Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 1
Upplifðu Morgunblaðið með Símanum í dag Skannaðu hérna til að sækja 2 B arcode Scanner Skannaðu! „Lífsgæði fólks minnka mikið, bæði af því að það er á lágum tekjum í langan tíma og það er ekki jafnvirkt,“ segir Björk. Þungur baggi Hún segir fjárhagsaðstoðina verða sífellt stærra hlutfall af útgjöldum borgarsjóðs og þungur baggi þegar alls staðar þurfi að hagræða. Alls nam fjárhagsaðstoð Reykjavíkur- borgar tæpum tveimur milljörðum árið 2010 en áætlað er að sú upphæð hækki í 2,7 milljarða 2011. sem rætt var við eru sammála um að að- stæður fólks versni því lengur sem það fái aðstoðina og málin séu að þyngjast. Björk Vilhelmsdóttir, for- maður velferðarráðs Reykjavíkur- borgar, leggur áherslu á að mikil- vægt sé að sporna við því að fólk festist í kerfinu, enda hafi það áhrif á líkamlega og andlega velferð þess. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Mesta breytingin hjá okkur er kannski sú að áður fékk fólk að- stoð í einn eða tvo mánuði en nú er það fast á fjárhagsaðstoð í ár eða lengur,“ segir Kristbjörg Leifs- dóttir, félagsráðgjafi hjá Reykja- nesbæ, en fjárhagsaðstoð sveitarfé- lagsins jókst um 38% milli áranna 2009 og 2010. Aukningin virðist almennt hafa verið mikil hjá sveitarfélögunum og þeim fer einnig fjölgandi sem sækja um aðstoð. Þó sé það jafnvel enn meira áhyggjuefni að þeim fjölgar mjög sem þurfa á aðstoðinni að halda í fleiri mánuði. Í Reykjanesbæ fjölg- aði þeim sem fengu aðstoð allt árið um 79% og í Hafnarfirði fjölgaði þeim um helming. Þeir starfsmenn sveitarfélaganna  Sífellt fleiri þurfa lengur á að- stoð sveitarfélag- anna að halda Kreppan herðir tökin MByrðarnar enn að þyngjast »6 M I Ð V I K U D A G U R 9. M A R S 2 0 1 1  Stofnað 1913  57. tölublað  99. árgangur  ENGIN DISNEY- KRÚTTLEGHEIT Á FERÐINNI IPAD 2 TIL ÍSLANDS VIÐSKIPTI 28KAMELLJÓNIÐ RANGO 55  Breytingar á árinu á álagn- ingu skatta og gjalda, á barna- og vaxtabóta- kerfinu og vegna sérstakrar vaxta- niðurgreiðslu hafa mjög mis- jöfn áhrif á heim- ilin í landinu miðað við skuldastöðu þeirra. Ráðstöfunartekjur einstæðs for- eldris sem hefur 250 þús. kr. laun en skuldar 20 milljónir aukast um 247 þúsund en ef skuldirnar eru helmingur þessarar fjárhæðar eða 10 milljónir kr. rýrna ráðstöfunar- tekjur þessa foreldris um 80 þús. kr. á árinu. Þetta kemur m.a. fram í útreikningum starfshóps fulltrúa samtaka á vinnumarkaði um áhrif hækkana á ráðstöfunartekjur. »20 Ráðstöfunartekj- urnar sveiflast um hundruð þúsunda  Margvísleg tækniaðstoð er möguleg til að létta undir og auka öryggi á heimilum aldr- aðra. Á næstu áratugum mun fjölga mjög í þeim hópi og á sama tíma eru auknar kröfur um að þeir geti búið lengur heima. Vél- menni geta leyst margvísleg verk- efni, en ýmsar siðferðilegar spurn- ingar vakna varðandi notkun slíkra tækja. Þeim er flestum ósvarað hér á landi. »18 Tæknin hjálpar en vekur spurningar  Skautafélag Akureyrar varð í gærkvöldi Íslandsmeistari karla í íshokkíi annað árið í röð með því að sigra Skautafélag Reykjavíkur, 6:2, í fimmta og síðasta úrslitaleik lið- anna á Akureyri. SA vann þar með upp forskot SR sem virtist með tit- ilinn í hendi sér eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu. SA lék sama leik og fyrir tíu árum en þá varð liðið meistari eftir að hafa lent 0:2 undir gegn Birninum. » Íþróttir Akureyringar urðu Íslandsmeistarar Morgunblaðið/Skapti Meistarar Sigurreifir SA-ingar í gærkvöldi. Landsframleiðslan dróst sam- an um 3,5% að raungildi í fyrra samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Um er að ræða mesta samdrátt á landsfram- leiðslu á einu ári á Íslandi frá því 1968, að undanskildu árinu 2009. Þá dróst lands- framleiðslan saman um 6,9%. Landsframleiðslan hefur dreg- ist saman um meira en 10% á þessum tíma og var hún í fyrra svipuð að raungildi og árið 2005. Þó svo að hagvöxtur hafi mælst á þriðja fjórðungi í fyrra dróst landsframleiðslan saman á ný á þeim fjórða um 1,5% samkvæmt mælingu Hagstofunnar. »29 Næstmesti samdráttur síðan 1968 LANDSFRAMLEIÐSLAN Eflaust fögnuðu einhverjir þegar þeir litu út um gluggann í gærmorgun. Við íbúum höfuð- borgarsvæðisins blasti fannhvít jörð, enda hafði snjó kyngt niður alla nóttina. Sam- kvæmt Veðurstofu mældist snjór dýpstur við Þykkvabæ á Suðurlandi. Þar var hann um 25 sentimetra djúpur. Á höfuðborgarsvæðinu mældist snjór allt að 18 sentimetra djúpur. Snjórinn gerði þó mörgum erfitt fyrir. Um- ferð var þung og nokkur umferðaróhöpp urðu sökum þess hversu slæm færðin var. Búið var að ryðja stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan sjö í gærmorgun, en mokstur gekk ekki nægilega vel að sögn lögreglu. Færri snjómoksturstæki eru til afnota í Reykjavík í ár en undanfarin ár, vegna sparn- aðar. Pétur Einarsson, rekstrarfulltrúi Sorphirðu Reykjavíkurborgar, segir að sorphirða hafi gengið ansi brösulega í gær. Talið er að starf- semi Sorphirðu Reykjavíkurborgar hafi tafist um þrjár klukkustundir vegna veðurs og var unnið lengur en venjulega. Víða hafði ekki verið mokað og þurftu menn að leggja einkar hart að sér við vinnu sína í gær við að koma tunnunum að sorphirðubílunum. gislibaldur@mbl.is Hægt fara sumir en komast þó Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.