Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Að sögn Krist- bjargar Leifs- dóttur, félags- ráðgjafa hjá Reykjanesbæ, fjölgar þeim í hverjum mánuði sem þurfa á fjár- hagsaðstoð að halda. Til dæmis hafi 130 manns fengið fram- færsluaðstoð í janúar á þessu ári en 142 í febrúar. Einnig fjölgi þeim sem þurfa aðstoð í lengri tíma. „Mesta breytingin hjá okkur er kannski sú að áður fékk fólk aðstoð í einn eða tvo mánuði en nú er það fast á fjárhagsaðstoð í ár eða leng- ur,“ segir Kristbjörg. Þetta sé m.a. fólk sem er búið að fullnýta bóta- réttinn hjá Vinnumálastofnun og yngri kynslóðin. „Það er stór hópur ungmenna sem var 18-19 ára þegar kreppan skall á og hefur aldrei komist út á vinnumarkaðinn og á engan bótarétt.“ Fólk orðið fast á fjárhagsaðstoð Kristbjörg Leifsdóttir „Málum hefur kannski ekki fjölgað svo mikið í heild, en þyngd- in er miklu meiri, tíminn sem fólk þarf á aðstoð að halda er að lengj- ast og það er miklu meira álag á starfsfólki sveitarfélag- anna,“ segir Gyða Hjartardóttir, fé- lagsþjónustufulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hún segir fjárhagsaðstoð sveitar- félaganna hafa margfaldast á und- anförnum árum en það sé raunar þróun sem fór af stað fyrir hrun. Þá hafi ástandið hjá þeim sem stóðu illa fyrir versnað til muna. Tvímælalaust hafi hjálpað að atvinnuleysisbóta- rétturinn var lengdur í fjögur ár en tölur um atvinnuleysi gefi skakka mynd þar sem þeir sem séu án bóta- réttar séu ekki inni í tölfræðinni. „Svo er mjög stór hópur sem fær félagslega ráðgjöf, og þó að sú þjón- usta mælist ekki beint í krónum þá er það kannski hún sem á endanum hjálpar fólki út úr vandanum.“ Vandinn að verða erfiðari viðfangs Gyða Hjartardóttir *N otkun á Íslandi, 100 MB innan dagsins. Nánar á sim inn. is Netið í símanum á 0 kr. fyrir viðskiptavini Símans í dag. Magnaðir miðvikudagar! Er eitthvað nýtt að frétta? Skannaðu hérna Skannaðu hér! til að sækja 1 B arcode Scanner Drengurinn sem lést af slysförum á sveitabæ í Borgarbyggð sl. laugardag hét Kristófer Alex- ander Konráðs- son. Hann fædd- ist 6. júlí árið 2005. Ranglega var farið með fæðingardag Kristófers í Morg- unblaðinu í gær og er beðist vel- virðingar á því. Lést af slysförum Kristófer Alexander Nýjasta hækkunin á eldsneytisverði er tilkomin vegna ástandsins í Líbíu en landið er stór birgir fyrir Evrópu- markað. Þetta segir Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri hjá N1. Allir seljendur eldsneytis hækkuðu verð hjá sér í gær og í fyrradag, fyrst stóru félögin þrjú um fimm krónur á lítrann. Í kjölfarið fylgdu svo Atlants- olía, Orkan og ÓB sem hækkuðu sitt verð um hádegi í gær. Í gærkvöldi var þannig ódýrasta bensínið að finna hjá Orkunni, 230,60 krónur á lítrann, en það dýrasta hjá Shell, Olís og N1, 231,90 krónur í sjálfsafgreiðslu. Hjá Orkunni kostaði dísilolían 235,50 krónur á lítrann en dýrasta olían var hjá stóru félögunum þremur, 236,80 krónur. Magnús segir erfitt að segja til um framhaldið en það byggist á því sem kunni að gerast í Líbíu. Allar fréttir sem berist þessa dagana séu neikvæðar fyrir verðþró- un. Enn sem komið er hafi þó báðir aðilar séð sér hag í að halda olíuhreinsunarstöðvum gangandi. Árásir á þær væru afleitar fyrir verðið. kjartan@mbl.is Bensínlítrinn hækkar vegna ástandsins í Líbíu Sigurður Líndal lagaprófessor segir að þings- ályktunartillaga um skipun stjórn- lagaráðs sé mjög hæpin, vægt til orða tekið, og sé á „mjög gráu svæði“. „Úr því að Alþingi fól Hæstarétti þetta verk- efni [að skera úr um gildi kosning- anna til stjórnlagaþings], má þá ekki segja að með þingsályktunartillög- unni sé Alþingi að ganga gegn nið- urstöðu Hæstaréttar?“ spyr Sigurð- ur. Samkvæmt þingsályktunartillög- unni sé Alþingi að binda sig við nið- urstöðu sem sé ógild að dómi Hæsta- réttar. Hann bendir á að þingið geti skipað stjórnlagaráð en „það sem er óeðlilegt er að þeir binda sig við þennan hóp manna sem hefur ekkert umboð“. „Af hverju var það [Alþingi] að vísa þessu til Hæstaréttar ef það á svo ekki að fara eftir því? Hefði þá ekki verið betra að hafa t.d. ein- hverja sérstaka kjörstjórn sem úr- skurðaði og svo mætti áfrýja því til dómstóla o.s.frv.? Þá er ferlið orðið allt annars eðlis,“ segir Sigurður. „Ef þetta er ekki ólöglegt, ef þetta fer ekki beinlínis í bága við lög, þá er þetta a.m.k. lagasniðganga, stjórn- lagasniðganga.“ jonpetur@mbl.is Skipan stjórn- lagaráðs hæpin  Niðurstöðu Hæstaréttar ekki áfrýjað Sigurður Líndal FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Fjárhagsaðstoð á vegum sveitarfélag- anna jókst mikið milli áranna 2009 og 2010. Heildartölur frá Hagstofu Ís- lands munu liggja fyrir í apríl eða maí en skv. upplýsingum frá nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins nam aukningin allt að 38%. Í flestum sveitarfélaganna fjölgaði þeim sem sóttu um aðstoð en þeir starfsmenn sveitarfélaganna sem rætt var við eru sammála um að alvarlegra vandamál sé að það tímabil sem fólk nýtur aðstoðar er að lengjast. Í Hafn- arfirði, til dæmis, fjölgaði þeim sem fengu aðstoð allt árið úr 17 árið 2009 í 34 árið 2010, eða um 50%. Í Reykja- nesbæ fengu níu aðstoð allt árið 2009 en þeir voru 42 árið 2010 og nemur sú aukning 79%. Unga fólkið í vanda Þessi mikla aukning endurspeglast í heildartölunum frá Reykjanesbæ, en þar fjölgaði þeim sem fengu fjárhags- aðstoð um 9% á meðan heildarupphæð aðstoðar sveitarfélagsins hækkaði um 38%. Þar fengu, líkt og víðast hvar annars staðar, flestir aðstoð í einn eða tvo mánuði á árum áður en nú eru fleiri og fleiri að festast í kerfinu. Bæði er þetta fólk sem hefur fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og yngri kynslóð- in sem hefur ekki komist út á vinnu- markaðinn eftir kreppu og því ekki unnið sér inn bótarétt. Í Reykjanesbæ voru til að mynda 44% þeirra sem sóttu um aðstoð árið 2010 á aldrinum 20-29 ára. Að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkur- borgar, er það sama upp á teningnum í höfuðborginni. „Það fólk sem ekki hef- ur reynslu af vinnumarkaðnum og á ekki rétt á bótum er stærsti hópurinn hjá okkur,“ segir hún. Fjölgun þeirra sem fá aðstoð hafi ekki verið eins mikil 2009-2010 og 2008-2009 en þeim fjölgi sem fái fjárhagsaðstoð í lengri tíma. Versna með tímanum Björk segir blómlegt atvinnulíf stærsta velferðarmálið en fyrri at- vinnuleysistímabil hafi sýnt að þeir sem fái fjárhagsaðstoð séu síðastir út á vinnumarkaðinn þegar hann byrjar að taka við sér. „Þeir sem eru enn á at- vinnuleysisbótum hafa fengið fleiri úrræði, eru virkari og það er styttra síðan þeir voru í vinnu.“ Hún leggur áherslu á að þegar fólk festist í kerfinu minnki lífs- gæði þess; það hafi lægri tekjur, sé oft ekki eins virkt á meðan og það hafi áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu. „Þetta er það sem við reynum að sporna við með því að bjóða upp á virkni, styttri námskeið og endurhæfingarúrræði. En ráðgjaf- arnir okkar segja að málin séu að þyngjast, fólk er að fá aðstoð í lengri tíma og aðstæðurnar versna eftir því sem tíminn líður.“ Alls nam fjárhagsaðstoð borgar- innar tæpum 2 milljörðum árið 2010 en áætlað er að árið 2011 muni hún nema 2,7 milljörðum. Björk segir út- gjöld borgarinnar vera að aukast tals- vert á sama tíma og tekjur séu að minnka og alls staðar sé reynt að hag- ræða. Hún segir mikilvægt að sátt ríki um fjárhagsaðstoð sveitarfélag- anna. „Það er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þetta eru réttindi, við höfum öll rétt til fjárhagsaðstoðar. En fólk verður líka að gera allt í sínu valdi til að breyta þessum aðstæð- um.“ Byrðarnar eru enn að þyngjast  Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna eykst mikið milli ára  Þeim fjölgar ört sem þurfa á aðstoð að halda í fleiri mánuði  Fólk er að festast í kerfinu og ráðgjafar segja málin verða erfiðari Í hnotskurn » Fjárhagsaðstoð sveitarfé- laganna jókst um allt að 38% milli áranna 2009 og 2010. » Stór hluti þeirra sem sækja um aðstoð hefur fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. » Stærstur virðist hópur þeirra sem eru á þrítugsaldri og hafa aldrei unnið sér inn bótarétt. » Þeim fjölgar ört sem þurfa á aðstoð að halda í fleiri mánuði. Í Reykjanesbæ fengu níu að- stoð allt árið 2009 en þeir voru 42 árið 2010 og er aukningin 79%.Morgunblaðið/Kristinn Tíminn Sífellt fjölgar þeim sem þurfa á aðstoð að halda í lengri tíma. Hafnarfjörður Íbúar 2010: 25.913 183.608.099 244.712.621 428 5472009 2010 2009 2010 Breyting: 33% Breyting: 28% Kópavogur Íbúar 2010: 30.357 178.000.000* 232.000.000* 495 583 2009 2010 2009 2010 Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga 2009 og 2010 Heildarupphæð Fjöldi Reykjanesbær Íbúar 2010: 14.091 Reykjavík Íbúar 2010: 118.326 Akureyri Íbúar 2010: 17.573 78.320.000 107.964.423 67.000.000* 85.000.000* 1.605.740.405 1.969.780.434 304 331 365 352 3.292 3.704 2009 2010 2009 2010 2009 2010 2009 2010 2009 2010 2009 2010 *Námundun Breyting: 38% Breyting: 9% Breyting: 27% Breyting: -3,5% Breyting: 30% Breyting: 18% Breyting: 23% Breyting: 12,5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.