Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 ✝ Steinunn Jóns-dóttir fæddist á Suðureyri við Tálkna- fjörð 25. desember 1916. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavgi 19. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Jón Johnsen, f. 26. janúar 1866, d. 30. júní 1943, útvegsbóndi á Suðureyri og Gróa Indiðadóttir frá Naustabrekku á Rauðasandi, f. 13. ágúst 1879, d. 11. október 1962. Systk- ini Steinunnar voru Jóna Þórdís, f. 1900, d. 1973, Guðrún, f. 1902, d. 1987, Þórarinn, f. 1904, d. 1973, Margrét, f. 1905, d. 2003, Marta, f. 1907, d. 1992, Þorleifur, f. 1908, d. 1977, Kristinn, f. 1909, d. 1909, Þórður Jens, f. 1911, d. 1990, Kristín Lára, f. 1912, d. 1912, Samúel, f. 1914, d. 1969, Einar, f. 1920, d. 1999, Steinunn Finnbogadóttir, f. 1916, d. 1997. (Fósturdóttir). Steinunn giftist 30. apríl 1941 Jó- hanni L. Einarssyni, f. 24.10. 1904, d. 14.6. 1997. Þau eiguðust fimm börn en það fyrsta fæddist andvana. Þau eru: 1) Svanhildur f. 24. júní 1945, börn hennar eru: Hrafnhildur Hilm- arsdóttir f. 1965, sambýlismaður Hjörtur Hjartarson, dætur þeirra eru Harpa Dögg og Sunna Ýr. Jóhann Hilmarsson, f. 1971, eiginkona María Halldórsdóttir, börn þeirra eru Amíra Sól og Annel Máni. Börn Maríu: Aníta og Anton. Hjördís Hilm- arsdóttir, f. 1976, sam- býlismaður Ólafur Páll Magnússon, sonur þeirra er Daði Freyr. 2) Bryndís, f. 17. sept- ember 1947, maki Þor- geir Þorvaldsson. Börn þeirra eru: Auður, f. 1975, sambýlismaður Unnar Friðrik Pálsson, synir þeirra eru Aron og Arnar Páll. Ómar, fæddur 1980. 3) Jón, f. 26. janúar 1952. 4) Jónína, f. 2 . nóv- ember 1957. Maki Guðmundur Haf- þór Valtýsson og er sonur þeirra Fannar Þór, f. 1982, en tvær dætur þeirra Dagmar Dögg og Dagný dóu ungar. Steinunn og Jóhann hófu sinn bú- skap á Suðureyri við Tálknafjörð hjá foreldrum Steinunnar en síðar byggðu þau sér hús á Tálknafirði sem nefnt var Sólheimar, þau bjuggu þar þangað til flutt var í Kópavoginn 1967. Á Hlíðarveginum í Kópavogi áttu þau sitt heimili þar til þau áttu þess kost að njóta einstaklega góðrar umönnunar starfsfólks á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð til dauða- dags og vilja ættingjar þakka fyrir það af alhug. Útför Steinunnar fer fram í Kópa- vogskirkju í dag, 28. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustundinni. Við settumst niður systkinin til að rifja upp minningar frá samverustund- um okkar, sem eru margar. Það sem fyrst kemur í hugann er umhyggja, hjartahlýja og glaðværð. Þú varst alltaf til staðar, það var svo gott að koma í yndislegu kjötsúpuna þína og pönnsurnar, að við tölum nú ekki um bestu fiskibollur í heimi. Notaleg minning þar sem þú sast við prjónaskap, en það var mikið fram- leitt af sokkum og vettlingum og nutu allir í fjölskyldunni góðs af því. Þið pabbi höfðuð yndi af því að ferðast um landið okkar. Farnar voru margar ferðir með Kirkjufélagi Digra- nessóknar og á meðan pabbi starfaði sem kirkjuvörður í Kópavogskirkju unnuð þið saman að ýmsum störfum fyrir kirkjuna. Margar góðar stundir áttum við í Sunnuhlíð þann tíma sem þú dvaldir þar og hafðir þú sérstaklega gaman af söng og harmónikuleik. Við systkinin erum þakklát fyrir að hafa átt saman mörg góð ár. Guð geymi þig elsku mamma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Kær kveðja, Svana, Bryndís, Jón (Nonni) og Jónína. Elsku amma Steinunn er látin 94 ára að aldri. Við systkinin eigum margar minningar um ömmu og allar eru þær hlýjar og góðar. Amma Stein- unn var þessi týpíska amma sem gerði góðar pönnukökur, einstakar fiskiboll- ur og svo gátum við alltaf treyst því að kjötsúpan biði okkar á Hlíðarveginum þegar við komum að norðan eftir langt ferðalag. Þegar við vorum krakkar var árviss viðburður að hitta ömmu, afa og Nonna í sumarbústöðum sem við tók- um á leigu víðs vegar um landið. Þar eyddum við saman einni viku og fórum dagsferðir þar sem við skoðuðum okk- ur um. Oftar en ekki var kíkt í gam- aldags sveitahlaðborð eða við fundum fallega laut þar sem við gæddum okk- ur á heimasmurðu nesti. Þar sem við bjuggum í öðrum landshluta en amma og afi þá voru þessar bústaðaferðir okkur dýrmætar samverustundir og minnumst við þess að amma sat löngum stundum við rúmstokkinn hjá okkur eftir viðburðaríkan dag, raulaði eitthvert lag og strauk litlar tásur þar til við sofnuðum. Síðustu níu ár ævi sinnar dvaldi amma á hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi og naut þar aðhlynn- ingar fyrsta flokks starfsfólks. Síðustu dagar hennar þar voru fallegir og frið- sælir þar sem börn, barnabörn og barnabarnabörn voru henni við hlið. Við kveðjum ömmu með söknuði. Minning hennar lifir. Auður og Ómar. Hugurinn leitar til Tálknafjarðar, út á Suðureyri, ysta bæinn við sunnan- verðan fjörðinn. Þar var á fyrri hluta tuttugustu aldar lítið þorp þegar þar var rekin hvalstöð. Síðan var þar hefð- bundinn sveitabúskapur jafnframt því að bræðurnir á bænum sóttu sjóinn, drógu björg í bú, gerðu að fiskinum til eigin nota eða lögðu hann inn í frysti- húsið í Tunguþorpinu innar í firðinum. Unna, eins og Steinunn Jónsdóttir, móðursystir okkar, var jafnan kölluð, ólst upp á Suðureyri yngst í stórum systkinahópi, barna Jóns Johnsen, bónda og Gróu Indriðadóttur hús- freyju. Með láti hennar eru þau öll fall- in frá. Fjölskylduna einkenndi alla tíð einstök hjartahlýja, umhyggjusemi og glaðværð. Því kynntumst við vel þegar við komum vestur sem börn. Síðari ár- in hafa reglulega verið haldin ættar- mót á Suðureyri þar sem mætt hafa um og yfir 300 manns hvert sinn. Mak- ar okkar, Kristján og Anna, börnin okkar og barnabörn hafa þar kynnst viðmótinu sem einkennir þetta ágæta fólk. Unna og Jói, Jóhann Einarsson maðurinn hennar, hófu búskap í hús- inu á Suðureyri en fluttu fljótlega í Tunguþorpið þar sem þau ólu upp börnin sín þrjú, Svanhildi, Bryndísi og Jón. Jói rak lengi verslun í Tungu- þorpinu. Síðari hluta ævinnar bjuggu þau Unna og Jói sér fallegt heimili í Kópavogi en hann féll frá fyrir nokkr- um árum. Það var einlægnin og hjartahlýjan sem einkenndi Unnu. Það var svo notalegt að vera í hennar félagsskap og einstök upplifun að fylgjast með þegar systurnar hittust tvær eða fleiri saman. Elskulegheitin voru næstum yfirþyrmandi. Það var mikill systra- svipur með Margréti móður okkar og Unnu og þær voru svo líkar í hátt að okkur fannst stundum að mamma væri komin þegar við hittum Unnu. Strákurinn, sem undir þetta ritar, man vel þegar hann kom á heimili hennar á leið til sumardvalar á Suður- eyri 1954, fyrsta ferðin einn að heiman, þess vegna dálítið lítill í sér. Að koma til Unnu var eins og að koma heim. Stelpan man innileg faðmlög þar sem Unna sýndi væntumþykju sína með því að leggja lófana á vanga hennar og strjúka blítt. Það var gjarnan þannig sem Unna heilsaði sínu fólki. Það hlut- verk Unnu í lífinu var að vera eigin- kona, móðir og amma. Hún sýndi öll- um vinarþel og lét gott af sér leiða. Líklega hafa systurnar Jóna, Rúna, Magga, Marta og Steina, svo og bræð- urnir Dóri, Doddi, Leifi, Sammi og Einar beðið með óþreyju eftir henni hinu megin, jafnvel haft á orði hvað hún væri eiginlega að slóra. Fjölskyldur okkar senda Svanhildi, Bryndísi, Jóni og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Steinunnar Jónsdóttur. Kristín og William. Kveðjuorð til góðrar konu og frænku. Steinunn Jónsdóttir eða Unna eins og hún var kölluð var afasystir mín í móðurætt. Foreldrar hennar bjuggu á Suðureyri í Tálknafirði og þar ólst hún upp í stórum og glöðum systkinahópi en hún var næstyngst þeirra. Þau áttu góða og ástríka foreldra og voru líka samheldin öll og það mátti læra margt af þeim. Eftir að Unna flutti í Kópavog kom ég oft til þeirra með mömmu og pabba. Síðar kom ég þar líka ein og hún tók alltaf svo vel á móti mér með hlýju faðmlagi. Hún eldaði stundum kjötsúpu og bauð mér að borða en það er uppáhaldsmaturinn minn. Þá voru líka svo góðar kökurnar sem hún bak- aði, vanilluhringir, loftkökur og margt fleira. Hún sýndi mér oft myndir að vestan og af börnum og barnabörnum. Síðustu árin dvaldi hún í Sunnuhlíð í Kópavogi og þar kom ég líka til henn- ar. Árið 2008 vorum við nokkrar frænkur sem kölluðum saman allar konurnar í fjölskyldunum frá Suður- eyri, bæði eldri og yngri. Við hittumst í notalegum sal í Sunnuhlíð þar sem Unna gat verið með okkur. Það var yndislegur dagur sem ég mun alltaf muna og líka allar stundirnar sem ég átti með Unnu frænku minni. Hún var alltaf hress og ánægð þegar hún fékk gesti, alltaf svo hlý og góð. Elsku Unna mín, takk fyrir allt og Guð geymi þig. Guð veri með fjöl- skyldunni þinni, ég votta henni mína dýpstu samúð. Kær kveðja, Guðrún Lára Pálsdóttir. Elskuleg föðursystir mín, Steinunn Jónsdóttir, hefir nú kvatt okkur að sinni, sú síðasta af þeim systkinunum frá Suðureyri í Tálknafirði. Suðureyri, amma og afi, föðursystkinin öll og fjöl- skyldurnar þeirra, þetta er svo sam- ofið bernsku minni og æsku því þarna fékk ég að búa ásamt foreldrum mín- um og sjö systkinum til 14 ára aldurs. Suðureyri var útvegsbændajörð, reyndar um margar aldir, allt til ársins 1968. Hvort sem þar voru tveir eða þrír í heimili í húsunum tveimur er þar stóðu skipti ekki máli, í mínu minni var þetta sem eitt heimili og allir hjálp- uðust að bæði til sjós og lands, úti og inni. Þar voru líka gömul og góð gildi í hávegum höfð og hverjum og einum gott veganesti út í lífið. Föðursystkini mín fóru að heiman og eignuðust sín eigin heimili. Hvar sem þau voru átt- um við systkinin hjá þeim skjól og vísa aðstoð ef á þurfti að halda. Fyrir það viljum við þakka. Með hverjum og ein- um sem kveður fer líka örlítið brot af manns eigin lífi því það er ekki lengur hægt að spjalla og spyrja. En minn- ingarnar eigum við þó eftir og ég bið Guð að blessa minningu þeirra allra. Jóhann, maðurinn hennar Unnu frænku, var líka frændi því hann var móðurbróðir minn og við systkinin kölluðum hann frænda. Ég man aðeins eftir heimili þeirra á Suðureyri, svo byggðu þau Sólheima inni í þorpinu og frændi útbjó fallegan garð við húsið þeirra. Seinna fluttum við svo líka inn í þorpið og var þá mikill samgangur milli heimilanna. Nokkru eftir að þau settust að í Kópavogi lá leið mín þang- að líka og var ég þá svo lánsöm að búa með minni fjölskyldu í nágrenni við þau. Þá var gott að leita til þeirra, börnin okkar Páls voru stundum hjá þeim og Unna kom líka heim til okkar og gætti þeirra fyrir okkur. Hún hafði einstakt lag á að taka þannig á móti fólki að hverjum og einum hlaut að finnast hann sérstakur gestur og tím- inn leið fljótt þar við spjall og sögur, oft um ferðir okkar vestur að Suður- eyri og veru okkar þar á sumrin. Þá var líka gaman að hringja í hana þaðan úr bílasíma eða farsíma eftir að það varð hægt en þá vildi hún aldrei tala mjög lengi því það væri nú svo dýrt. Í Sunnuhlíð kom ég líka til hennar, við gátum endalaust rifjað upp allt að vestan um fólkið okkar þar og um helstu viðburði í fjölskyldunum. Nú síðast í nóvember sagði hún við mig við slíkt tækifæri, „mikið ertu nú búin að segja mér margt fallegt“. Á Suðureyri höldum við fjölskyld- urnar þaðan ættarmót á fimm ára fresti. Ég held að það sé mikilvægt til að halda við þessum sterku tengslum, skila áfram til þeirra yngri arfinum þaðan og efla samkennd.Við systurn- ar, Þórarinsdætur, og fjölskyldur okk- ar systkinanna minnumst elsku Unnu með virðingu og þökk og biðjum Guð að geyma hana. Elskulegu frænd- systkin, Svana, Bryndís, Jón, Jónína og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra frá okkur. Kristín Lára Þórarinsdóttir. Steinunn Jónsdóttir ✝ Okkar ástkæra systir, mágkona og frænka, GUÐRÚN JOHNSON, Morristown, New Jersey, er látin. Minningarathöfn í Reykjavík verður auglýst síðar. Thor Ólafur Johnson, Nikki Johnson, Pétur P. Johnson, Sigurborg Sigurbjarnadóttir, Christian, Tor Nicholas og Margrét Halla. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR, Safamýri 42, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 17. janúar, verður jarð- sungin frá Seljakirkju í dag, föstudaginn 28. janúar, og hefst athöfnin kl. 13.00. Jóhann Hjartarson, Jónína Ingvadóttir, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru HELGU ÞORSTEINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 3. hæðar á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir umönnun síðustu ára. Arthur Stefánsson, Áslaug Arthursdóttir, Oddgeir Þór Árnason, Nanna Arthursdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Þorsteinn Arthursson, Guðrún Petra Guðnadóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, MARÍU SVEINSDÓTTUR frá Tjörn á Skaga. Systkinin frá Tjörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, BJÖRN BJÖRNSSON, Holtagerði 13, Kópavogi, sem lést laugardaginn 22. janúar, verður jarðsung- inn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 2. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu Landspítalans, s. 543 1159, eða Krabbameinsfélag Íslands. Anna G. Egilsdóttir, Elísabet Björnsdóttir, Eva Björnsdóttir, Jóhanna María Björnsdóttir, Hlynur Jónsson, Jóhanna María Björnsdóttir, Jón Björn Vilhjálmsson, Margrét Elimarsdóttir, Ásta Björnsdóttir, Ólafur Björnsson, Rósa Ingvarsdóttir, Elísabet Gunnlaugsdóttir, Egill Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.