Morgunblaðið - 28.01.2011, Page 10

Morgunblaðið - 28.01.2011, Page 10
Nekt hefur verið mér nokkuð hug-leikin að undanförnu, og þá að-allega mín eigin. Kærir vinirmínir á viðskiptasíðum þessa blaðs hafa verið að keyra ákveðinn efnisþátt þar sem gert er ráð fyrir listrænni mynd- skreytingu og var ég ráðinn sem módel í verkefnið. Ekki stóð á mér, sérstaklega ekki þegar mér var tjáð að myndatökurnar gerðu ráð fyrir því að ég færi úr að ofan. Það þótti mér skemmtilegt, enda veit ég fátt betra en að spranga um á Adamsklæð- unum. Já, það er sosum hægt að fara í djúpsjáv- arköfun hvað þetta efni varðar en ég ætla að reyna að forðast það eftir mætti. Nekt er auðvitað stórmerkilegt fyrirbæri og sam- félagsreglurnar varðandi hana mjög skýrar og strangar. Fólk verður nefnilega mjög vart við það þegar þær eru brotnar, t.d. fengi ég væntanlega ekki að standa lengi allsber úti í strætóskýli eða úti á flugvelli. Undir sæng heima við eða í gufunni þykir hins vegar í lagi. Reyndar finnst mér Ís- lendingar oft óvenjustirðbusalegir og spéhræddir í þessum efnum, og venjulegast fær maður hornauga ef maður reynir slíkt í almennings- laugum (og reyndar hef ég ekki lagt í það, satt að segja). Móðir mín spyr mig stundum út í þessa þörf mína og hefur áhyggjur en ég rifjaði það upp fyrir hana að það besta sem ég vissi þegar ég var kornungur var að hlaupa nakinn úr baðkerinu sem var uppi á annarri hæð niður á þá fyrstu í herbergið mitt þar sem klæðin biðu. Þetta var kallað að „strip- plast“. Genin virð- ast þá spila inn í, ég tók það upp frá föður mínum að sofa nakinn og nú virðist dóttir mín yngri, fjögurra ára, hafa erft þetta frá mér. Barnið hreinlega get- ur ekki verið í fötum heima við og er iðulega komin úr þeim þegar systurnar lúra uppi í sófa við teikni- myndagláp. Hún fer til svefns í nátt- kjól en vaknar alltaf ber, kjóllinn í kuðli einhvers staðar við fótagaflinn. Ég velti því líka fyrir mér, án þess að ég sé einhver líkams- líffræðingur hvort þetta hafi eitthvað með svokall- að heitfengi að gera. Menn furða sig stund- um á því hér í Móun- um þegar ég stend með þeim í reyk í tveggja gráða frosti á bolnum og hnikast ekki til. Áhyggjur móður minnar af úlpu- og húfuleysi voru svo sannarlega til einskis, ég þurfti greinilega ekki á þessum hlífðarfatnaði að halda, lífeðlisfræðilega séð. Ég heyrði einu sinni skemmtilega sögu af Robert Christgau, einum helsta tónlist- arrýni Bandaríkjanna. Einhver blaðamað- urinn heimsótti hann og Christgau kom kviknakinn til dyra eins og ekkert væri sjálfsagðara. Fór svo að garfa í skjölum með rassinn út í loftið, svo heltekinn af fræð- unum að hann vissi varla hvað hann hét. Rómantískt! Ég var að hugsa um að fara til New York í vor en þangað hef ég aldrei komið. Ég er eiginlega hættur við eftir þessi skrif, er kominn í svo mikið stuð. Nektarnýlenda í Norður-Þýskalandi er allt í einu orðin álit- legri kostur. Sjáumst í sundlaugunum! »Fór svo að garfa í skjölummeð rassinn út í loftið, svo heltekinn af fræðunum að hann vissi varla hvað hann hét. HeimurArnars Eggerts Arnar Eggert Thoroddsen 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is H ann Goði er gamli góði hesturinn minn, sá sem ég var alltaf á í hestaferðum þegar ég var lítil, en hryss- an mín hún Fló er minn að- alreiðhestur núorðið því Goði er farinn að gamlast, hann er kominn yfir tvítugt þessi höfðingi,“ segir Ester Auðunsdóttir, þar sem hún stendur í hesthúsinu við stallinn hjá gamla gráa klárnum sem hefur bor- ið hana um landið í áraraðir. Það er væntumþykjublik í augum hennar þegar hún horfir á hann. „Hann er svo blíður og traustur, ég fékk hann frá afa mínum.“ Ester er 18 ára menntaskólamær, á þriðja ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún býr í Breiðholtinu en er fædd og uppalin á Selfossi. „Þegar ég var yngri var ég mikið í sveitinni í sum- arbústað hjá afa og ömmu rétt utan við Hellu þar sem við erum alltaf með hrossin á sumrin. Ég held að þessi áhugi minn á hestum sé bæði lærður og meðfæddur. Þetta kom nú frekar náttúrulega hjá mér, systir mín er til dæmis alveg ónæm fyrir hestabakteríunni þótt hún hafi alist upp við þetta rétt eins og ég.“ Frábært að vera varaforseti Ester hjálpar svolítið til við tamningarnar og hefur lært að sprauta hestana, en mamma hennar er dýralæknir og hefur kennt henni hvernig skal bera sig að í þeim mál- um. En skemmtilegast finnst henni að njóta þess að ríða út þótt hún Hestastelpa, söng- kona og módel Hún syngur eins og engill, elskar að fara á hestbak, finnst frábært að vera varafor- seti, situr fyrir á ljósmyndum, vinnur í hestabúð með skólanum og langar til út- landa til að gera eitthvað af sér áður en hún fer í háskólanám. MH-ingurinn Est- er Auðunsdóttir hefur í mörgu að snúast en heldur ró sinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinkonur Hryssan Kaðlín var svolítið óþekk í myndatökunni og Ester þurfti að gauka að henni hestanammi svo hún stæði kyrr rétt á meðan. Ef þú heldur að heimurinn muni far- ast á næsta ári eftir að hafa horft á heimsendamyndina 2012 þá skjátl- ast þér, að minnsta kosti miðað við lista NASA-geimferðastofnunar- innar yfir kjánalegustu og raun- verulegustu vísindamyndir allra tíma sem fjallað er um á ofan- greindri vefslóð. NASA fær fjöldi fyrirspurna frá fólki sem er dauðhrætt um að heimurinn farist í árslok 2012. Til að svara öllum þeim áhyggjum hafa þeir sett upp sérstaka vefsíðu til að hrekja þessa heimsendamýtu, er hún á slóðinni www.nasa.gov/ topics/earth/features/2012.html. Listinn yfir kjánalegustu vís- indamyndirnar er áhugaverður, þar er kvikmyndin 2012, frá árinu 2009, á toppnum, næst kemur The Core, þá Armageddon og í fjórða sæti er Volcano. Í fyrsta sæti á listanum yfir raun- verulegustu vísindamyndirnar er Gattaca frá 1997, þá kemur Contact frá sama ári, Metropolis frá árinu 1927 er í þriðja sæti og The Day the Earth Stood Still er í því fjórða. At- hygli vekur að Jurassic Park frá 1993 er í sjöunda sæti yfir raun- verulegustu myndirnar. Vefsíðan blog.moviefone.com/2011/01/03/nasa-names- most-realistic-and-unrealistic-sci-fi-films-of-all-ti/?_r=true Óraunveruleg Kvikmyndin 2012 þykir kjánaleg hjá starfsmönnum NASA. Kjánalegustu vísindamyndirnar Nú er háannatími þorrablóta og árshátíða genginn í garð. Það gengur náttúrlega ekki að mæta í sama klæðnaði og í fyrra á þessa viðburði og því ekki ráð nema í tíma sé tekin að fara að líta í kringum sig eftir kjólnum sem fær vinnufélagana/ skólafélagana til að snúa sig úr háls- liðnum þegar þú gengur hjá. Útsölur eru víða enn í gangi og margar verslanir búnar að lækka verð- ið enn frekar svo það er aldrei að vita nema þú finnir kjólinn á góðu verði ef þú ert sniðug. Þá eru vorvörurnar að tínast inn og gefur það tækifæri á að mæta í splunkunýju dressi á hátíðina. Endilega … … hugið að „dressinu“ Flott Þessi kjóll sást á hátískusýn- ingu Gaultier í París á miðvikudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.