Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Eins og fram hefur komið í fréttum tekur Landspítalinn yfir St. Jósefsspítala um næstu mán- aðamót. Það hefur verið mikil leynd yfir þessu ferli og ekki kom- ið skýrt fram til almennings að skurðstofunum verður þá lokað og handlækningadeildin lögð niður. Á deildinni vinnur sérhæft teymi kvensjúkdómalækna, hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða sem búið er að þróa á löngum tíma. Það er gott aðgengi að sjúkrahúsinu sem er í hjarta Hafnarfjarðar. Sjúkrahúsið er eins og stórt heimili. Stuttar boðleiðir eru á milli starfs- stétta og öll þjónusta fyrir hendi. Það er góð samvinna á milli hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða. Engin stéttaskipting er og hjálpumst við að með verkin eins og til fellur. Á deildinni er starfandi sérhæft grindarbotn- steymi og er langur biðlisti af konum sem þurfa að komast í slíkar aðgerðir. Þannig að ég spyr: Hver á að taka við þessum konum þar sem þessar aðgerðir eru aðallega gerðar á St. Jós- efsspítala? Ráðamenn halda því fram að Landspítalinn geti tekið við allri þessari starfsemi en þurfi samt fyrst að breyta aðeins húsa- kynnum (sem hlýtur að kosta ein- hverja fjármuni). Þar sem það eru svo mikil þrengsli á Landspít- alanum, hvernig væri nú að snúa við blaðinu og flytja kvennadeild Landspítalans yfir á St. Jósefsspítala og vera þar með sérhæfða starfsemi? Á St. Jósefsspítala er góð aðstaða með tveim- ur fullbúnum skurðstofum, vöknunarherbergi og sérhæfðu hjúkrunarfólki. Lítið hefur verið um sýkingar á St. Jósefsspítala eftir aðgerðir. Nýlega hefur verið fjallað um þrengsli á Land- spítalanum og Noro-veirusýkingu. Fólk er liggjandi á göngum og dregið hefur verið úr heimsóknum til þess enda er fjöldi sjúklinga langt umfram eðlilegan fjölda á spítalanum. Ég held að það sé of mikil áhætta að sjúklingar liggi þröngt á Landspítalanum, sérstaklega þegar upp koma sýkingar. Sjúklingar sem eru veikir fyrir eiga erfitt með að takast á við utanaðkom- andi sýkingar í ofanálag. Væri ekki nær að nýta það húsnæði sem til er á krepputímum eins og nú í stað þess að vera að hugsa um að byggja hátæknisjúkrahús? Síðan er ráðgert að öll nú- verandi starfsemi á St. Jósefsspítala verði lögð niður á þessu ári. Margar konur glíma við skert lífsgæði vegna heilsubrests á grindarbotni. Á St. Jósefsspítala eru gerðar sérhæfðar aðgerðir á þessum konum, sem auka lífsgæði þeirra til muna. Konur sem glíma við heilsubrest á grind- arbotni geta einangrast eða orðið öryrkjar því ekki lagast þetta af sjálfu sér. Að endingu vil ég koma því fram að það að loka skurðstofum St. Jósefsspítala er ekkert annað en aðför að heilbrigði kvenna. Mér finnst að það þurfi að hlúa að konum landsins sem hafa alið börn þessa lands en ekki gera þeim erfitt fyrir, t.d. konum sem farið hafa illa á grind- arbotnssvæði eftir erfiðar fæðingar. Ég bið hæstvirtan heilbrigðisráðherra eða velferð- arráðherra eins og embættið heitir nú að end- urmeta stöðuna og taka heilbrigða ákvörðun. Jafnframt skora ég á hann að mæta sjálfur á sjúkrahúsið og kynna starfsfólkinu rök fyrir ákvörðun sinni. Ekki veit ég til þess að hann sjálfur hafi komið á sjúkrahúsið eftir að hann tók við þessu mikilvæga embætti. Eftir Soffíu Guttormsdóttur » Væri ekki nær að nýta það húsnæði sem til er á krepputímum eins og nú í stað þess að vera að hugsa um að byggja hátæknisjúkrahús? Soffía Guttormsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur á handlækn- ingadeild St. Jósefsspítala. Aðför að heilbrigði kvenna Sú var tíð að íslensk- ur iðnaður og sjávar- útvegur tókust á um kvótakerfið og sjáv- arútvegsstefnu lands- manna. Þeirri umræðu er ekki lokið og mik- ilvægt er að sem best sátt náist um auðlinda- stefnu Íslendinga, jafnt til lands og sjáv- ar. Það er viðamikið verkefni að ná breiðri samstöðu um þetta mikilvæga mál. Við lausn þess þarf að beita skipulegum og öguðum vinnubrögðum sem eru til þess fallin að leiða til sanngjarnrar niðurstöðu og sáttar. Það gengur ekki að nálg- ast þetta verkefni með hávaða og látum á pólitískum uppboðsmarkaði. Eins þarf að velja tímann rétt og sá tími er ekki núna þegar þjóðin þarf að forgangsraða þannig að unnt reynist að eyða atvinnuleysi, bæta lífskjör fólks og efla fyrirtækin í landinu til dáða á ný. Til þess þarf mynd- arlegan hagvöxt strax á þessu ári og hann næst ekki nema allar at- vinnugreinar geti virk- að af fullum krafti. Minnstu fjárfest- ingar í 70 ár Á síðasta ári var samdráttur á vinnu- markaði samkvæmt nýrri skýrslu Hagstof- unnar. Það voru fleiri atvinnulausir og vinnutími styttri en árið áður. Í árslok voru 14.000 at- vinnulausir. Fjárfestingar í hagkerf- inu eru nú minni en nokkru sinni síð- ustu 70 árin. Við þessar aðstæður eru Íslendingar ekki á leið út úr kreppunni. Við þessar aðstæður náum við ekki 5% hagvexti á ári næstu árin og án myndarlegs hag- vaxtar eyðum við atvinnuleysinu ekki og náum ekki að auka kaup- mátt. Við þessar aðstæður sköpum við ekki 2.000 ný störf fyrir þá sem koma út á vinnumarkaðinn á ári. Við þessar aðstæður missum við öflugt og vel menntað fólk úr landi. Það yrði þjóðinni dýrkeypt til skemmri og lengri tíma litið. Til að snúa þess- ari óheillaþróun við þarf að skapa skilyrði fyrir nýjar fjárfestingar og þá sérstaklega í útflutningsgreinum. Þá er átt við greinar sem nýta orku til framleiðslu sinnar, sjávarútveg, sprotafyrirtæki, ferðaþjónustu, hug- verkaiðnað, hátækniiðnað, mat- vælaframleiðslu – íslensk fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Eyðum óvissu Samtök atvinnulífsins telja að þessi markmið náist ekki nema að samhliða gerð kjarasamninga verði eytt óvissu varðandi virkjanafram- kvæmdir og orkufrekan iðnað og eins að sátt náist milli stjórnvalda og hagsmunaaðila í sjávarútvegi á grundvelli niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar. Sú óvissa sem skapast hefur í sjávarútvegi kemur í veg fyr- ir fjárfestingar í greininni og að ráð- ist sé í viðhald fjármuna. Það veldur truflun í ýmsum öðrum greinum, m.a. í málmiðnaði og mann- virkjagerð. Þá vilja Samtök atvinnu- lífsins lagfæringar á sviði skatta- mála, t.d. lækkun atvinnuleysistryggingargjalds sem er mjög íþyngjandi í mannafls- frekum greinum. Almennt er skatt- lagning á Íslandi komin út fyrir við- unandi mörk og farin að valda skaða. Þá er minnt á loforðin frá stöð- ugleikasáttmálanum vorið 2009 um stórt átak í opinberum fram- kvæmdum með lánsfé frá lífeyr- issjóðum. Það hefur ekki gengið eft- ir – frekar en svo margt sem samið var um í þeim stöðugleikasáttmála og hefur verið svikið af stjórnvöld- um. Ég styð þessa stefnumörkun Samtaka atvinnulífsins og finn að hún á góðan hljómgrunn innan iðn- aðarins þó að auðvitað séu ekki allir með sömu árherslur. Það er mikill misskilningur að kröfur atvinnurekenda snúist ein- ungis um fiskveiðistjórnunarkerfið. Reynt er að gera önnur samtök en sjávarútvegs tortryggileg með því að segja þau gangi erinda LÍÚ varð- andi ágreining þeirra og stjórnvalda. Við erum að ganga erinda alls at- vinnulífsins í þeirri vegferð að koma hér á öflugum hagvexti að nýju með atvinnuleið í stað atvinnuleys- isleiðar. Þannig viljum við eyða at- vinnuleysi, auka kaupmátt og bæta hag fyrirtækja. Þannig göngum við erinda allrar þjóðarinnar. Eftir Helga Magnússon » Í árslok voru 14.000 atvinnulausir. Fjár- festingar í hagkerfinu eru nú minni en nokkru sinni síðustu 70 árin. Við þessar aðstæður eru Ís- lendingar ekki á leið út úr kreppunni. Helgi Magnússon Höfundur er formaður Samtaka iðn- aðarins og stjórnarmaður í Sam- tökum atvinnulífsins. Hagvaxtarstefna og atvinnuleið Umræður á Alþingi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti í gærmorgun skýrslu um þá ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningu til stjórnlagaþings vegna annmarka. Í kjölfarið fylgdu miklar og langar umræður þingmanna á Alþingi en flestir ráðherrar virtust láta sér fátt um finnast og voru ekki þaulsætnir heldur brugðu sér frá um stund. Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.