var síðan búsett með manni sínum í Færeyjum á árunum 1933-45 og var síðan húsmóðir á fjölmennu heimili þeirra á Brávallagötu 26 í Reykja- vík þar sem hún bjó til ársins 2009. Síðustu tvö ár ævi sinnar dvaldi hún á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Kristín Laufey vann fyrrum mik- ið að málefnum fatlaðra hér á landi, var einn af stofnendum Styrkt- arfélags vangefinna og einn helsti hvatamaður að stofnun Bjarkaráss, hæfingarstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun. Útför Kristínar Laufeyjar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, í dag, 28. janúar 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. eldrar Margeirs voru Sigurjón Jóhannsson, söðlasmiður og bólstr- ari í Hafnarfirði, og k.h., Margrét Þor- leifsdóttir húsmóðir. Börn þeirra eru: 1) Margrét, f. 22.5. 1933, maki Gissur J. Giss- urarson, f. 7.6. 1931 d. 23.4. 2008. Börn þeirra eru: a) Ívar, f. 23.4. 1953, b) Margeir, f. 10.12. 1955, c) Snorri, f. 2.2. 1959, d) Laufey Elísabet, f. 2.5. 1962, e) Lilja, f. 14.4. 1966, f) óskírð stúlka, f. 9.2. 1970, d. 18.2. 1970, g) Ingólfur, f. 4.6. 1971. 2) Lilja, f. 5.5. 1936, maki Flosi G. Ólafsson, f. 27.10. 1929, d. 24. 10. 2009. Þeirra barn. Ólafur, f. 13.10. 1956. 3) Guð- jón, f, 6.3. 1942, maki Margrét Jóns- dóttir. f. 11.6. 1945. Börn þeirra eru: a) Ragnheiður, f. 6.7. 1964, b) Þor- steinn, f. 5.6. 1969, c) Kristín Lauf- ey, f. 6.11. 1977, d) Árni, f. 16.12. 1982, e) Daði. f. 16.12. 1982. 4) Ing- ólfur Örn, maki Jóhanna Jónsdóttir, Laufey tengdamóðir mín hefur kvatt okkur og við þau tímamót verða kaflaskil í lífi margra. Við átt- um ljúfa samleið um næstum hálfrar aldar skeið sem skilur eftir margar góðar minningar. Hún varð háöldr- uð, 100 ára, eins og margir fleiri í föðurætt hennar, en var alla tíð ung í anda, glæsileg og hélt reisn sinni og skýrri hugsun allt til síðasta dags og fylgdist vel með sínu fólki. Hún var létt í lund en ákveðin, jafnvel þrjósk sem kom sér stundum vel, og fór ekki í grafgötur með skoðun sína á mönnum og málefnum. Laufey hafði gaman af að safna fólkinu sínu saman og eftir að hún treysti sér ekki lengur til að sjá um veitingar heima hjá sér átti hún það til að bjóða smáum hópum með sér út að borða á veitingastöðum. Hún var einmitt búin að safna saman 15 manns í síðustu viku til að fara út að borða en var ekki alveg nógu hress þegar dagurinn rann upp svo hún ákvað að fresta því aðeins þangað til hún yrði frískari. Laufey hafði mikla ánægju af að spila brids og stundaði það um árabil á meðan sjónin leyfði, en sjóndepra háði henni mikið síð- asta áratuginn. Þau ferðuðust víða um heiminn, hún og Margeir. Hafði hún mikla ánægju af þeim ferðalög- um og hélt áfram að ferðast eftir að hann féll frá á meðan kraftar leyfðu. Laufey hafði lifað tímana tvenna og hafði gaman af að segja frá lífinu í gamla daga, bæði úr Reykjavík, sveitinni á Skógarströndinni hjá ömmu sinni og afa og ekki síst frá árunum þeirra í Færeyjum, en þar hófu þau Margeir búskap árið 1933 og bjuggu í 12 ár. Í Færeyjum fæddust þrjú elstu börnin þeirra, þar leið þeim vel og bundust þau sterkum vinaböndum sem halda áfram með börnunum þeirra og barnabörnum. Laufey var einn af þessum kvenskörungum sem vinna afrek sín án þess að hrópa á athygli og var ötul í starfi Styrktarfélags vangefinna um árabil og jafnvel frumkvöðull á þeim vettvangi. Hún var örlát á elsku sína og gjafir en einstaklega nægjusöm gagnvart sjálfri sér. Hún var sterk kona sem stóð af sér ýmis áföll í lífinu og sótti styrk sinn í trúna og eigið innsæi. Laufey var gædd þeim eiginleika að sjá ýmislegt í kringum okkur sem augu annarra náðu ekki að nema og gat oft sagt fyrir um óorðna hluti. Það var mikill styrkur þegar Laufey sagði okkur að einhverjir ákveðnir hlutir myndu fara vel eða að ferða- lag yrði gott. Hendur hennar fólu líka í sér heilunarkraft. Hún var mögnuð kona og hlý sem við bárum virðingu fyrir. Við kveðjum hana í dag með söknuði og þakklæti í huga fyrir það sem hún var okkur og vit- um að líf okkar verður ekki samt án hennar. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (G.J.) Margrét. Fyrir stuttu fögnuðum við nýju ári og kvöddum hið gamla. Rifjuð- um upp hið liðna og horfðum fram á veg með birtu í brjósti. Þetta gerði hún amma mín líka og það í hundr- aðasta skipti. Og engum datt annað í hug en að hún ætti enn eftir að fagna mörgum áramótum enda langlífi mikið í ættinni. Enn fljótt skipast veður í lofti. Í lok síðustu viku veiktist hún og lést sólarhring síðar. Nú ríkir því sorg hjá afkomendum sem þó gleðjast því að hún skyldi fá hvíldina án þess að þurfa að heyja langa baráttu við dauðann. Amma mundi tímana tvenna. Hún ólst upp við fremur kröpp kjör á barnmörgu alþýðuheimili. Fyrstu tvö árin í fæðingarbæ sínum, Stykk- ishólmi, síðan í Reykjavík. Amma bjó yfir miklum námshæfileikum og langaði mjög að feta menntaveginn en vegna fátæktar gekk það ekki eftir. Brauðstritið blasti því við að skyldunámi loknu. Um tíma breiddi hún fisk til þurrkunar á stakkstæð- um við Ánanaust en fékk svo vinnu hjá Ársæli Árnasyni, bókbindara og útgefanda, og líkaði vel. En svo urðu tímamót í lífi ömmu. Hún kynntist afa, sjarmör af al- þýðustétt sem hafði áskotnast dulít- ið fé í happdrætti og nýtt sér það til að sigla til náms. Þetta var auðvitað ást við fyrstu sýn. Þau gengu í hjónaband árið 1932 og fluttust bú- ferlum til Færeyja ári síðar. Afi varð fljótt mjög umsvifamikill í við- skiptum ytra og þar lögðu ungu hjónin grunninn að velsæld og fram- gangi fjölskyldunnar. Þegar heim til Íslands var komið á ný árið 1945 festu þau kaup á húsi í vesturbæ Reykjavíkur. Þar réð amma jafnan ríkjum og sinnti börn- um sínum og barnabörnum af mik- illi alúð. Á sumrin var svo flutt í sumarhús fjölskyldunnar í Sléttu- hlíð, austan Hafnarfjarðar, sann- kallaðan sælureit sem var ömmu alltaf einkar kær. Þar blómstraði hún með sína grænu fingur í ein- stakri gróðurvin. Og þaðan á sá sem þetta skrifar ógleymanlegar, frið- sælar æskuminningar, um ömmu sem hann á óendanlega mikið að þakka. Amma bjó lengstum heima á Brá- vallagötu við ágæta heilsu og naut þess þá að hafa innan seilingar elstu dóttur sína, Margréti, og son sinn Óskar og hans góðu konu. Síðla árs 2009 færði hún sig um set yfir á Elliheimilið Grund, handan götunn- ar. En þrátt fyrir það hélt amma áfram að sinna sínum daglegu er- indum. Með smáaðstoð voru henni enn allir vegir færir. Til marks um það þá fékk undirritaður hringingu frá henni í desember sl. þar sem hún spurði hvort það væri ekki al- veg tilvalið að gefa mér koníak í jólagjöf. Ég hafði ekkert á móti því og bauðst til að sjá um kaupin fyrir hana. En þá sagði amma: „Það er nú alger óþarfi væni minn. Ég er nú einmitt stödd í Ríkinu.“ Fallegu lífshlaupi er lokið og líf afkomenda verður eflaust litlausara um stund. Þakka þér allar góðu stundirnar, amma mín, og hjarta- hlýjuna. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Ívar Gissurarson. Kristín Laufey Ingólfsdóttir ✝ Ágústa Ásgeirs-dóttir var fædd 24. ágúst 1928. Hún lést 20. janúar 2011. Hún var dóttir Jónu Björnsdóttur frá Landamótum og Ágeirs Guðmunds- sonar. Börn Ágústu eru Þorsteinn Jóhann Þor- steinsson, f. 30. sept- ember 1958, fráskil- inn, börn hans eru Kristján Þorsteinsson, Fíe Þorsteinsdóttir og Louise Þorsteinsdóttir. Guðmunda Jóna Hlífarsdóttir, f. 26. desember 1967, eiginmaður hennar er Þórir Ólafsson, f. 21. júní 1966, börn þeirra eru, Hlíf Ösp Þórisdóttir, Daniel Þórisson og Hilmir Þór Þórisson. Ágústa vann við ýmis störf þrátt fyrir fötlun sína allt frá síldarplönum til versl- ana og í mörg ár vann hún í eldhúsinu hjá sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar eða þangað til aldurinn sagði til sín. Útför Ágústu fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 28. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku Gústa „amma“, nú ertu far- in frá okkur og komin til allra systk- ina þinna sem örugglega taka vel á móti þér. Nú getið þið Valla amma sest aftur niður saman, spjallað og hlegið með ykkar skemmtilega og smitandi hlátri. Við systkinin eigum margar ynd- islegar minningar frá heimsóknum okkar til þín, bæði á Túngötuna og seinna á Múlaveginn. Það var svo yndislegt hvað allir voru velkomnir til þín alveg sama hvar þeir stóðu. Yfirleitt var setið í eldhúsinu og spjallað eða þá í stofunni þar sem þú sast og skilaðir af þér lopapeysum á færibandi. Alltaf var boðið upp á eitthvert bakkelsi þegar kíkt var í heimsókn til þín og maður þurfti ekki að fara svangur út eftir þær heimsóknir þrátt fyrir að við systk- inin höfum aldrei litið út fyrir að þjást af hungri. Eftir að þú fluttir á Múlaveginn birtist maður stundum alveg „óvænt“ á tíma þar sem Huginn var að spila fótboltaleik. Útsýnið yfir fót- boltavöllinn var svo fínt að maður sat bara í stúku og horfði á leikinn. Alltaf hafðir þú jafn gaman af því að rifja upp ýmis atriði frá æskuár- um okkar systkinanna. Minnisstæð- ur er hlátur þinn þegar þú rifjaðir upp þegar Eydís reif upp prikið í bakgarðinum, beindi því að eldri strákum sem voru að stríða Eygló og bað þá um að gjöra svo vel og láta systur sína í friði. Einnig er Örvari minnisstætt frá því hann var barn, þegar hann á mið- vikudögum færði þér Skjáinn og þú greiddir honum alltaf 50 krónur fyr- ir. Þú hafðir alltaf yndi af því að fara í leikhús og varst komin með fastan boðsmiða á sýningar hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar, þar sem hlátur þinn virkaði svo vel á þá sem að sýningu stóðu. Þegar orðið var erfitt fyrir þig að komast í leikhús varst þú sótt (jafnvel af persónum úr leikritunum) og það þótti þér nú ekki leiðinlegt. Við vitum að þín verður sárt saknað sem áhorfanda á ókomnum upp- færslum. Eftir að börnin hennar Eyglóar komu í heiminn var farið með þau reglulega í heimsókn til þín og það var yndislegt að sjá hvað birti yfir þér þegar þau mættu á svæðið. Kær- leikurinn var augljós á báða bóga. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Elsku Gúa Jóna, Steini Jói, Jó- hanna og fjölskyldur. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Eygló, Eydís og Örvar. Elsku besta Gústa mín er látin. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Þó fyrst og fremst allt það góða og skemmtilega. Aldrei hef ég kynnst konu eins og henni sem alltaf og þá meina ég alltaf sá góðu hliðarnar á öllu. Ég man að hún sagði einu sinni við mig: Inga mín það er alveg sama hversu dimmt verður í hugskoti manns það er alltaf ljós punktur þarna einhvers staðar maður verður bara að leita svolítið betur stundum. Það er svo sannarlega satt og hef ég hugsað þessi orð hennar þegar eitt- hvað bjátar á og haft þau að leið- arljósi. Á unglingsárunum átti maður at- hvarf hjá henni eins og fleira ungt fólk sem hópaðist í kringum börnin hennar og þá ekki bara til að vera innan um þau heldur líka til að geta notið návistar hennar. Það var ekki sjaldan sem fullt var út úr dyrum á Túngötu 17 og þá stóð hún með hækjuna sína eða studdi olnbogun- um á bekkinn hitaði kaffi og bar á borð kleinurnar, lét mann svo heyra það óþvegið ef henni fannst eitthvað vera eins og það ekki átti að vera. Ég hélt satt að segja að þú myndir verða hundrað ára, Gústa mín, þú varst eiginlega búin að lofa því. En nú er komið að skilnaðarstund og ég er miður mín, en ylja mér þó (með pínulítið bros á vör) við allar góðu minningarnar sem ég á um þig og hversu góð og dugleg þú varst. Það er leitun að annarri eins konu og þér. Ég bið alla heimsins engla að vaka yfir þér og veit að þú ert ekki ósátt við þitt hlutskipti núna. Ég man þig vinur með vind í fangið og vetrarkvíðabrag. Mjöllin fellur á minningarlandið það merlar á kveðjudag. Um haustið sigldi hafís inn á kyrran eyðifjörð. Frostrósir festust á gluggan minn og féllu á hvíta jörð. Þá lokuðust gömul siglusund ég stóð við bæinn minn. Ísa leysir með sólarstund ég sit við lækinn þinn. (Stefán Finnsson) Elsku Gúan mín, Steini og fjöl- skyldur, megi þessir sömu englar umvefja ykkur með hlýju og styrk. Inga Heiðdal. Elsku Gústa okkar Okkur systrum var mjög brugðið þegar við fréttum að þú værir búin að kveðja okkur. Það var alltaf svo skemmtilegt að heimsækja þig og alltaf mikið hlegið. Við vitum að Valla amma tekur á móti þér með opnum örmum og við lofum þér að passa vel upp á bróður okkar sem þér þótti svo vænt um. Lilian, Kristín og Jóna. Elsku Gústa mín, við tvö áttum frábært samband. Alveg frá því að ég var lítill strákur sótti ég mikið í að vera hjá þér og það breyttist ekkert þótt ég yrði eldri. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur var það forgangsverk- efni þegar ég kom í heimsókn austur að kíkja í heimsókn til þín. Þú tókst alltaf á móti mér með bros á vör og við skellihlógum svo að vitleysunni hvort í öðru. Við gátum talað saman tímunum saman. Skemmtilegast fannst mér í þau skipti sem ég tók Herdísi Lilian með mér til þín. Þú varst svo ánægð að fá að hitta hana, og þér þótti það heldur ekkert leið- inlegt að sjá hversu lík pabba sínum hún er. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Þinn vinur að eilífu, Kent. Elsku besta Gústa mín. Margs er að minnast, margs er að sakna. Ég minnist margra góðra stunda á Túngötu 17, þú að sauma fallega kjóla fyrir mig, við að prjóna sömu peysuna því það lá svo á. Þú að baka randalín, kleinur og alls kyns góðgæti og eldhúsið fullt af fólki sem át kleinurnar jafnótt og þær voru bakaðar. Ég minnist jólanna sem ég átti hjá þér þegar ég var ein og jólanna sem þú varst hjá mér eftir að þú varst orðin ein. Ég minnist þess hvað það var gott að koma til þín þegar eitthvað amaði að, og líka hvað það var gaman að segja þér frá þegar vel gekk. Já, á þessari stundu er svo margt sem kemur upp í hugann og allt er það gott. Nú mun ég sakna þess er ég kem í vinnuna að sjá þig ekki í stóln- um þínum, að þú sért ekki í rúminu þínu, að þú sért farin, en við litla fjöl- skyldan eigum svo margar góðar minningar að hugga okkur við. Núna situr þú í faðmi fjölskyldu og vina sem á undan eru farnir, kíkir niður annað slagið og hlærð að vitleysunni í fólkinu. Sofðu rótt, elsku Gústa mín. Jóhanna, Grétar, Sigríður og Dawid. Ágústa Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.