Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 10
Smálúða er frábært hráefni og í þessari uppskrift frá Sigurði Gísla- syni er hún léttelduð og borin fram með hægsoðnu eggi. 4 smálúðuflök ½ búnt kerfill ½ búnt steinselja ½ búnt hundasúrur (eða samsvar- andi af spínati) ½ bolli ólífuolía 1 stk. sítróna salt og sykur 4 egg sítrónusafi eða edik Aðferð: Smálúðuflakið er hreins- að og roðrifið. Sáldrið smá salti og Uppskriftin Smálúða með fennelsalati og hægsoðnu eggi Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Krakkarnir fengu hana gef-ins austur á landi þegarvið vorum þar á ferð ísumar. Þar á bæ þótti ekki mikið mál að eiga önd sem gæludýr þá maður byggi í Reykjavík svo úr varð að krakkarnir fengu ungan með sér suður, þó mér litist nú ekkert sérstaklega vel á það í byrjun,“ segir Ragnhildur Sveins- dóttir andamamma en í garðinum hennar í höfuðborginni býr öndin Andrés önd sem oftast er kölluð Addi. „Hann hefur unað sér vel hér í garðinum þar sem hann er með sundlaug sem nágranninn færði honum og sérstakt búr fyrir sig. Hann hefur stækkað mikið og er ein- staklega barngóður, gæfur og skemmtilegur.“ Börnin hennar Ragnhildar skjóta því inn í að öndin hafi fengið nafnið Andrés önd strax í bílnum á leiðinni í bæinn en sé alltaf kölluð Addi. „Við vitum ekki hvort þetta er karl eða kerling, en ef hún er kven- kyns þá heitir hún Andrésína og væri kölluð Addí,“ segja krakkarnir sem eru dugleg að leika við Adda þegar þau eru heima en hann er allt- af laus úti í garðinum. „Hann hefur lært að fara ekki út úr garðinum. Það var auðvelt að kenna honum, við rákum hann bara alltaf á bakvið hús ef hann fór fram fyrir róluna sem hangir hér í tré og nú fer hann aldrei út fyrir þau mörk. Þetta er greind og skemmtileg skepna,“ segir Ragnhildur og bætir við að hann hlýði líka kalli – ef þau fara út í glugga og kalla: „Komdu Addi,“ þá kemur hann strax hlaup- andi. Er góður vinur kattarins Ragnhildur fer stundum út að ganga með Adda í bandi og hefur leyft honum að trítla með sér út í hverfisbúðina. Og ef hún tekur hann í fangið þá á hann það til að klifra upp á öxlina á henni eins og páfa- gaukur, svo hann fái nú betri yfir- sýn. „Hann er sennilega hændastur að mér en hann hefur gaman að því að leika við krakkana og þau hafa farið með hann á skólalóðina til að sýna vinum sínum.“ Addi er mjög yfirvegaður og lætur fátt koma sér úr jafnvægi. Hann hefur samlagast öðrum dýrum mjög vel, til dæmis leikur hann sér við köttinn Monster sem býr á heim- ilinu. „Fyrst þegar Addi kom þá ætl- aði kötturinn aldeilis í hann og hljóp á eftir honum og sló til hans með framlöppunum. En fljótlega snerist leikurinn við og öndin elti köttinn. Síðan hafa þeir verið góðir vinir. Adda er líka alveg sama þó það komi ókunnir kettir í garðinn eða jafnvel hundar, hann kippir sér ekkert upp við það.“ Þarf klapp og kjass Addi er ekki matvandur. Hann étur andafóður en líka brauð, kart- Andrés önd er félagsvera Hann er alnafni teikni- myndapersónu sem flestir kannast við en sennilega mun geðbetri. Addi, eins og hann er oftast kallaður, er gæludýr fjölskyldu í Reykjavík og einstaklega barngóður og blíður. Morgunblaðið/Ómar Höfðingi Andrés önd er einstaklega virðulegur og lætur kafasnjó ekkert á sig fá þegar hann spásserar. Klapp Leónóra og Sylvía knúsuðu Adda alveg í spað þar til hann fékk nóg. Kapp Þeir sem eru of seinir til enda kannski bara í skottinu. Flestir kannast við að hafa einhvern tímann hrópað Shotgun! þegar halda á í bíltúr, en samkvæmt reglunni tryggir sá sem fyrstur er til að kalla orðið sér sæti við hlið bílstjórans. Sæti sem sumir vilja meina að sé það eftirsóttasta í bílnum. Fyrir þá sem vilja taka kappleik þennan alvar- lega eru til ýmsar reglur um hann sem lesa má um á shotgun- rules.com. Þar segir meðal annars um reglur leiksins að til að kall þitt sé tekið gilt þurfi í fyrsta lagi ein- hver að heyra til þín. Sumir kjósa líka að hafa þá reglu að allir farþegar séu komnir út undir bert loft áður en kallað er. Skóreglan er líka mikilvæg. Hún segir til um að það sé ekki nóg að grípa skóna sína og hoppa út. Þú verður að vera komin/n í skóna til að mega kalla Shotgun! Önnur regla kallast hindrunin. Hún felur í sér að ef sá sem hefur borið sigur úr býtum tekur í handfangið á meðan verið er að taka bílinn úr lás þannig að dyrn- ar opnist ekki missir hann réttinn og fær meira að segja ekki að koma með í þá ferð. Þá er komið að hinum farþegunum að vera snarir í snún- ingum, hrópa Shotgun! og tryggja sér sætið. Fleiri slíkar reglur á létt- um nótum má kynna sér á vefsíðunni svo og söguna á bak við kappleik þennan. Vefsíðan www.shotgunrules.com Fyrir þá sem taka kappleikinn um framsætið alvarlega 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Það getur haft ótrúlega mikið að segja að klæða sig upp á þó að ekkert sérstakt tilefni sé til þess. Ef skapið er kannski ekki upp á sitt besta má lyfta því dálítið upp með litum og glingri. Nú fer að líða að vori þó enn sé snjór úti og því um að gera að fara að fela svörtu fötin og taka eitthvað litríkara fram. Til að byrja með er líka fínt að blanda þessu tvennu saman. Það er ekkert mjög auðvelt að ætla sér að spígspora um í fínum hæla- skóm í þessu veðri en það má alltaf taka þá með í poka og skipta úr bomsunum þegar maður er kominn í vinnuna. Fín skyrta á strákana og flottar leggings eða pils á stelpurnar lífga líka upp á hversdagsleikann. Endilega… …klæðið ykkur upp á og verið fín alveg að tilefnislausu Litagleði Lífgaðu upp á hversdags- leikann með skemmtilegum fötum. Nú virðist sem æ algengara verði að fólk borði kvöldmatinn fyrir framan tölvuna. Í grein á vefsíðu breska dagblaðsins Guardian segir að rann- sókn hafi leitt í ljós að 60% Breta hafi borðað kvöldmatinn fyrir fram- an tölvuskjáinn. Þetta þykir leiða líkur að því að tölvumáltíðir muni koma í stað svokallaðra sjónvarps- máltíða í framtíðinni. Af þeim 2000 manns sem tóku þátt í könnuninni borðaði meira en fimmti hluti þeirra þegar allar máltíðir fyrir framan tölvuna. Þá sögust 15% horfa á sjónvarpið í tölvunni á meðan þeir borðuðu og þriðjungur hópsins sagðist vera líklegri til að borða fyr- ir framan tölvuna en sjónvarpið. Loks sögðust 23% hafa skipt tölv- unni út fyrir sjónvarpið sem afþrey- ingartæki heimilisins. Miðað við þetta er hluti bresku þjóðarinnar í það minnsta byrjaður að tölvuvæð- ast svo um munar. Nú er spurning hvort sjónvarpsmáltíðirnar sívinsælu séu við að detta úr tísku. Matur og mataræði Æ fleiri Bretar borða kvöld- matinn fyrir framan tölvuna Tíska Skyldi tími sjónvarpsmáltíðanna vinsælu vera liðinn? Skannaðu kóðann og horfðu á myndband með skemmtilegum matreiðsluþætti Kitlaðu bragðlaukana Skannaðu hérna til að sækja 6 B arcode Scanner Sjáðu myndband!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.