Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Fjöldi þeirra nýbökuðu foreldra sem kusu að þiggja greiðslur úr fæðing- arorlofssjóði dróst saman á síðasta ári. Mest munar um að feður tóku síð- ur orlof en árið áður og í styttri tíma. Þetta kemur fram í tölum frá fæðing- arorlofssjóði. Á árinu 2009 var metár í þessum efnum, en þá þáðu alls 14.472 foreldrar greiðslur vegna fæðingar- orlofs, þar af um 1.700 sem fengu svo- nefndan fæðingarstyrk. Á árinu 2010 fengu nærri 400 færri foreldrar greiðslur úr sjóðnum. Fram að því hafði þeim einstaklingum sem þáðu greiðslur úr fæðingarorlofssjóði fjölg- að stöðugt frá árinu 2001 er jafn rétt- ur feðra og mæðra til orlofstöku var bundinn í lög. Nýtt met var slegið í barnsfæðing- um árið 2009 þegar yfir 5.000 börn fæddust. Hagstofan birtir endanlegar tölur um barnsfæðingar ársins 2010 í næsta mánuði, en bráðabirgðatölur gera ráð fyrir um 4.900 fæðingum, sem yrði 2% samdráttur milli ára. Feður taka síður orlof Á milli áranna 2009 og 2010 fækk- aði þeim feðrum sem tóku fæðingar- orlof um 5,4%. Mæðrum fækkaði hins vegar um 1,9%. Minnkandi fæðing- arorlofstaka karla er ekki bara hlut- fallslega meiri, því 340 færri feður tóku fæðingarorlof árið 2010 en 2009. Í tilfelli mæðra var um að ræða 120 færri einstaklinga sem þáðu greiðslur úr fæðingarorlofssjóði. Svo virðist líka sem feður taki al- mennt styttra fæðingarorlof en áður, taki þeir orlof á annað borð. Í gögnum frá fæðingarorlofssjóði kemur fram að heildarfjöldi greiðslna, sem gefur til kynna fjölda mánaða tekinna í fæð- ingarorlof, dregst saman um 8% hjá feðrum. Einnig er um að ræða sam- drátt í tilfelli mæðra, en þó aðeins rétt rúmlega eitt prósent. Kemur ekki á óvart „Þetta kemur mér alls ekki á óvart, greiðslur úr sjóðnum hafa verið skertar margsinnis,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. „Það kann að vera að margir telji sig hreinlega ekki hafa efni á því að taka sér fæðingarorlof. Þetta á sérstaklega við um feður, því karlar hafa að jafnaði hærri laun en konur. Fyrir þá sem eru með laun í hærra lagi felur það í sér verulega kjaraskerðingu að taka sér fæðing- arorlof um þessar mundir,“ segir hún. Erlendir taka meira orlof Athygli vekur að engan samdrátt má merkja í töku fæðingarorlofs hjá erlendum ríkisborgurum. Hlutfall er- lendra ríkisborgara af öllum þeim sem þáðu greiðslur úr fæðingaror- lofssjóði á síðasta ári jókst milli ár- anna 2009 og 2010. Fram hefur komið að nokkur fjöldi útlendinga sem flutt- ust hingað til lands á þenslutímum hefur nú flutt sig um set á ný. „Þetta gæti bent til þess að margir erlendir ríkisborgarar sem hafa flutt hingað til lands hafi með árunum öðlast þessi réttindi, eða gert sér grein fyrir að þau væru fyrir hendi. Útlendingar sinna líka gjarnan láglaunastörfum hér á landi, þannig að fyrir þann hóp felst minni kjaraskerðing í því að taka fæðingarorlof,“ segir Kristín. Erlendir ríkisborgarar eru um 10% íbúa á Íslandi. Hlutfall feðra af er- lendum ættum sem taka fæðingaror- lof er 11,2% af heildinni, en hlutfallið hjá konum er 13,5%. Hámarksgreiðsla hefur lækkað Hámarksgreiðslur úr fæðingaror- lofssjóði hafa verið verulega skertar á síðustu árum. Í lok árs 2008 gat hver einstaklingur fengið tæplega 534 þús- und krónur á mánuði úr sjóðnum, en útgreiðslur eru tekjutengdar. Í byrj- un árs 2009 var hámarksgreiðsla lækkuð í 400 þúsund krónur á mán- uði, og aftur niður í 350 þúsund um mitt ár 2009. Í byrjun árs 2010 var há- marksgreiðsla aftur lækkuð, þá niður í 300 þúsund krónur á mánuði. Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar voru meðallaun á Íslandi árið 2009 um 334 þúsund krónur á mánuði. Ekki hafa verið birtar tölur um meðallaun árið 2010, en vísitala launa hækkaði hins vegar um 4,7% á síðasta ári. Í öllu falli er ljóst að hámarksgreiðsla úr fæð- ingarorlofssjóði er talsvert undir meðallaunum á Íslandi. „Við erum auðvitað að horfa upp á bakslag í þessum efn- um, vonandi þurfum við ekki að horfa upp á frekari niðurskurð á fæðingarorlof- inu. Það hefur ekki dregið að ráði úr barnsfæðingum, þó að það sé auðvitað hið rökrétta að fresta barneignum í efnahags- kreppum,“ segir Kristín Ást- geirsdóttir. Færri taka fæðingarorlof en áður  Færri feður tóku fæðingarorlof á síðasta ári  Þeir feður sem enn taka orlofið gera það nú í styttri tíma en áður  Hlutfall erlendra ríkisborgara sem taka fæðingarorlof hækkar milli áranna 2009 og 2010 Hlutfall þeirra sem þiggja há- marksgreiðslu úr fæðingar- orlofssjóði eykst hratt með lækkandi hámarksgreiðslu sem sjóðnum er heimilt að greiða út til einstaklings. Á árunum 2005 til 2008 hækkaði hámarks- greiðsla úr fæðingarorlofssjóði ár frá ári. Árið 2005 var há- marksgreiðslan 480 þúsund á mánuði. Af öllum þeim sem fengu greiðslur úr sjóðnum á því ári voru aðeins 2,6% sem fengu hámarksgreiðsluna. Há- markið hækkaði síðan ár frá ári fram til ársins 2008, og á sama tíma hækkaði hlutfall þeirra sem fengu greidda hámarks- greiðslu, sem voru tæplega 534 þúsund krónur árið 2008. Í árs- byrjun 2009 var hámarks- greiðslan lækkuð í 400 þúsund, og nam þá hlutfall þeirra sem fengu þá upphæð 26%. Um mitt árið lækkaði hámarkið um 50 þúsund og áðurnefnt hlut- fall í tæplega 36%. Samkvæmt tölum fyr- ir fyrri helming árs- ins 2010 lækkaði há- marksgreiðslan frá og með byrjun þess árs í 300 þúsund og hlutfall þeirra sem þáðu hámarkið hækkaði í 46%. Hækkandi hlutfall HÁMARKSGREIÐSLAN Kristín Ástgeirsdóttir Fjöldi foreldra sem tóku fæðingarorlof* 2005-2010 2005 2006 2007 2008 2009 2010 (Áætlun)* Þeir sem fengu greitt vegna orlofs - fæðingarstyrkur undanskilinn Fæðingar Fjöldi feðra Fjöldi Mæðra Morgunblaðið/Kristinn Fæðingar Þær hafa aukist mitt í efnahagskreppunni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það var fyrirsjáanlegur mikill kostnaður ef við þyrftum að fara að byggja sérstaka kjörklefa. Það yrði þá náttúrlega aðeins í eitt skipti. Það myndi aldrei verða svona fjölmennt aftur,“ segir Hjalti Zóphóníasson, fráfarandi skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu, um afstöðu ráðu- neytisins til þess að láta smíða kjör- klefa gagngert vegna kosninga til stjórnlagaþings í haust. „Já, meðal annars,“ svarar Hjalti er hann er inntur eftir því hvort horft hafi verið í kostnaðinn. Fyrirspurnir um skilrúmin Spurður hvort fyrirspurnir hafi borist frá kjörstjórnum í aðdraganda kosninganna segir Hjalti, sem lét af störfum fyrir aldurs sakir um ára- mótin, að það hafi „endalaust verið hringt og spurt um allt milli himins og jarðar“, meðal annars út í skil- rúmin sem komu í stað kjörklefa. Álagið hafi verið mikið og ráðu- neytinu borist allt að 100 tölvubréf á degi hverjum vegna kosninganna, en eins og kunnugt er var notkun skil- rúma í stað kjörklefa eitt af þeim at- riðum sem Hæstiréttur gerði at- hugasemd við í rökstuðningi fyrir því að ógilda bæri kosninguna. Fengu engar fyrirspurnir Fram kemur í máli Hjalta að dómsmálaráðuneytinu hafi borist fyrirspurnir vegna kosninganna. Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, staðfestir hins vegar að stjórninni hafi ekki borist neinar fyrirspurnir, ef frá sé talin „ein fyrirspurn út af Vegagerðinni“. „Við vorum í sambandi við Vega- gerðina út af færð á vegum. Það var það eina,“ segir Þórhallur og bætir því við að ráðuneytið hafi farið með afgreiðslu fyrirspurna. Tíminn var of naumur Kjörstjórn Kópavogs var í hópi þeirra sem lögðu fram fyrirspurnir vegna kosninganna og kveðst Snorri Tómasson, einn aðalmanna stjórnar- innar, hafa heimildir fyrir því að landskjörstjórn hafi talið tímann sem veittur var til undirbúnings kosninganna of nauman. „Tíminn þótti of skammur, að mati yfirkjörstjórnar. Það var hún sem gaf línuna,“ segir Snorri og tekur annað dæmi af því hversu skammur undirbúningurinn var. „Ég sagði við fólk í október að það yrðu kosningar í nóvember og það kannaðist enginn við það á tíu manna vinnustað. Það komu allir af fjöllum. Tíminn var of naumur, bæði hvað varðar kynninguna fyrir stjórnlaga- þingið og framkvæmdina. Það var ekki nægur tími til undirbúnings.“ Snorri segir dómsmálaráðuneytið hafa afgreitt fyrirspurnir kjörstjórn- ar Kópavogs vegna kosninganna. „Ég spurðist fyrir um þetta fyrir- komulag og fékk þau svör að það hefði verið út af samskiptanetinu,“ segir Snorri og tekur fram að spurn- ingum hafi verið svarað greiðlega í tölvupósti frá ráðuneytinu. Umrætt samskiptanet hafi verið til staðar eftir undangengnar alþingiskosningar. Morgunblaðið/Ernir Skilrúmin Kosningarnar undirbúnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Skilrúm skildu kjósendur að. Kjörklefarnir þóttu of dýrir  Kostnaður við kjörklefa fyrir kosningar til stjórnlagaþings var talinn of mikill  Dómsmálaráðu- neytið svaraði fyrirspurnum kjörstjórna  Fyrirspurnir komu því ekki inn á borð landskjörstjórnar Bréfin ógild » Landskjörstjórn hefur póst- lagt bréf til fulltrúa á stjórn- lagaþingi, en þar er það skýrt að með ákvörðun Hæstaréttar teljist kjörbréf þeirra ógild. » Þórhallur Vilhjálmsson segir að kjörbréfin verði ekki aftur- kölluð, í ákvörðun Hæstaréttar felist ógilding þeirra. „Nokkrar sveitarstjórnir, sem sáu um framkvæmd kosninga á kjör- stað, höfðu áhyggjur af því að það gætu orðið miklar biðraðir á kjörstað. Þær áhyggjur voru til komnar vegna þeirrar reynslu að myndist langar biðraðir á kjör- stað getur það leitt til þess að fólk hverfi frá og sjái sér ekki fært að nýta kosningarétt sinn, sem er afar slæmt,“ segir Ög- mundur Jónasson innanríkis- ráðherra um afstöðu ráðuneytis- ins til þess að notast fremur við skilrúm en rúmfreka kjörklefa, í ljósi þess hversu tímafrekt það var að fylla út seðla með einkenn- isnúmerum 25 frambjóðenda. „Þótt dómsmálaráðuneytinu bæri ekki lagaleg skylda til að annast gerð kjörklefa var kalli sveitarfélaga svarað með ráð- leggingum um hvernig haga mætti skipulagi á kjörstað og þar með hönnun skilrúma sem nýta mætti við kosninguna og var í þessu efni leitað fyrirmynda frá Evrópuríkjum sem þekkt eru að traustum lýðræðishefðum. Þetta voru ekki fyrirmæli heldur ábend- ing að gefnu tilefni.“ Fyrirmynd frá Evrópu SKILRÚM EÐA KLEFI?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.