Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Reuters Sonurinn Gamal Mubarak. Unga fólkið sem tekur þátt í götu- mótmælunum í Egyptalandi krefst ekki aðeins þess að Hosni Mubarak láti af embætti forseta. Egyptarnir vilja einnig koma í veg fyrir að sonur Mubaraks taki við forsetaembættinu. Uppreisnin í Túnis fyrr í mán- uðinum varð til þess að hreyfingum lýðræðissinna í öðrum löndum Norð- ur-Afríku og Mið-Austurlöndum hef- ur vaxið fiskur um hrygg. Þetta hefur vakið umræðu um hvort uppreisnin verði til þess að hver einræðisstjórnin á fætur annarri falli líkt og í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu árið 1989. Ólga vegna fátæktar Mikil ólga er í mörgum landanna í þessum heimshluta vegna hækkandi matvælaverðs, vaxandi atvinnuleysis, fátæktar og einræðis. Íbúunum fjölg- ar ört og langvinnt atvinnuleysi blasir við mörgu ungu fólki. Sum landanna eru undir stjórn gamalla þjóðhöfðingja sem hafa reynt að tryggja sonum sínum völdin. Einn þeirra er Hosni Mubarak sem hefur beitt sér fyrir því að 47 ára sonur hans, Gamal, taki við forseta- embættinu. Gamal er fyrrverandi bankamaður og nýtur stuðnings ungra forystumanna í flokki forset- ans, sem er með meira en 90% sæt- anna á þingi landsins. Stjórnmálaskýrendur í Egypta- landi telja að þótt Mubarak haldi velli að þessu sinni hafi mótmælin síðustu daga orðið til þess að nær óhugsandi sé að sonur hans verði næsti forseti. Verði sonur hans í framboði í forseta- kosningunum í september leiðir það að öllum líkindum til enn meiri mót- mæla á götum egypskra borga, að því er Financial Times hefur eftir frétta- skýrendum. Eftir að Bashar al-Assad tók við forsetaembættinu í Sýrlandi af föður sínum árið 2000 hafa nokkrir gamlir þjóðhöfðingjar í þessum heimshluta reynt að sjá til þess að völdin haldist í fjölskyldum þeirra. Þeirra á meðal var Zein al-Abidine Ben Ali, sem hrökklaðist frá völdum í Túnis fyrr í mánuðinum og hafði beitt sér fyrir því að kona hans, Leila, tæki við emb- ættinu þótt flestir Túnisbúar fyrirlíti hana. Forseti Jemens, Ali Abdullah Sal- eh, sem hefur verið við völd í rúm 32 ár, hefur undirbúið valdatöku sonar síns, Ahmeds, sem stjórnar nú sér- sveitum hersins. Hermt er að tveir synir Muamm- ars Gaddafis, leiðtoga Líbíu, takist nú á um völdin þar í landi. Annar þeirra er yfirmaður öryggislögreglunnar og er talinn hafa sótt í sig veðrið að undanförnu í baráttunni við bróður sinn sem kveðst vera hlynntur póli- tískum umbótum. Fólkið vill koma í veg fyrir að völdin erfist  Fellur hver einræðisstjórnin á fætur annarri í vetur? FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hosni Mubarak, er orðinn 82 ára, hef- ur verið nær einráður í Egyptalandi í tæp 30 ár og sækist eftir endurkjöri þegar kjörtímabili hans lýkur í sept- ember. Mubarak hefur sýnt kænsku í bland við hörku í baráttunni við stjórnarandstöðuna og réttlætt lög- regluríki sitt með því að lýsa stærsta stjórnarandstöðuflokknum, Bræðra- lagi múslíma, sem samtökum hryðju- verkamanna og íslamskra öfga- manna. Stjórn Mubaraks hefur bannað Bræðralag múslíma en heimilað starfsemi annarra flokka sem forset- anum stafar miklu minni hætta af þar sem þeir njóta lítils stuðnings meðal almennings. Flestir þeirra eru undir forystu menntamanna sem þykja ekki líklegir til að geta velt forsetan- um úr sessi. Nú ber hins vegar svo við að öld- ungurinn í forsetastólnum stendur frammi fyrir nýju afli: tugum þús- unda ungra Egypta sem notfæra sér samskiptavefi á netinu til að skipu- leggja mestu götumótmæli í landinu frá „brauðóeirðunum“ árið 1977. Hundruð þúsunda Egypta mótmæltu þá afnámi niðurgreiðslna ríkisins á matvælum að fyrirmælum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og um 800 manns biðu bana í óeirðunum sem lauk ekki fyrr en hernum var beitt gegn mót- mælendunum. Án þekktra leiðtoga Mubarak hefur á bak við sig öfluga öryggislögreglu sem hefur miklu meiri reynslu af því að kveða niður andóf en lögreglan í Túnis þar sem fjölmenn götumótmæli urðu til þess að forseti landsins hrökklaðist frá völdum fyrr í mánuðinum. Öryggislögreglu Mubaraks er hins vegar mikill vandi á höndum að þessu sinni því unga fólkið notar upplýs- ingatækni nútímans, einkum sam- skiptasíður á netinu, til að safna liði og undirbúa mótmælin. Hreyfing unga fólksins er án þekktra leiðtoga og lögreglan getur ekki stöðvað mót- mælin með því hafa hendur í hári þeirra og handtaka þá. Hreyfing unga fólksins nefnist 6. apríl og nafnið skírskotar til 6. apríl 2008 þegar yfirvöld bundu enda á verkfall verkamanna í vefnaðariðnaði í iðnaðarborginni Mahalla El-Kubra. Hópur ungra Egypta stofnaði þá hreyfinguna og þeir notuðu Face- book, Twitter og Flickr á netinu til að dreifa upplýsingum og safna liði. Hreyfingin hvatti í fyrstu til alls- herjarverkfalls í Egyptalandi en án árangurs. Hún hélt þó áfram baráttu sinni gegn einræði og fátækt og fékk loks byr undir báða vængi eftir upp- reisnina í Túnis fyrr í mánuðinum. Í hreyfingunni eru m.a. margir vel menntaðir Egyptar og félagar hennar hafa sýnt meiri vilja en aðrir stjórnar- andstæðingar til að hætta á að verða handteknir, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Þegar hreyfingin hvatti til mót- mæla á „degi reiðinnar“ á þriðjudag- inn var birti hún lista yfir kröfur sínar á netinu. Auk afsagnar Mubaraks krafðist hún þess að innanríkisráð- herra landsins léti af embætti, að stjórnin afnæmi neyðarlög sem notuð hafa verið til að kveða niður andóf, og að lágmarkslaun yrðu hækkuð. Ver Bræðralag múslíma Ungmennahreyfingin skipulagði fjölmenna veislu til að fagna Moha- med ElBaradei í febrúar á liðnu ári þegar hann kom til Egyptalands eftir að hann lét af embætti framkvæmda- stjóra Alþjóðakjarnorkustofnunar- innar, IAEA. ElBaradei var í Vínarborg þegar mótmælin hófust en hélt til Egypta- lands í gær og kvaðst ætla að taka þátt í götumótmælum sem hreyfing unga fólksins hefur boðað í dag. ElBaradei hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2005 og hefur gagnrýnt stjórn Mubaraks opinberlega. „Ef fólkið, einkum unga fólkið, vill að ég stjórni umskiptunum ætla ég ekki að bregðast því,“ sagði ElBaradei við fréttamenn á flugvellinum í Vín. „Forgangsverkefni mitt núna er að stuðla að nýju Egyptalandi með frið- samlegum breytingum.“ Eftir heimkomuna í febrúar í fyrra stofnaði ElBaradei laustengd samtök sem berjast fyrir lýðræðislegum um- bótum í landinu. Í samtökunum eru meðal annars frjálslyndir stjórnar- andstöðuflokkar og Bræðralag músl- íma, auk þekktra menntamanna og Egypta sem hafa lengi barist fyrir lýðræði. The New York Times hefur eftir ElBaradei að Bræðralag múslíma sé ekki eins hættuleg hreyfing og marg- ir Vesturlandabúar telji. Bræðralagið hafi ekki beitt ofbeldi frá uppreisninni gegn egypska konungdæminu fyrir sex áratugum og styðji kröfuna um lýðræði. „Þetta er vissulega íhalds- söm trúarhreyfing en hún nýtur líka stuðnings 20% Egypta. Hvernig er hægt að hunsa 20% egypsku þjóðar- innar.“ Unga fólkið rís upp gegn einræði  Nýtt afl safnar liði á samskiptasíðum á netinu og stendur fyrir mestu götumótmælum í Egyptalandi í rúma þrjá áratugi  ElBaradei sameinar stjórnarandstöðuna í baráttunni gegn Hosni Mubarak Reuters Átök Egypskir óeirðalögreglumenn ráðast á mótmælendur í Kaíró. VALDATÍMI MUBARAKS 6. okt. Komst til valda þegar íslamistar myrtu Anwar Sadat forseta Kaíró EGYPTALAND SÚDAN 200 km LAND OG ÞJÓÐ Stærð: Um milljón ferkm Íbúafjöldi: 80,5 milljónir (’10) VLF (á mann): 6.200 $ Atvinnuleysi: 9,7% (’10) Læsi: 71,4% Lífslíkur: 72,4 ár Múslímar 90% Koptar 9% Kristnir utan koptísku kirkjunnar 1% Trúarbrögð: 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 0 5 10 15 20 25 Hlutfall þeirra sem lifa við fátækt* í Egyptalandi, hlutfall liðins árs áætlað FÁTÆKT Í EGYPTALANDI Verg landsframleiðsla (VLF) á mann í dollurum 16,7% 19,6% 22% 1980-89 1990-99 2000-10 Þróuð hagkerfi Egyptaland Hosni Mubarak forseti komst til valda árið 1981 EGYPTALAND Í HNOTSKURN Heimildir: CIA World Factbook, Alþjóðabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn *Byggist á skilgreiningu Alþjóðabankans á fátækt. Þeir sem þurfa að lifa á minna en sem svarar 2$ á dag teljast innan fátæktarmarka 25. janúar Fjölmenn götu- mótmæli í Egyptalandi eftir að forseti Túnis hrökklaðist frá völdum vegna mótmæla 1981 Mars Hundruð manna mótmæltu því að Mubarak yrði við völd fimmta kjörtímabilið í röð 2005 17. nóv. Hóf herferð gegn herskáum íslömskum hreyfingum eftir árásir þeirra á ferðamenn 1997 2011 Hosni Mubarak, forseti Egyptalands 1.000 km LÍBÍA TSJADNÍGER MALÍ MAROKKÓ TYRKLAND ÍRAK SÝRLAND EÞÍÓPÍAMAL NÍGERÍA A-KONGÓ Indlands- haf Sanaa Amman Kaíró Khartoum Tunis Algeirs- borg Nouakchott Riyadh 117* 1 6 5 2 4 1 1 MÓTMÆLIN Í MIÐAUSTURLÖNDUM OG NORÐUR-AFRÍKU Heimild: Reuters * Tölur Sameinuðu þjóðanna Nokkurra daga mótmæli í nokkrum bæjum fyrr í mánuðinum vegna hækkana á matvælaverði Zine al-Abidine hrökklaðist frá völdum 14. jan. vegna mótmæla sem hafa haldið áfram þótt mynduð hafi verið ný ríkisstjórn Mannfall hefur orðið í átökum mótmælenda og lögreglumanna frá því að mótmælin hófust í Kaíró og fleiri borgum á þriðjudag Hundruð mótmælenda hrópuðu vígorð gegn forsætisráðherra landsins í Karak 14. janúar. Svipuð mótmæli hafa verið í Amman og víðar EGYPTALAND JÓRDANÍAALSÍR TÚNIS SÚDAN SÁDI-ARABÍA JEMENMÁRITANÍA Maður kveikti í sjálfum sér í höfuðborginni 17. janúar til að mótmæla misrétti sem stjórn landsins er sögð hafa beitt þjóðflokk hans Háskólanemar í Khartoum og Gezira efna til mótmæla vegna áforma stjórnvalda um að minnka niðurgreiðslur á bensíni og sykri Maður á sjötugsaldri dó eftir að hafa kveikt í sjálfum sér 21. janúar, en ekki er ljóst hvort hann hafi gert það í mótmælaskyni eins og aðrir sem hafa gripið til þessa örþrifaráðs að undanförnu Þúsundir manna tóku þátt í mótmælum í höfuðborginni í gær og kröfðust þess að forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, léti af embætti. Hann hefur verið við völd í 32 ár Dauðsföll Kveiktu í sjálfum sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.