Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Aberratio ictus er gamalt latneskt lög- fræðiheiti á máls- atvikum sem geta kom- ið upp í dómsmálum og eru með svofelldum hætti: A telur sig eiga sökótt við B og vill sýna honum í tvo heimana og leggur til hans með vopni. Lagið geigar og lendir á C og særir hann eða drepur eftir atvikum. Þetta er auðvitað af- skaplega leiðinlegt, einkum fyrir C, en var náttúrlega óviljaverk og arg- asti klaufaskapur hjá A. Mál er höfð- að gegn A af hálfu C eða eftirlifandi vildarmanna hans. Tekist er á fyrir dómi um ýmsa hluti og eru til, að sögn, hin margvíslegustu gögn um gang slíkra mála og komu upp alltaf öðru hverju, einkum í útlöndum, og það aðallega hér áður fyrr. Eitt var það að sanna þurfti ásetn- ing tilræðismanns, og yfirleitt vantaði ekki að A viðurkenndi að hafa ætlað svo sannarlega að jafna um gúlann á óþokkanum B en mistekist það og ekkert væri eiginlega við því að gera. Hann hefði, hins vegar, aldrei ætlað að gera neitt á hlut hins ástsæla C nema síður væri og biðst auðmjúklega velvirð- ingar á því, þótt svo hafi, því miður, farið óviljandi. Eftir atvikum mun oft hafa verið fallist á þessa málsvörn, svona í aðal- atriðum. Skrifari þessara orða er ófróður um lögfræði en nokkur áhugamaður samt. Þess vegna er hon- um kunnugt um ýmislegt skrítið í þeirri grein og er af mörgu að taka. Einu sinni sá hann grein í erlendu blaði um málsvörn ungs manns í New York af gyðingaættum og var sakfelldur fyrir að hafa myrt foreldra sína. Hann lagði mál sitt und- ir náð dómenda, enda væri hann nú munaðarlaus. Þetta þótti hámark chutzpah, en það er jiddíska og er um yfirgengilega ósvífni, og bar þessi vörn ekki tilætlaðan árangur. En til eru víðsýnni dómstólar. Fyrir ekki ýkja löngu féll dómur í Hæsta- rétti Íslands í máli manns sem hafði eitthvað meira en lítið verið að fikta við barnunga dóttur sína. Honum til refsilækkunar í dómnum var litið til þess að hann hefði enn framfærslu- skyldu að gegna vegna stúlkunnar. Vituð ér enn eða hvat? Víkjum aftur að lagsgeigun og er tilefni þessara skrifa. Alveg nýlega heyrði skrifari frétt í útvarpi um að kona hefði hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm og til greiðslu fébóta fyrir að kasta snafsaglasi í andlit ann- arrar konu á skemmtistað í Reykja- vík og brjóta með því í henni tennur. Samkvæmt framansögðu um aberra- tio ictus var hin skaddaða kona í hlut- verki C í þessari atburðarás, enda kvaðst hin dæmda hafa ætlað að kasta snafsaglasinu í konu B, sem hún hefði snöggreiðst fyrir einhvern kjafthátt. Nú er það umhugsunarefni skrifara hvort verjanda hinnar dæmdu hafi verið kunnugt um dóma- fordæmi í skyldum málum frá fyrri öldum og haldið uppi tilhlýðilegum vörnum fyrir skjólstæðing sinn í lög- fræðilega stórmerku máli. Hugleiðing um lögfræði lagsgeigunar Eftir Þórð Örn Sigurðsson Þórður Örn Sigurðsson »Nú er það umhugs- unarefni skrifara hvort verjanda hinnar dæmdu hafi verið kunn- ugt um dómafordæmi í skyldum málum frá fyrri öldum … Höfundur er fv. kennari og framkvæmdastjóri. Búið er að stilla upp af hálfu alþingis og stjórnkerfisins um hvað eigi að kjósa í Icesave- málinu sem nú er búið að vísa til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Það er mörgum spurningum ósvarað í þessum efnum. Hvergi er minnst á það í meðferð þessa máls að þeir sem urðu valdir að þessu tjóni eigi að borga brúsann eins og það komi alls ekki til greina. Engin greining, rannsókn eða hliðstætt ferli hefur farið fram til að leiða nákvæmlega í ljós hvar sökin liggur. Það er látið í veðri vaka að þetta brot sé eingöngu klúður í Landsbankanum sem verði rann- sakað af skilanefndi og sérstökum saksóknara. Þar skauta stjórn- málamenn léttilega framhjá mik- ilvægum brotaþáttum. Fólk virðist vilja með þeirri um- ræðu gleyma ábyrgð einkavæðingar ríkisins á bönkunum og eftirlitsskyldu ríkisstofnana hér heima og erlendis. Mun sérstakur saksóknari skoða þátt alþingismanna, ráðherra og annarra embættismanna sem bera ábyrgð á að Landsbankinn komst í þessa að- stöðu? Hvað um ábyrgð erlendra lán- veitenda? Þarf ekki að rannsaka og upplýsa alla þætti málsins? Allar samninganefndir sem hafa verið sendar utan virðast hafa fengið það afmarkaða verkefni að finna samningsgrundvöll við Breta og Hol- lendinga á þeim grundvelli að fyr- irfram væri ákveðið að þjóðin mundi borga þann samning sem yrði hin endanlega „ásættanlega“ og illskásta niðurstaða. Þetta er fádæma vit- laus aðferðafærði þar sem um er að ræða glæp sem var framinn viljandi vits af há- menntuðu fagfólki í einkafyrirtækjum og í opinberum störfum að yfirlögðu ráði eftir því sem best verður séð. Margir eiga hlut að máli og það sést ekki fyrr en rannsókn málsins lýkur hverjir ollu glæpnum. Þessi rannsókn þarf að fara fram áður en sakfelling fer fram en þannig er staðan í dag að bú- ið er að sakfella þjóðina sem á þá að sitja uppi með glæp sem hún framdi ekki. Allar samningaumleitanir við Breta og Hollendinga hafa gengið út á það að semja um það fyrirfram að þjóðin borgaði Icesave-skuldbind- inguna en ekki þeir sem sannarlega bera ábyrgð á þessum gerningum. Það kemur aldrei neitt fram um það. En hvers vegna er þetta svona? Jú, engu er líkara en að ríkisstjórnin eða alþingi eða báðir þessir aðilar virðist vera sammála því, og passa vandlega upp á það að þeir sem frömdu glæp- inn þurfi ekki að standa skil gerða sinna. Þarna er ekkert annað á ferðinni en það að það virðist eins og verið sé að halda hlífiskildi yfir fólki sem braut hrikalega af sér og alþingi og ríkisstjórnin telja að þurfi að vernda þetta fólk frá því að taka á sig sökina. Það er ekkert annað sem skýrir vinnubrögðin og vitlausu aðferða- fræðina varðandi þessa Icesave- skuld. Bretar og Hollendingar vísa í það að leyfi fyrir Icesave-netbankanum í þessum löndum hafi byggst á Evr- ópusamningum og því sé íslenska þjóðin (íslenska ríkið) í ábyrg fyrir þessu máli. Það stenst varla því ef þrjú hundruð þúsund manna þjóð á að bera ábyrgð á hundraða eða þús- unda milljarða verkefni í útlöndum fyrir einkafyrirtæki þá er ekki annað boðlegt en að fyrirfram fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það, mið- að við stærð og alvöru málsins. Engin ríkisábyrgð hefur enn verið gefin út vegna þessa verkefnis. Svona pakki snýst um allt fjár- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í ára- tugi. Ef svona verkefni fer á hausinn eins og það gerði þá fer svona smáríki eins og Ísland í þrot ef ábyrgðin hvílir á þessu smáríki. Svona skuldbinding er því ekki eitthvað sem menn ákveða í stuttu símtali sín á milli. Ekki ald- eilis, nema um sé að ræða algera hálf- vita og afbrotamenn. Í komandi kosningum um fyr- irliggjandi Icesave-samning er því bara einn valkostur og hann er að fella samninginn eða þá að enginn mætir á kjörstað. Það þarf að rannsaka þetta mál í smáatriðum og draga alla fyrir dóm- ara sem eru sekir í þessu máli. Koma þarf málinu í farveg til dæmis hjá sjálfstæðum alþjóðlegum rannsókn- araðila þar sem Bretar og Hollend- ingar eiga aðild að. Það þarf að finna alla þá sem bera ábyrgð á þessum glæp. Þeir geta bæði verið Íslend- ingar og útlendingar sem í framhald- inu fá dóm sem ber að fullnusta. Þetta er bara hefðbundið ferli um glæpamál og því ekkert nýtt í þessu máli að því leytinu til. Icsave-leikfléttan á því ekki við í þessu máli og allir þessir Icesave- samningar hafa verið algerlega óþarfir en eru nú að verða glæpamál út af fyrir sig. Það er hinsvegar nýtt að það skuli leitað allra leiða til að komast hjá því að láta þá sem bera ábyrgð á þessu máli svara til saka og það í svona hrikalegu glæpamáli. Það er alveg nýtt. En nú er ekki annað fyrir þjóðina en að snúa bökum saman og klára þetta mál þannig að þeir sem bera ábyrgð á þessu Icesave-máli verði all- ir teknir til yfirheyrslu og að málinu ljúki með venjulegum hætti fyrir dómstólum þar sem hinir eiginlegu og réttu gerendur verða dæmdir. Meira geta Bretar og Hollendingar ekki farið fram á. Málið verður að fullu upplýst og uppgert af okkar hálfu án þess að þjóðin greiði krónu. Icesave – Um hvað á að kjósa? Eftir Sigurð Sigurðsson »Málið verður að fullu upplýst og uppgert af okkar hálfu án þess að þjóðin greiði krónu. Sigurður Sigurðsson Höfundur er Cand. Phil. byggingaverkfræðingur. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500 www.flis.is • netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Vinningaskrá 3. FLOKKUR 2011 ÚTDRÁTTUR 8. MARS 2011 Kr. 3.000.000 Aukavinningar kr. 100.000 22951 22953 Kr. 100.000 520 904 941 12705 27134 36567 45707 49592 66853 73870 22952 Kr. 20.000.- 92 6150 11867 18405 23022 28383 35841 42302 49989 58117 63981 70926 193 6431 12205 18639 23089 28467 35934 42397 50000 58335 64067 71036 233 6485 12443 18772 23194 29043 36047 42484 50402 58358 64170 71129 1110 6557 12544 19099 23268 29292 36086 43157 50626 58702 64545 71286 1186 6709 12715 19211 23272 29689 36466 43242 50648 59021 64660 71485 1372 6721 12750 19310 23584 30111 36529 43350 50760 59035 64925 71836 1506 6959 12980 19607 23723 30555 36810 43462 50943 59230 66273 72061 1635 7107 13028 20165 23748 30690 36985 43523 51092 59364 66287 72066 1878 7276 13281 20284 23856 30816 37063 43599 51302 59570 66429 72175 44 Kr. 25.000 Vöruúttekt í: BYKO, ELKO, Húsgagnahöllinni og Intersport á miða með endatöluna: 2042 7426 13294 20373 23982 31202 37090 43724 51311 59652 66505 72225 2120 7689 13421 20505 24046 31237 37159 44011 51756 59922 66564 72226 2275 7720 13476 20940 24132 31396 37375 44203 51830 60425 66595 72271 2829 7724 13504 21077 24270 31470 38023 44377 52142 60618 66649 72803 2893 7776 13708 21125 24548 31873 38068 44586 52271 60743 67195 72834 3013 7980 14046 21169 24596 32097 38269 44930 52654 60936 67216 72860 3082 8113 14652 21260 24803 32138 38610 45643 53216 61131 67241 73242 3230 8655 14870 21314 24858 32438 38709 45690 53409 61262 67250 73395 3330 8721 14914 21324 25151 32653 39216 46348 53823 61859 67330 73481 3483 8743 15076 21500 25447 32727 39588 47287 53942 61952 67376 73516 3498 9205 15128 21526 25554 33202 39894 47377 54588 62115 67593 73625 3507 9438 15160 21906 25563 33556 39931 47511 54797 62212 67816 73721 3711 9484 15238 21941 25753 33578 40102 47711 54924 62302 68045 73953 3784 9587 15654 22079 25827 33655 40199 47938 54968 62489 68222 73982 3837 9786 15720 22199 25896 34205 40348 48018 55182 62599 69038 74017 4394 10231 15909 22364 25990 34206 40386 48107 55238 62636 69047 74076 4409 10538 15955 22366 26064 34224 40512 48210 55588 62736 69196 74624 4629 10549 16185 22396 26146 34636 40977 48345 55619 62749 69233 4744 10890 16193 22421 26576 34662 40997 48922 56350 62851 69883 4754 10900 16250 22496 26610 34787 41134 49335 56476 62928 69973 4830 11096 16342 22532 26622 34837 41158 49577 56518 63061 70279 5693 11419 16668 22542 26695 34982 41252 49633 57152 63241 70377 5830 11534 16814 22613 27030 35116 41733 49775 57362 63324 70504 5871 11600 17383 22658 27536 35721 41903 49780 57534 63641 70539 6088 11786 17651 22927 27967 35798 42098 49811 57740 63861 70706 Kr. 15.000 423 6487 12511 18544 26033 33910 39634 45560 51972 57287 62637 68659 515 6640 12610 18550 26311 33955 39693 45770 51989 57298 62650 68884 600 6693 12634 18666 26471 34064 39699 45785 52042 57314 62703 69018 626 6793 12724 18733 26598 34103 39809 45856 52051 57350 63029 69078 710 6974 12829 18751 27020 34207 39842 45916 52076 57585 63047 69292 785 7059 12898 18917 27116 34230 39934 46009 52286 57677 63074 69618 786 7078 13100 18993 27170 34390 39966 46216 52399 57686 63146 69688 855 7170 13115 19153 27357 34441 40005 46231 52403 57688 63217 69759 926 7291 13145 19413 27426 34446 40072 46444 52458 57737 63258 69980 1132 7613 13335 19595 27453 34521 40205 46451 52481 57739 63487 70264 1136 7641 13354 19635 27594 34543 40353 46465 52503 57998 63753 70439 1183 7846 13403 20153 27600 34681 40450 46710 52701 58121 63830 70456 1188 7999 13411 20173 27607 34771 40609 46988 52735 58291 63980 70473 1360 8062 13524 20247 27745 34978 40611 47047 52874 58314 64042 70712 1441 8111 13604 20523 27876 35069 40677 47070 52948 58320 64155 70800 1652 8182 13685 20734 27919 35071 40706 47084 53008 58484 64244 71026 1667 8242 13692 21102 28338 35182 40714 47120 53318 58554 64251 71076 1957 8306 13795 21150 28440 35228 40721 47270 53358 58566 64309 71080 1976 8444 13803 21222 28602 35242 40745 47462 53359 58656 64345 71125 2036 8525 13935 21261 28651 35308 40807 47530 53446 58684 64380 71140 2243 8593 13957 21627 28960 35446 40810 47566 53464 58686 64401 71259 2371 8906 14052 21667 28980 35601 40956 47621 53561 58785 64628 71279 2379 8975 14243 21811 29128 35914 41001 47941 53633 58793 64718 71303 2385 8994 14251 22005 29144 36100 41004 48065 53646 58869 64765 71511 2476 9082 14318 22038 29178 36145 41116 48170 53716 59038 64786 71579 2533 9223 14342 22110 29228 36183 41211 48423 53718 59167 64833 71590 2543 9229 14518 22112 29319 36257 41361 48426 53723 59269 64849 71763 2559 9324 14579 22195 29514 36261 41472 48447 53909 59461 64916 71815 2767 9362 14822 22210 29573 36442 41511 48536 53998 59484 64949 71817 2820 9768 14829 22347 29607 36460 41692 48549 54061 59534 65018 71989 2854 9802 14854 22477 29628 36589 41832 48643 54150 59574 65085 72163 2862 9810 14967 22522 29732 36631 41856 48644 54151 59629 65242 72255 2956 9824 15085 22589 29989 36951 41872 48690 54283 59758 65374 72280 3191 9868 15110 22755 30058 37115 41923 48982 54343 59827 65652 72285 3244 10180 15201 23076 30123 37149 41965 48989 54356 59887 65791 72538 3292 10229 15280 23168 30135 37339 42041 49140 54363 59909 65871 72717 3636 10382 15379 23306 30184 37493 42070 49153 54440 59993 65913 72796 3874 10416 15430 23421 30458 37739 42186 49221 54444 60080 65938 72809 3889 10466 15757 23424 30559 37882 42317 49324 54474 60233 66063 72844 3892 10483 16066 23519 30763 38124 42392 49343 54480 60238 66191 72987 4317 10494 16086 23635 30887 38348 42429 49452 54489 60289 66608 73066 4480 10675 16136 23687 31018 38357 42436 49698 54594 60408 66621 73229 4534 10752 16170 23825 31201 38383 42520 49710 54702 60496 66661 73306 4548 10885 16348 23892 31264 38466 42525 49859 54741 60501 66836 73329 4614 10961 16557 23952 31289 38489 42667 49879 54930 60527 67093 73360 4715 11089 16602 24066 31336 38506 42800 49946 55025 60552 67214 73529 4734 11218 16640 24176 31576 38599 42885 49984 55162 60571 67237 73600 4975 11228 16690 24242 31597 38631 42887 50119 55176 60725 67274 73801 4996 11258 16739 24455 31737 38640 43036 50137 55442 60828 67332 73940 5154 11384 16761 24523 31782 38651 43218 50248 55667 60946 67366 73958 5263 11385 16823 24629 32220 38652 43432 50271 55670 61000 67439 74055 5311 11509 16968 24808 32523 38657 43512 50276 55821 61195 67484 74205 5425 11625 16991 24817 32781 38673 43580 50389 56197 61263 67546 74297 5429 11631 17096 24872 32813 38702 43667 50514 56201 61350 67558 74342 5430 11714 17117 24901 32880 38720 43704 50557 56396 61741 67626 74349 5537 11772 17164 25040 32935 38814 43878 50657 56435 61754 67690 74381 5543 11787 17606 25056 33116 38970 43880 50687 56799 61786 67697 74391 5596 11825 17809 25121 33157 39044 44026 50695 56849 61832 67817 74566 5609 11899 17891 25227 33185 39159 44042 50880 56863 62021 68019 74640 5653 12099 17961 25282 33241 39174 44217 50920 56880 62052 68020 74857 6062 12109 18028 25449 33334 39197 44343 51101 56919 62083 68076 74878 6079 12161 18054 25530 33364 39214 44761 51182 56992 62161 68120 74954 6146 12212 18203 25636 33389 39240 44834 51195 57087 62259 68211 74973 6221 12314 18220 25763 33668 39327 44943 51207 57099 62284 68285 6290 12337 18339 25777 33771 39358 45035 51418 57145 62363 68409 6396 12364 18413 25839 33822 39561 45088 51596 57196 62455 68564 6483 12462 18524 25973 33854 39601 45181 51706 57226 62502 68580 Afgreiðsla vinninga hefst þann 21. mars 2011 Birt án ábyrgðar um prentvillur - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.