Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 14
„Ég botna ekkert í fljótaskriftinni á þessu frumvarpi,“ sagði Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og formað- ur Kirkjugarðasambands Íslands. Hann vísar þar til frumvarps sex al- þingismanna um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og lík- brennslu. Þórsteinn kvaðst hafa sent alþingismönnunum sex athugasemd um leið og hann frétti af frumvarpi þeirra. Í nýja frumvarpinu segir m.a. að þar sem þörf krefji sé heimilt að afmarka sérstaka reiti fyrir einstök trúarbrögð og einnig óvígðan reit. Í nýjum kirkjugörðum verði skylt að gera ráð fyrir slíkum reitum fyrir fylgjendur hinna ýmsu trúarbragða og einn- ig þá sem vilja hvíla í óvígðum reit. Þórsteinn sagði ákvæði þessa efnis vera nú þegar í lög- um. Nú eigi t.d. múslímar, búddistar og ásatrúarmenn sína grafreiti. Einnig sé óvígður grafreitur fyrir þá sem standa utan trúfélaga. Þetta sé því allt fyrir hendi. Ákvæði sem þegar eru í lögum FORMAÐUR KIRKJUGARÐASAMBANDSINS UNDRAST FRUMVARP FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Svíar eru að hætta tilraunum með þurrfrystingu líka, en þeir hafa verið framarlega í athugunum á að- ferðinni. Sex alþingismenn hafa lagt fram frumvarp þar sem m.a. er lagt til að þurrfrysting látinna verði tekin upp hér á landi. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma og formaður Kirkjugarða- sambands Íslands, sótti fund Sam- bands norrænna kirkjugarða og bálstofa í Stokkhólmi í febrúar sl. Hann sagði að sænsk yfirvöld hefðu gefið leyfi til að prófa þurr- frystingu líka á litlu svæði í Sví- þjóð. Á fundinum kom fram að til- raunin hefði ekki staðið undir væntingum og því væri verið að leggja starfsemina niður. „Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa fylgst með þessu og hafa ekki hug á að taka upp þurrfrystingu svo ég viti til, enda hvetur reynsla Svía ekki til þess,“ sagði Þórsteinn. Hann sagði að Svíar hefðu gert til- raunir með þurrfrystingu líka síð- astliðin 8-10 ár. Þórsteinn sagði að þurrfrysting látinna hefði ekki reynst sú framför hvað varðar kostnað eða mengun- arvarnir sem menn væntu. „Það er heilmikill stofnkostnaður í bálstofum. Það kostar álíka mikið að reisa þurrfrystingarstofu og bál- stofu. Ef horft er á kostnaðarhlið- ina þarf arðsemin að vera meiri af þurrfrystingu svo hún verði hag- kvæmari. Það reyndist ekki vera.“ Þórsteinn kvaðst ekkert botna í því sem skilja má af greinargerð frumvarpsins að þurrfrystingu þurfi til að fjarlægja ýmsa að- skotahluti úr líkamanum fyrir greftrun, svo sem gerviliði og kvikasilfur í tönnum. Hann sagði að við líkbrennslu væru hlutir af þessu tagi teknir frá eftir brennslu og settir til hlið- ar. Það þyrfti því ekki þurr- frystingu til. Þórsteinn sagði að gildandi lög um kirkju- garða, greftrun og lík- brennslu hefðu verið endurskoðuð árið 2005. Þá hefði verið farið í gegnum hverja einustu lagagrein. Í framhaldi af því lagði Björn Bjarnason, þáverandi kirkju- málaráðherra, fram frumvarp árið 2006. „Það tekur á þessum hlutum en hefur ekki fengið afgreiðslu,“ sagði Þórsteinn. Frumvarpið var tvisvar til umfjöllunar í allsherj- arnefnd en dagaði uppi í bæði skiptin. Þórsteinn telur brýnna að afgreiða það frumvarp en að bjóða upp á þurrfrystingu sem ekki hafi reynst góður kostur á Norðurlönd- um. Ný reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu var sett 2005. Í henni er tekið vel á málum sem varða mengunarhættu af völd- um líkkista, að sögn Þórsteins. Hann sagði að hér væri gengið jafnlangt og annars staðar á Norð- urlöndunum hvað varðar kröfur til líkkistugerðar. Telur þurrfrystingu ekki vænlegan kost  Svíar leggja af þurrfrystingu  Hægt er að fjarlægja gerviliði eftir bálför Morgunblaðið/Ásdís Grafir Fram er komið nýtt frumvarp um kirkjugarða o.fl. en ítarlegra frumvarp um sama málaflokk er óafgreitt. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Á morgun, fimmtudag, standa Sam- tök iðnaðarins fyrir Iðnþingi 2011 á Grand hótel Reykjavík. Þingið ber yfirskriftina „Nýsköpun alstaðar“. Á þinginu verður fjallað um ný- sköpun sem leið til endurreisnar í íslensku atvinnulífi. Meðal umfjöll- unarefna er nýsköpun í rótgrónum fyrirtækjum og þjónusta mennta- kerfisins við atvinnulífið. Þá verður haldinn opinn fundur kl. 13-16 þar sem fjölmargir einstaklingar með reynslu úr atvinnulífinu og stjórn- sýslunni taka til máls. Þingið er öll- um opið og er aðgangur ókeypis. Nýsköpun í brenni- depli á Iðnþingi 2011 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þing Iðnþing verður haldið á Grand hóteli og verður nýsköpun m.a. til umræðu. Í dag, miðviku- dag kl. 13:30, standa heim- ilismenn og starfsfólk á Hrafnistu fyrir hattaballi í tilefni af öskudegi. Dansleikurinn verður haldinn í miðrýminu á 4. hæð. Fyrir dansi leika Böðvar Magnússon og félagar í Hrafnistubandinu. Fyrir hádegi koma svo börn frá leikskólanum Ásborg í heimsókn á allar deildir Hrafnistu og skemmta heimilis- fólki. Dansleikur á ösku- dag á Hrafnistu Á morgun, fimmtudag, stendur mennta- og menningar- málaráðuneytið í samstarfi við Ís- lenska málnefnd fyrir málþingi um framtíð ís- lenskrar tungu í háskólum. Mál- þingið verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Ís- lands frá kl. 14.30-17.00. Í íslenskri málstefnu, sem Alþingi samþykkti sem þingsályktun 12. mars 2009, er kveðið á um að tryggja skuli stöðu íslenskrar tungu í háskólum á Íslandi. Markmiðið með málþinginu er að koma af stað umræðu um stöðu tungunnar í háskólasamfélaginu og hvernig framtíð hennar þar verði best tryggð. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið. Framtíð íslenskrar tungu í háskólum Katrín Jakobsdóttir Lögfræðiþjónusta Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykja- vík, með aðstoð KPMG, veitir ein- staklingum endurgjaldslausa ráð- gjöf við gerð skattframtala fyrir skattskil 2011. Ráðgjöfin verður veitt á laugardag nk. frá kl. 9:00- 18:00 í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1 í Sólinni (aðalbygg- ingu), og eru allir velkomnir. Það sem þarf að hafa meðferðis er vef- lykill inn á rsk.is, lykilorð og auð- kennislykill til að komast inn á heimabanka og verktakamiðar síð- asta árs ef við á. Ókeypis aðstoð við gerð skattframtala Robert G. Cook, pró- fessor emeritus í ensk- um bókmenntum, and- aðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 4. mars sl., 78 ára að aldri. Robert fæddist 25. nóvember 1932 í Bethlehem, Pennsyl- vania, Bandaríkjunum. Hann sótti nám í Princeton-háskóla í New Jersey og útskrif- aðist þaðan með BA í enskum bókmenntum 1954. Næstu tvö árin lauk hann herskyldu í Bandaríkj- unum og Frakklandi sem óbreyttur hermaður. Frá 1958-62 var hann við framhaldsnám í ensku við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore þar sem hann kynntist Stefáni Einars- syni heitnum prófessor og fékk áhuga á Íslandi. Hann heimsótti Ís- land í fyrsta sinn ágúst-desember 1961 og starfaði um tíma hjá Páli Björgvinssyni bónda á Efra-Hvoli í Hvolshreppi. Árið 1990 varð hann prófessor í ensku við Háskóla Íslands og vann þar uns hann hætti vegna aldurs í desember 2002. Ro- bert skrifaði mörg fræðirit um enskar, amerískar, franskar og íslenskar bókmenntir, þar á meðal vann hann að útgáfu forn-norskra Strengleika í samvinnu við Mattias Tveitane, sem út komu í Ósló 1979. Eftir að hann settist að á Íslandi skrifaði hann aðallega um forn- íslenskar bókmenntir, m.a. greinar og fyrirlestra um Grettlu, Laxdælu, og sérstaklega Njálu. Eftirlifandi kona Roberts er Gerda Bodegom, tungumálakennari og listmálari. Sonur Roberts og Gerdu er Edward Jacob, f. 11.11. 1981, kvikmyndagerðarmaður. Dótt- ir Roberts frá fyrra hjónabandi er Kristin, f. 4.4. 1963, lektor í menn- ingar- og tungumálafræði. Andlát Robert G. Cook Þórsteinn Ragnarsson N otkun á Íslandi,100 M B innan dagsins. Greidd eru mán.gjöld skv. verðskrá. Smelltu þér á m.mbl.is í símanum og sjáðu nýjustu fréttir dagsins. Netið í símanum á 0 kr. í dag fyrir viðskiptavini Símans. Pssst!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.