Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Óreiðan í ís-lenskusam- félagi end- urspeglaðist í síðustu borgar- stjórnarkosn- ingum. Stjórnmálaflokk- arnir nutu lítils trausts og var þá ekki spurt að því hvort þeir höfðu staðið sig vel eða illa í borgarmál- unum. Hópur manna sá sér leik á borði og braust til valda í borginni. Svo sann- arlega var ekkert að því. Lýðræðið gefur færi á slíku og enginn, hvorki flokkur né fólk, getur gengið að at- kvæðum vísum, sem betur fer. Kjósendur töldu rétt að sýna hefðbundnum stjórnmálaflokkum að þol- inmæði þeirra væru tak- mörk sett. Því mundu margir beina atkvæði sínu annað, jafnvel að óvissunni sem væri vísast álitlegri en hið þekkta í heimi stjórn- málanna. En nú bendir því miður margt til að farið hafi verið úr öskunni í eldinn. Því það var ekki allt sem sýndist. Kjósendum var reyndar beinlínis boðið að kaupa köttinn í sekknum. Ólík- indalæti voru aðferðin, öfugmæli einkennið og bjálfaháttur boðskapurinn. „Við ætlum að svíkja allt sem við lofum,“ sögðu frambjóðendurnir sem slógu i gegn. Þetta var auðvitað frumlegra en framganga Steingríms J. sem svikið hefur allt sem hann lofaði fyrir hönd síns flokks, en sagði ekki frá því fyrir fram. Kjósendum var auðvitað vorkunn. Forystumenn hefðundinna flokka höfðu verið fjarri því að standa undir væntingum. Því skyldi hin óþekkta öfug- mælavísa verða verri er hún kæmi upp úr kjörkass- anum en sú margkveðna og langþreytta hugsuðu margir. Heiti nýja fram- boðsins, Besti flokkurinn, hefur auðvitað reynst öfug- mæli árins. En allt varð þetta stutt gaman skemmtilegt. Hvorugt átti þó við um kjör- tímabilið sem í hönd fór. Því kjörtímabil sveitarstjórna er heil fjögur ár svo kjósendur sitja í súpunni allan þann tíma. Þetta minnir helst á fjögurra ára timburmenn eftir fjögurra tíma geim. Enda er grínið fyrir löngu hætt að vera fyndið. Tónlistarkennslan, skólakerfið, sorphirðan og skipulagsmálin svo fátt sé nefnt er að komast í ólest- ur. Reykjavík var lengi í for- ystu allra sveitarfélaga í uppbyggingu og skipulagi skólastarfs innan sinna vé- banda. Þangað leituðu önn- ur sveitarfélög eftir leið- sögn og fordæmi lengi vel. Skólastarfið var það „besta“ sem fannst á land- inu. „Besta“ var ekki öfug- mæli og skrípó þegar rætt var um skóla- og dagheim- ilsmál í borginni. Nú er þar allt á hverfanda hveli. Hinn pólitíski leiðtogi borgarinnar, varaformaður Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson, reynir að skýla sér á bak við skemmtikraftinn og láta hann hirða skömm og ákúr- ur. En hann kemst ekki upp með það miklu lengur. Hann og Samfylking hans bera fulla ábyrgð á meirihluta- samstarfinu í Reykjavík. Reykvík- ingar höfn- uðu Sam- fylkingunni í kosning- unum, en sam- fylkingarmenn smokruðu sér eins og laumufarþegar inn fyrir dyr valdsins hangandi í frakkalöfum Jóns Gnarrs Kristinssonar. Samfylkingin ber fulla ábyrgð á uppnámi því sem nú er í skólamálum borgar- búa. Skaðinn sem það ástand veldur verður ill- bætanlegur. Yngstu borg- arar höfuðstaðarins eru sviknir um mikilvæga þjón- ustu á viðkvæmasta skeiði ævi sinnar. Úr því verður aldrei bætt. Það er mikill ábyrgðarhluti. Óskemmtilegt er að horfa á uppnámið í viðkvæmum mála- flokkum höfuðborg- arinnar} Besti hvað? Skannaðu hérna til að sækja 12 B arcode Scanner Sjáðu 1. tbl. Moggans frá 1913 É g hef sigrað þennan ánamaðk með orðum mínum – ímyndaðu þér hvernig ég hefði leikið hann með eldspúandi hnefum mínum.“ Til eru fjölmiðlar sem hafa fyr- ir sið að fjalla ekki um það sem frægt fólk hefst að í einkalífi sínu; láta nægja að segja frá því sem það gerir í vinnutímanum, ef svo má að orði komast. Það er virðingarverð afstaða, en hvern- ig förum við að með fólk sem er frægt fyrir að vera frægt, fólk sem lifir þannig einkalífi að það er almenningseign, fólk eins og Charlie Sheen, sem á tilvitnunina í upphafi. Fréttir af bandaríska leikaranum Carlos Irw- in Estevez, sem tók sér listamannsnafnið Char- lie Sheen, eftir föður sínum Martin Sheen (Ra- món Gerardo Antonio Estévez), hafa verið með mest lesnu fréttum heims undanfarnar vikur og gildir einu þótt þær fréttir séu frekar til þess fallnar að vekja harm en gleði. Þær bera þó með sér fróðlega vís- bendingu um heim sem blasir við í ljósi nýrrar tækni. Sheen yngri er nánast alinn upp á leiksviði, því Martin faðir hans var sviðsleikari í New York áður en hann sneri sér að kvikmyndaleik. Piltur fylgdi föður sínum á hvíta tjaldið, sló í gegn bráðungur, en var ekki lengi á toppnum; hann var nánast búinn að vera sem kvikmyndastjarna hálfþrítugur. Úr kvikmyndunum fór hann svo í sjónvarp, sem er dæmigerð leið fyrir afdankaða leikara, og náði vin- sældum í sjónvarpsþáttaröð. Hér myndi maður halda að sagan væri öll – minni og minni hlutverk framundan og svo ekki söguna meir – en annað kom á dag- inn. Síðasta áratug hefur Charlie Sheen glímt við ýmsa smádjöfla, sem ekki væri ástæða til að nefna nema fyrir það að fréttir af þeirri glímu gerðu hann loks rækilega frægan, svo rækilega að varla eru dæmi um annað eins. Þar koma koma til netfyrirbæri eins og slúð- ursíður, YouTube og Twitter. Myndskeið af Charlie Sheen að delera hafa þannig dugað vel til að halda nafni hans á lofti, afkáralegar ljós- myndir fljúga um netið og enginn hefur verið eins fljótur að ná til milljón fylgjenda á Twitter (þeir eru vel á þriðju milljón í dag). Með því að nýta nýja tækni hefur Charlie Sheen yfirgefið Hollywood og er kominn á sporbaug umhverfis jörðu – frægastur allra fyrir það vera frægur. Hann þarf ekki um- boðsmenn og ekki markaðsmenn, heldur getur hann sent beint út frá heimili sínu, beint úr stofunni, beint af klósett- inu, beint úr svefnherberginu og eldhúsinu (sem hann hef- ur víst gert), sent út frá heimsóknum á veitinga- og kaffi- hús, nýtt sér það að vera eltur hvert á land sem hann fer. (Áhugasamir geta kynnt sér útsendingar Sheen á Ustream, sjá: Sheen’s Korner.) Ný tækni eykur hraðann í samfélaginu, stjörnur rísa hraðar og hrapa að sama skapi eins og hendi sé veifað. Það er spá mín að Charlie Sheen sé vísbending þess sem koma mun, þegar ný samskiptatækni þurrkar út greinarmuninn á orðunum alræmdur og frægur. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Betra er að veifa röngu tré en öngu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is E r miðasala var opnuð 1. mars síðastliðinn á opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tónlistarhús- inu Hörpu hinn 4. og 5. maí varð gíf- urleg eftirspurn eftir miðum sölu- kerfinu að lokum ofviða og lá það niðri drjúga stund. Tónlistarunnendur þurftu að glíma við tafir og erfiðleika er þeir reyndu að ná sambandi við miðasöl- una, miðarnir ruku út á meðan og sátu margir eftir með sárt ennið þegar tilkynnt var að uppselt væri á tónleikana. Um 3.200 manns reyndu að festa kaup á miða í Hörpu þennan fyrsta dag. Í gær var ákveðið að halda auka- tónleika föstudaginn 6. maí klukkan 19.00 vegna mikillar eftirspurnar. Dagskrá tónleikanna verður með sama sniði og þeirra sem uppselt er á 4. og 5. maí og Vladimir Ashke- nazy hljómsveitarstjóri hefur breytt áformum sínum svo aukatónleikarnir geti farið fram. Kerfið verði skothelt Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, segir að þótt vonir hafi verið bundnar við tón- leikana hafi engan órað fyrir slíkri eftirspurn sem að endingu lagði kerfið að velli. „Það var brugðist skjótt við og nú er unnið að því að endurbæta sölukerfið. Við setjum ekki miða á fleiri viðburði í sölu fyrr en það er orðið alveg skothelt.“ Hún segir jafnframt að end- urbæturnar gangi vel og biðin verði skömm þar til miðasala hefjist að nýju. „Vandamálið olli því að fólk þurfti að eyða óþarflega miklum tíma til að ná sambandi við miðasöl- una. En þetta mun allt smella sam- an fljótlega. Þrátt fyrir þessi vand- ræði hefur selst upp á alla viðburði sem eru í boði, sem eru auðvitað mjög jákvæðar fréttir.“ Misskilningur um boðsmiða Einhverjir lýstu yfir óánægju sinni með hversu fáir miðar voru seldir í almennri sölu en Steinunn segir að ákveðins misskilnings hafi gætt í þessum efnum. „Sinfónían tók þá stefnu að veita áskrifendum sínum forkaupsrétt á opnunartón- leikana í tengslum við endurnýjun áskriftarskírteina. Einhverjir hafa misskilið þetta með þeim hætti að hér væri um að ræða boðsmiða frá tónlistarhúsinu en það er ekki rétt.“ Um 3.100 miðar voru í boði á opn- unartónleika Sinfóníunnar sem fara fram 4. og 5. maí næstkomandi. Af heildarfjölda miða fóru 1.880 til handhafa áskriftarskírteinis að Sinfóníutónleikum, sem nýttu for- kaupsrétt sinn, og 400 miðar fóru sem sérstakir boðsmiðar. Afgang- urinn, rétt rúmlega 800 miðar, var svo seldur í almennri sölu. Fjórir viðburðir að meðaltali í viku hverri Að sögn Steinunnar er þegar búið að panta marga sali hússins og aðal- salurinn er jafnframt fullbókaður til áramóta. „Það er einnig mikill áhugi á hinum sölunum þar sem hægt verður að halda mjög fjölbreytta við- burði. Við gerum ráð fyrir að það verði að meðaltali fjórir við- burðir í viku í aðalsalnum. Yfir hásumarið verður dagskráin eðlilega ekki eins þétt en þá verður áherslan hins vegar á dagskrá á léttari nótunum.“ Stefnt er að því að allir inn- viðir Hörpu verði til reiðu 4. maí og húsið í heild sinni verði formlega tilbúið 20. ágúst. Hörpumiðar tóna og söngs senn skjótfengnir Morgunblaðið/Ómar Blámi Einn salurinn í tónlistarhúsi Hörpu skiptir litum og ljóst að aðdá- endur „bláu nótunnar“ geta þar fundið sér hrífandi umhverfi. Kostnaðurinn við tónlistar- húsið Hörpu þykir sumum ískyggilega mikill nú þegar niðurskurður blasir við á flest- um sviðum mannlífsins. Stofnkostnaður við húsið er um 28 milljarðar króna og er að langstærstum hluta greidd- ur með lánum. Húsið mun kosta skattgreiðendur tölu- vert fé ár hvert; ríki og borg hafa samþykkt að verja 900 milljónum króna til hússins á hverju ári. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Hörpu, verður sú upphæð nýtt til að greiða af 35 ára láni á húsinu. „Það er á hreinu að þessi fjárhæð mun standa undir láninu og okkar verkefni er að húsið standi undir eigin rekstri. Ætlunin er að eigendurnir komi ekki að rekstrinum.“ Rekstur verði sjálfbær PÉTUR J. EIRÍKSSON Pétur J Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.