Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Ragna frænka er látin, södd lífdaga. Hún var systir móðurafa míns, Sigurðar Norðdahl, og var einstaklega hlý og góð frænka. Mér hefur alltaf þótt mikið til Rögnu koma og er ekki frá því að hún hafi verið ein af fyrstu fem- ínistum Íslands. Hún sýndi alla vega mikinn skörungsskap og sjálfstæði á tímum sem konur höfðu sig ekki mikið í frammi. Hún og móðuramma mín, Guðný Jónsdóttir, voru vinkonur úti í Kaupmannahöfn rétt fyrir seinni heimsstyrjöld. Þegar stríð- ið brast á fór amma heim með svokölluðum Petsamó-förum en Ragna varð eftir í Danmörku öll stríðsárin og vann þar á vegum Rauða krossins sem hjúkrunar- kona. Ég hef heyrt frásagnir frá þessum tímum, bæði frá ömmu og Rögnu. Þessar frásagnir hafa síðan gengið manna á milli í fjöl- skyldunni þ.e.a.s. ég fer eflaust ekki alveg hárrétt með, en sagan segir að Ragna hafi verið trúlofuð dönskum manni og að það hafi verið búið að tilkynna trúlofunina opinberlega. Ragna komst hins vegar að því að þessi maður var hliðhollur nasistum, hún sleit því trúlofuninni en það var alveg einsdæmi á þessum tímum. Það fylgdi svo sögunni að tilvonandi tengdapabbi hennar hefði alltaf virt þessa ákvörðun við hana. Hún sagði mér eitt sinn frá því að hún leigði með danskri stúlku í Kaupmannahöfn. Þessi stúlka hafði átt vingott við þýskan her- mann á stríðsárunum. Stuttu eft- ir stríð vöknuðu þær við að inn braust hópur ungra Dana sem Ragna Norðdahl ✝ Ragna Sig-urbjörg Guð- mundsdóttir Norð- dahl fæddist að Geithálsi í Mosfells- sveit 7. maí 1908. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 13. febrúar 2011. Útför Rögnu var gerð frá Hallgríms- kirkju 1. mars 2011. réðst á þennan með- leigjanda hennar, krúnurökuðu hana og fóru síðan út. Þessi frásögn er eins og eitthvað sem maður les um í sögu- bókum en þetta lifði Ragna, samtíma- kona okkar, og er áminning um hversu stutt er síðan þessir atburðir gerðust. Þegar ég var barn heimsótti ég Rögnu oft á heimili hennar við Kleppsveginn. Það var mikil æv- intýraveröld, heimilið eins og dúkkuheimili, rókokkó-húsgögn og ótal litlar styttur. Hún var allt- af svo glöð að sjá mig og tók svo vel á móti mér. Ég man að hún sagði svo oft: En hvað þú ert fal- leg! Þú ert svo lík mér! Já, hún átti til að segja alveg óborganlega hluti. Til dæmis þegar hún óskaði mér til hamingju með brúðkaup mitt þá sagði hún að það borgaði sig fyrir ungar stúlkur að gifta sig, það væri ómögulegt að hafa svona hluti ekki fastskráða. Síðan þegar ég skildi þá sagði hún mér að það kynni aldrei góðri lukku að stýra í hjónabandi þegar kon- an væri meira menntuð en karl- inn! Eitt sinn þegar við frænk- urnar vorum samankomnar, í einu af fjölmörgum frænkuboð- um, og tvær okkar nýlega frá- skildar, þá sagði hún þessa fleygu setningu: já, karlmenn, þeir eru ágætir … svona til dægrardval- ar! Ragna var ekki bara lífsreynd og skemmtileg, hún var líka skörp og ern. Hún brá fyrir sig ensku eins og ekkert væri og fór allra sinna ferða í strætó langt fram undir nírætt. Hin síðustu ár var eins og hún hefði hætt þátt- töku í þessu jarðneska lífi enda hlýtur það að vera erfitt hlut- skipti að horfa á eftir öllu sínu samferðafólki. Hún hefur nú kvatt þennan heim og við sem eft- ir lifum getum ornað okkur við minningu um einstaka frænku og konu. Megi hún hvíla í friði. Guðný Einarsdóttir. Hún Gunna hans Guðna er horfin úr þessu jarðlífi. Gunna hans Guðna eins og hún var alltaf kölluð í minni fjölskyldu. Hún var gift Guðna Ársælssyni, föðurbróð- ur mínum. Guðni lést langt fyrir aldur fram árið 1989. Hann var ógleymanlegur karakter, síhlæj- andi dugnaðarforkur. Í æsku- minningum mínum eiga þau stór- an part. Þau voru dugleg að koma í heimsókn í Bakkakot um helgar og gistu þá oftast, og þá var nú glatt á hjalla, mikið hlegið, sungið og spjallað og aldrei féll Guðna verk úr hendi. Minningarnar hlaðast upp þeg- ar ég hugsa til þín, Gunna mín. Þú varst gleðipinni, hrókur alls fagn- aðar. Það var einhvern veginn þannig að þegar Gunna birtist þá lýstist alt upp, alltaf kát og hress, alltaf vel tilhöfð. Fermingarveisl- ur, stórafmæli, fjölskyldusam- komur í Bakkakoti, alltaf mættu Gunna og Guðni og eftir hans dag Guðrún Magnea Jóhannesdóttir ✝ Guðrún Magn-ea Jóhann- esdóttir fæddist í Viðvík við Laug- arnesveg 80 í Reykjavík 5. sept- ember 1922. Hún lést á heimili sínu, Gullsmára 7, Kópa- vogi, 16. febrúar 2011. Guðrún var jarð- sungin frá Digra- neskirkju 28. febrúar 2011. þá mætti Gunna. Það er mér ógleymanlegt þegar Gunna og Sigga frænka mættu í 40 ára afmælið mitt, þú sem varst svo bíl- hrædd lagðir á þig langt ferðalag fyrir mig, mér þótti afar vænt um það. Gunna var ákaflega barn- góð og hafði sérstakt lag á börnum. Hún talaði við þau sem jafningja, því kynntist ég af eigin raun og síðar í gegnum börn- in mín. Gunna var „uppáhalds- frænka“ á mínu heimili. Elsku Gunna mín, ég brosi og ég hlæ þegar ég minnist þín, vegna þess að þú fékkst mann al- taf til að brosa. Það var orðin hefð fyrir því að Gunna og Sigga frænka kæmu á haustin og gerðu slátur með mér og mömmu, það ríkti gífurleg eft- irvænting á heimilinu þegar leið að komu þeirra, sérstaklega hjá krökkunum. Hvenær koma „Gunnurnar“? spurði yngsta dótt- ir mín stöðugt. Þú varst svo hlý og gafst svo mikið af þér, alltaf að segja sögur af barnabörnunum þínum sem voru þér svo kær og nokkra brandara inn á milli, því þú varst húmoristi og gast alltaf séð spaugilegu hliðina á öllu í kringum þig. Mér er minnisstætt þegar ég var lítil og kom með pabba á Hrísateiginn til Gunnu og Guðna, þá stökk Guðni frændi út í ísbúð- ina sem var beint á móti húsinu ykkar og keypti ís. Þegar farið var til Reykjavíkur var nánast alltaf komið við hjá þeim hjónum á Hrísateiginn. Þar áttu þau fallegt og snyrtilegt heimili sem alltaf var jafn gaman að koma á og finna hve velkominn maður var. Elsku Gunna, ég mun aldrei gleyma þér og minninguna um frábæran karakter, lífsglaða, hreinskilna, heilsteypta, blátt áfram manneskju sem öllum vildi vel og reyndi ætíð að láta gott af sér leiða mun ég geyma í hjarta mínu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég trúi á líf eftir dauðann. Ég sé fyrir mér elskulegan frænda minn, Guðna þegar þið hittist á ný hinum meg- in, það verða fagnaðarfundir. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég Áslaugu, Ragn- heiði og fjölskyldum þeirra svo og öllum aðstandendum Guðrúnar. Megi almáttugur guð styrkja ykk- ur og styðja. Halla Bjarnadóttir og fjölskylda. Gunna hefur alltaf verið besta vinkona mömmu. Eða allavega frá því ég man eftir. Þess vegna varð hún líka vinkona mín eins og ég sá þetta með mínum barnsaugum. Nú er hún dáin aðeins tveimur vikum eftir að systir hennar, Kata, fór yfir móðuna miklu. Ekki lang- ur tími á milli enda var oft stutt á milli þeirra en þær bjuggu lengi í sama húsi á Hrísateig 33. Mamma var, eins og liggur í eðli hlutarins, mjög oft í heimsókn hjá Gunnu og Guðna (manninum hennar) og ég fylgdi með. En hjá Gunnu fékk ég að haga mér eins og ég vildi. Þótti stundum ekki húsum hæfur en alltaf velkominn til Gunnu! Eldhúsið var stórkostlegt æv- intýraland með skúffum, hveiti, sykri, hrísgrjónum og ég veit ekki hvað. Fullt af pottum, pönnum, sleifum og alls konar. Ég fékk að leika mér að þessu öllu saman án tiltals. Miklu meira en til samans í öllum öðrum eldhúsum borarinn- ar. Fékk reyndar hvergi að gramsa eins mikið og hjá Gunnu. Hún gerði sér ekki rellu úr þessu, frekar hvatti mig til dáða. Gunna brosti og hló líka mjög mikið. Þetta var bráðsmitandi og ég er nokkuð viss að hún hefur sömu áhrif þar sem hún er núna. Hægt að segja að hún hafi verið léttlynd með afbrigðum. Allavega þegar ég sá til. Þess vegna batnaði skapið alltaf verulega þegar hún var nálægt. Alltaf fullt af gestum og gang- andi hjá Gunnu, spilað á spil og sungið. Gunna var liðtækur málari og gat, ef hún vildi, málað eins og Ás- grímur. Var með sýningar og svo- leiðs. Hún var líka í verslunarrekstri og rak blómabúð á Hlemmi í mörg ár og hannyrðabúð á horninu á Hrísateig og Laugalæk. Heim- sótti hana oft í búðirnar. Alltaf vel- kominn og alltaf gaman. Margt af því sem ég hef upp- lifað hefur verið tengt Gunnu og mér finnt sárt að hún sé farin. Mömmu finnst það líka. En ég er glaður fyrir allar góðu minning- arnar og léttleika tilverunnar ná- lægt henni. Ég, Inesa og börnin vottum að- standendum og vinum samúð okk- ar. Jóhann Valbjörn Ólafsson. Elsku Erna mín. Mér brá við þegar mamma hringdi og sagði mér að þú værir farin úr þessu jarðlífi. Veikindi þín gerðu það að verkum að ég hefði ekki átt að láta mér bregða en einhvern veginn er það samt þannig að manni finnst aldrei að tíminn sé kominn. Erna Sigurjónsdóttir ✝ Erna Sig-urjónsdóttir fæddist á Akureyri 10. maí 1938. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hlíð 14. febr- úar 2011. Erna var jarð- sungin frá Ak- ureyrarkirkju 25. febrúar 2011. Jarð- sett var í Lög- mannshlíð. Minning mín um þig er svo falleg og ljúf. Þú, þessi in- dæla og góða kona, alltaf kát og glöð. Það var svo gaman þegar þið Sævar voruð að koma í Tjarnir. Alltaf líf og fjör í kringum ykk- ur. Og þú að hjálpa mömmu við elda- mennsku, uppvask og annað sem til féll á sveita- heimilinu. Alltaf svo hjálpsöm. Þakka þér fyrir þennan tíma sem við áttum samleið, Erna mín. Elsu Sævar, Solla, Sirra, Þór- dís og fjölskyldur. Ég votta ykk- ur samúð mína og bið góðan Guð að varðveita ykkur. Með virðingu, Halla Kjartansdóttir. „Afi, þú ert svo mikill lagari,“ mun ég víst einhvern tímann hafa sagt þegar ég var yngri. Þetta rifjaði afi stundum upp með mér og þótt ég myndi kannski orða þetta á annan hátt í dag voru þetta orð að sönnu. Þegar eitthvað bilaði á okkar heimili voru viðbrögð okkar gjarnan að hringja í afa, sem var rafvirki að mennt, og at- huga hvort hann gæti lagað það. Oftar en ekki tókst honum það. Við Hlíf höfum ekki tölu á því hve oft hann gerði við bílinn okkar og nú kvíði ég því þegar mælaborðið bilar næst. Við afi náðum ekki saman á sérsviði hans, hann var stundum hissa á því hversu mikill klunni ég gat verið. Hins vegar fylgdist hann vel með mér og því sem ég hafði fyrir stafni hverju sinni. Við spjölluðum margoft um ís- lenskt mál, sér í lagi eftir að ég var byrjaður í námi í málfræði. Hann hlustaði vel eftir máli annarra og velti fyrir sér hvers vegna sumir segðu hitt eða þetta. Það var síðast um jólin Sigurður Sverrir Einarsson ✝ SigurðurSverrir Ein- arsson fæddist á Neðri-Flankastöð- um í Miðneshreppi 27. maí 1934. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 11. febrúar 2011. Sigurður var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 22. febrúar 2011. sem við ræddum um aukafallsfrum- lög í íslensku. Ég gleymi því ekki hve vel afi og amma reyndust þegar pabbi fékk krabbamein og lagðist inn á sjúkrahús fyrir tíu árum. Þetta var um það leyti sem Gylfi bróðir fermdist og mikið álag á okkur öllum. Þá var gott að geta treyst á þau. Afi var ekki mjög mann- blendinn eða margorður maður og að því leyti voru þau amma ólík. Það var líklega ekki fyrr en við fráfall hennar fyrir þremur árum sem ég áttaði mig á því hve kær þau voru hvort öðru. Dauði hennar var afa mikill harmur. Eftir þetta varð sam- band okkar nánara og var það þó gott fyrir. Ég hef á tilfinn- ingunni að hið sama eigi við um samband hans við fleiri í fjöl- skyldunni. Nú þegar afi er dáinn hugsa ég til húmorsins sem gat alveg gengið fram af sumum. Hann gladdist mjög þegar ég sagði honum að við Hlíf ættum von á barni, en svo sagði hann: „Hvernig fóruð þið að því?“ Ég rifja líka upp að pabbi benti mér eitt sinn á að afi talaði aldr- ei illa um aðra. Eftir því sem ég best veit var það rétt hjá hon- um. Fáa mannkosti veit ég betri. En nú hefur þetta snúist upp í lofræðu um afa. Það hefði honum ekki líkað. Einar Freyr Sigurðsson. Sigurður Elli Guðnason f.v. flugstjóri, fæddist í Vestmannaeyjum 12. maí 1943. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. desember 2010. Okkur langar í fáeinum orð- um að kveðja samferðamann og félaga til nokkurra ára. Það sást fljótt að Siggi var enginn meðal Jón, heldur mjög greind- ur og gáfaður maður. Já, mjög Sigurður Elli Guðnason ✝ Sigurður ElliGuðnason, fv. flugstjóri, fæddist í Vestmannaeyjum 12. maí 1943. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. desem- ber 2010. Útför Sig- urðar Ella fór fram frá Kópavogskirkju 14. janúar 2011. nákvæmur og duglegur. En bar- áttan var hörð og enginn sigrar í þeirri lotu. En bakvið Sigga Ella, eins og hann vildi láta kalla sig, stóð eig- inkonan Guð- munda Kristins- dóttir, hans stoð og stytta. Við vilj- um þakka fyrir heimsóknir í sumarbústaðinn og öll samtölin í gegnum árin. Hafið þökk fyrir. Að lokum viljum við senda eft- irlifandi eiginkonu, dætrum, systkinum og öðrum ættingjum samúðarkveðjur. Megi minning- in lifa. Vinarkveðja, Jakob og Matthildur. Júlía Sæunn Hannesdóttir var níunda barn þeirra hjóna Hannesar Júl- íussonar, f. 1885, d. 1962, og Margrétar Einarsdóttur, f. 1886, d. 1942. Er hún einnig sú síðasta af þeim alsystkinunum sem kveður þennan heim. Hannes átti dótturina Dagnýju Björk, f. 1946, eftir lát Mar- grétar konu sinnar og býr Dagný á Skagaströnd. Júlía eða Lúlla eins og hún var alltaf kölluð giftist Davíð Höjgaard og átti með honum 4 börn. Margréti og Ólöfu – en tvo syni sína misstu þau í frum- bernsku. Lífið var ekki alltaf dans á rósum í þá daga en með dugnaði og elju stóðu þau sam- an í gengum súrt og sætt. Mikl- ir gleðiboltar voru líka dætur þeirra tvær og voru þeim hjón- um til mikillar blessunar. Hjá þeim hjónum átti svo Hannes faðir Lúllu fallegt ævikvöld og sá hún um hann í ellinni. Lúlla og Davíð þóttu einstaklega glæsileg hjón og hef ég oft heyrt þess getið á fullorðins- árum að eftir þeim hafi verið tekið á mannamótum. Systurn- ar þrjár Ásta, Ragna og Lúlla áttu allar heima á Suðurlands- brautinni þegar þær voru upp á sitt besta með allan krakka- skarann sinn 13 stk. alls en Ragna átti tvo yngstu syni sína eftir að hún flutti af Suður- Júlía Sæunn Hannesdóttir ✝ Júlía SæunnHannesdóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1929. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 18. febrúar 2011. Júlía Sæunn var jarðsungin frá Fossvogskirkju 25. febrúar 2011. landsbrautinni. Þetta var myndar- legur hópur og ekkert mál þó að einhver systirin brygði sér af bæ – sú næsta tók bara við og passaði allan skarann. Þetta var samhentur frænd- garður sem enn reynir að halda góðu sambandi sín á milli. Dætur þeirra hjóna þóttu með eindæmum uppá- tækjasamar og hressar og eru enn sagðar sögur af uppátækj- um þeirra og glaðlyndi. Þær hafa báðar ákaflega smitandi hlátur og er alveg ómögulegt annað en að kætast með þeim. Þær hafa svo sannarlega kennt mér að lífið verður miklu skemmtilegra þegar fólk er glaðlynt og hresst. Lúlla og Davíð voru fyrir stuttu búin að kaupa sér fallegt lítið raðhús við Hrafnistu í Hafnarfirðinum þegar Lúlla veiktist og var lögð inn á elliheimilið á Hrafnistu. Þar eyddi hún síðustu mánuð- unum og þó að Davíð hafi áfram búið í húsinu þeirra var hann alla daga hjá Lúllu sinni og hugsaði aðdáunarlega vel um hana og var henni alveg ein- staklega góður. Hann hefur misst mikið – meira en við skilj- um, þau sem yngri erum. Þetta voru hjón sem búin voru að eyða allri ævinni saman og orð- in eins og ein manneskja í lokin. Elsku Davíð, Magga og Ólöf. Við systkinin á Suðurlands- braut 95 sendum ykkur og fjöl- skyldum ykkar innilegar sam- úðarkveðjur. Við erum þakklát fyrir að fá að hafa Lúllu hjá okkur í þó þetta langan tíma. Hún lifir í minningu okkar Ingunn Jóna Óskarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.