Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Samtök aldraðra hafa undanfarin ár fjallað mikið um það hvernig unnt væri að ná eyrum stjórnenda landsins. Gerðar hafa verið ályktanir um kjaramál, mótmælt hef- ur verið kjaraskerðingu aldraðra af hálfu stjórn- valda og rætt við ráð- herra en allt hefur kom- ið fyrir ekki. Ályktunum Landssambands eldri borgara hefur verið stungið undir stól. Ráðamenn landsins hafa ekkert gert með ályktanir eldri borgara enda þótt því hafi verið heitið að haft yrði samráð við hagsmunasamtök um að- gerðir í ríkisfjármálum. Af þessum sökum ákváðu Félag eldri borgara í Reykjavík og Lands- samband eldri borgara að snúa sér til verkalýðshreyfingarinnar og biðja hana að taka upp kjaramál eldri borg- ara í væntanlegum kjarasamningum. Félag eldri borgara í Reykjavík gerði út sendinefnd á fund verkalýðsfélaga í Reykjavík til þess að ræða kjaramálin og kjaranefnd Landssambands eldri borgara gekk á fund Gylfa Arnbjörns- sonar forseta ASÍ til þess að ræða þetta sama mál. Gylfi Arnbjörnsson var strax mjög jákvæður í málinu enda hefur verkalýðshreyfingin gegn- um árin gætt hagsmuna eldri borgara í kjaramálum, Lífeyrir hækki í takt við hækkun launa ASÍ kynnti kjarakröfur sínar fyrir ríkisstjórninni 12. janúar sl. Þar er mörgum mikilvægum kjaramálum hreyft. En það sem vekur einkum at- hygli eldri borgara er, að ASÍ segir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja verði að hækka í samræmi við hækkun lægstu launa. Einnig vill ASÍ að sett verði nýtt frítekjumark trygg- ingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Hér hefur ASÍ tekið upp tvær mjög mikilvægar kröfur eldri borgara og ég á von á því að ASÍ muni knýja þessar kröfur fram. Það var lengi svo, að lífeyrir hækkaði sjálf- virkt þegar lágmarks- laun hækkuðu. Þegar það var afnumið var sett í lög að taka ætti mið af breytingum á verðlagi og kaupgjaldi við breytingar á lífeyri aldraðra. Eftir þessu lagaákvæði hefur ekki verið farið í rúm 2 ár. Verðlagsbætur voru greiddar á líf- eyri um áramótin 2008/2009. Þeir líf- eyrisþegar sem voru á strípuðum bót- um fengu þá fullar verðlagsbætur en hinir fengu aðeins hálfar verðlags- bætur. Eftir þetta var lífeyrir aldr- aðra og öryrkja frystur. Síðan hefur lífeyrir verið að rýrna að raungildi til, þar eð verðbólga hefur verið talsverð en engar verðlagsbætur verið greidd- ar. Á þessu tímabili hefur kaup lág- launafólks hækkað um 16%. Lífeyrir hefði að sjálfsögðu átt að hækka sam- svarandi en svo varð ekki. Lífeyr- isþegar máttu sæta kjaraskerðingu á sama tíma og launþegar á lágum laun- um fengu verulega kauphækkun. Verulegar kauphækkanir væntanlegar Reikna má með því, að samið verði um talsverðar kauphækkanir í þeim samningaviðræðum um kaup og kjör, sem nú standa yfir. Einstök verka- lýðsfélög hafa krafist 200 þús. kr. mánaðarlauna. Það er umtalsverð kauphækkun. ASÍ leggur áherslu á, að kaupmáttur aukist. Ekki er nóg að fá hækkun í krónutölu. Lífeyrir aldr- aðra og öryrkja mun væntanlega hækka samsvarandi þeim launa- hækkunum sem samið verður um. Ekki er áfram unnt að skilja lífeyr- isþega eftir, þegar samið er um kaup- hækkanir fyrir launþega. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er ígildi launa. Þegar laun hækka á lífeyrir að hækka. Núverandi ríkisstjórn hefur haft þann hátt á að frysta lífeyri aldr- aðra og öryrkja og einungis hækkað allra lægsta lífeyri ef eitthvað hefur verið hækkað. Þannig voru um sl. áramót aðeins hækkaðar lágmarks- framfærsluuppbætur aldraðra og ör- yrkja. Með þessari aðferð hækkar ríkisstjórnin aðeins lífeyri hjá mjög fáum, þar eð aðeins mjög lítill hópur ellilífeyrisþega nýtur lágmarks- framfærsluuppbótar. Hækkunin um áramót var einnig mjög lítil eða að- eins 2,3%. Tímabært að eldri borgarar fái kjarabætur Lífeyrisþegar eru búnir að taka á sig nægilegar byrðar vegna krepp- unnar. Þeir hafa sætt verulegri kjara- skerðingu í 2 ár. Auk þess töpuðu margir lífeyrisþegar verulegum fjár- munum í bankahruninu. Þeir eldri borgarar, sem höfðu sparað einhverja fjármuni og lagt í peningamark- aðssjóði töpuðu miklum fjármunum. Það er því tímabært að stjórnvöld breyti afstöðu sinni til aldraðra og veiti þeim sanngjarnar og eðlilegar kjarabætur. Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn á efri árum og ekki að þurfa að skera allt við nögl sér. ASÍ styður kjarabar- áttu eldri borgara Eftir Björgvin Guðmundsson » Lífeyrisþegar eru búnir að taka á sig nægilegar byrðar vegna kreppunnar. Þeir hafa sætt verulegri kjara- skerðingu í 2 ár. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Íslenzka heilbrigð- iskerfið glímir við mikla erfiðleika. Sjúkrahús riða til falls. Þar missir láglauna- fólk störf sín og aldr- aðir sjúklingar búa við óvissu sem ekki er sæmandi. Heilsugæzl- an stendur á brauðfót- um. Landspítali – há- skólasjúkrahús er að kikna undir álagi en nýtur þess að hafa einstakt þrekmenni og fyrir- mynd við stjórnvölinn. Skráning og samtenging sjúkragagna er í ólestri. Riturum hefur verið úthýst af Land- spítalanum suður í Kópavog. Bagaleg bið, jafnvel hættuleg, er oft eftir ritun og afhendingu gagna. Hvernig halda menn að ástandið væri ef gagna- grunnsfáránleikinn hefði komizt lengra? Ég læt nægja að vitna í einn helzta stuðningsmann gagnagrunns- ins, Óskar Einarsson, fyrrverandi formann Læknafélags Reykjavíkur. Í Læknablaðinu, 5. tbl 2008, „Er- um orðin tíu árum á eftir“, segir hann: „Þá sat ég í stýrinefnd á vegum Landspítala í viðræðum við Íslenska erfðagreiningu og það var lögð gríð- arlega mikil vinna í að skilgreina gagnagrunninn, hvernig sjúkraskrá- in ætti að líta út, hverjir ættu að hafa aðgang og menn bundu miklar vonir við að úr þessu kæmi heildstætt sjúkraskrárkerfi sem bæði sjúkra- húsin og heilsugæslan gætu nýtt sér. Þegar upp var staðið var fallið frá þeim hugmyndum.“ Hver borgar fyr- ir þessi ósköp og skaðann sem af hef- ur hlotizt á mörgum sviðum? Óskar minnist ekki á sjálfstætt starfandi sérfræðinga, enda átti aldrei að trufla einkapraxís þeirra fyrir gagnagrunn- inn. Þeir eru ekki í vandræðum með skrán- ingarkerfi sín, þótt Matthías Halldórsson, þáverandi landlæknir, kvartaði undan því í fjölmiðlum að fá ekki upplýsingar frá þeim í ársskýrslur landlækn- isembættisins. Hvað er að marka þær skýrslur? Það hefur verið hljótt um nærri tvö hundruð svokallaða samstarfs- lækna Íslenskrar erfðagreiningar lengi. Þeir seldu sjúkrahússjúklinga til Kára Stefánssonar og leyfðu hon- um að nota sig í auglýsingaskyni til að blása lofti í hlutabréfablöðru De- code, viðskiptahugmyndina, sem Hannes Smárason aðstoðarforstjóri hafði hannað. Hámarki náði blaðran árið 2000, en þá var verð hlutabréfa Decode 65 dollarar á hlut og fyrir- tækið sagt það langverðmætasta í landinu. Ingibjörg Pálmadóttir, þá- verandi heilbrigðisráðherra, veitti Kára starfsleyfið eftirsótta og til- ganginum var náð: Gríðarlegt reiðufé var komið í hús. Á sama tíma stofnaði Íslensk erfðagreining ásamt heilbrigðisráðherra sjóð, sem gerði saklaus börn að þjófsnautum um langa framtíð. Hvar er sá sjóður, hátt í einn milljarður króna, geymd- ur í dag? Viðskiptahugmyndin, mið- lægur gagnagrunnur á heilbrigðis- sviði, var alltaf svikamylla, ekkert annað. Hannes og Kári héldu í vík- ing. Þegar loks kom að því – eftir tólf ár – að einhver samstarfslæknir yrði heiðurs aðnjótandi fyrir rannsóknir í samvinnu við Íslenska erfðagrein- ingu sendi Háskóli Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem segir „að verðlaunin sem Friðbert hlýtur njóti mikillar virðingar innan vísinda- samfélagsins. Þau voru veitt í Berlín á ársfundi Evrópsku glákusamtak- anna. Þetta eru vegleg verðlaun upp á 25.000 Bandaríkjadali og mikill heiður fyrir Íslendinga, Friðbert sjálfan, Háskóla Íslands og íslenskt vísindasamfélag.“ En Adam var ekki lengi í paradís. Daginn eftir, 2. júní 2008, sendi Kári Stefánsson frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna frétta af verðlaunum sem veitt voru Kára Stefánssyni og Frið- berti Jónassyni, af heimssamtökum um augnsjúkdóminn gláku, í Berlín í gær telur Íslensk erfðagreining rétt að eftirfarandi komi fram. Íslensk erfðagreining hafði frumkvæði að þeim rannsóknum sem leiddu til tímamótauppgötvana á erfðafræði sjúkdómsins og urðu tilefni verð- launanna. Öll hönnun rannsóknanna fór fram hjá Íslenskri erfðagrein- ingu, svo og vinna við þær og öll túlk- un niðurstaðna. Vísindamenn hjá Ís- lenskri erfðagreiningu sáu einnig að mestu um ritun á grein um vinnuna sem birtist í tímaritinu Science á síð- asta ári, og voru í báðum heiðurssæt- unum í höfundaröð (fyrsta og síðasta sæti).“ Hver urðu viðbrögð rektors Há- skóla Íslands og læknadeildar eða samstarfslæknanna við þessari dæmalausu ómennsku? Engin. Ná- kvæmlega engin! Háskóla Íslands er „ekki viðbjargandi“. Eftir Jóhann Tómasson Jóhann Tómasson » Skráning og sam- tenging sjúkragagna er í ólestri. Ritarar hafa ekki undan. Bagaleg bið, jafnvel hættuleg, er oft eftir ritun og afhend- ingu gagna. Höfundur er læknir. Arfleifð gagnagrunnsins Margt hefur verið skrifað um tilraunir manna varðandi upp- haf flugsins og hafa svokallaðir annálarit- arar lýst vel um aldir atburðum og varðveitt nöfn og ártöl, sem annars hefðu fallið í gleymsku. Menn hafa velt fyrir sér hver hafi verið fyrstur til að smíða flugtæki sem gæti flogið með mann innanborðs. Margir reyndu að smíða flugfar svo vitað sé, allt frá tímum vísinda og hugvits hins mæta manns da Vinci (1452-1519), en mistókst. Þjóðverjar hafa ætíð verið fram- arlega á sviði tækni og stutt vel við áhugasama hugvitsmenn á borð við verkfræðinginn Otto Liliethal sem talið er að fyrstum manna hafi tek- ist að fljúga svifflugvél með mann innanborðs árið 1891. Einnig ber að minnast á tvær flugtilraunir Wrigth-bræðra sem urðu fyrstir til að fljúga vélknúinni flugvél 14. og 17. desember, 1903 við Kill Devil Hills í N- Karólínu. Fyrra flugið stóð í 3 og hálfa sekúndu og það síðara í 12 sekúndur. Ég leyfi mér að álykta að tveir Íslendingar hafi svifflogið 253 árum á undan Otto Liliethal og það jafn- vel lengra og djarfara flug ef marka má annálaskrif ekki ómerkari manns en Skálholtsbiskupsins Gísla Oddssonar er hann lýsir flugi þeirra í ritinu „Um furður Íslands“ sem hann samdi árið 1638. Þar segir hann meðal annars: „Heyrt hef ég getið um að maður einn hafi þreytt flug með því að safna saman fugla- fiðri og fjöðrum, fór svo í vængina eins og föt og brá þeim undir sig, og að hann hafi viðstöðulaust jafnframt getað flogið yfir Hvítá í Borgarfirði, og eru niðjar hans enn á lífi. Það eru ekki ýkjur og ekki er það með nein- um göldrum gert, að því er ætla má, heldur aðeins með nátt- úrulegri kunnáttu.“ Gísli Oddsson biskup skrifar aðra frásögn sem er svohljóðandi: „Snemma á 18.öld var unglingur á Iðu í Skálholtssókn, sem Hinrik Hinriksson hét. Hann var frábær að hagleik og hugviti. Hann reyndi að búa sér til flugham og voru vængirnir úr fuglavængj- um. Honum tókst þetta svo vel að hann gat hafið sig á loft í hamnum og flogið spölkorn en jafnvæginu átti hann örðugast með að halda. Höfuðið vildi niður en fæturnir upp. Samt áræddi hann að fljúga yfir Hvítá í Skálholtshamri þar sem áin er örmjó og tókst honum það. Nú fundu menn sér skylt að stemma stigum fyrir ofdirfsku hans og var hamurinn tekinn af honum og eyði- lagður og honum harðbannað að búa til annan, enda lést hann litlu síðar.“ Eftir Matthías Matthíasson Matthías Matthíasson »Ég leyfi mér að álykta að tveir Íslendingar hafi svif- flogið 253 árum á undan Otto Liliethal og það jafnvel lengra og djarfara flug ... Höfundur er fyrrv. yfirverkstj. Rafmv.Rvíkur, flugskírteini nr. 139. Hver flaug fyrstur? Formaður félags verktaka sendir FÍB tóninn í Morg- unblaðinu gær. Hann óskar félaginu til hamingju með að hafa drepið umfangs- miklar vegafram- kvæmdir í fæðingu með „hysterískri“ undirskriftasöfnun gegn vegatollum. Formaðurinn segir að fyrir vikið sé árið 2011 ónýtt fyrir þau fáu verktakafyrirtæki sem eftir lifa. Þarna skautar formaður félags verktaka léttilega framhjá nokkr- um staðreyndum. Þær fram- kvæmdir sem hann talar um eru tvöföldun á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi og gerð Vaðla- heiðarganga. Samningaviðræður við lífeyrissjóðina um fjármögnun þessara framkvæmda stóðu yfir mánuðum saman á síðasta ári. Ríkið sleit þeim í desember síðast- liðnum vegna ágreinings um vaxtagjöld. Ríkið þurfti þar enga hjálp frá FÍB. Áfram héldu samt umræður af hálfu stjórnvalda um að fjármagna þessar framkvæmdir með vegatoll- um á leiðum til og frá höfuðborg- inni. Þessum hugmyndum mót- mælti ekki aðeins FÍB, heldur flestallar sveitarstjórnir á suðvest- urhorni landsins. FÍB fór af stað með undirskriftasöfnun gegn vegatollum á vefsíðu sinni í byrjun janúar. Á einni viku söfnuðust rúmlega 40 þúsund undirskriftir. Almenningur getur ekki hugsað sér að reistur verði tollamúr í kringum höfuðborgarsvæðið. Ein- staka verktakar virðast hins vegar vel geta hugsað sér að taka kúlul- án sem aðrir borga. Engu máli virðist skipta að umræddar framkvæmdir eru rán- dýrar og ónauðsyn- legar. Bæta má um- ferðaröryggi og gera umferð greiðari með mun ódýrari hætti, t.d. gerð 2+1 Suður- landsvegar. Ríkið get- ur ráðist í slíkar fram- kvæmdir án þess að innheimta vegatolla. Menn þurfa hins veg- ar að komast niður á jörðina í þessum efnum og hætta að hugsa eins og enn sé árið 2007. Það er lítil hamingja í sam- göngumálum þjóðarinnar, þó svo formaður félags verktaka óski FÍB til hamingju með að hafa stöðvað áform um vegatolla. Um leið kom nokkuð á óvart að for- maður félags verktaka skyldi ekki kenna FÍB um hrunið í október 2008. Þangað má auðvitað rekja aðalástæðu þess að verktakar hafa lítið að gera. Hagsmunir FÍB og verktaka gagnvart samgöngufram- kvæmdum eru þeir sömu. Þær skapa verktökum atvinnu og bíl- eigendur njóta góðs af betri veg- um og auknu umferðaröryggi. En FÍB áskilur sér allan rétt til að gæta hagsmuna bíleigenda gagn- vart óráðsíu af þeirri gerð sem setti þetta þjóðfélag á hliðina. Lítil hamingja Eftir Runólf Ólafs- son Runólfur Ólafsson » Almenningur getur ekki hugsað sér að reistur verði tollamúr í kringum höfuðborgar- svæðið. Höfundur er framkvæmdastjóri FÍB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.