Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 elska þig stormur, bls. 288.“ Nú er það svo að æskilegt mun tal- ið í fræðilegri umræðu að vitna í frumheimildir sé þess kostur. Af skiljanlegum ástæðum birti Einar Benediktsson ekki erfiljóð um Elínu Hafstein Bjarnason í ævisögu Hann- esar Hafstein eftir Guðjón Frið- riksson. Aftur á móti birtist ljóðið í ljóðabók Einars, Hafblik, sem sá merki útgefandi Sigurður Krist- jánsson gaf út árið 1906. Rétt er að taka það fram að það er rangt haft eftir Guðjóni Friðrikssyni að fyrsta erindi umrædds ljós sé ljóðið í heild sinni. Þvert á móti tekur hann það skýrt fram að um sé að ræða fyrsta erindi lengra kvæðis. Fleiri staðreyndavillur mætti nefna úr umræddri grein, en þær skulu látnar liggja milli hluta. Áskrifendum tímaritsins Sögu mun hafa fækkað verulega á und- anförnum árum. Mun þar nokkru um valda að ritið þyki lítt við alþýðu hæfi. Er það skaði þó að ekki væri nema vegna þess að söguþekking er grund- völlur lýðræðis. Það er því ábyrgð- arhlutur að gera tímarit eins og Sögu að póstkassa fyrir fámennan hóp fræðimanna. Eitt af því sem gera þarf, til að spyrna við fæti í þessum efnum, er að greinar, sem ritið birtir, séu skrifaðar á lipru máli og af virð- ingu fyrir íslenskri tungu, jafnt af sagnfræðingum sem og öðrum áhugamönnum um sögu. Auk þess þarf að tryggja að mark sé á skrifum ritsins takandi. »Ekki er sá skyldleiki þó meginástæða þess að mér þykir rétt að gera nokkrar at- hugasemdir við um- rædda grein. Hitt knýr enn frekar á, hversu flausturslega greinin er skrifuð … Höfundur er rithöfundur. við notum. Ekkert dæmi er nefnt um að sambandið vilji þröngva upp á okkur afleitum reglum. Kjarni máls er auðvitað sá, og það vita allir sem vilja vita, að fari svo að Ísland gangi í Evrópusam- bandið þá þarf það að laga sig að reglum þess, alveg eins og við gerum nú innan EES. Frá þessu verða frávik á einhverjum sviðum. Um það snúast samningarnir. Hvort við kjósum að laga okkar kerfi fyrirfram í einhverjum atrið- um eða ekki er okkur í sjálfsvald sett en við verðum að gera grein fyrir hvernig við ætlum að gera það komi til aðildar. Kjósum við að bíða þar til ljóst verður hvort við göngum í ESB eða ekki kann það að tefja fyrir því að við njót- um ávaxtanna af aðildinni. Væri ekki nær að við ræddum, t.d. á sviði landbúnaðar, hvort nú- verandi kerfi þarfnaðist breyt- ingar og hvort breytingin væri skynsamleg ein og sér, jafnvel þó hún fæli í sér að nýtt kerfi passaði við það sem ESB notar. Ræðum frekar framtíðina Óskandi er að gagnslausri um- ræðu um eðli viðræðnanna og um að draga umsóknina til baka linni og þess í stað snúum við bökum saman um góðan samning og ræð- um um framtíðarhagsmuni Ís- lands. » Allt í einu var skilgreining á eðli viðræðnanna orðið aðalatriðið. Aðlögun! Aðlögun! er nú hrópað á torgum. Höfundur er lögfræðingur og er formaður Sterkara Íslands. Ef það er eitthvað sem liggur ljóst fyrir í okkar óreiðusamfélagi, þá er það sú staðreynd að komandi kjara- samningar verða með þeim erfiðustu sem menn hafa upplifað. Af hverju það er þarf ekki að útlista fyrir neinum. Því ríður á að leitað sé allra tiltækra leiða til þess að ná sátt sem skiptir fólk máli og unað verður við. Svig- rúm langflestra fyrirtækja til launa- hækkana er mjög takmarkað en þau verða samt að axla sinn hlut, en svo er um fleiri. En hverjir fleiri geta axlað byrðar til þess að ná sátt? Að atvinnurekstrinum í land- inu undanskildum þá hefur hingað til verið fáum öðrum til að dreifa en ríkisvaldinu, sem stundum hefur lagt gott til mála, svo hægt væri að loka kjarasamningum. Ríkisvaldinu er, eðli málsins samkvæmt, þröngur stakkur sniðinn, en samt verður að ætlast til aðkomu þess. Þeir aðrir sem nú verður að ætlast til að axli sinn hlut, til þess að ná ásættanlegri niðurstöðu, eru verkalýðsfélögin og launþegar sjálfir. Hugmyndir manna um þriggja ára nýja „þjóð- arsátt“ veit á gott, því slíkur tíma- bundinn samningur gefur færi á óhefðbundinni útfærslu við þessar erfiðu aðstæður. En þá vaknar spurningin: Hvernig geta launþegar sjálfir og verkalýðsfélögin komið að lausn kjarasamninga nú? Svarið er eftirfarandi: Launþegar samþykkja að 2 prósentustig af orlofi flytjist yfir í laun – sem launahækkun – í þrjú ár. Verkalýðs- félögin, sem eiga digra sjóði, geta lagt sitt af mörkum á þessu þriggja ára sátta- tímabili. Til dæmis með því að flytja ½ prósentustig af sjúkra- sjóðsframlagi yfir í laun. Félög í prentiðn- aði, svo dæmi sé tekið, gætu flutt 1 prósentu- stig – sem nú fer í prenttæknisjóð – yfir í laun félagsmanna sinna. Og verka- lýðsfélögin gætu stórlækkað eða fellt alveg niður félagsgjöld í þrjú ár, til þess að auka ráðstöfunarfé fé- lagsmanna sinna. Til þess að einfalda myndina, gæti dæmið litið einhvern veginn svona út: Atvinnureksturinn leggur til almenna 3% launahækkun. Laun- þegar færa til orlofsprósentu upp á 2% yfir í laun sín. Verkalýðsfélögin leggja til með tilfærslum 2% yfir til félagsmanna sinna. Ríkisvaldið leggur til með ýmsum hætti 2% – t.d. með lækkun á virðisauka- og tekjuskatti. Með þessu móti tækju allir höndum saman í þriggja ára átaki til að auka ráðstöfunarfé heimilanna eins og kostur er. Þessi leið hefur þann kost að hægt er að bakka bæði framlögum launþega sjálfra og verkalýðsfélaganna til fyrra horfs að þremur árum liðnum, að öllu leyti eða að hluta. Samfélag- inu í dag má líkja við mann sem hefur lent í hjartastoppi og þarf raf- stuð til að hrökkva í gang aftur. Líta má á framangreinda hugmynd sem hið nauðsynlega rafstuð. En súrefnið sem þarf til frambúðar er öflug aðkoma ríkisins til að hrinda í framkvæmd hinum stóru tækifær- um þjóðarinnar í orkufrekum iðn- aði, sjávarútvegi og hvers konar stórframkvæmdum. Það er algjör forsenda nauðsynlegs hagvaxtar. Því án umtalsverðs hagvaxtar á næstu árum er stór hætta á að end- urreisn samfélagsins takist ekki. Stöndum myndarlega að málum og gerum það strax. Nú er vilji allt sem þarf. Hugsum út fyrir rammann Eftir Halldór Guðmundsson » Samfélaginu í dag má líkja við mann sem hefur lent í hjarta- stoppi og þarf rafstuð til að hrökkva í gang aftur. Líta má á fram- angreinda hugmynd sem hið nauðsynlega rafstuð. Halldór Guðmundsson Höfundur er stjórnarformaður Hvíta hússins og hefur setið við kjarasamn- ingaborð í fleiri áratugi en hann kærir sig um að muna. ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Til leigu vandað atvinnu- húsnæði á jarðhæð að Hverfisgötu 4 Reykjavík. Húsnæðið, sem er laust strax eru tæpir 200 m² mest opið rými, eitt stórt fundarherbergi, myndað með glerskilrúmi og gler rennihurð. Tvær snyrt- ingar og kaffikrókur. Nýtt parket á gólfum og mjög vönduð lýsing er í húsnæðinu. Teikningar og nánari upplýsingar í síma 533 4200 eða arsalir@arsalir.is Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir fasteignasala - fyrirtækjasala - leigumiðlun 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk Hverfisgata 4 Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Til sölu við Kleppsveg 62, vönduð 2ja herb- ergja íbúð á 3ju hæð í lyftuhúsi, fyrir 60 ára og eldri. Stofa, rúmgott svefnherbergi og hol með parketi. Baðherbergi með sturtu. Þvottahús innan íbúðar. Stórar yfirbyggðar svalir sem snúa í hásuður. Sér geymsla í kjallara. Góð sameign og salur á efstu hæð til nota fyrir eigendur hússins. Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir fasteignasala - fyrirtækjasala - leigumiðlun 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk Kleppsvegur 62 Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 18. febrúar 2011. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna vorið 2011 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutir auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. febrúar. MEÐAL EFNIS: Förðunarvörur. Förðrun. Húðin,krem og meðferð. Snyrting. Neglur. Kventíska. Herratíska. Fylgihlutir. Skartgripir. Það heitasta í tísku fyrir árshátíðirnar. Hvað verður í tísku á vor- mánuðum. Tíska & Förðun sérblað AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.