Morgunblaðið - 28.01.2011, Side 11

Morgunblaðið - 28.01.2011, Side 11
Ljósmynd/Tinna Stefánsdóttir Fyrirsætan Ester finnst gaman að sitja fyrir og hér er hún í hlutverki hármódels fyrir hárstofuna Eplið sem Birna frænka hennar á. hafi minni tíma til þess núna en áð- ur. „Það er nóg að gera hjá mér. Ég vinn í versluninni Líflandi með skólanum, sem er bænda- og hesta- verslun, og svo er ég varaforseti nemendafélagsins í MH og því fylgir heilmikil vinna. Að vera vara- forseti er alveg frábært, án efa eitt það skemmmtilegasta sem ég hef tekið þátt í. Ég sé um útgáfu Skaramúss sem er árbók eða síma- skrá skólans og svo geng ég í öll þau verkefni sem þarf að sinna og er líka ritari nemendafélagsins. Þetta er rosalega gaman, það er svo góður andi í þessum hópi. Ég valdi MH fyrst og fermst af því ég vildi vera í áfangakerfi en líka vegna þess að félagslífið innan skól- ans heillar mig. Ég er búin að kynnast alveg ótrúlega mörgum krökkum í skólanum.“ Syngur með Björk Guðmundsdóttur Ester er líka mikill söngfugl og hún segist hafa lært ófáa söngvana í hestaferðum. „Ég er fyrsti sópran og lærði klassískan söng í Söng- skólanum í Reykjavík, er búin að taka grunnstigið í söng. Ég söng með kirkjukórnum á Selfossi þegar ég var yngri en eftir að við fluttum í bæinn fór ég að syngja með Grad- uale-kórnum í Langholtskirkju hjá Jóni Stefánssyni. Núna syng ég með Graduale Nobili, sem er áframhald af yngri kórnum. Gra- duale Nobili er fyrsta flokks kór og Jón Stefánsson kórstjóri gerir mikl- ar kröfur til okkar, sem er gott. Við erum að gera margt ótrúlega skemmtilegt, núna erum við að æfa fyrir Rússlandsferð í sumar þar sem við tökum þátt í kórakeppni og við erum líka að syngja með Björk Guðmundsdóttur í verkefni sem hún er að vinna að. Ég gæti vel hugsað mér að fara í frekara söng- nám að loknu þessu skólaári, það er gaman að rækta sönginn. Ég hef verið að syngja með sex öðrum vin- konum mínum, við köllum okkur Langholtsdætur og við gerum mik- ið af því að syngja í jólaboðum, út- skriftarveislum og öðru slíku. Langholtsdætur syngja algerlega á eigin forsendum og eigin vegum og okkur hefur gengið vel, það er nóg að gera hjá okkur.“ Langar til útlanda og gera eitthvað af sér Ester hefur gert þó nokkuð af því að sitja fyrir á ljósmyndum og kann því vel. „Frænka mín, sem er hárgreiðslumeistari og á hárstofuna Eplið, hefur fengið mig til að vera hármódel hjá sér á myndum fyrir stofuna og svo hef ég líka verið förðunarmódel. Þetta er mjög gam- an og ég væri alveg til í að gera meira af þessu, ef tækifæri bjóð- ast,“ segir Ester sem er á nátt- úrufræðibraut og hugur hennar stendur til háskólanáms á heil- brigðissviðinu en líffræði og efna- fræði er líka mjög ofarlega á lista. En fyrst langar hana til að þvælast eitthvað í útlöndum og gera eitt- hvað af sér, eins og hún orðar það sjálf. Gaman Þær gera margt skemmtilegt saman Ester og vinkonur hennar með englaraddirnar í Graduale Nobili og hér eru þær heldur betur kátar á ferðalagi í Wales þar sem þær voru að syngja í kórakeppni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Snyrtivörumerkið NIVEA hefur sent frá sér nýja vörulínu sem er 95% náttúruleg, nefnist hún NIVEA Pure & Natural og inniheldur náttúruleg virk efni sem eru lífrænt ræktuð og vottuð með hámarks virkni og öryggi. Einnig er lögð áhersla á að nota sjálfbærar framleiðsluaðferðir og endurnýjanlegar pakkningar. Línan er án parabena, sílikons, tilbúinna litarefna, steinefnaolía og PEG bindiefna. Eitt af lyk- ilinnihaldsefnum Pure & Natural- línunnar er lífræn argan -olía sem verndar húðina og mýkir. Hún er unnin af Berben-konum í Mogador í Marokkó og inniheldur þrefalt meira magn E-vítamíns en ólífu- olía. Í línunni má meðal annars fá dagkrem og næturkrem sem vinnur á hrukkum, hreinsimjólk, andlits- vatn, róandi dagkrem fyrir þurra og viðkvæma húð og nærandi dag- krem fyrir venjulega og blandaða húð, húðkrem og húðmjólk, handá- burð, varasalva, svitalyktareyði og hreinsiþurrkur. Snyrtivörur Náttúrulegt Hluti af nýju NIVEA Pure & Natural vörulínunni. Náttúruleg vörulína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.