Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Kveðja frá íþróttafélaginu Þór Látinn er heiðursfélaginn og stór-Þórsarinn Jóhannes Hjálmarsson á 81. aldursári. Íþróttafélagið Þór sér nú á bak miklum og dyggum stuðn- ingsmanni. Jói, eins og hann var alltaf kallaður, var sterk- asti Þórsari í heiminum og reyndar eini Þórsarinn sem gat með sanni sagt að hann hefði verið heimsmeistari. Því það var Jói, en hann gat sér landsfrægðar og líka heims- frægðar þegar hann á árum áður tók þátt í kraftlyftingum og setti mörg heimsmet í öld- ungaflokki og því til staðfest- ingar er í Hamri, félagsheimili okkar Þórsara, verðlauna- skápur með bikurum sem og öðrum viðurkenningum er hann hlaut vegna ofurkrafta sinna. Þennan verðlaunaskáp fól Jói félaginu til varðveislu fyrir nokkrum árum og er Jóhannes Ingólfur Hjálmarsson ✝ Jóhannes Ing-ólfur Hjálm- arsson fæddist á Þórshöfn 28. júlí 1930. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 20. febrúar 2011. Útför Jóhann- esar var gerð frá Glerárkirkju 3. mars 2011. hann öllum til sýn- is í Hamri. Jói var mikill áhugamaður um allt sem sneri að Þór hvort sem var félagið í heild sinni og eða þær íþróttagreinar er félagið stundar. Hann var nánast án undantekninga mættur á alla leiki Þórs í knattspyrnu karla og kvenna og alltaf var hann áhorfandi er körfuknattleiks- liðin okkar léku. Jóhannes Hjálmarsson var mikill Þórsari og bar hag félagsins mjög svo fyrir brjósti. Þegar Þór gekk vel ljómaði Jói og það var alltaf gaman að hitta hann, þá var minn maður stoltur af sínum mönnum og eða konum. Íþróttafólk Þórs sér nú á bak dyggum stuðningsmanni og þakkar allan stuðninginn. Að leiðarlokum vill íþrótta- félagið Þór þakka Jóhannesi Hjálmarssyni samfylgdina í gegnum árin. Eftirlifandi eig- inkonu, Ólöfu Pálsdóttur, börn- um sem og öðrum ástvinum sendir íþróttafélagið Þór sínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóhann- esar Hjálmarssonar. Hvíli hann í friði Guðs. Íþróttafélagið Þór, Sigfús Ólafur Helgason formaður. Björn Bragi Sigurðsson ✝ Björn BragiSigurðsson (Diddi) fæddist 11. apríl 1962. Hann lést á líknardeild Landspítalans 20. febrúar 2011. Útför Didda var gerð frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 1. mars 2011. Aðeins tvennt kemur upp í hugann sem þú kunnir ekki, það að slaka á og liggja í leti. Það var ekki þinn stíll. Ég læt það fara með sem þú sagðir við mig um daginn þeg- ar við rúntuðum á hjólastólnum og ræddum málin. „Ég er svo þakklátur henni Ingu minni fyrir að standa svona þétt við bakið á mér og stjana við mig á þessum erfiðu tímum. Það dýr- mætasta sem ég á er fjölskyldan mín og ég er svo stoltur af henni.“ Diddi minn, þú verður á hlið- arlínunni og passar upp á þína eins og þú hefur gert hingað til. Hvíl í friði elsku vinur. Kæra fjöl- skylda, við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Börkur, Sigurrós og stelpurnar. Kæri vinur, nú skilur leiðir í bili. Ég er viss um að þú ert ekki langt undan og tilbúinn að bjarga málum þegar á þarf að halda. Diddi minn, það er ekki annað hægt en brosa í gegnum tárin þegar hugurinn reikar um liðna tíma. Uppátækin, grallaraskap- urinn og góðmennskan sem fylgdi þér hvert fótmál yljar manni um hjartarætur á þessum erfiðu tímum. Það lék allt í hönd- unum á þér og fátt sem þú gast ekki gert. ✝ Olga IngibjörgEyland Páls- dóttir fæddist á Sauðárkróki 12. nóvember 1927. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 31. janúar sl. Olga ólst upp á Siglufirði frá 2 ára aldri. Foreldrar hennar voru Páll Sigurvin Jónsson, fyrrverandi byggingafulltrúi og bæjarverkstjóri á Siglufirði, f. 3. ágúst 1886 að Auðbrekku, Skriðuhreppi, Eyjafirði, d. 6. ágúst 1965 og Guðbjörg Eiríks- dóttir húsmóðir, f. 30. ágúst 1899 á Hóli, Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, d. 22. maí 1987. Olga var þriðja í röð fjögurra systk- ina. Þau voru: a) Haraldur Ey- land Pálsson, f. 7. júlí 1924, d. 18. des. 1983. b) Olga Eyland Páls- dóttir, f. 8. júní 1926, d. 18. okt. 1926. c) Sverrir Eyland Pálsson, f. 27. maí 1930, d. 21. des. 1946. Olga giftist 30. maí 1950 fyrri manni sínum, Thormod Wilton Larsen, f. 7. des. 1924, d. 15. maí 1953, frá Hammerfest í Noregi. Foreldrar hans voru: Lars Bern- hard Larsen og Laura Larsen frá bergsdóttir, f. 18. september 1956, gift Þóroddi Steini Skapta- syni, f. 26. júní 1953. Dóttir Brynju af fyrra sambandi er: a) Helena Björk Jónasdóttir, f. 10. ágúst 1977, í sambúð með Guð- mundi Sævarssyni. Synir Brynju og Þóroddar eru: b) Skapti Þór- oddsson, f. 17. júlí 1982. c) Þór- bergur Óli Þóroddsson, f. 24. september 1986, sambýliskona hans er Sigríður Gísladóttir. 2) Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir, f. 1. janúar 1964, gift Þorvaldi Steins- syni, f. 7. janúar 1964. Börn þeirra eru: a) Olga Dís Þorvalds- dóttir, f. 17. júní 1990. b)Anna Dís Þorvaldsdóttir, f. 27. júní 1993. c) Þorbergur Steinn Þor- valdsson, f. 8. júní 1998. Barna- barnabörnin eru orðin 12. Eftir gagnfræðapróf starfaði hún hjá Apóteki Siglufjarðar. Olga sótti Hússtjórnarskólann að Hallormsstað og 1946-47 fór hún til Svíþjóðar og sótti nám í Hús- stjórnarskólanum í Katrineholm. 1949-51 bjó hún í Noregi ásamt Thormod, fyrri eiginmanni sín- um, sem var þar við nám. Vann í Reykjavíkur Apóteki 1953-56. Flutti til Hafnarfjarðar 1957 og bjó þar að Móabarði 18b ásamt seinni eiginmanni sínum Þor- bergi Ólafssyni og þremur börn- um. Starfaði í 24 ár í Hafn- arfjarðar Apóteki, og tók þátt í ýmsu félags- og kórastarfi. Útför Olgu Ingibjargar Ey- land Pálsdóttur hefur farið fram í kyrrþey. Hammerfest í Nor- egi. Thormod lést af slysförum. 31. mars. 1956 giftist Olga seinni manni sínum, Þorbergi Ólafssyni skipasmíðameistara og fyrrverandi for- stjóra Bátalóns hf. í Hafnarfirði. Hann var frá Hallsteins- nesi í Gufudalssveit, f. 22. ágúst 1915, d. 13. ágúst 2002. Foreldarar hans voru Ólafur Þórarinsson frá Trostansfirði í Arnarfirði og Guðrún Jónsdóttir frá Gröf í Gufudalssveit, síðar bændur á Hallsteinsnesi. Olga og Thormod eignuðust soninn Pálma Bern- hard Larsen, f. 27. ágúst 1952, kvæntur Sigríði Ólafsdóttur, f. 25. maí 1951. Dóttir Pálma af fyrra sambandi er: a) Elísabet Ósk Pálmadóttir, f. 22. ágúst 1970, gift Luc Geens og búsett í Belgíu. Börn Pálma og Sigríðar eru: b) Gunnar Páll Larsen, f. 18. mars 1973, sambýliskona hans er Jóhanna Margrét Eðvaldsdóttir. c) Alda Björk Larsen, f. 28. júlí 1974, gift Þorsteini Her- mannssyni. Dætur Olgu og Þor- bergs eru: 1) Brynja Þórdís Þor- Okkur langar til að minnast elskulegrar móður okkar, Olgu Pálsdóttur, með nokkrum orðum. Í okkar huga er henni best lýst sem dugmikilli kjarnakonu, fram- sýnni, hagsýnni, en umfram allt hjartahlýrri konu. Mamma var ávallt reiðubúin til að styðja við bakið á fjölskyldu sinni. Var það foreldrum okkar mikið hjartans mál að hlúa sem best að okkur og voru þau ætíð tilbúin til að gæta bús og barna. Fjölskyldunni var byggt hús á Móabarðinu og flutti amma til okkar. Garðurinn var mikil prýði þar sem ásýnd hans bar glöggt merki natni og góðrar umhirðu. Mamma var sérstaklega dugleg við að skreyta hann plöntum og trjágróðri enda lagin við slíkt og mikil blómakona. Hún var mikil húsmóðir, og fór það ekki framhjá þeim er bar að garði. Mikið eldað, bakað, saumað og prjónað. Oft var mamma stein- hissa þegar við dætur hennar skelltum einni skúffuköku í ofn- inn. „Á ekki að baka meira?“ sagði hún því henni fannst ekki taka því að hita ofninn fyrir eina köku. Ávallt að vera hagsýnn var hennar „mottó“. Já, við gátum svo ótal- margt lært af mömmu. Við börnin vissum og sáum hve mikill dugnaður og áræði bjó í henni. Á öllum hátíðum var mamma mætt, glitrandi fín því glysgjörn var hún. Það var líkt og hátíðin væri loks hafin er hún var mætt. Já, það verða öðruvísi jól án hennar. Foreldrar okkar nutu þess mjög að ferðast bæði innan lands og utan. Oft bar erlenda gesti að garði. Var þeim mikil ánægja að geta sýnt ferðalöngum land og þjóð. Ferðalögin voru mörg þar sem foreldrar okkar voru með í för. Utanlandsferðir, hringferðir um landið, sunnudags- bíltúrar, að ógleymdum ferðunum á ættaróðalið okkar Hallsteinsnes. Þar hefur fjölskyldan löngum dvalið saman og notið fegurðar Breiðafjarðar. Þaðan eigum við yndislegar minningar með for- eldrum okkar. Gönguferðir um hólma og sker, fjöll og tún. Að vori hugað að æðarvarpi, litið eftir flugi arnarins að ógleymdum stundum þar sem setið var úti við og notið bjartra sumarnátta, horft á sólarlagið, spjallað, sungið, leikið og jafnvel dansað. Þetta eru dýr- mætar minningar sem við munum ávallt geyma í hjörtum okkar. Ung að árum fékk mamma sinn skerf af mótlæti. Bróðurmissir er Sverrir lést af slysförum. Síðar dundi annað reiðarslag yfir er eig- inmaður hennar, Thormod, lést af slysförum og mamma aðeins 26 ára gömul. Þessir atburðir hafa ef- laust mótað hana enda óhjá- kvæmilegt. En áfram hélt hún og sinnti sínu eins vel og hún gat. Mamma hafði mikinn tónlistar- áhuga. Innan við tvítugt eignaðist hún sitt fyrsta píanó og spilaði oft fyrir okkur. Á efri árum hóf hún að taka þátt í kórastarfi sem hún hafði mikla ánægju af. Eftir að mamma flutti að Hrafnistu af Hjallabrautinni, þar sem hún hafði búið síðan 1995 var hún lengst af dugleg að taka þátt í því sem þar fór fram. En heilsa og þrek fór dvínandi. Degi tók að halla. Mörg viðburðarík ár að baki. Mamma sofnaði svefninum langa. Við munum ávallt minnast hennar sem „kjarnakonu með meiru“. Elsku mamma, minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Þín börn, Guðrún, Brynja, Pálmi. Elsku Olga amma. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á stundu sem þessari. Þú varst fastur punktur í lífi okkar systkinanna. Svo hlýleg og áhugasöm um allt það sem gerðist í tilveru okkar og dugleg að hvetja okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Svo miklu meira en bara amma. Alveg frá því við vorum lítil voru samveru- stundirnar mjög margar og eru heimsóknirnar á Hjallabrautina án efa eftirminnilegastar. Oftar en ekki urðum við systurnar eftir og fengum að gista, fórum svo í Sam- kaup með ykkur afa því okkur langaði svo að færa mömmu og pabba gjöf þegar heim væri kom- ið. Þegar Þorbergur Steinn fædd- ist voruð þið afi dugleg að koma til okkar, eins og alltaf, og gistuð oft sem okkur systkinunum þótti allt- af jafn skemmtilegt. Eftir að þú varst orðin ein og dvaldir enn meira hjá okkur naut Þorbergur þess sérstaklega að fá að eiga gæðastundir með þér og fá frí í leikskólanum. Var hann oft minnt- ur á það af leikskólakennurunum hversu heppinn hann væri að eiga svona góða ömmu. Þú varst alltaf til í að spjalla, spila, tefla og hafðir gaman af þeg- ar Þorbergur Steinn spilaði fyrir þig á píanóið og þú söngst oft með. Það er óhætt að segja að þú varst ætíð mikill þátttakandi í lífi okkar. Minningarnar eru svo margar, öll jólin sem við eyddum saman, ferðirnar á Hallsteinsnes og fjölskylduboðin þar sem þú varst ávallt með okkur jafnvel þótt heilsan væri ekki upp á sitt besta. Já, amma, þú varst sannarlega drottningin í fjölskyldunni og sameiningartákn okkar allra. Við kveðjum þig með miklum söknuði, þú varst einstök og átt stóran sess í hjörtum okkar allra. Hvíldu í friði, elsku amma. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín Olga Dís, Anna Dís og Þorbergur Steinn. Nú þegar hún elsku Olga amma okkar hefur kvatt okkur þá rifjast upp margar góðar minningar. Þau amma og afi bjuggu lengst af á Móabarðinu, það var fallegt og stórt hús með stórum og fallegum garði sem amma lagði mikla rækt við. Þar var okkur alltaf tekið opn- um örmum, við fjölskyldan bjugg- um hjá þeim þegar mamma og pabbi voru að byggja og hugsaði amma vel um okkur. Ömmu var alltaf annt um fjölskylduna og hugsaði hún mikið um velferð okk- ar allra og að öllum liði vel. Ég gleymi ekki jólagjöfinni sem hún gaf okkur systkinunum ein jólin þegar við vorum unglingar, hún gaf okkur örbylgjuofn, því að mamma og pabbi unnu úti eins og gengur og gerist og hún hafði áhyggjur af því að við gætum ekki fengið okkur eitthvað gott þegar við kæmum heim úr skólanum. Þetta lýsir umhyggju hennar svo vel, hún passaði alltaf vel upp á okkur. Hún átti alltaf góð ráð og gat maður alltaf leitað til hennar ef eitthvað var. Hún sýndi manni alltaf áhuga og hlustaði og gat maður átt löng og góð samtöl við hana, þar sem alltaf skein í gegn umhyggja hennar til okkar. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín sárt, það er einstakt að hafa átt þig að, betri og um- hyggjusamari ömmu væri ekki hægt að hugsa sér. Við ólumst að miklu leyti upp hjá þér og þú gafst okkur svo margt. Ég veit það hef- ur verið vel tekið á móti þér og ég veit að þér líður vel núna og þú heldur áfram að passa upp á okk- ur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Saknaðarkveðjur, Alda Björk og Gunnar Páll. Okkur systkinin langaði til að skrifa nokkur orð um þig, elsku besta amma okkar. Þegar við lít- um til baka eru minningarnar um þig bæði margar, hlýjar og góðar. Þú varst alltaf til staðar fyrir okk- ur og það var yndislegt að koma til ykkar afa upp á Móabarð og seinna á Hjallabrautina, þar sem heimilið ykkar stóð okkur krökk- unum ávallt opið. Við erum öll sammála, elsku amma okkar, hversu góður vinur okkar þú varst. Við gátum alltaf verið við sjálf í kringum þig og þú komst alltaf fram við okkur sem jafningja. Þegar eitthvað bjátaði á varst þú alltaf tilbúin að breiða út hlýja stóra faðminn þinn og varst tillitssöm við okkur. Þú fylgdist alltaf vel með öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og varst stolt af okkur. Ferðalögin á Hallsteins- nes eru okkur ógleymanleg og eig- um við yndislegar minningar um þig þar, sem eru okkur dýrmætar. Tónlistin hefur verið stór hluti af lífi þínu og fengum við systkinin að kynnast þeirri hlið á þér. Hvort sem það var píanó, munnharpa, gítar eða söngur, þar varst þú í essinu þínu og Þórbergur bróðir fékk greinilega tónlistarhæfileika þína. Okkur þótti svo vænt um þig, elsku amma, og þú hefur ávallt verið svo stór hluti af okkar lífi. Erum þakklát fyrir að hafa haft þig hjá okkur þetta lengi og fengið að kynnast magnaðri konu. Takk fyrir allt, elsku besta amma okkar, minning þín lifir í hjörtum okkar. Hvíldu í friði. Helena Björk, Skapti og Þórbergur Óli. Olga Ingibjörg Eyland Pálsdóttir HINSTA KVEÐJA Það verður tómlegt að koma á Hrafnistuna og engin amma Olga. Þú varst mér svo ofboðslega kær og mér þótti svo óendanlega vænt um þig. Börnin mín þau Embla og Logi eru heppin að hafa fengið að kynnast þér og fengið að vera svona mikið í kring- um þig og síðustu vik- urnar voruð þið Embla svo miklir mátar, spiluð- uð og áttuð kósýstundir saman sem eru henni dýrmætar. Ég elska þig. Þín Helena Björk. Elsku amma Olga. Ég elska þig mjög heitt og sakna þín mikið. Ég vildi að þú værir alltaf í lífinu mínu. Þú varst alltaf svo góð við mig og Loga. Við vorum líka góð við þig. Vonandi líður þér vel hjá englunum. Takk fyrir allt. Þín Embla og Logi. Aðalsteinn og Bjarni Ís- landsmeistarar í tvímenn- ingi Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H. Einarsson sigruðu á Íslandsmótinu í tvímenningi sem fram fór um helgina. Þeir hlutu skorina 239,4. Í öðru sæti urðu þeir Ás- mundur Pálsson og Guðmund- ur Páll Arnarson með 176,5 og í þriðja sæti voru Jón Ingþórs- son og Sveinn R. Eiríksson með 172,3. Haukur Ingason og Jón Þorvarðarson urðu 4. með 157,7 og Egill Darri Brynjólfs- son og Örvar Óskarsson fimmtu með 154,3. Alls tóku 37 pör þátt í mótinu. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Nú er lokið hjá okkur þriggja kvölda hraðsveita- keppni. 13 sveitir mættu til leiks. Lokastaða efstu sveita var þessi: Ingibjörg Guðmundsd./Solveig Jak- obsd. - Unnar A. Guðmundss./Garð- ar V Jónss. 1425 Magnús Sverrisson/Halldór Þor- valdsson - Oddur Hanness./Árni Hannesson 1396 Jón Hákon Jónsson/Bergljót Gunn- arsd.- Þorl. Þórarinss./Haraldur Sverriss. 1379 Sveinn Sveinsson/Gunnar Guðmss. - Sigurjóna Björgvinsd./Karólína Sveinsd. 1346 Næsta sunnudag 13/3 verð- ur eins kvölds tvímenningur. Síðan hefst þriggja kvölda tví- menningskeppni. Spilað er í Breiðfirðinga- búð, Faxafeni 14, á sunnudög- um kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.