Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Mikill mannfjöldi fylgdist með hinum hefð- bundnu skrúðgöngum, sem hófust á mánudag og lauk snemma í gærmorgun, á leikvanginum Sambadrome á kjötkveðjuhátíðinni í Ríó. Salgu- varlega en knattsp munu hafa komið bæst í hóp íbúanna þúsund lögreglum eiro-sambaskólinn gerði foldgnátt líkan af King Kong með Empire State-bygginguna í fanginu. Veitt eru verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í göngunni og mun keppnin ekki síður tekin al- Mögnuð skrautsýning sett á svið Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, rak í gær Birthe Rønn Hornbech úr embætti ráðherra málefna innflytjenda og kirkjumála. Rønn varð að falli að ráðuneyti hennar braut lög og gekk gegn tveimur sáttmálum Sameinuðu þjóð- anna þegar það neitaði að minnsta kosti 24 ungum Palestínumönnum án ríkisfang um ríkisborgararétt. Samkvæmt barnasáttmálanum og réttindasáttmála SÞ frá 1961 eiga ungmenni án ríkisfangs sem fædd eru í Danmörku rétt á að verða ríkis- borgarar og gildir þá einu þótt þau uppfylli ekki kröfur um til dæmis tungumálakunnáttu og þekkingu á danskri menningu. Ráðuneyti Rønn vissi að brotið hefði verið gegn þess- um sáttmálum en aðhafðist ekki í heilt ár eftir að það uppgötvaðist. Við af Rønn tekur Søren Pind, sem bloggaði 2008 að hann „nennti ekki að hlusta á meira mas um aðlög- un“ innflytjenda. Þá hættir Tine Ne- dergård menntamálráðherra af per- sónulegum ástæðum og Troels Lund Poulsen hættir sem skattamálaráð- herra og tekur við menntamálunum. Per Stig Møller menningarmálaráð- herra bætir við sig kirkjumálunum. Peter Christensen úr Venstre verð- ur skattamálaráðherra. Ráðherra- kapall í Kaup- mannahöfn  Ráðherra innflytjendamála rekinn Lars Løkke Rasmussen Birthe Rønn Hornbech Franskur dómstóll frestaði í gær réttarhöldum á hendur Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakk- lands, sem gefið er að sök að hafa dregið sér fé þegar hann var borg- arstjóri í París á tíunda áratug lið- innar aldar og notað féð til að borga starfsmönnum flokks síns. Dominique Pauthe dómari sagði að málflutningur yrði stöðvaður til þess að kanna mætti hvort stæðist stjórnarskrá að taka fyrir tiltekin ákæruatriði þrátt fyrir að næstum tveir áratugir væru liðnir frá því að brotin ættu að hafa verið fram- in. Chirac var borgarstjóri í París frá 1977 til 1995 og forseti frá 1995 til 2007. Chirac hefur sagt að sú spilling, sem lýst er í ákærunni á hendur sér, hafi átt sér stað, en hann hafi ekki vitað af henni. Chirac er fyrsti forseti Frakk- lands, sem dreginn er fyrir dóm, frá því Philippe Pétain marskálkur var dæmdur fyrir landráð eftir heimsstyrjöldina síðari. kbl@mbl.is Réttarhöldum yfir Chirac frestað  Kanna hvort standist stjórnarskrá Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Vaxandi stuðningur er við tillöguna um að sett verði flugbann yfir Líbíu til að koma í veg fyrir frekari blóðs- úthellingar og stöðva loftárásir á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Framkvæmdastjóri OIC, sam- taka múslímaríkja, Ekmeleddin Ihs- anoglu, sagði þau styðja tillöguna. „Við tökum undir beiðnina um flug- bann yfir Líbíu og hvetjum öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna til að gera skyldu sína í því máli,“ sagði Ihs- anoglu á fundi 57 aðildarríkja sam- takanna um málið. Hann lagði þó áherslu á að samtökin legðust gegn hvers konar íhlutun sem fæli í sér landhernað í Líbíu. Áður hafði samstarfsráð sex Persaflóaríkja, m.a. Bareins og Óm- ans, hvatt öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að „gera allar nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að vernda borgarana, m.a. setja flugbann yfir Líbíu“. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Arababandalagsins ætla að koma saman í Kaíró á laugardag til að ræða tillöguna um flugbann yfir Líbíu og fleiri ráðstafanir til að vernda íbúa landsins. Arababanda- lagið hafnaði í vikunni sem leið hvers konar hernaðaríhlutun í Líbíu en Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í fyrradag að leið- togar bandalagsins væru nú hlynntir því að öryggisráðið samþykkti flug- bann. Stjórnarerindrekar sögðu að Bretar og Frakkar hygðust leggja fram tillögu um flugbann í öryggis- ráðinu síðar í vikunni eða í næstu viku. Líklegt þykir þó að Kínverjar og Rússar, sem eru með neitunar- vald í ráðinu, leggist gegn flugbanni. Bandarísk stjórnvöld segjast vera að íhuga möguleikann á flug- banni en hafa bent á að til að fram- fylgja því þurfi fyrst að gera loft- árásir á loftvarnastöðvar Líbíuhers. Treg til að senda vopn Áhrifamiklir þingmenn og fyrr- verandi embættismenn í Was- hington hafa hvatt Bandaríkjastjórn til að sjá uppreisnarmönnum í Líbíu fyrir vopnum en hún virtist í gær vera treg til að vopna uppreisnar- hreyfingar sem lítið er vitað um. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði að of snemmt væri að ræða þann möguleika að senda uppreisnar- mönnunum vopn. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að líklega þyrfti öryggisráð SÞ að samþykkja slíka íhlutun. Willam Hague, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði að stuðningur arabalanda og Afríkuríkja skipti sköpum um það hvort flugbann yrði sett yfir Líbíu og líklega þyrfti ástandið í landinu að versna til að samstaða næðist um bannið. Hague sagði að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna þyrfti að samþykkja flugbannið með sérstakri ályktun og bandarísk stjórnvöld eru á sama máli. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, lagði áherslu á að flugbann kæmi ekki til greina án samþykkis öryggisráðsins. „Ég get ekki ímynd- að mér að Sameinuðu þjóðirnar sitji aðgerðalausar ef Gaddafi og stjórn hans halda áfram árásum sínum á eigin þjóð,“ sagði hann. Stuðningsmenn tillögunnar um flugbann segja slíka íhlutun rétt- lætanlega og nauðsynlega vegna þess að öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna beri skylda til að vernda íbúa Líbíu. Flugbann var sett yfir suður- hluta Íraks eftir fyrri Persaflóa- Aukinn stuðningur við flugbann  Samstaða um að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna myndi þurfa að samþykkja flugbann yfir Líbíu  Arabaríki við Persaflóa og samtök múslímaríkja hlynnt því að öryggisráðið samþykki flugbann 200 km LOFTÁRÁSIR OG ÁTÖK Í LÍBÍU L Í B Í A Heimildir: Reuters, World Energy Atlas Bin Jawad Öryggis- sveitir Gaddafis komu skriðdrekum fyrir nálægt bænum eftir að hafa náð honum á sitt vald Zawiyah Liðsmenn Gaddafis umkringdu bæinn og gerðu sprengjuárásir á hann Ras Lanuf Herþotur Gaddafis héldu áfram loftárásum á olíubæinn í gær til að stöðva sókn uppreisnarmanna í vestur Sirte Sarir Tobruk Ajdabiyah Brega Sabratha Tripolí Nalut Zuara Misrata Benghazi TÚ N IS EG Y P TA LA N D Miðjarðarhaf Á valdi uppreisnarmanna Óljós staðaÁ valdi stjórnarinnarOlíusvæði Leiðslur Hörð átök » Flugher Líbíu gerði í gær nokkrar loftárásir á olíubæinn Ras Lanuf. Meðal annars var flugskeyti skotið á íbúðahverfi en ekki var skýrt frá mannfalli í þeirri árás. » Hörð átök geisuðu einnig milli uppreisnarmanna og stuðningsmanna Muammars Gaddafis milli Ras Lanuf og bæjarins Bin Jawad. Milljónir manna tóku þátt í glaumi og gleði á vel vaktaðri kjötkveðjuhátíð í Ríó de Jane
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.