Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 55
Teiknimyndin Rango erbýsna merkileg og heldurólík þeim sem maður á aðvenjast, þegar kemur að teiknimyndum sem eiga að höfða til allrar fjölskyldunnar, stórskemmti- legur hrærigrautur barna- og full- orðinsmyndar, gegnsýrður af kvik- myndavísunum. Myndin er undir sterkum áhrifum af vestrum með sínum sígildu hádegiseinvígum, enda birtist andi vestursins sögu- hetjunni í líki Clints Eastwoods í einu atriði myndarinnar og stappar í hana stálinu með spámannslegum heilræðum. Þá fylgir sagan að miklu leyti söguþræði kvikmyndar Romans Polanskis, Chinatown, auk þess sem sjá má vísanir í Stjörnu- stríð og Fear and Loathing in Las Vegas. Í þeirri síðastnefndu fór Jo- hnny Depp með aðalhlutverkið, hlutverk blaðamanns sem er undir áhrifum ofskynjunarlyfja og áfeng- is á ferð sinni um Bandaríkin. Depp leikur kamelljónið Rango í enskumælandi útgáfu teiknimynd- arinnar og á köflum mætti halda að kamelljónið væri á ofskynjunar- lyfjum, að myndin sé öll eitt sýru- tripp í höfði þess. Hvort leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur höfðu það í huga skal ósagt látið en gaman engu að síður að velta því fyrir sér. Rango segir af því er kamelljón í búri kastast út um afturglugga bif- reiðar eiganda síns og öðlast með því frelsi. Kamelljónið hittir fyrir djúpviturt beltisdýr sem ráðleggur því að halda út í Mojave-eyðimörk- ina og elta skugga sinn. Kamel- ljónið gerir það, hittir kveneðlu og fylgir henni að bænum Saur. Þar búa alls konar eyðimerkurkvikindi og tíminn virðist hafa staðið í stað allt frá tímum villta vestursins. Kamelljónið lýgur því að bæjar- búum að hann heiti Rango og sé stórhættulegur byssubrandur, hafi grandað sjö óþokkum með einni byssukúlu. Bærinn er í miklum vanda staddur því vatnsbirgðirnar hafa klárast og stefnir allt í að bæj- arbúar deyi úr þorsta. Bæjarstjór- inn, heldur skuggalegur náungi og ekki allur þar sem hann er séður, gerir Rango að skerfara og kamel- ljónið fær það verkefni að halda uppi lögum og reglum. Þegar vara- vatnsbirgðum bæjarins er stolið úr vatnsbankanum heldur Rango með hópi skotglaðra bæjarbúa í mikla glæfraför, ætlunin er að hafa uppi á þjófunum. Rango kemst fljótlega að því að að valdamikil kvikindi bera ábyrgð á vatnsskortinum. Rango er með eindæmum vel gerð teiknimynd, nostrað við smá- atriði í hverjum ramma. Litadýrðin er mikil og hugmyndaflugi teiknar- anna engin takmörk sett þegar kemur að hinum kostulegu og held- ur óhrjálegu Saurbæingum. Þá er myndin óvenjuvel hugsuð hvað varðar sjónarhorn og hraða fram- vindu (varla hægt að tala um klipp- ingar í teiknimynd, eða hvað?) og má þar nefna sérstaklega atriði þar sem haukur reynir að klófesta Rango í æsilegum eltingarleik. Hér er sígildu vestra-minni fylgt, þ.e. ókunnugur maður (kamelljón) kem- ur í bæinn, tekst á við aðalóþokk- ann og stendur að lokum uppi sem hetja. Það er hins vegar ástæða til að benda á að myndin gæti reynst fullóhugnanleg á köflum allra yngstu áhorfendum, fimm ára og yngri eða þar um bil, og sagan of flókin þegar líða tekur á myndina. Fullorðnir áhorfendur geta hlegið að öllum kvikmyndatilvísununum og bröndurum sem augljóslega eru ætlaðir þeim frekar en börnunum. Hér eru engin Disney-krúttlegheit á ferðinni, svo mikið er víst. Að lokum má geta þess að myndin er virkilega vel talsett af fjölda ís- lenskra leikara með Góa fremstan í flokki. Rango er afbragðs skemmtun og veisla fyrir þá sem kunna að meta metnaðarfullar teiknimyndir. Sýrutripp með kamelljóni Sambíóin, Smárabíó, Háskóla- bíó, Borgarbíó og Laugarásbíó Rango bbbbn Leikstjóri: Gore Verbinski. Aðalhlutverk í íslenskri talsetningu: Guðjón Davíð Karlsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Magnús Ólafsson og Jóhann Sigurðarson. 107 mín. Bandaríkin, 2011. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Hættuför Rango og gengi hans, grátt fyrir járnum, í leit að vatnsþjófunum. Rango kemur bænum Saur til bjargar í kostulegri teiknimynd leikstjórans Gore Verbinski, sem á m.a. að baki Pirates of the Caribbean-kvikmyndirnar. Undirritaður stakk geisla-disknum M ögn hikandi ígeislaspilarann í bílnumfyrir helgi. Hvaða ósköp skyldu koma úr hátölurunum? Ástæðan fyrir hikinu var mynd- skreytingin á disknum, lík í fjölda- gröfum gerð að samhverfu mynstri. Það mátti búast við einhverju ógn- vekjandi og sú varð raunin. Tónlistin þó býsna heillandi, myrk og minnir á hryllingsmyndatónlist. Alfred Hitchcock hefði orðið hrifinn. Rýnir átti von á því að Freddy Kruger kæmi óvænt inn í bílinn og risti hann á hol, slík voru áhrifin. Hamast á strengjum sellós- ins líkt og rista eigi í sundur, píanóið hamrað ákaft en inn á milli rólegheit og tregafull stemning. Malneiro- phrenia mun vera hugtak úr sál- fræði yfir það millibilsástand þegar maður er nývaknaður af martröð og greinir ekki mun á veruleika og draumi. Hljómborðsleikari Mal- neirophreniu, Gunnar Eggertsson, lýsti tónlistinni svo í viðtali við Morgunblaðið: „Óskilgreinanleg og föst á milli tveggja heima, martraðar og vöku, þungarokks og klassíkur.“ Varla hægt að lýsa því betur. Dálítið þreytandi til lengdar, hins vegar. Myrkir músíkdagar Geisladiskur Malneirophrenia - M bbbnn HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST Martröð Tríóið Malneirophrenia er milli tveggja heima og dregur upp myrkar myndir á breiðskífu sinni M sem tekin var upp í heimahúsi 2008. MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 RANGO ENSKT TAL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 RANGO ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 5:50 OKKAR EIGIN OSLÓ Sýnd kl. 6, 8 og 10 THE MECHANIC Sýnd kl. 8 og 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - ROGER EBERT HHHH - H.S. - MBL HHHH - Þ.Þ. - FT -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L OKKAR EIGIN OSLÓ LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L ROOMMATE KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 3.30 - 5.45 L RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 8 - 10.10 L THE MECHANIC KL. 10.30 16 HOW DO YOU KNOW KL. 3.30 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 3.30 L JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 L SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 6 L RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 8 - 10 L OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 6 - 8 - 10 L OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L ROOMMATE KL. 8 - 10 14 RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 5.40 L HOW DO YOU KNOW KL. 8 - 10.35 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.30 L 127 HOURS KL. 10.30 12 BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 16 GLERAUGU SELD SÉR -H.H., MBL-A.E.T., MBL SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI -H.S., MBL -Þ.Þ., FT Farðu inn á m.imdb.com og sjáðu umfjöllun um myndina. Skannaðu kóðann og þú gætir unnið miða á Battle: Los Angeles. Þú gætir unnið! Skannaðu hérna til að sækja 28 B arcode Scanner Skannaðu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.