Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 ✝ Sigurlaug Guð-rún Jóhanns- dóttir fæddist á Iðu í Biskupstungum 10. febrúar 1922. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 17. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Jóhann Kristinn Guðmundsson, bóndi á Iðu, f. 18. sept- ember 1889, d. 19. mars 1928, og kona hans Bríet Þórólfs- dóttir, f. 5. október 1891, d. 28. febrúar 1970. Systkini Sigurlaugar sem nú eru öll látin voru Ámundi, f. 1918, d. 1997, Ingólfur f. 1919, d. 2005, Gunnar f. 1920, d. 2005 og Unnur f. 1923, d. 2004. Eftir að Jó- hann féll frá þegar systkinin voru á barnsaldri flutti Loftur Bjarna- son frá Glóru í Gnúpverjahreppi til Iðu og bjó þar upp frá því þar til hann lést 1969. Gerðist Loftur ráðsmaður á Iðu og gekk systk- inunum nánast í föðurstað. Höfðu þau og Bríet mikinn styrk af nær- veru hans. Árið 1964 giftist Sigurlaug Hirti Magnússyni frá Borgarnesi, lög- skráningarstjóra skipshafna hjá Tollstjóranum í Reykjavík, f. 1919, d. 2007. Foreldrar hans voru Magnús Ágúst Jónsson barnakenn- ari og síðar sparisjóðsstjóri í Borg- arnesi, f. 1880, d. 1969 og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Val- bjarnarvöllum í Borgarhreppi, f. 1888, d. 1966. Sonur Hjartar og Sig- urlaugar er Jóhann lögmaður og stór- meistari í skák, f. 8. febrúar 1963, kvænt- ur Jónínu Ingvadótt- ur kynningarstjóra, f. 1962. Börn þeirra eru Hjörtur Ingvi hagfræðingur BS og tónlistarmaður, f. 1987, og Sigurlaug Guðrún mennta- skólanemi, f. 1993. Sigurlaug ólst upp á Iðu. Hún gekk í barnaskólann í Reykholti og lauk síðar prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni. Sigurlaug vann ýmis skrifstofu- og verslunarstörf, lengst af í Bún- aðarbankanum í Reykjavík. Þá gerðist hún ráðskona í eitt ár í Skotlandi hjá Major-General R.N. Stewart sem stundað hafði lax- veiðar á Íslandi og skrifaði m.a. bókina Rivers of Iceland. Sig- urlaug og Hjörtur stofnuðu heimili í Safamýri 42 þar sem þau bjuggu upp frá því. Þegar leið að starfs- lokum reistu þau sér sumarhús að Iðu á fallegum stað við bakka Hvítár sem veitti þeim ómældar ánægjustundir. Sigurlaug hafði yndi af lestri bóka og var mikill ljóðaunnandi, auk þess sem hún hafði brennandi áhuga á lífríki ís- lenskrar náttúru. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Seljakirkju í dag, 28. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Bakkar Hvítár við Iðu í Biskups- tungum voru vagga Sigurlaugar Jó- hannsdóttur, elskulegrar tengdamóð- ur minnar, sem í dag verður borin til hinstu hvílu. Þar ólst hún upp með móður sinni, fóstra og fjórum systk- inum. Sigurlaug minntist ætíð æsku sinnar og uppvaxtarins á Iðu með mikilli hlýju. Það var síðan um fertugt sem Sigurlaug kynntist eiginmanni sínum Hirti Magnússyni. Þau hófu sambúð 1962 og fæddist Jóhann sonur þeirra árið á eftir. Foreldrarnir voru ætíð vakin og sofin yfir velferð einka- sonarins og studdu hann í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ég minnist þess með hlýju þegar ég hitti þau heiðurshjón Sigurlaugu og Hjört fyrst fyrir rúmlega tuttugu og fimm árum þegar við Jóhann vorum nýlega byrj- uð að draga okkur saman. Mannkostir þeirra beggja urðu mér ljósir frá fyrstu stundu og einnig hve heimilis- bragurinn var afslappaður og notaleg- ur í alla staði. Ég fæ aldrei fullþakkað fyrir hversu vel okkur varð til vina. Við Jóhann og börnin nutum þess sannarlega að njóta liðstyrks Sigur- laugar, Hjartar og föður míns Ingva í uppeldi barna okkar. Skömmu fyrir starfslok Hjartar réðust þau Sigurlaug í að byggja lítið sumarhús á Iðu við bakka Hvítár þar sem útsýnið er hvað fallegast yfir ána. Þar þekkti Sigurlaug hverja þúst og þúfu og jafnvel einstaklinga í hópi far- fuglanna sem birtust ár eftir ár. Hvergi leið henni betur en á æsku- stöðvum sínum á Iðu. Það varð því töluvert áfall þegar Hjörtur veiktist alvarlega skömmu eftir aldamótin og þurfti að dveljast á stofnunum allt þar til hann lést 2007. Sigurlaug tók þessu með sama jafnaðargeði og æðruleysi og einkenndi allt hennar lífshlaup, hún sinnti Hirti eins vel og henni var unnt en hélt sínu striki og naut áfram lífsins. Sigurlaug hafði alla tíð áhuga og þörf á að njóta náttúrunnar og skoða landið. Þegar við fjölskyldan ferðuðumst saman hin síðari ár nutum við góðs af þekkingu hennar á lands- lagi og næmi á plöntu- og dýralíf. Hún var alltaf til í allt, sem sýndi sig best þegar hún bað okkur um að láta þann draum sinn rætast að koma til Rómar, sem tókst að hrinda í framkvæmd um síðustu páska. Sú ferð til borgarinnar eilífu verður lengi í minnum höfð. Sigurlaug hafði mikla ánægju af lestri bóka og sér í lagi ljóðabóka. Hún var mjög vel lesin og stálminnug allt til hins síðasta. Þá var hún ákaflega ættfróð og gaman fyrir okkur Sunn- lendingana að rekja saman ættar- og vinatengsl. Sigurlaug var ákaflega ljúf og góð manneskja sem aldrei virtist skipta skapi. Hún bar með sér hlýja áru og fólk virtist laðast að henni, hún var mjög vinmörg og hélt ætíð góðu sambandi við frændgarð sinn og Hjartar. Stundum er sagt að fegurðin komi innan frá, í tilfelli Sigurlaugar var hún allt um kring, bæði ásýndin og innri manneskja. Ég kveð í hinsta sinn einstaka konu með miklu þakklæti og virðingu. Við erum ekki söm eftir fráfall hennar en megum sitja harla sátt eftir því góðar minningar um samvistir með Sigur- laugu verða áfram mikilsverður hluti af lífi okkar. Jónína Ingvadóttir. Nú er Sigurlaug amma farin. Fast- ur punktur í tilverunni er orðinn að tómarúmi sem seint verður fyllt. Minningin um ömmu situr eftir og söknuður, söknuður sem er þeim mun sárari vegna þess hversu stutt er síð- an hún var hér á meðal okkar í fullu fjöri. Lítið greinarkorn fer ekki langt með að lýsa manneskju eins ömmu. Einstök góðmennska, hjálpsemi og umhyggja hennar ollu því að fólk lað- aðist sjálfkrafa að henni. Samband okkar systkinanna við ömmu var mjög náið og veitti hún öllu sem við tókum okkur fyrir hendur óskipta at- hygli og skilyrðislausa umhyggju. Pabbi var einkabarn og þess vegna var fjölskyldan lítil, en þeim mun sam- heldnari fyrir vikið. Heimili hennar og afa var griða- staður, þangað var alltaf hægt að leita og tíminn stóð í stað. Okkar bestu stundir voru líklega þegar ég sat við píanóið og spilaði fyrir ömmu. Spurn- ingar um óskalög voru til lítils, alltaf vildi hún bara heyra það sem ég var að fást við hverju sinni; það sem ég var að einbeita mér að. Fyrir ungan strák sem gleymir oft að borða varð reglu- söm matreiðsla hennar til þess að undirritaður fékk ávallt ráðlagðan dagskammt af næringu, í það minnsta þegar hann dvaldist í Safamýrinni eða í sumarbústaðnum á Iðu. Amma hafði einnig óskeikult minni, alveg fram undir það síðasta. Hún þekkti deili á verkum þjóðskáldanna, staðháttum víðsvegar um sveitir og ættum hvað- anæva af landinu. Hún var manneskja náttúrunnar og ljóðrænunnar, nátt- úru í ljóðum og ljóðrænu í náttúrunni. Hún naut þess einnig að ferðast, lengst af innanlands, en einnig erlend- is seinna meir. Á tíma þegar allt verð- ur að gerast strax er það mjög hjart- næmt að sjá þegar manneskja yfir áttrætt lætur langþráða drauma sína rætast á gamals aldri. Það gerði amma þegar hún heimsótti Róm í faðmi fjölskyldunnar á síðasta ári. Sú ferð verður lengi í minnum höfð. Elsku Sigurlaug amma, nú kveð ég þig að leiðarlokum. Lagið er búið, en melódían stendur eftir í huga okkar. Mikið á ég eftir að sakna þín amma. Þú sagðir eitt sinn við mig að þú mættir ekkert vera að því að verða hundrað ára. Það varð heldur ekki af því, en mikið hefðum við hin viljað það. Hjörtur Ingvi. Hún amma var svo sannarlega ein- stök kona. Þó að ég myndi vilja hafa notið samvista með henni lengur en raun ber vitni er ég afskaplega þakk- lát fyrir okkar mörgu og góðu sam- verustundir, þá sérstaklega í Safa- mýrinni og á Iðu. Þeir staðir standa manni hvað næst hjarta fyrir þær sak- ir hve einstakir þeir voru, sem annar heimur, skjól frá hinu daglega amstri og áreiti. Góðmennska ömmu var fordæma- laus og þó að mig prýddi aðeins helm- ingur þeirra mannkosta sem amma bjó yfir veit ég að ég yrði vel sett. Amma kenndi mér að meta ljóð og sé ég hana standa ljóslifandi fyrir framan mig, með sitt geislandi bros, í hvert sinn sem ég lít í ljóðabók eftir Jónas Hallgrímsson eða Tómas Guð- mundsson. Á þessum tímamótum, er ég lít yfir farinn veg með trega í hjarta, finnst mér því við hæfi að birta eitt af fögru ljóðum Jónasar, eins uppáhaldsskálds ömmu. Við skulum sól sömu báðir hinzta sinni við haf líta. Létt mun þá leið þeim, er ljósi móti vini studdur af veröld flýr. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Sigurlaug Guðrún. Látin er kær frænka mín, Sigur- laug Jóhannsdóttir, sem mig langar til að minnast með nokkrum orðum. Á Iðu í Biskupstungum bjó Bríet móð- ursystir mín sem var móðir Sigur- laugar. Ég var sendur að Iðu, þriggja ára gamall í nokkrar vikur ásamt syst- ur minni en móðir okkar þurfti að vera á sjúkrahúsi um tíma. Í þessari dvöl man ég fyrst eftir Sigurlaugu, glað- værri ungri stúlku. Í mörg sumur fékk ég tækifæri til að vera á Iðu og þegar ég var ellefu og tólf ára var ég vinnustrákur þar. Öll þessi sumur var Sigurlaug í þannig vinnu að hún gat verið á sínu æsku- heimili yfir sumartímann svo að við áttum alltaf samleið þar. Í þessari sumardvöl var mesta vinnan við hey- skapinn sem allir tóku þátt í og mér fannst alltaf skemmtilegt. Í nokkrar ferðir var þó farið til að gera sér daga- mun og þá var farið á hestum í nokkr- ar lengri og skemmri ferðir og þar naut ég leiðsagnar Sigurlaugar sem ég tengdist mest. Lengsta ferðin okk- ar á hestum var ferð um Biskupstung- ur, Brúarhlöð og Laugarvatn og er þessi ferð mér í fersku minni þó að lið- in séu meira en 60 ár. Við höfðum fleiri hesta með til þess að geta skipt og sá Sigurlaug um það að ég sæti á fleiri hestum en þeim sem mér þótti bestur. Sigurlaug var kjarkmikil og góð sundkona og synti t.d. yfir Hvítána eins og bræður hennar gerðu. Sigur- laug var þessi þægilega kona sem ég gat alltaf talað við um allt mögulegt. Yfir vetrartímann kom hún mjög oft á heimili foreldra minna og var þá stundum minnst á lífið í sveitinni rifj- að og upp ýmislegt skemmtilegt sem þar hafði gerst. Sigurlaug var glæsileg heimskona, hún ferðaðist mikið og m.a. dvaldi hún heilt ár í Skotlandi. Sigurlaug var komin á miðjan aldur þegar Hjörtur, verðandi eiginmaður, kom inn í líf hennar. Jóhann sonur þeirra var sól- argeisli í lífi þeirra. Sigurlaug og móð- ir mín voru afar samrýndar og miklar vinkonur og þegar Jóhann var á fyrsta ári gætti móðir mín hans á með- an Sigurlaug var í vinnu. Þar sem mín börn voru á svipuðu reki og Jóhann urðu náin tengsl milli heimila okkar. Sigurlaug sá til þess að alltaf væri pláss á notalegu heimili hennar til þess að Jóhann gæti fengið félaga sín þangað til að tefla sem var snemma hans aðal áhugamál. Þau Hjörtur reistu sér sumarhús á Iðu þar sem þau nutu góðra stunda saman og þar dvaldi hún oft eftir lát Hjartar. Á seinni árum áttum við Sig- urlaug margar góðar samverustundir og hefðu þær mátt vera miklu fleiri. Við nutum þess að rifja upp ýmislegt frá fyrri tíma og ég gat spurt hana um ættingja okkar og allt mögulegt frá uppvaxtarárunum því að minni henn- ar var alltaf ótrúlega gott og bar aldr- ei á því að hún myndi ekki þó að aldur hennar væri orðinn hár. Sigurlaugu þakka ég fyrir góða samferð og geymi í huga mér allar góðu minningarnar. Við Matthildur vottum Jóhanni og Jónínu og börn- unum Hirti Ingva og Sigurlaugu okk- ar dýpstu samúð. Jón Freyr Þórarinsson. Í dag kveðjum við hana Sigurlaugu okkar með mikilli virðingu og söknuði. Hún var gift Hirti föðurbróður mín- um, en hann lést fyrir rúmum tveimur árum. Sigurlaug var mikil heiðurskona, hjartahlý, hógvær og góð manneskja. Hún var einstaklega vel gefin og fróð. Þegar maður fór með henni út fyrir bæjarmörkin þá vissi hún heitin á öll- um hólum, fjöllum og bæjum og flest- ar fuglategundir . Hennar æskustöðvar voru á Iðu í Biskupstungum og þar átti hún sér at- hvarf í sumarhúsi sínu. Þar leið henni vel og reyndi hún því að dvelja þar sem mest á sumrin. Tilveran verður fátæklegri þar sem Sigurlaug er horfin á braut en hún verður alltaf til í hjörtum okkar. Börn hændust að henni og sterk bönd voru á milli hennar og barnabarnanna, Sig- urlaugar og Hjartar Ingva. Missir fjölskyldunnar í Síðuseli, Jó- hanns, Jónínu, Hjartar Ingva og Sig- urlaugar, er mestur og hugur okkar allra er hjá þeim þegar þau kveðja móður, tengdamóður og ömmu í hinsta sinn. Blessuð sé minning Sigurlaugar. Bryndís Helga og Guðundur Kristinn. Elskuleg föðursystir mín og vin- kona, Sigurlaug Jóhannsdóttir frá Iðu í Biskupstungum, hefur kvatt þennan heim á 89. aldursári, síðust systkin- anna fimm frá Iðu. Margar minningar koma upp í hugann frá liðnum árum. Mér er í barnsminni þegar hún vann í Reykjavík og kom austur að Iðu um helgar að hitta Bríeti móður sína, en afar kært var með þeim mæðgum. Ég stelpukrakkinn horfði með aðdáun á Sigurlaugu, unga og glæsilega konu, þegar hún færði móður sinni allt sem hana vanhagaði um úr höfuðstaðnum. Eftir að Sigurlaug missti mann sinn fyrir nokkrum árum urðu samskipti okkar meiri. Við áttum báðar hallir sumarlandsins austur á Iðu. Ég dáðist að henni þegar ég spurði hana hvort við ættum ekki að leggja í hann austur fyrir fjall. Þýð rödd hennar var full af þakklæti fyrir að taka sig með, þrátt fyrir þverrandi heilsu, enda komin langt á sitt æviskeið. Sigurlaug hélt andlegri reisn sinni til hinstu stundar. Frænka mín var afar hlý manneskja, skarpgreind og með ríka réttlætis- kennd. Hún hafði vel ígrundaðar skoðanir á þjóðfélagsmálum. Sigur- laug var mikill náttúruunnandi og bjó yfir mikilli þekkingu á blómjurtum og grösum; þekkti flestar jurtir og miðl- aði því af mikilli hógværð og ánægju. Hún hafði frumkvæði að því að við færum í leikhús saman, okkur báðum til mikillar ánægju. Það eru minning- ar sem ég get yljað mér við um ókom- in ár. Jóhanni syni hennar og fjölskyldu hans flyt ég innilegar samúðarkveðj- ur. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Hafðu hjartans þökk, kæra frænka, fyrir allt. Anna María Ámundadóttir. Sigurlaug Jóhannsdóttir HINSTA KVEÐJA Sigurlaug var vönduð og heil. Margfróð og hafði góða nær- veru. Við þökkum margar ánægjulegar stundir austur á Iðu og samferð til Ítalíu í hitti- fyrra þar sem áhugi hennar á því sem fyrir bar vakti eftirtekt okkar. Minnisstætt er hvernig hún brosti góðlátlega og sýndi börnunum mikla væntum- þykju. Blessuð sé minning Sig- urlaugar Jóhannsdóttur. Ásgeir Þór og Vigdís.  Fleiri minningargreinar um Sigurlaugu Jóhanns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT EYÞÓRSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 25. janúar. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 3. febrúar kl. 13.00. Ástríður Gunnarsdóttir, Trausti Gunnarsson, Sesselja Gunnarsdóttir, Eggert Kristinsson, Ingibjörg Jóna Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR ANTON ANTONSSON, Hlíðarvegi 24, Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði, miðvikudaginn 26. janúar. Jarðarför verður auglýst síðar. Erla G. Pálsdóttir, Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, Ketill Elíasson, Ingibjartur Anton Ingvarsson, Auður Bjarnadóttir, Hrönn Ingvarsdóttir, Sædís Ingvarsdóttir, Þorbergur Jóhannesson, Gerður Sif Ingvarsdóttir, Eyvindur Gauti Vilmundarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.