Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Á sama hátt og rann- sóknir eru grundvöllur allra vísinda eru skoð- anaskipti aflvaki þeirra. Þetta gildir jafnt um hugvísindi sem raunvís- indi. Því kemur mér þetta í hug að í vorhefti Sögu, tímarits Sögu- félagsins, 2010 er að finna grein eftir Sig- rúnu Sigurðardóttur, fagstjóra við Listahá- skóla Íslands, undir fyrirsögninni El- ín: Ljósmynd af konu. Eins og sjá má hér að neðan hafði ég nokkrar athugasemdir við þessa grein. Hafði ég því samband við rit- stjóra Sögu, Sigrúnu Pálsdóttur sagn- fræðing. Er ekki að orðlengja það að okkur kom saman um að ég sendi tímaritinu athugasemdir varðandi umrædda grein, hvað ég og gerði. Taldi ritstjórinn þær athugasemdir „prýðilegar“ en kom þó með nokkrar athugasemdir og leiðréttingar. Raunar var aðeins um „tæplega“ eina leiðréttingu að ræða, að mati Sig- rúnar. (Reyndar er fyrirbærið „tæp- leg leiðrétting“ mér óljóst) Tengdist hún erfiljóði Einars Benediktssonar um Elínu Hafstein, eins og sjá má í athugasemd minni hér að neðan. Þá lét hún þess og getið að í Sögu væru greinar ritrýndar, ekki efni í bálknum „Forsíðumyndin“. Það breytir ekki því að gera verður nokkrar kröfur til tímarits, sem að meginhluta er rit- rýnt, jafnvel varðandi efni sem það birtir óritrýnt. Hinn 14. nóvember sl. sendi ég Sig- rúnu Pálsdóttur tölvupóst þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram: Treystir þú þér ekki til að birta at- hugasemdir mínar í Sögu mun ég birta þær á almennari vettvangi. Til að gæta allrar sanngirni gagnvart þér og því tímariti, sem þú ritstýrir, mun ég þá birta athugasemd- ir þínar við skrif mín, ásamt viðbrögðum mín- um við þeim, enda verða lesendum að vera ljósar ástæður þess að þú hafnar greininni í Sögu. Eins og lesendur Morgunblaðsins sjá hvarf ég frá því að birta athugasemdir Sigrúnar orðréttar. Við nánari at- hugun tel ég of langt gengið, að vitna frekar en hér er gert í tölvu- póst. Nægir, a.m.k. að svo komnu máli að vitna til þeirra efn- islega. Almennur áhugi á sagnfræði hefur lengi verið eitt af aðalsmerkjum ís- lenskrar menningar. Það er því leitt til þess að vita að ritstjóri og ritnefnd tímarits Sögufélagsins skuli ekki treysta sér til að birta gagnrýni á efni ritsins. Læt ég nú aðfararorðum þessum lokið um leið og ég þakka Morg- unblaðinu fyrir birtinguna. Nokkrar athugasemdir við greinina: Elín: Ljósmynd af konu Í síðasta tölublaði Sögu, 1. tbl. 2010, birtist grein eftir Sigrúnu Sigurð- ardóttur, undir fyrirsögninni „Elín, ljósmynd af konu. Mér er málið nokk- uð skylt, þar eð sú Elín, sem þarna er fjallað um, var langamma mín. Ekki er sá skyldleiki þó meginástæða þess, að mér þykir rétt að gera nokkrar at- hugasemdir við umrædda grein. Hitt knýr enn frekar á hversu flausturs- lega greinin er skrifuð og af lítilli þekkingu á þeim tímum sem um er fjallað. Hlýtur það að teljast nokkuð bagalegt, ekki síst í ljósi þess að tíma- ritið Saga mun vera ritrýnt. Þrjár fullyrðingar í greininni skulu hér gerðar að umtalsefni. Á bls. 11 segir um Elínu: „Ári síðar trúlofaðist hún einni helstu vonarstjörnu íslensku þjóðarinnar, Lárusi H. Bjarnasyni.“ Margt hefur verið ritað um langafa minn Lárus H. Bjarnason og oft af lítilli sanngirni í hans garð. En þar á hann sjálfur nokkra sök því honum var, einkum framan af ævi, tamara að beita sverðinu en bera fyrir sig skjöldinn. En hvað sem um það má segja hef ég hvergi heyrt þess getið, né lesið á prenti, að hann hafi verið „ein helsta vonarstjarna íslensku þjóðarinnar“, eins og Sigrún Sigurð- ardóttir fullyrðir í umræddri grein. Og síst mun það hafa átt við er hann trúlofaðist Elínu Hafstein rétt eftir að „Skúlamálum“ lauk. Æskilegt hefði verið að Sigrún hefði hér getið heimilda ef einhverjar eru. Fáum línum neðar á sömu blaðsíðu virðist það vekja nokkra undrun greinarhöfundar að þegar Lárus H. Bjarnason heldur vestur í Stykk- ishólm til að taka við sýslumanns- embætti skuli Elín, heitmey hans, ekki fylgja honum þangað. Heldur þykir mér þetta bera vott um takmarkaðan skilning á þeim viktoríanska anda sem ríkti á þessum tímum (1894). Það hefði, af siðferði- legum ástæðum, verið útilokað fyrir sýslumann, eða nokkurn annan emb- ættismann, að búa í óvígðri sambúð á þessum árum. Þriðja og síðasta atriðið úr um- ræddri grein, sem ég tel þörf að benda á, er á bls. 12. Þar er sagt frá því að Einar Benediktsson hafi ort erfiljóð um Elínu Hafstein Bjarna- son, en hún lést 31 árs að aldri árið 1900. Satt er það og rétt; Einar orti ljóðið og gerði það svikalaust, sem vænta mátti. En í greininni segir: „Einar orti eftirfarandi erfiljóð eftir Elínu.“ Að því búnu kemur fyrsta er- indi ljóðsins en það hefst á orðunum: „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum.“ Þarna er m.ö.o. fullyrt að erfiljóðið sé eitt erindi. Það er rangt, ljóðið er sjö erindi. Í tilvísun neðst á blaðsíðunni segir um þetta ljóð: „Þetta kvæði má finna í bók Guðjóns Friðrikssonar, Ég Eftir Pjetur Hafstein Lárusson Pjetur Hafstein Lárusson Athugasemdir sem ekki feng- ust birtar í tímaritinu Sögu V i n n i n g a s k r á 39. útdráttur 27. janúar 2011 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 7 1 3 2 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 9 0 8 1 3 3 6 9 6 4 1 2 3 1 4 2 7 8 6 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2046 3418 9422 34264 36741 60111 3135 6515 14660 34939 36911 74829 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 1 5 8 1 0 6 5 9 1 9 7 9 6 2 9 3 0 3 3 4 4 6 1 4 2 8 2 6 5 6 2 4 1 6 9 4 9 9 1 2 7 6 1 3 0 5 8 2 2 8 4 7 3 0 0 6 0 3 5 0 5 5 4 3 8 8 7 5 7 8 7 5 7 3 0 0 2 1 7 5 4 1 5 1 0 7 2 3 0 0 3 3 2 0 4 5 3 5 6 1 5 4 6 9 1 5 6 0 3 9 4 7 3 8 5 4 2 5 4 6 1 5 4 5 4 2 3 5 4 5 3 2 6 2 9 3 6 9 3 2 4 9 9 4 8 6 0 4 9 7 7 5 2 0 9 4 8 0 5 1 7 7 4 1 2 3 8 8 5 3 3 1 1 9 3 7 0 8 9 5 0 0 7 2 6 2 1 3 1 7 6 1 0 5 6 4 5 1 1 8 6 1 4 2 4 0 0 6 3 3 2 6 3 3 7 5 6 8 5 0 5 3 0 6 4 3 1 3 7 6 8 4 3 7 1 3 9 1 8 6 8 2 2 4 2 6 6 3 3 3 0 2 3 7 7 2 3 5 1 7 0 6 6 8 5 5 9 7 7 9 3 1 8 6 6 0 1 9 0 6 6 2 4 6 7 7 3 3 3 5 9 3 8 1 4 5 5 3 1 3 8 6 8 7 2 1 7 8 7 1 3 9 6 2 8 1 9 4 8 4 2 4 7 2 0 3 3 6 4 4 3 9 2 7 6 5 4 0 3 5 6 9 2 6 9 7 8 8 6 6 9 7 8 2 1 9 6 1 0 2 7 5 2 5 3 4 2 8 2 4 0 6 5 9 5 5 9 2 1 6 9 4 4 9 7 9 8 0 1 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 299 8256 17427 25304 34485 46007 57919 70340 386 8729 17525 25342 35300 46357 57943 70385 398 9583 17930 26544 35365 46545 58197 71084 447 9597 17972 26637 35606 46764 58977 71477 1304 10102 18325 27122 35734 47070 59022 71729 1473 10202 18523 27911 36610 47623 59355 71869 2183 10801 18644 28054 36672 47700 59402 72642 2708 10887 18685 28373 36823 47710 59622 73216 2925 10891 18945 28375 37297 48112 60123 73364 3229 10953 18984 29093 37456 48158 60189 73951 3342 11148 19568 29190 37688 48711 60311 74207 3532 11556 19986 29728 37808 49205 60323 74772 3602 11667 20046 29766 37826 49236 60456 74861 4104 12224 20120 29959 39266 49312 60637 75101 4136 12355 20151 30058 39592 49567 62181 75321 4911 12402 20396 30326 40109 51252 62528 75531 4974 13262 20548 30447 40351 51368 63058 75938 5332 14428 21316 30956 40526 51916 63869 76149 5415 14613 21459 30984 42177 52060 66523 76371 5672 15380 21901 31479 42287 53825 66812 76753 5744 15432 22317 31562 42763 54399 67121 78150 5991 15598 22438 31831 42800 54417 67221 78153 6104 15823 22516 31952 43015 54740 67357 78720 6411 15832 22558 31961 43448 54782 67505 79027 6431 16233 23100 32161 44476 54995 67864 79753 6730 16247 23105 32370 44615 55344 68432 79855 7031 16543 23350 32623 44839 55525 69019 7422 16588 23576 32755 45165 55633 69134 7598 16672 23694 32896 45332 56142 69175 7655 16819 23901 34069 45831 57446 70024 8109 17245 24187 34181 45937 57538 70143 8156 17291 24265 34278 45956 57542 70223 Næstu útdrættir fara fram3. feb, 10. feb, 17. feb & 24. feb 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is Alla jafna þykir það ljóður á ráði manna að hugsa bara til skamms tíma. Ekki er betra þegar gripið er til ráða sem bæta úr við fyrstu sýn en gera illt verra. Um það er sagt að skammgóður vermir sé að pissa í skó sinn. Þarf sú myndlíking ekki frek- ari skýringar við. „Því hefur verið haldið fram að Íslendingar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum … en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um tit- língaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls,“ segir í Inn- ansveitarkroníku Halldórs Lax- ness. Skynsemi og yfirvegun Ísland sótti um aðild að Evrópu- sambandinu í júlí 2009. Evrópu- sambandið samþykkti að taka upp viðræður í júní 2010. Allt gengur samkvæmt áætlun og er búist við að svokallaðri rýnivinnu ljúki í vor og þá hefjist eiginlegar samninga- viðræður sem gæti lokið á næstu misserum. Maður skyldi ætla að ákvörðun Alþingis yrði fylgt eftir af þunga, samningaleiðin gengin til enda og samningurinn falinn þjóðinni til samþykktar eða synjunar. Á þeim tíma og ekki síst þeg- ar samningur lægi fyrir yrði rætt um kjarna máls og hags- muni Íslands til langs tíma. Þá fyrst gætum við leitt málið til lykta með skynsamlegum og yfirveguðum hætti. Því miður er þessu ekki aldeilis að heilsa. Hér verður tvennt nefnt. Krónan Ekki er langt síðan flestir voru þeirrar skoðunar að íslenska krónan dygði okkur ekki. Örmyntin okkar hentaði ekki lengur í ólgusjó alþjóðaefnahags- mála og saga hennar frá upphafi væri meira og minna ein samfelld hörmungarsaga. Þessu vilja marg- ir gleyma núna þegar kollsteypan hefur sett allt úr skorðum og krónan vermir vissulega sumum til skamms tíma. Halda að ylurinn núna sanni ágæti hennar. Hætt er við að snöggkólni í fæturna þegar fram í sækir. Bitur reynsla for- tíðar ætti að vera víti til varnaðar. Að laga eða laga að Strax og aðildarviðræður hófust fundu andstæðingar aðildar upp alveg nýtt þrætuepli, nýjan titt- lingaskít. Allt í einu var skilgrein- ing á eðli viðræðnanna orðið aðal- atriðið. Aðlögun! Aðlögun! er nú hrópað á torgum. Ekki er einu orði minnst á það hvort þau lög og reglur sem Evrópusambandið not- ar eru betri eða verri en þær sem Eftir Jón Steindór Valdimarsson Jón Steindór Valdimarsson Skammgóður verm- ir og tittlingaskítur Hafi mér fundist mál- flutningur Sigurjóns Þórðarsonar dapurlegur í Morgunblaðinu hinn 21. desember sl. var hann beinlínis sorglegur hinn 10. janúar sl. Þegar gildishlöðnu lýsingarnar missa marks virðast allir stjórnmálamenn á borð við Sigurjón grípa til sama úrræðis. Gróa á Leiti er kölluð til vitnis. Sigurjón er einn þeirra sem halda því fram að skuldsetning sjáv- arútvegsins hafi orsakað bankahrun- ið. Samkvæmt upplýsingum Seðla- banka Íslands og Ríkisskattstjóra námu skuldir sjávarútvegsins 2,4% af heildarskuldum íslenskra fyrirtækja í árslok 2008. Það þarf því æv- intýralegt hugmyndaflug til að tengja þetta tvennt saman. Að lesa úr tölum Sigurjón er ekki einn um að lesa annað út úr opinberum tölum en þær gefa raunverulega til kynna. Forsætisráð- herra hefur haldið því fram að skuldavandi hrjái sjávarútveginn þó svo að yfirgnæfandi hluti fyrirtækja innan atvinnugreinarinnar hafi staðið af sér hrun- ið. Framkvæmdastjóri fiskframleiðenda og út- flytjenda talar um að sjávarútvegsfyrirtæki séu í öndunarvél bank- anna. Þær stöllur eru væntanlega að vísa til fyrirtækjanna sem borguðu starfsmönnum sínum í desember síð- astliðnum nokkur hundruð milljónir króna í launauppbætur umfram ákvæði kjarasamninga. Nei, það er öndunarvél ríkisstjórnarflokkanna sem er á yfirsnúningi. Óskandi væri að einhver velviljaður íslensku þjóð- inni tæki hana úr sambandi. Lítið hefur farið fyrir Ólínu Þor- varðardóttur að undanförnu en hún velti sér rækilega upp úr sorpinu fyr- ir vestan áður en hún tók flugið á ný með gjaldþroti Eyrarodda á Flateyri. Eins og alltaf veit Ólína best. Að sjálf- sögðu veit hún betur en forstjóri og eigandi fyrirtækisins hver er ástæða þess að það fór í þrot. Hún kýs alveg að sniðganga þá staðreynd að árið eftir að fyrirtækið var stofnsett var þorskkvótinn skorinn niður um þriðj- ung, heil 63.000 tonn! Nei, það var ekki ástæðan fyrir erfiðleikunum. Réttu skýringuna veit Ólína ein og deilir henni með lesendum á blogg- síðu sinni: „En fiskinn má ekki veiða. Aflaheimildirnar eru í höndum for- réttindahóps sem lætur þær ekki af hendi, hvorki til sölu né leigu.“ Bjargað með að taka af öðrum Hvað heldur Ólína að menn séu að gera við þær veiðiheimildir sem þeir fá úthlutað? Ef mið er tekið af lönd- unartölum eru menn að fiska. Hún kvartar yfir því. Er sama konan og ítrekað hefur lýst yfir andúð sinni á leigu og sölu aflaheimilda að hvetja til þess að menn leigi eða selji frá sér á sama tíma og bókstaflega alla í sjáv- arútvegi vantar auknar heimildir? Aflaheimildirnar til bjargar Flateyri koma ekki af himnum ofan fremur en strandveiðikvótinn á sínum tíma. Þær verða teknar af einhverjum öðrum! Það sem er að kyrkja byggðirnar í landinu er ekki kvótakerfið heldur ríkisstjórn Íslands með linnulausu of- beldi gagnvart sjávarútvegi. Eftir Pál Steingrímsson Páll Steingrímsson »Það sem er að kyrkja byggðirnar í landinu er ekki kvótakerfið held- ur ríkisstjórn Íslands með linnulausu ofbeldi gagnvart sjávarútvegi. Höfundur er sjómaður. Ólína veit alltaf best

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.