Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 42
Elsku pabbi og tengdapabbi. Jæja, núna ertu farinn úr þess- um heimi og við vitum að þú ert kominn á góðan stað. Þú ert örugglega búinn að hitta fjöl- skyldu og vini sem þú hefur misst í gegnum árin. En þótt við vitum að þú sért kominn á góðan stað er það rosalega sárt að hafa misst þig, okkur brá mikið þegar það var hringt í okkur aðfaranótt 25. febrúar og okkur tilkynnt að þú værir farinn frá okkur. Í fyrsta sinn síðan við fluttum til Dan- merkur fannst okkur vegalengd- in svakalega mikil á milli okkar. Ég get sagt frá mörgum góð- um stundum í æsku minni með þér. Bíltúrarnir sem við oft för- um í og sögurnar sem þú sagðir mér. Og alltaf sagðir þú okkur að sama hversu lífið væri erfitt þá ætti maður að brosa og reyna að horfa á björtu hliðarnar, og þú sagðir að það væri gott til í öllum manneskjum. Þetta eru hlutir sem ég hef verið mjög stoltur af að hafa lært af þér og ég ætla að gera mitt besta til að kenna mínum börnum það sama. Þú ert afi barnanna okkar þriggja og þau hafa alltaf litið svo mikið upp til þín, enda varst þú alltaf góður við þau og alltaf eitthvað að fíflast í þeim og þeim þótti þetta alveg rosalega snið- ugt. Og eitt sem var mikilvægast var að þú hafðir alltaf tíma til að vera með þeim og þau fundu að þig langaði að vera með þeim. Ástina vantaði ekki. Það sást vel á ykkur þegar þið voruð saman. Núna verðum við að venjast því að þú ert ekki hérna hjá okkur lengur, en við munum aldrei gleyma þér og lífsgleðinni sem fylgdi þér hvar sem þú varst. Þú ert og verður alltaf besti pabbi sem til er í heiminum, við Snorri Þorgeirsson ✝ Snorri Þor-geirsson fædd- ist á Helgafelli í Helgafellssveit 26. apríl 1926. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 25. febr- úar 2011. Útför Snorra fór fram frá Víði- staðakirkju í Hafn- arfirði 8. mars 2011. munum alltaf bera þig í hjarta okkar. Þorgeir og Sørina. Elsku afi, ég elska þig mikið og sakna þín svo mik- ið. Lykke Björg. Elsku afi, ég man svo margar góðar stundir með þér, bæði þegar við komum til Íslands og þegar þú komst í heimsókn til okkar í Danmörku. Alltaf var fjör og gaman með þér, þú tókst mig á hestbak og hljópst með mér út um allt hús. Það var allt- af gott að tala við þig, þú fékkst mann til að hlæja. Og ég man alltaf eftir því að þú sast í stóln- um þínum og reyktir þína pípu og söngst fyrir okkur, og ef ég var í svakalegri fýlu þá hóstaðir þú tönnunum þínum út úr munninum á þér og þá sprakk ég úr hlátri og þá gat ég ekki verið í fýlu lengur. Èg mun aldrei gleyma þér, þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Frida Liv. Til besta afa í heiminum. Ég elska þig svo mikið, ekk- ert í heiminum er stærra en kærleikurinn minn til þín. Ég sakna þín svo mikið, og ég fatta ekki að þú sért farinn frá okkur. Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við, hér er svo tómlegt án þín. Þú varst með svo mikla lífsgleði sem þú gafst til mín, og þú kenndir mér hversu skemmtilegt og gott lífið er. Við höfum oft þurft að kveðja hvor annan, annaðhvort þegar ég þurfti að fara heim til Danmerk- ur, eða ef þú þurftir að fara heim til Íslands, og þegar við stóðum úti á flugstöð og sögðum bless, þá kysstir þú mig 1000 sinnum og sagðir: Farðu nú vel með þig, nafni (Snorri). Þessi orð hafa alltaf verið mér mjög mikilvæg og ég mun aldrei gleyma þeim. En þegar við kvöddumst síðast hafði ég ekki trúað að þetta væri í síðasta sinn og þess vegna trúi ég að við munum hittast aftur einn góðan dag. Þú sagðir mér oft sögur af hundinum Fix. Og þú sagðir allt- af að ef ég eignaðist hund, þá ætti hann að heita Fix, því hef ég alltaf lofað þér og það stend ég við. Á þessari stundu er hjarta mitt farið í 1000 mola og ég veit ekki hvenær það verður heilt aftur. Þú varst og ert hetjan mín og besti afi í heiminum. Ég mun aldrei gleyma þér. Nafni þinn, Snorri Jónas Þorgeirsson. Oftast er það þannig að þegar maður heyrir andlát fyrrverandi samstarfsfélaga og vina koma ýmsar minningar fram í hugann. Einmitt það henti mig þegar ég frétti af andláti Snorra Þor- geirssonar. Snorri var með þeim fyrstu sem ég fór að vinna með þegar ég fór sem unglingur á vinnu- markaðinn og áttum við eftir að vinna mörg ár saman. Það var gaman að vinna með Snorra, hann var ætíð spaugsamur og léttur í lund. Okkar samstarf var í fiskvinnslu hjá tveimur fyrir- tækjum hér í Stykkishólmi. Snorri var mjög góður flakari og við önnur störf sem að fisk- vinnslu lutu, hann starfaði lengi við akstur bæði hjá fiskvinnslu- fyrirtækjum og eins keyrði hann áætlunarbíla á milli Stykkis- hólms og Reykjavíkur og svo með ferðamenn um landið. Hann var einnig ökukennari til margra ára. Aldrei heyrði ég annað en að vel væri látið af störfum hans. Hann þótti liðlegur og skemmtilegur. Ein af kærustu miningunum er að í ein 10 ár fórum við nokkrir félagar í dagsferð til vina okkar í Dalasýslu. Þessu fólki höfðum við kynnst að mestu fyrir tilstilli Snorra. Alltaf var vel tekið á móti okkur. Voru þetta mjög eftirminnilegar og skemmtilegar ferðir sem lengi verða í minnum hafðar. Af þeim mönnum sem ég byrjaði að vinna með sem ung- lingur er Snorri sá síðasti sem kveður og þakka ég honum sam- fylgdina. Eiginkonu, börnum, tengda- börnum og barnabörnum og öðr- um ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Steinar A. Ragnarsson. 42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Við fráfall Bjarna Arasonar frá Grýtubakka, móðubróður míns, reikar hugurinn víða enda margs að minnast úr lífi og starfi þess heiðursmanns. Ari faðir Bjarna var ættaður framan úr Eyjafirði, en Sigríður móðir hans var frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Í æðum hans rann því norðlenskt bændablóð sem mót- aði lífsviðhorf hans og lífsstarf. Hann fór ungur til búnaðarnáms á Hvanneyri og síðan til búvís- indanáms á sama stað og var í fyrsta hópi sem lauk því námi frá Hvanneyri. Bjarni hóf að námi loknu ráðunautarstörf, fyrst í Eyjafirði, síðan hjá BÍ en lengst starfaði hann sem héraðs- ráðunautur Borgfirðinga. Hann var alla ævi opinn fyrir nýjung- um í landbúnaði og sinnti þeim hugðarefnum með margvísleg- um hætti. Þannig var hann lengi stjórnarformaður Rannsóknar- Bjarni Arason ✝ Bjarni Arason,fyrrverandi héraðsráðunautur, Borgarnesi, fædd- ist á Grýtubakka í Höfðahverfi 3. júlí 1921. Hann and- aðist á heimili sínu í Borgarnesi 20. febrúar 2011. Útför hans fór fram frá Borg- arneskirkju 26. febrúar 2011. stofnunar landbún- aðarins, hann var einnig einn af frum- kvöðlum ferðaþjón- ustu bænda, um 1980 fórum við frændur ásamt fleirum í skemmti- lega kynnisför til Finnlands og skoð- uðum þar bæði loð- dýr og pelsfé, fisk- eldi í Borgarfirði lagði hann einnig lið og Haga- plógför hans sjást enn víða um Borgarfjörð. Í námi mínu á Hvanneyri og störfum sem hér- aðsráðunautur naut ég frænd- semi við Bjarna og gat leitað til hans hvenær sem þörf var á. Sigríður á Grýtubakka móðir Bjarna lést langt um aldur fram frá stórum barnahópi. Elín móð- ir mín og Bjarni voru elst og hefur móðurmissirinn og ábyrgðartilfinning án efa átt sinn þátt í að þau systkinin voru alla tíð mjög náin. Bjarni og síð- ar Kristín kona hans og börn þeirra voru þannig ætíð sérstak- ir aufúsugestir á Brún. Dvaldi Haraldur sonur þeirra á Brún um 10 sumur og var m.a. fyrsti aðstoðarmaður minn við ráðu- nautarstörf. Sigríður dóttir þeirra gætti barna okkar hjóna á Hrísum mörg sumur og tíðar voru heimsóknir til Kristínar og Bjarna þegar leið lá hjá garði þeirra. Eðli sínu trúr var Bjarni áhugasamur um þjóðmál og annt um sjálfstæði þjóðarinnar. Þannig var hann virkur í Þjóð- varnarflokknum, sem hafði and- stöðu við hersetu að meginvið- fangsefni og afstaða hans til stjórnmála réðst mjög af við- horfum til raunverulegs sjálf- stæðis þjóðarinnar. Áttum við frændur oft spjall um stjórnmál, sem Bjarni fylgdist vel með alla tíð. Bjarna Arason hef ég átt að vini og samstarfsmanni í 60 ár, fyrir þau ár þakka ég um leið og ég færi Kristínu konu hans börnum þeirra og barnabörnum samúðarkveðjur okkar hjóna. Ari Teitsson. Að kvöldi dagsins sem Bjarni Arason dó hitti ég kunningja minn sem ég vissi til að hafði þekkt Bjarna, hafði unnið með honum í landbúnaðarmálunum. Ég sagði honum því af andláti hans. Þessi kunningi minn sagði: „Bjarni var snillingur. Ég man aldrei eftir því að nokkurn tíma væri sett út á hans störf.“ Þessi ummæli segja sitt um það álit sem Bjarni naut fyrir störf sín. Og störf hans voru ekki lítil. Ævistarf hans var vinna að land- búnaðarmálum en þar fyrir utan sinnti hann félagsmálum á mörgum sviðum og var valinn til trúnaðarstarfa á þeim vettvangi. Mín kynni af Bjarna voru þó af öðru tagi þar sem við Ari son- ur hans vorum bernskuvinir. Einnig voru foreldrar mínir miklir vinir hans og Kristínar, ég var þannig mikið inni á heim- ili þeirra. Þangað var ekki slæmt að koma, alltaf var tekið jafn vel á móti mér. Ég hef þó ekki alltaf verið jafn mikill au- fúsugestur, ég man nefnilega að í einhver skipti kom ég með fyrra fallinu til þeirra, svo snemma að Bjarni kom til dyra á náttfötunum og ég var þá að vekja alla í húsinu. Ekki var ég þó látinn finna annað en að heimsókn mín væri vel þegin. Bjarni átti þannig mikið jafn- aðargeð og ég man ekki eftir því að við værum nokkurn tíma skammaðir, við Ari, þó að vænt- anlega hafi gefist til þess ein- hver tilefni. Þegar á leið breyttust kynnin eins og gengur og ég kynntist Bjarna betur og á annan hátt, eftir því sem ég fullorðnaðist. Mér varð þá alltaf betur og bet- ur ljóst hversu merkilegur mað- ur Bjarni var, ekki síður það að hann var með skemmtilegri mönnum sem ég hef kynnst. Hann var frábær sögumaður og það var yndislegt að heyra hann segja sögur frá heimaslóðum sínum úr Höfðahverfinu eða annars staðar að svo að ískraði í honum hláturinn. Nú segir Bjarni okkur ekki fleiri sögur í bili. Við verðum því að láta okkur nægja að rifja þær upp um leið og við minnumst sögumannsins með hlýju og eft- irsjá. Við hjónin vottum Krist- ínu, Haraldi, Siggu, Ara og allri fjölskyldunni okkar dýpstu sam- úð. Einar G. Pálsson. ✝ Hallbera Páls-dóttir fæddist á Stokkseyri 4. nóv- ember 1918. Hún lést á hjúkrunar- arheimilinu Garðv- angi í Garði 1. mars 2011. Hallbera var dóttir Vigdísar Ás- dísar Jónsdóttur húsmóður, f. 1879, d. 1951, og Páls Jónssonar járn- smiðs, f. 1874, d. 1969. Systkin hennar sem komust á legg voru Ingveldur Svanhildur, Jón, Ár- sæll og Böðvar Þórir. Þau eru öll látin. Enn fremur fæddust for- eldrum Hallberu tveir drengir sem dóu í barnæsku. Hallbera giftist Ólafi A. Þor- steinssyni frá Keflavík 18. maí 1940. Ólafur fæddist 5. ágúst 1914, d. 18. febrúar 1988. For- eldrar hans voru Björg Ar- inbjarnardóttir, húsmóðir, f. 1876, d. 1930, og Þorsteinn Þor- varðarson, sjómaður, f. 1872, d. 1957. Bræður Ólafs voru Þor- varður Ragnar Þorsteinsson sem lést á fyrsta aldurs- ári, Friðrik Fischer og Ari Kristinn, báðir látnir. Hall- bera og Ólafur eign- uðust þrjú börn: 1) Björg, f. 20. október 1943. Hún giftist Ásmundi Sigurðs- syni, f. 10. ágúst 1940, þau eignuðust fimm syni, Ólaf, Sig- urð, Stefán, Sverri og Ara Pál. Björg og Ásmundur skildu. 2) Sigrún, f. 1. febrúar 1947, giftist Berki Eiríkssyni, f. 19. maí 1944, þau eignuðust þrjá syni, Eirík, Starkað og Styrmi. Núverandi eiginmaður Sigrúnar er Birgir Sigdórsson, f. 18. apríl 1950. 3) Þorsteinn, f. 15. mars 1951. Hann kvæntist Katrínu Sól- veigu Guðjónsdóttur, f. 7. nóv- ember 1951, þau eignuðust fjórar dætur, Sólveigu, Höllu, Stellu Maris og Söndru. Núverandi eig- inkona Þorsteins er Guðný Ei- ríksdóttir, f. 31. júlí 1953. Útför Hallberu hefur farið fram í kyrrþey. Móðir okkar, Hallbera Páls- dóttir, lést að morgni 1. mars síðastliðins á 93. aldursári södd lífdaga. Hún fæddist og sleit barnsskónum á Stokkseyri en 7 ára fluttist hún með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar þar sem faðir hennar fékk járnsmíða- starf í Hamri. Margvíslegir hæfileikar hennar komu snemma í ljós. Hún keppti t.d. í sundi og vann til verðlauna á því sviði, teiknaði listavel og það var ekki að ástæðulausu að Finnur Jónsson listmálari hvatti hana til listnáms eftir að hafa leið- beint henni sem unglingi. Það tækifæri var þó andvana fætt þar sem fjárhagur fjölskyldunn- ar var bágur sökum þess að pabbi hennar glímdi snemma við erfið veikindi. Sömu örlög hlutu önnur áform um menntun móð- ur okkar sem þurfti eins og aðr- ir á heimilinu að afla viðurværis fyrir fjölskylduna. Vorið 1939 fór mamma í vist til Keflavíkur hjá hjónunum Friðriki Þor- steinssyni og Sigurveigu Sigurð- ardóttur. Þar kynntist hún föður okkar, Ólafi A. Þorsteinssyni, bróður Friðriks. Þau giftu sig 18. maí 1940 og hófu farsælan búskap að Vallargötu 22 í Kefla- vík. Mamma var að sumu leyti á undan sinni samtíð. Hún rækt- aði grænmeti, kartöflur o.fl. þótt margir teldu ógerning að stunda garðyrkju í Keflavík og nýtti til matar það sem á lóðinni óx eins og fíflablöð t.d. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi, var í Kven- félaginu, Systrafélagi Keflavík- urkirkju og Slysavarnafélaginu meðan það lifði. Einnig söng hún með kór Keflavíkurkirkju í tæp 50 ár. Lífið lék í lyndi allt þar til faðir okkar lést 18. febr- úar 1988. Þótt mamma stæði keik eftir er ljóst að djúpt sár hafði myndast sem aldrei greri. Móðir okkar var mjög trúuð og kirkjurækin á meðan heilsan leyfði. Hún fékk blóðtappa í heilann árið 1997, lamaðist við það öðrum megin og missti mál- ið. Þegar hún upplifði að geta ekki farið með bænir sínar ásetti hún sér að endurheimta talhæfileikann og tókst að ná takmarkinu á skömmum tíma. Hún bjó heima og sá um sig sjálf þar til í desember sl. þegar hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahúsið í Keflavík. Í kjölfarið hrakaði henni jafnt og þétt og átti ekki afturkvæmt. Þegar kallið kom var hún tilbúin að yfirgefa þennan heim og var handviss um hvert ferðinni var heitið. Þar hafa orðið fagnaðar- fundir. Móðir okkar hafði yndi af að lesa bækur og ljóð voru í miklu uppáhaldi enda var hún hag- mælt. Hún valdi sjálf þá sálma er skyldu sungnir við útför hennar. Einn af þeim er eftir- farandi ljóð Herdísar Andrés- dóttur sem hún hafði tekið sér- stöku ástfóstri við. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. Það lýsir vel hógværð móður okkar og undirstrikar fjöl- breytni hæfileika hennar að hún hafði samið fallegt lag við þetta ljóð án þess að nokkur vissi af því fyrr en skömmu fyrir andlát- ið. Það er verðugur minnisvarði um yndislega móður sem kvart- aði aldrei en gaf svo mikið. Björg, Sigrún og Þorsteinn. Kveðja til elskulegrar tengda- móður. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Með ástarþakklæti fyrir væntumþykju og elsku sem þú veittir mér alla tíð. Þín tengdadóttir, Guðný. Hallbera Pálsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auð- sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, VIGGÓS TRYGGVASONAR lögfræðings. Þökkum starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skjóls góða umönnun. Hrafnhildur G. Thoroddsen, Tryggvi Viggósson, Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir, Guðmundur Viggósson, Líney Þórðardóttir, Regína Viggósdóttir, Gunndóra Viggósdóttir, Ásgeir Arnoldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR hattasaumakona, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtu- daginn 10. mars kl. 13.00. Guðný A. Kristjánsdóttir, Aðalsteinn J. Kristjánsson, Kolbrún Á. Valdimarsdóttir, Torfi H. Pétursson, Margrét J. Höskuldsdóttir, Valdimar Þ. Halldórsson, Sigríður Á. Sigurðardóttir, Anna B. Þorgrímsdóttir, Ragnar Eyþórsson, Guðmundur J. Þorgrímsson, Kristján J. Aðalsteinsson, Dagne C. T. Tamayo, Íris K. Aðalsteinsdóttir, Egill A. Friðgeirsson, Anna S. M. Aðalsteinsdóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.