Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Sögur af hnefaleikaköppumsem færðar eru upp áhvíta tjaldið eru oft á tíð-um Öskubusku-sögur, sög- ur af körlum sem alast upp við fá- tækt og almennt vonleysi en ná frægð og frama út á hæfileika sína í hringnum. The Fighter er að hluta til slík saga en þó með meiru, hún er sannsöguleg, fjallar um ris eins hnefaleikakappa og fall annars. Myndin er í raun eitt alls- herjar fjölskyldudrama þar sem hnefaleikar koma við sögu, frekar en að vera hnefaleikamynd þar sem fjölskyldudrama kemur við sögu, ef svo mætti að orði komast. Í myndinni segir af bræðrum, hnefaleikaköppunum Micky (Wa- hlberg) og Dicky (Bale) sem búa við kröpp kjör í verkamannahverfi í Boston, Lowell, og eru eins og svart og hvítt. Micky, yngri bróð- irinn, er hlédrægur og lítillátur en Dicky kjaftfor og alltaf á útopnu. Dicky er forfallinn krakk-fíkill, fyrrum hnefaleikahetja og stolt hverfisins, vann það sér til frægð- ar á ferlinum að slá Sugar Ray Leonard í gólfið og lifir á þeirri fornu frægð. Hann er jafnframt þjálfari bróður síns og bindur miklar vonir við hann, stefnan sett á heimsmeistaratitil í veltivigt. Það reynist mikil þrautaganga því Dicky er afar óáreiðanlegur sökum fíknar sinnar og móðir bræðranna mistækur umboðsmaður hins efni- lega Micky. Rangar ákvarðanir móðurinnar og Dicky, teknar í gróðaskyni, verða til þess að Micky missir áhugann á hnefa- leikum en unnustu hans tekst þó að fá hann til að gefast ekki upp og slíta sig lausan frá ráðríkri fjöl- skyldunni. Christian Bale sýnir hér magn- aðan leik sem fíkillinn Dicky. Bale horaði sig niður fyrir hlutverkið (þó ekki eins svakalega og fyrir The Machinist) og lítur svo sann- arlega út eins og langt leiddur eit- urlyfjaneytandi. Bale er í mun bitastæðara hlutverki en Wahlberg og stelur af honum senunni, þó svo að Wahlberg standi sig ágætlega. Hnefaleikaatriðin eru sannfærandi og taugatrekkjandi, blessunarlega líta menn út fyrir kunna eitthvað fyrir sér í hringnum, ólíkt Rocky- myndunum sálugu. Myndatakan hefur mikið að segja um spennuna í þeim atriðum, áhorfandinn finnur til með gæðablóðinu Micky þegar höggin dynja á honum. Wahlberg hefur augljóslega lagt sig fram um að læra hnefaleika og líkamsformið ber strangri hnefaleikaþjálfun vitni. The Fighter er fyrst og fremst fjölskyldudrama, sem fyrr segir, og sorgarsaga af manni sem orðið hefur eiturlyfjum að bráð og fallið af frægðarstalli. Fjölskyldan er meðvirk í fíkninni, fylgist með Dicky grafa sér gröf án nokkurrar íhlutunar. Leikstjórinn Russell fléttar listilega inn í myndina myndbrotum af raunverulegum at- burðum, m.a. bardaga Dickys og Leonard, og beitir grófu útliti sjónvarpsútsendinga frá níunda áratugnum þegar Micky berst í hringnum í beinni útsendingu sem gerir upplifunina raunverulegri fyrir áhorfandann. Þá sakar ekki að myndin er brosleg á köflum (systur bræðranna eru kostulegar, hver annarri ófríðari og vitlausari með ótrúlega ljótar hárgreiðslur) og nær Russell því að spila nokk- urn veginn á allan tilfinningaskal- ann. Þetta er afbragðsverk og áminning um að Öskubuska er ekki bara ævintýri. Smárabíó, Háskólabíó og Laug- arásbíó The Fighter bbbbn Leikstjóri: David O. Russell. Aðal- hlutverk: Mark Wahlberg, Christian Bale Melissa Leo og Amy Adams. 115 mín. Bandaríkin, 2010. Helgi Snær Sigurðsson KVIKMYND Bale stelur senunni Drama Mark Wahlberg, Christian Bale og Melissa Leo í kvikmyndinni The Fighter. Leikarar standa sig vel en þó ber Bale algjörlega af. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, eða Kira Kira eins og hún kallar sig, heldur tónleika nú um helgina á Myrkum mús- íkdögum. Hugmyndin að listamannsnafninu birtist henni í martröð. „Eins og margar góðar hugmyndir kom hugmyndin að listamannsnafninu í martröð. Þetta var í kringum 1999 þegar ég bjó í Japan og dreymdi að ég var um það bil að fara að koma fram í útvarpsþætti í beinni útsendingu. Útsendingarstjórinn kallar í mig og spyr hvert sé aftur listamannsnafnið mitt og án þess að hugsa mig um svara ég Kira Kira. Þegar ég vaknaði vissi ég ekkert hvað það þýddi en sá þetta orð síðar í bók um sólkerfið og las úr samhenginu að það merkir tindrandi. Þessi saga er í raun alveg óborganleg því skömmu síðar fór ég á tónleika með japönsku rokkabillí- hljómsveitinni Guitar Wolf. Þegar ég gekk í salinn voru þeir einmitt að syngja viðlag eins lagsins sín sem var ekkert annað en Kira Kira gargað aftur og aftur. Svo þetta kom úr öllum áttum,“ segir Kristín Björk. Fullskipuð kontrabassasveit Í tónlist Kira Kira fléttast saman til- raunakennd raftónlist undir leikhúsáhrifum en Kristín Björk hefur unnið nokkuð í leikhúsi og meðal annars samið tónlist fyrir dansara. Á Myrkum músíkdögum verður að spila með henni átta manna kontrabassasveit. „Síðan síð- asta sumar hefur kraumað með mér kontra- bassaæði og langtíma markmiðið er að vinna með stærri sveit sem einblínir á ýmis konar kontrabassahljóðfæri og elektróník. Nú hefur hljómsveitin stækkað úr sex í átta síðan ég hóf kontraleiðangurinn og mér finnst fallegt að hún vaxi svona hægt og rólega. Mér finnst líka spennandi að kynnast þessum hljóðfærum í gegnum tónlistarmennina sem á þau spila. Maður þarf að hafa sérstakt næmi til að flétta saman fíngerða raftónlist og lifandi hljóðfæra- leik svo að allt njóti sín og það er mér efst í huga þegar ég ákveð í hvaða kontra ég hóa,“ segir Kristín Björk. Tónleikaferðalag framundan Fyrstu spor Kristínar í tónlistinni voru í hljómsveitinni Spúnk og síðan Big Band Brú- tal sem var rafmögnuð spunasveit. Hún varð til upp úr Tilraunaeldhúsinu sem Kristín stofnaði árið 1999 með Jóhanni Jóhannssyni og Hilmari Jenssyni. Upp úr þessari mold óx síðan Kira Kira og tilheyrði svolítið noise-senunni sem er mjög gróskumikil í Japan og hafði djúpstæð áhrif á Kristínu Björk. Með árunum hefur bæst í hópinn og eru nokkrir fastir tónlist- armenn sem hún vinnur náið með en öðrum hefur verið boðið að spila með við og við. Kira Kira er nú á leið til Berlínar til að klára nýja plötu sem kemur út með vorinu. Plötur hennar hafa komið út á Íslandi og eru nokkrar tónleikaferðir framundan, meðal annars til Japans. Kira Kira og heiðursmenn hennar spila á Norðurpólnum nú á laugardagskvöldið. Kraumandi kontrabassaæði  Tónlistarkonan Kira Kira heldur tónleika á Myrkum músíkdögum á laugardagskvöldið Kira Kira Sérstaka næmi þarf til að flétta saman fíngerða raftónlist og lifandi hljóðfæraleik. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE FIGHTER Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 THE GREEN HORNET 3D Sýnd kl. 8 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D Sýnd kl. 4 og 6 ísl. tal SAW 3D Sýnd kl. 10:20 ótextuð ALFA OG ÓMEGA Í 3D Sýnd kl. 3.50 ísl. tal ALFA OG ÓMEGA Í 2D Sýnd kl. 4 ísl. tal LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 6, 8 og 10 HHHHH „SKEMMTILEG, FYNDINN OG SPENNANDI” - S.V BOXOFFICE MAGAZINE SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI. FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. LÖGIN ERU BROTIN ÞEIM TIL BJARGAR í3D Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum SÝND Í 3D HROTTALEG SPENNA Í ÞVÍVÍDD -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is VINSÆLA STA MYND V ERALDAR TVÆR VI KUR Í RÖ Ð! NÁNARI UPPL. Á AF.IS OG MIDI.IS -Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ THE DILEMMA kl. 8 - 10.10 THE GREEN HORNET 3D kl. 8 - 10.10 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 5.50 L 12 L Nánar á Miði.is THE DILEMMA kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE DILEMMA LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE GREEN HORNET 3D kl. 5.25 - 8 - 10.35 BURLESQUE kl. 8 - 10.35 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30 THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20 GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.30 - 5.50 MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40 NARNIA 3 3D KL. 3.30 L L 12 L L 12 L L 7 THE FIGHTER KL. 5.30 - 8 - 10.30 BURLESQUE KL. 10.10 GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 STÚLKAN Í LESTINNI kl. 10 Enskur texti BARA HÚSMÓÐIR kl. 8 Enskur texti HVÍTAR LYGAR kl. 5.20 Íslenskur texti LAFMÓÐUR kl. 6 Enskur texti VELKOMIN KL. 10.10 Enskur texti SKRIFSTOFUR GUÐS KL. 8 Enskur texti 14 L 7 L L L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR 5% 5% /haskolabio/smarabio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.