Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 ✝ Svavar Pálssonvar fæddur í Sólheimum í Svína- vatnshreppi 17. janúar 1923. Hann lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Blönduósi 16. febr- úar 2011. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þo- leifsdóttir, f. 14.10. 1891, d. 30.9. 1980, og Páll Hjaltalín Jónsson, f. 24.10. 1892, d. 4.5. 1944. Svavar var einkabarn þeirra hjóna. Svavar kvæntist hinn 29.6. 1947, Hallgerði Rögnu Helgadóttur (Gerðu), f. 25.2. 1926, d. 19.1. 1997, frá Hvarfi í Víðidal. For- eldrar hennar voru Hansína Guðný Guðmundsdóttir, f. 30.9. 1894, d. 18.12. 1972, og Þor- steinn Helgi Björnsson, f. 30.7. 1890, d. 7.11. 1930. Börn Svav- ars og Gerðu: 1) Særún Brynja, f. 4.10. 1947, börn hennar a) Svavar, f. 28.8. 1969, sambýlis- kona Berglind Þrastardóttir, eiga þau þrjú börn. b) Tryggvi, f. 28.7. 1979, sambýliskona Una Rúnarsdóttir, eiga þau eitt barn. c) Rakel, f. 11.4. 1981, gift Frið- riki Auðuni Jónssyni, eiga þau þrjú börn. 2) Páll, f. 7.6. 1950, kvæntur Valgerði Guðmunds- dóttur, f. 7.1. 1949, börn þeirra: a) Svavar, f. 6.8. 1974, kvæntur Lilju Berglindi Rögnvalds- dóttur, eiga þau þrjú börn b) Guðmundur, f. 14.9. 1975, kvæntur Guðrúnu Ástu Lár- usdóttur, eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. c) Björg, f. 30.3. 1985, gift Ghomsi Guy Rodrigue. 3) Guð- mundur Helgi, f. 14.1. 1962. Svavar ólst upp í foreldrahúsum og á unglingsárum hans bjuggu þau í Hamrakoti á Ásum og síðar Smyrlabergi í sömu sveit. Fjölskyldan fluttist til Blönduóss í Baldursheim, árið 1943. Sveitalífið, gjöful náttúran s.s. Svínavatnið, Fremri Laxá, Laxárvatnið og góðar veiðilend- ur mótuðu hann og sjálfsagt og eðlilegt var að færa björg í bú frá unga aldri. Svavar vann við ýmis störf en byrjaði fljótt að vinna við bifreiðaakstur. Hann eignaðist eigin vörubíla og var vörubifreiðastjóri á Blönduósi um langt árabil, en einnig stund- aði hann búskap í hjáverkum. Árið 1965 byrjaði Svavar sem starfsmaður hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins og starfaði við það út sinn starfsaldur. Þau hjónin bjuggu nánast allan sinn búskap að Árbraut 19, Blönduósi. Svav- ar spilaði bridge, stundaði veiði- skap jöfnum höndum, á stöng og í net, hafði unun af tónlist, söng í kórum og spilaði á harmonikku til síðasta dags. Útför Svavars fór fram í kyrrþey hinn 26.2. 2011, að hans ósk. Afi var einn af þessum sjálf- stæðu körlum kynslóðarinnar sem nú er að kveðja. Körlum sem voru sjálfum sér nógir og lifðu í samræmi við uppruna sinn; gengu til rjúpna, lágu fyrir gæsum, stunduðu búskap sam- hliða annarri atvinnu, ræktuðu kartöflur, reru til fiskjar, stund- uðu jafnt netaveiði, stangveiði sem skotveiði og töldu enga ástæðu til að fara til útlanda enda væri hér allt til alls. Vega- nesti þeirra sem alast upp undir slíkum handarjaðri er ómetan- legt. Ekki svo að skilja að afi hafi ekki verið móttækilegur fyrir nýjungum. Þvert á móti hafði hann mikinn áhuga á nýrri tækni þar sem bílar og tæki voru hon- um hugstæð. Hingað til hef ég t.a.m. haft þá reglu að fá sam- þykki hjá afa áður en ég festi kaup á nýjum bílum en nú verður breyting á. Í sömu andrá og hugsað er til afa leitar hugurinn til ömmu. Amma var léttlynd og sá gjarnan aðrar hliðar tilverunnar en afi sem líklega var raunsærri og al- vörugefnari. „Látt’ekki svona, maður,“ sagði amma þegar henni þótti nóg um og þá fékk afi sér pípu. Óteljandi stundir í borð- króknum þeirra við Árbrautina eru perlur í safni minninganna, jólahátíðir og áramót, afmæli og daglegar heimsóknir á víxl. Sama gildir um óteljandi veiði- ferðir og reglulegar samræður um veiðivon og staði allt til síð- asta dags. Sá gamli brosti út að eyrum þegar ég bankaði á stofu- gluggann sl. sumar og sýndi hon- um og færði nýveiddan silfraðan 12 punda Blöndulax. Þennan skyldi reykja og eiga til vetrar- ins. Harmónikkan var hluti af afa. Tónlist og söngur voru honum í blóð borin og ómælt gaman hafði hann af því að sjá sonarsonarson sinn leika á sama hljóðfæri. Það verður án efa sérkenni- legt að eiga ekki lengur akkeri á heimaslóð. Veðurskeyta og tíð- inda af fólki og fé verður nú að afla annars staðar. Það er hugg- un harmi gegn að eiga einlæga sannfæringu um að líklega hefði gamli maðurinn ekki viljað hafa þetta öðruvísi enda var hann ern og vel sjálfbjarga til hinsta dags. Ekki síður sú hugmynd að nú eigi hann þess kost að fara ótak- markað um eilífar veiðilendur. Minningarnar um afa og ömmu eru fjársjóður sem auðvelt er að miðla og geyma hjá afkomend- um. Þannig lifir minningin um gott fólk. Svavar Pálsson. Ég var oft á Árbrautinni hjá ömmu og afa á Blönduósi þegar ég var yngri. Amma var alltaf heima og dekraði við okkur bræður eins og hún gat á meðan afi vann við bifreiðareftirlitið. Afi byrjaði snemma að veiða. Hann ólst upp í Hamrakoti og síðar Smyrlabergi í nágrenni við Svínavatn, Laxárvatn og Fremri-Laxá. Hann sagði mér margar veiðisögur úr sveitinni. Afi veiddi mikið á stöng og þá helst Lax í Blöndu, Víðidalsá, Laxá á Ásum og Svartá. Hann á líklega aflametið úr Blöndu ásamt pabba er þeir fengu 47 laxa á einum degi. Á hverju sumri fór ég í marg- ar veiðiferðir með pabba og afa. Afi var alltaf klár fyrir klukkan 7, en þá mátti byrja. Ekki mátti eyða neinni stund af veiðitíman- um í annað en að veiða. Kapp- semin og eljan alltaf í fyrirrúmi. Fyrir um 4 árum fórum við pabbi í vorveiði í Víðidalsá. Mættum kvöldið fyrir og var hit- inn rétt um frostmark. Gist var í hjólhýsi við ána og ákveðið að vera ekkert að rífa okkur upp, heldur að bíða og vona að það hlýnaði með deginum. Klukkan hálfsjö um morguninn var bank- að. Hver í ósköpunum var að þvælast lengst niður við á á þess- um tíma. Í ljós kom að afi var þar mættur og það fyrsta sem hann sagði var: „Hvernig er það, á ekkert að veiða í dag?“ Við höfð- um engin önnur ráð en að hlýða „gamla“ og hundskast út og byrja að kasta. Ég man ekki eftir því ári, á meðan heilsan leyfði, að hann hafi ekki verið að veiða í net. Svínavatn var í uppáhaldi hjá honum og þar þekkti hann vel til. Ég fór nokkrar ferðir með hon- um á Svínavatnið og hjálpaði honum við veiðarnar. Afi var með bát og var við netaveiðar vel fram yfir áttrætt. Í Selvík var afi með net í mörg sumur og gat maður gengið að því vísu að „gamli“ væri niðri í fjöru ef veður var gott. Svo var byssan alltaf með í för ef selur skyldi voga sér í netin. Á hverju ári, síðan ég byrjaði að stunda veiði, hef ég verið með afa í „eyranu“. Ég hringdi alltaf í hann, fékk ráð og sagði honum fréttir. Ég hef sótt mörg þau svæði sem afi veiddi á og hefur hann hjálpað mér að skilja nátt- úruna og t.d. hegðun rjúpunnar. Oftar en ekki gat hann leiðbeint mér á staði þar sem rjúpan var við ákveðin skilyrði. Afi gekk síðast til rjúpna 82 ára og sagði hann mér áður en hann fór að nú vissi hann hvar þær væru. Varð það raunin og skaut hann tvær. Hann þekkti svæðið og aðstæður þann daginn. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki litið inn til hans næst þegar ég á leið hjá. Hann var alltaf hluti af mínum veiðiferðum því alltaf beið hann spenntur eft- ir fréttum og gátum við rætt þær aðferðir sem notaðar voru, afla- brögð o.fl. Á hverju hausti höfum við veiðifélagarnir alltaf komið við hjá afa og rætt gang veiðanna og annað sem kom á daginn. Næsta ferð verður öðruvísi því að þú, afi, varst alltaf partur af þessum ferðum. Elsku afi, ég veit að þú hefur það gott núna og hlakka til að hitta þig seinna þar sem við get- um haldið áfram að veiða saman á nýjum og kannski betri veiði- lendum. Knúsaðu ömmu frá mér. Guðmundur. Elsku langafi minn, þú varst alltaf svo blíður og góður við mig. Þú leyfðir mér alltaf að fara í rabarbaragarðinn þinn og fá eins marga rabarbara og ég vildi. Þegar ég kom í heimsókn varstu alltaf tilbúinn með kex eða pönnukökur handa mér. Brúsi hundurinn minn hélt voða mikið upp á þig þú gafst honum alltaf kex og allskonar sem honum finnst gott. Þú gafst okkur alltaf svo góð ráð við veiðar, við fórum í Svartárdal og komum til þín í leiðinni og þú sagðir okkur hvar væri mest af silungi og þú hafðir rétt fyrir þér. Þú varst rosa góð- ur á harmonikuna sem þú áttir. Þú varst svo kúl langafi á jepp- anum þínum, ég var svo stolt af þér, elsku langafi minn. Elsku langafi minn, ég veit að þú átt eftir að láta mig vita af góðum veiðistöðum í framtíðinni. Ég sakna þín. Þín Valgerður Laufey. Svavar Pálsson Ég fékk þann heiður að kynn- ast Stínu þegar ég var ungur og óharðnaður unglingur. Við unn- um saman í þrælabúðum ömmu í garðyrkjunni í mörg sumur og hún varð besta vinkona mín. Ég gat trúað henni fyrir öllu því sem var í gangi í mínu lífi og ávallt hlustaði hún á mig á meðan hún plantaði út sumarblómunum. Stína stóð alltaf við bakið á mér þegar allir voru brjálaðir út í mig eftir einhvern skandalinn sem ég hafði gert af mér. Við Kristín Guðný Einarsdóttir ✝ Kristín GuðnýEinarsdóttir fæddist á Bessa- stöðum í Hrútafirði 6. október 1949. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 18. febrúar 2011. Útför Kristínar var gerð frá Mel- staðarkirkju í Mið- firði 26. febrúar 2011. sátum þarna í görð- unum og ræddum þau vandamál sem verða á vegi villts unglingspilts. Hún fordæmdi aldrei en sýndi mér alltaf fullan skilning og leiðbeindi mér út úr þeim ógöngum sem ég var búinn að koma mér í. Það hefðu margir mátt taka hana til sér til fyrirmyndar um unglingaráðgjöf. Stína var einhver lífsglaðasta manneskja sem ég hef kynnst og var alltaf til í að prakkarast eitt- hvað með okkur unglingunum í vatnsstríði, drulluboltakasti og fleiri uppátækjum. Hún er líka eina konan sem ég veit um sem hefur afrekað að láta henda heilu gengi af eldri vinkonum ömmu (sú elsta var 75 ára) út af skemmtistaðnum 22 eftir stór- kostlegan flutning á margra alda gömlum klámvísum um happa- tappa. Það verður lengi í minn- um haft. Ég gleymi því heldur aldrei þegar ég fékk lyklana hjá henni til að fara út í bíl og fór svo einn hring í hverfinu sem við vorum að vinna í. Þegar ég kom til baka tók hún á móti mér og hristi hausinn en gat ekki haldið aftur af sér glottinu yfir vitleys- unni í stráklingnum. Ég vil að leiðarlokum þakka henni uppeldið og samvistirnar og óska henni góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Ég votta börnum hennar og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Valur Sigurðsson. Orð eru svo vanmáttug til að lýsa konu eins og móður minni, Kristínu Einarsdóttur. Nú þegar lífsljós hennar er slokknað. Þótt sorgin og söknuðurinn sé mikill get ég ekki annað en verið þakk- látur. Þakklátur að hafa átt allan þann tíma sem ég átti með henni. Þakklátur fyrir allt sem hún gaf mér og kenndi. Tíminn sem við áttum saman í sveitinni á seinustu árum er mér dýrmæt- ur, í heimahögunum naut hún sín best. Hvort það var í sauðburði eða þjóðgarðshátíðinni. Duglegri og hjartahlýrri konu get ég ekki hugsað mér. Og alveg sama hvað tíminn leið og ég varð eldri, Ég var alltaf litli strákurinn hennar. Hún var ekki bara mamma, hún var vinkona og vissi alltaf hvernig átti að koma litla strákn- um sínum í gott skap. Ég er feg- inn að hafa getað verið svona mikið með þér, mamma mín. Og sýnt þér hvað mér þótti óend- anlega vænt um þig og þykir enn. Það er dýrmæt minning að hafa séð þig með Kristínu Helgu í fanginu og vera amma. Og að hafa getað eytt með þér tíma seinustu dagana og sýnt í verki hvað ég elskaði þig mikið. Þú verður ávallt í hjarta mér og minningarnar um þig munu fylgja mér um ókomin ár. Guð blessi þig, mamma mín, ég gleymi þér aldrei. Ég vil þakka starfsfólkinu á 11-E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir auðsýnda hlýju og umhyggju í garð móður minn- ar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Friðgeir Einar Kristínarson (Dúddi). ✝ Útför okkar ástkæru KATRÍNAR KOLKU JÓNSDÓTTUR hjúkrunarfræðings fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 11. mars kl. 13.00. Eiríkur Valdimarsson, Valdimar Kolka Eiríksson, Ingibjörg Sólveig Kolka, Jón Bjarnason, Bjarni Jónsson, Ásgeir Jónsson, Gerður Bolladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir Kolka, Guðmundur Sæmundsson, Laufey Erla Jónsdóttir, Páll Valdimar Kolka Jónsson, Sandra Sif Einarsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, SR. INGIMAR INGIMARSSON fv. prófastur, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 15. mars kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Raufarhafnarkirkju á Raufarhöfn, Víkurkirkju í Vík í Mýrdal eða Þórshafnarkirkju á Þórshöfn á Langanesi. Ingimar Ingimarsson, Hólmfríður S. Svavarsdóttir, Þorkell Ingimarsson, Gunnþóra H. Önundardóttir, Björn Ingimarsson, Sigrún J. Óskarsdóttir, Sigurgísli Ingimarsson, Kristín Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Ingimarsdóttir, Bjarni Óskarsson, Jóhanna Elíasdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓN ÁSGEIRSSON fyrrv. sveitarstjóri, Hlévangi, Keflavík, sem lést föstudaginn 25. febrúar, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 11. mars kl. 14.00. Steinunn Helga Jónsdóttir, Hallgrímur Gunnarsson, Rebekka Dagbjört Jónsdóttir, Björgvin Halldórsson, Ásgeir Jónsson, Hrafnhildur H. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR EINARSDÓTTUR frá Bessastöðum. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki krabbameinsdeildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut. Ólöf Birna Kristínardóttir, Kristinn Freyr Þórsson, Friðgeir Einar Kristínarson, Kristín Helga Kristinsdóttir. ✝ Elsku hjartans sonur okkar og bróðir, KRISTÓFER ALEXANDER KONRÁÐSSON, er lést af slysförum laugardaginn 5. mars, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 11. mars kl. 15.00. Ásrún Harðardóttir, Konráð Halldór Konráðsson, Sandra Lind, Stefán Örn og Ingibjörg María. ✝ Elskulegur faðir minn og bróðir okkar, ÁSGEIR KRISTINSSON, áður Bústaðavegi 59, lést sunnudaginn 27. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðmundur Þorsteinn Ásgeirsson, Ingveldur Kristinsdóttir, Steinunn K. Walter, Kristín Kristinsdóttir, Guðmundur Kristinsson, Hafliði Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.