Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Umkringdur Jón Gnarr borgarstjóri var umkringdur í ráðhúsinu í gær þegar leikskólastjóra dreif þar að í meðmælagöngu sinni til að mæla með því að hætt verði við sameiningar leikskóla í borginni. Lögðu þeir fyrir fætur borgarstjóra spjöld sem á voru letruð einkunnarorð hvers skóla fyrir sig til að sýna á táknrænan hátt hversu ólíkir skólarnir eru sem stendur til að sameina. Golli Allt frá stofnun lýðveldisins hefur Ísland verið í hópi hefðbund- inna lýðræðis- ríkja þar sem stjórnskipanin byggist á þrí- skiptingu valds- ins: Alþingi setur þegnunum lög, framkvæmda- valdið framfylgir þeim og dómsvaldið sér um að rétta af kúrsinn þegar lög eru brotin. En svo breyttist allt. Siðleysingjar hrifsuðu til sín tauma efnahagslífsins og lögðu landið í rúst. Þegar fyrsta áfallið var yfirgengið reis almenningur upp og krafðist nýs Íslands. „Burt með vanhæfa ríkisstjórn“ hrópaði lýðurinn á Austur- velli og kveikti elda. Sið- væðingar var krafist, ekki bara í viðskiptalífinu heldur einnig stjórnmálunum. Langar skýrslur voru skrif- aðar um orsök falls efna- hagslífsins en lítið hefur far- ið fyrir umbótum á grundvelli þeirra. Í um- rótinu sem upp kom náðu valdasjúkir lýðskrumarar fótfestu. Ný ríkisstjórn var kosin undir kjörorðinu „gagnsæi og heiðarleiki“. Út með spillinguna var lofað. Skjaldborg um heimilin var lofað. Endurnýjun trausts umheimsins var lofað. Hverjar hafa svo efndirnar orðið? Öll loforð hafa verið svikin katagórískt. Samfylk- ingin sem þegið hefur allt sitt frá bófunum sem keyrðu landið í þrot situr sem fast- ast á valdastólum sínum og hegðar sér nú eins og hrein mey á útihátíð; tilbúin að gefa dýrasta djásnið. Vinstri græn hafa helst til frægðar unnið að svíkja öll sín kosn- ingaloforð. Fram að setu í ríkisstjórn hafði flokkurinn orð á sér fyrir heiðarleika, en lítið fer fyrir þeim eigin- leika um þessar mundir. Þetta er í stuttu máli saga síðustu tveggja ára þótt at- riði eins og aðgerðaleysi í atvinnumálum og fólksflótti af landinu séu einnig ofar- lega á afrekaskrá þessarar „fyrstu hreinu vinstri- stjórnar“ sem hér gengur í takt við allar aðrar slíkar stjórnir. Snemma á ferli þessarar ríkisstjórnar varð vart við ofríki hennar gagnvart þing- heimi. Ógleymanleg er at- kvæðagreiðslan um umsókn að Evrópusambandinu, þar sem nokkrir þingmenn Vinstri grænna greiddu kjökrandi atkvæði með til- lögunni. Við þá afgreiðslu urðu vatnaskil fyrir þing- flokk þann. Heiðarleika og hugsjónum var varpað fyrir róða en valdið afhent Sam- fylkingunni fyrir fullt og allt. Enginn rís undir slíkum svikum. Við þetta má nú flokkurinn búa. Með afsali hugsjónanna voru mörkin milli þings og framkvæmda- valds afnumin og þingið er nú djúpt í vasa ríkisstjórn- arinnar. Dauðakippir „hug- sjónafólksins“ minna aðeins á voðaverkið. Og þá var röðin komin að hinu víginu. Næsta fórnar- lamb alræðisstjórnarinnar er dómsvaldið. Árásir á dómstólana eru daglegt brauð og ganga þar fremstir forsætisráðherra og dóms- og innanríkis- ráðherra. Falli dómar ekki ráðherr- um í hag eru dyggustu stuðnings- menn stjórn- arinnar send- ir út á torg, hrópandi „lagatæknar – pólitískir dómarar – siðleysingjar“. Siðleysi hrópendanna er þó sýnileg- ast. Einhvern tíma hefði heyrst sagt „heggur sá er hlífa skyldi“, en ekki núna. Nýjasta atlaga skötuhjú- anna beinist að Hæstarétti landsins sem vogaði sér að dæma gæluverkefni for- sætisráðherrans, stjórnlaga- þingið, ógilt. Þetta er annar dómur af tveimur sem fallið hafa gegn ráðherravaldinu, en varla sá síðasti. Klúður á klúður ofan varð til þess að rétturinn komst ekki hjá því að taka þessa afstöðu. Sex dómarar sammála. En ein- ræðisherrann í brúnni sætt- ir sig ekki við að landslög nái til verka ríkisstjórnar- innar. Nú eiga hinir hand- járnuðu þrælar á Alþingi að afhenda stjórninni þriðja valdið og dæma Hæstarétt ógildan. Engu skiptir í um- ræðunni að dómarar dæma eftir lögum. Lögum sem sett hafa verið af Alþingi. Auð- vitað má halda því fram – og upphrópanirnar bera það með sér – að alviturt alræð- isvaldið sé hæfast til að hafa vit fyrir okkur. Það tókst svo bærilega í Ráðstjórnar- ríkjunum. En ættum við þá ekki bara að viðurkenna að hér ríkir alræðisstjórn og leggja af óþarfa stofnanir eins og Alþingi sem stritar við að semja lög sem ekki þarf að fara eftir? Sparnaður við að leggja Alþingi niður yrði 2.994 milljónir á ári samkvæmt nýjustu fjárlögum, en sparnaður er ekki á hug- takalista ríkisstjórnarinnar og auðvitað er óhugsandi að hún fari að leggja áróðurs- maskínu sína niður. Hún er einræðisherrunum ómiss- andi. Þegar horft er yfir sviðið er ekki að sjá mikinn mun á vinnubrögðum ríkis- stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna og þeim ein- ræðisstjórnum sem berjast fyrir lífi sínu um alla norð- anverða Afríku þessa dag- ana. Valdahungrið er hið sama en kannski ekki eins mikið blóð … og þó. At- vinnulausum, heimilis- lausum og landflótta Íslend- ingum blæðir undan verkum ríkisstjórnarinnar. Og sið- leysið er hér jafnvel meira því hér fara stjórnvöld fram undir gauðrifnum fána „lýð- ræðis“. Hræsnin speglast í öfugmælunum „norræn vel- ferðarstjórn“. Eftir Ragnhildi Kolka »Eldsneytis- skortur háir ekki ríkisstjórn Jóhönnu og Stein- gríms J. á meðan valdahungur knýr aflvél hennar áfram. Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. Allt vald á einni hendi Fyrir skömmu rituðu 37 vísindamenn, undir forystu Eiríks Stein- grímssonar prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, þingmönnum umvöndunarbréf sakir fram kominnar tillögu til þingsályktunar sem mið- ar að því að útiræktun erfðabreyttra (eb) lífvera verði ekki heimiluð hér á landi frá og með árinu 2012. Í því segir að „engin hætta er talin stafa af slíkri ræktun“, að áhyggj- ur tillögunnar séu „byggðar að veru- legu leyti á misskilningi, vanþekkingu, fordómum eða hagsmunum“ og að greinargerð með henni sé „að mestu leyti röng“. Þingmenn eru hirtir fyrir ófagleg vinnubrögð. Í stað þess að byggja tillöguna á áliti þeirra sem hvorki hafa skilning né fag- þekkingu eru þingmenn hvattir til að leita til „þeirra mörgu fræðimanna sem eru vel að sér um málefnið“. Er aug- ljóst að Eiríkur telur sveit sína falla undir þá skilgreiningu og er þá skammt úr leiðsögn þeirra í orð hinnar helgu bókar: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisvein- ar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“ (Jóh. 8. kap., 31-32. v.) Látum þingmenn svara fyrir sig, en skoðum nánar málflutning Eiríks og félaga. Hvað veldur því að 37 vísinda- mönnum er ókunnugt um tugi rit- rýndra rannsókna þess efnis að slepp- ing eb-lífvera kunni að valda víðtækri mengun umhverfis og skaðlegum áhrif- um á aðrar lífverur? Er hugsanlegt að pólitík hafi óvart orkað á prófessor Ei- rík í sjónvarpsviðtali í tilefni umrædds bréfs, er hann segir „engar sérstakar vísindalegar ástæður“ en meira „póli- tískar“ liggja að baki banni við úti- ræktun eb-plantna? Þar var þó sann- arlega ljóst að niðurstöður vísindarannsókna G.E. Sér- alini o.fl. (2009) á 3 maí- syrkjum, sem ætluð voru til manneldis og fóðrunar, voru ástæða þess að fjöldi Evr- ópulanda bannar ræktun á erfðabreyttum maís? Og hvað styður þá djörfu fullyrðingu Eiríks og félaga að ónákvæmni erfðainn- skota hafi „engar alvarlegar afleiðingar fyrir umhverf- ið“? Gögn um rannsóknir þess efnis væru vel þegin, en óþarfi að láta sem það sé óumdeilt, því vísindamenn hafa bent á að við innskot kunni að verða gríðarleg röskun á erfðamengi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lífveruna og áhrif hennar á umhverfið (Wilson o.fl. 2004). Hvað rekur Eirík til að staðhæfa að „allar vísindalegar rannsóknir sem gerðar hafa verið“ bendi til þess að „ekki sé neinn fótur fyrir því að eb- lífverur séu að valda skaða“, þegar fyr- ir liggur fjöldi rannsókna sem bendir til ofnæmis- og eituráhrifa á til- raunadýr og búfé (m.a. Malatesta o.fl., Prescott o.fl., Pusztai o.fl., Séralini o.fl.)? Því verður a.m.k. ekki á móti mælt að umhverfis- og heilsufarsáhrif eb- lífvera eru mjög umdeild þótt sjálf- stæðar rannsóknir eigi á brattann að sækja gegn ægivaldi líftæknifyrir- tækja. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna (útg. 2008) sem 400 vísindamenn sömdu og stjórnvöld 58 ríkja árituðu er rót nokkurra helstu vandamála í land- búnaði rakin til ræktunar eb-plantna. Hvað er þá annað eftir til málsbóta úti- ræktun eb-plantna en sérhagsmunir líf- tæknifyrirtækja? Athygli vekur hve árás Eiríks og fé- laga á umrædda þingsályktunartillögu ber svipmót af ógnum sem sjálfstæðir vísindamenn og stjórnvöld víða um heim hafa mátt þola af hálfu líftækni- fyrirtækja og vísindamanna í þjónustu þeirra fyrir þá sök eina að hafa leitt fram rannsóknir sem benda til hættu sem umhverfi og heilsu kann að stafa af sleppingu eb-lífvera. Athyglisvert er að Eiríkur og félagar telji sig þurfa að sverja af sér hagsmunatengsl við ORF líftækni, en viðurkenna þó að nokkrir þeirra hafi atvinnu af rannsóknum með eb-lífverur. Margir þeirra starfa í stofnunum sem a.m.k. til skamms tíma voru samningsbundnar ORF um fræðslu, rannsóknir, þróun og jafnvel markaðsmál. Og a.m.k. fimm þeirra starfa hjá Landbúnaðarháskóla Íslands sem unnið hefur náið með ORF og var lengi vel hluthafi í fyrirtækinu. Þá benti prófessor Eiríkur á að af efna- hagslegum ástæðum væri rangt að banna útiræktun eb-plantna og notaði ítrekað starfsemi ORF til að réttlæta mál sitt. Í anda hins göfuga vísindamarkmiðs að skilja orsakir heimsins fyrirbæra – rerum cognoscere causas – hljótum við að spyrja hvað valdi þeirri ónákvæmni sem málflutningur Eiríks og hans ágæta föruneytis ber vott um. Tæpast er það landfræðileg einangrun. Er hugsanlegt að kenna megi um þekking- arskorti eða léttvægu mati þeirra á varúðarreglunni? Hvort tveggja yrði talið íslensku vísindasamfélagi til vansa, ef rétt reyndist. En síst er svo illa ígrunduð ráðgjöf til þess fallin að draga úr meintri ófaglegri meðferð mála á hinu háa Alþingi. Silkislegið yf- irvarp óháðra vísinda fær því miður ekki dulið kröfur Eiríks og félaga um að löggjafarvaldið gangi erinda sér- hagsmuna – í máli sem í ríkum mæli varðar heill þjóðar og umhverfis henn- ar. Það er miður, eftir allt sem á undan er gengið í landi voru. Eftir Gunnar Ágúst Gunnarsson »Hvað er þá annað eftir til málsbóta útiræktun erfðabreyttra plantna en sérhagsmunir líftæknifyrirtækja? Gunnar Ágúst Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Vísindamenn í fjötrum sérhagsmuna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.