Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Núna liggur fyrir frumvarp um að lög- festa íslenska tungu og íslenskt táknmál. En af hverju að lögfesta ís- lenskt táknmál? Með því er verið að viður- kenna tilvist táknmáls- ins á Íslandi og að málið sé notað daglega innan minnihlutahóps. Félag heyrnarlausra hefur barist fyrir viðurkenn- ingu táknmáls sl. 30 ár. Viðurkenning íslenska táknmáls- ins er fyrst og fremst fólgin í því að fá samfélagið til að viðurkenna með lögum að táknmál er tungumál sem er jafnvígt íslenskunni. Þá eru ákveðin skilaboð send út í samfélagið um að táknmálið sé fullgilt mál. Flestir sem tala táknmál eru döff; heyrnarskertir og heyrnarlausir og hafa læknisfræðilega greiningu. Ríkjandi viðhorf er að fólk með heyrnarskerðingu ætti að læra að tala til að bjarga sér út í samfélag- inu. Það er að vissu leyti rétt en hvað fá þeir heyrnarskertu til baka frá samfélaginu? Í raun aðeins skiln- ingsleysi á líf með heyrnarskerð- ingu. Mín persónulega reynsla frá barn- æsku er að íslenska sé æðri táknmál- inu. Ég átti að gjöra svo vel að læra íslensku með lestri og talþjálfun. Hvernig getur maður lært að tala ís- lensku ef maður hefur aldrei heyrt hvernig íslenska er töluð. Það má segja að ég tali eins og bók án ís- lensks hreims, sem gerir sumum ill- mögulegt að skilja mig. En hvernig á ég að skilja samfélagið þar sem tákn- málið er ekki útbreitt? Sumir geta lesið af vörum en það krefst góðrar íslenskukunnáttu. Það er ekki sjálfgefið að allir geti lesið af vörum. Varalesturinn tekur mikla orku og einbeitingu vegna þess að maður þarf líka að fylla upp eyður og giska á orð inni á milli. Iðulega kem- ur upp misskilningur og oft er hann á kostnað þess heyrnarskerta. Ímyndið ykkur hvaða áhrif þetta hefur á sjálfsmyndina. Samfélagið leggur ómeðvitað ábyrgðina á herðar þess heyrnarskerta á öllu sem misferst í samskiptunum. Í raun má segja að það gæti ákveðinnar kynslóðaskiptingar í samfélagi heyrnarlausra og viðhorf til táknmálsins og sjálfsmynd fólks sé mismunandi eftir kynslóðum. Yngri kynslóðin sem fékk að læra í gegnum táknmál og hefur haft táknmál sem sjálfsagð- an hluta af sínu lífi er meðvitaðri um hlut- skipti sitt í samfélag- inu. Það þarf að breiða táknmálið meira út og vekja samfélagið til vit- undar um málefni heyrnarlausra og heyrnarskertra og einnig táknmálið. Einn- ig þarf að pússa til ýmsa vankanta, s.s. að tryggja að alltaf sé hægt að fá táknmálstúlka. Með viðurkenningu á íslensku táknmáli er verið að viðurkenna og sýna þeim virðingu sem tala táknmál daglega. Þá er einnig verið að senda þau skilaboð út í samfélagið að ís- lenskt táknmál standi jafnfætis ís- lenskunni. Eftir Hjördísi Önnu Haraldsdóttur »Hvernig getur mað- ur lært að tala ís- lensku ef maður hefur aldrei heyrt hvernig ís- lenska er töluð. Hjördís Anna Haraldsdóttir Höfundur er verkefnastjóri og grunn- skólakennari á táknmálssviði í Hlíða- skóla. Varaformaður ÖBÍ. Hvaða þýðingu hef- ur viðurkenning ís- lensks táknmáls fyrir heyrnarlausa Umferðarstofa og Félag íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB) hafa um langa hríð átt gott samstarf um for- varnir og eflingu um- ferðaröryggis. Félag íslenskra bifreiðaeig- enda er frjáls fé- lagasamtök bifreiða- eigenda á Íslandi og þótt starfsemi þess miðist við þarfir og hagsmuni bif- reiðaeigenda þá er takmark félags- ins vitanlega líkt og Umferðarstofu að tryggja sem best öryggi allra vegfarenda hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða akandi. Enginn skal láta lífið í umferðinni Markmiðið hlýtur að vera að enginn slasist eða láti lífið í um- ferðinni. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er árinu og nokkur fjöldi alvarlegra slysa. Með þessum skrifum viljum við árétta mikilvægi þess að þjóðin öll sameinist um svonefnda núllsýn í umferðar- málum. Að ekkert banaslys verði í umferðinni. Að hegðun okkar, framkvæmdir og ráðagerðir í um- ferðarmálum miði allar að því að ásættanlegur fórnarkostnaður í mannslífum sé núll. Fjórar stoðir núllsýnarinnar Það gætir töluverðs misskilnings varðandi hugmyndir núllsýnar- innar. Við viljum stuttlega gera grein fyrir helsta kjarna þeirra hugmynda sem að baki liggja en þeim kjarna má skipta í fjóra þætti sem allir mynda þær stoðir sem einkenna virka núllsýn: 1. Siðferði: Mannslíf og heilsa eiga að vera í öndvegi í vegafram- kvæmdum; framar ferðatíma, þæg- indum og öðrum slíkum hags- munum. 2. Ábyrgð: Virkni núllsýnarinnar grundvallast á sameiginlegri ábyrgð stjórnvalda, veghaldara og annarra samgöngustofnana og þeirri ábyrgð er deilt með þeim sem um vegina fara. Enginn þess- ara aðila má skorast undan ábyrgð- inni. 3. Öryggi: Ökutæki og umferðar- mannvirki skulu hönnuð þannig að þau þyrmi þeim sem um þau fara. Þau skulu hönnuð þannig að komið sé í veg fyrir alvarlegar afleiðingar mannlegra mistaka. 4. Sveigjanleiki: Stjórnvöld og stofnanir skulu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi borgaranna í umferðinni. Í því sambandi getur þurft að gera róttækar breytingar á ferli ákvarð- ana og þeim hvötum og hags- munum sem látnir eru ráða ákvörð- unum í samgöngumálum. Getur verið virk þótt slys eigi sér stað Einhver kann að hugsa sem svo að aldrei verði hægt að koma í veg fyrir öll banaslys. Núllsýnin geng- ur í raun út á það að við eigum ekki og munum ekki undir neinum kringumstæðum sætta okkur við að það verði banaslys í umferðinni. Við þurfum að núllstilla ásætt- anlegan fórnarkostnað í umferð- inni og ef og þegar slys á sér stað þá séu gerðar viðeigandi ráðstafanir til að sagan endur- taki sig ekki. Vegafram- kvæmdir sem samkvæmt fag- legu mati leiða framar öðrum til fækkunar slysa skulu settar í forgang umfram aðrar sem snú- ast um aðra hagsmuni en mannslíf og heilsu fólks. Núllsýnin telst óvirk ef sleppt er einhverjum þess- ara fjögurra stoða. Það má ekki heldur gleyma því að þótt ákveðið sé á einhverjum tímapunkti að hrinda núllsýninni formlega í framkvæmd þá er brýnt að áfram sé unnið að stefnu hennar og markmiðum þótt svo illa vilji til að slys eigi sér stað. Virkni núll- sýnarinnar grundvallast m.a. á því að gerðar séu athuganir á því hvað hafi valdið slysinu og að gerðar séu fullnægjandi aðgerðir til að komið sé í veg fyrir að sambærilegt slys endurtaki sig. Ákvarðanir skulu ekki teknar á pólitískum grundvelli Þetta er spurning um stefnu og hugarfarsbreytingu, breytta for- gangsröð og viðhorf bæði stjórn- málamanna og almennings. Um leið og menn setja aðra hagsmuni á oddinn en brýnustu þarfir í um- ferðaröryggismálum þá eru þeir í raun og veru að sætta sig við að vegfarendum sé stefnt í lífshættu. Í Svíþjóð þar sem núllsýnin er lögð til grundvallar í vega- og um- ferðaröryggismálum hefur ábyrgð á og ákvarðanataka vegna t.d. vegaframkvæmda verið færð til sérfræðinga sem eiga að framfylgja þeim markmiðum einum að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar um- ferðarslysa. Hyggist ráðamenn víkja frá sjónarmiðum núllsýnar- innar og mati sérfræðinga þar um með því t.d. að leyfa hærri há- markshraða, tryggja ekki nauðsyn- lega aðskilnað vegfarenda eða taka upp aðra forgangsröð verkefna en þá að fækka slysum verða þeir að skilgreina hvaða fórnir, mælt í fjölda alvarlegra slasaðra og lát- inna, þeir séu tilbúnir að sætta sig við. Talsmenn núllsýnarinnar segja að með því sé komið í veg fyrir að aðrir hagsmunir en t.d. fækkun al- varlegra slysakafla í vegakerfinu ráði för. Verkefni sem eru ekki til fækkunar alvarlegum slysaköflum á vegakerfinu bíði betri tíma. Með von um að vegfarendur framtíðarinnar fái notið árangurs núllsýnarinnar óskum við þeim vel- farnaðar í umferðinni og minnum á að hvað sem líður forvörnum og fyrirhyggju stjórnvalda þá er það í flestum tilfellum undir okkur sjálf- um komið hversu vel og áfallalítið við komumst milli staða. Góða ferð. Ásættanlegur fórnarkostnað- ur í mannslífum skal vera 0 Eftir Einar Magnús Magnússon og Steinþór Jónsson » Vegaframkvæmdir sem leiða til fækk- unar slysa skulu settar í forgang umfram aðrar sem snúast um aðra hagsmuni en mannslíf og heilsu fólks. Einar Magnús Magnússon Einar Magnús Magnússon er upplýs- ingafulltrúi Umferðarstofu. Steinþór Jónsson er formaður FÍB. Steinþór Jónsson Flestir kannast við setningar eins og „Vér mótmælum allir“, „Út vil ek“ og „Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði,“ svo dæmi séu nefnd. Þetta mega teljast klassískar setningar í Íslandssög- unni og lifa í þjóðarsál- inni líkt og margar aðrar. En núna er komin ný klassík eins og skrattinn úr sauðarleggnum: „Kaupverð er ekki gefið upp!“ Slembiúrtak úr fréttum Morgun- blaðsins: Samherji fjárfestir í Færeyjum. Kaupverð ekki gefið upp. Hekla hf. Salan fyrir luktum dyr- um og kaupverð ekki gefið upp. Ingvar Helgason hf. Salan fyrir luktum dyrum og kaupverð ekki gef- ið upp. Sala á Pharmaco Ísland gefur þrjá milljarða. Kaupverð ekki gefið upp. Sænskar eignir Kaupþings seldar. Kaupverð ekki gefið upp. Sól til Ölgerðarinnar. Kaupverð ekki gefið upp. Samskip kaupa hollenska frysti- geymslustarfsemi. Kaupverð ekki gefið upp. Finnur Ingólfsson kaupir Frum- herja. Kaupverð ekki gefið upp. Íslandspóstur kaupir Samskipti ehf. Kaupverð ekki gefið upp. Spron kaupir meirihluta í Midt Factoring. Kaupverð ekki gefið upp. Eimskip kaupir risageymslufyrir- tæki. Kaupverð ekki gefið upp. Kaupverðið á Mærsk ekki gefið upp. Óhætt að fullyrða að það er mjög hagstætt, segir Pálmi. Vituð ér enn, eða hvat? Slík ríkisleyndarmál sem hér eru nefnd má auðvitað ekki nefna við nokkurn mann. Síst af öllu almenn- ing sem alltaf borgar brúsann þegar í harðbakkann slær. Svo má alls ekki segja frá því hvað ríkissjóður er að greiða starfsmönnum sínum í verk- takalaun nema með einhverjum lát- um og endalausu röfli á Alþingi, ef það þá dugar til. Þetta virðast vera einhver helstu leyndarmál okkar Ís- lendinga – Top Secret á erlendu máli. Ríkisleyndarmál og bankaleynd- armál. Það er nú þokkaleg tvenna. Forseti Íslands spurði nýlega: Má ekki segja sannleikann? Skyldi Ísland hafa sokkið í mar ef Finnur Ingólfsson hefði verið skikk- aður til að gefa upp kaupverðið á Frumherja og hvernig það var fjár- magnað? Og hvað skyldi nú hafa gerst á Íslandi ef salan á Heklu hf. hefði verið lögð á borðið? Það hefði verið ógnvænleg staða fyrir þjóðina. Oft má að vísu satt kyrrt liggja, en við sveitamenn segjum: Komið er nóg af svo góðu. Við erum fullir upp í kok. Og nú tökum við af þunga undir með dr. Kára Stefánssyni: Burt með bankaleyndina í hinum stærri mál- um. Mestu bankaræningjar verald- arsögunnar hafa notfært sér hana út í glæpsamlegar æsar. Þetta sér og skilur öll alþýða manna. En hvað um forystumenn þjóðarinnar? Skilja þeir aldrei fyrr en skellur í tönnum? Stopp Stepp eins og Bör Börsson sagði forðum. Hingað og ekki lengra. Gefum nú Jóni forseta eina almennilega táknræna afmælisgjöf: Allt upp á borðið og segjum satt að hætti yngstu kynslóðarinnar. Kaupverð er ekki gefið upp Eftir Hallgrím Sveinsson og Bjarna Georg Einarsson » Það hefði verið ógnvænlegt ef salan á Heklu hf. hefði verið lögð á borðið. Slík ríkisleyndarmál má auðvitað ekki nefna við nokkurn mann. Bjarni Georg Einarsson Hallgrímur er bókaútgefandi og létta- drengur á Brekku í Dýrafirði en Bjarni er fyrrum útgerðarstjóri og núverandi ellilífeyrisþegi á Þingeyri. Hallgrímur Sveinsson Vissir þú að fyrir 25 kr. á dag getur þú farið allt að 200 sinnum inn á m.facebook.is? Segðu þína skoðun á m.facebook.is *Notkun á Íslandi, 100 M B in nan dag sin s. Ná na r á si m in n. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.