Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 8
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Mbl sjónvarp býður til uppi- standsveislu Davíðs Oddssonar, Pálma Gunnarssonar, Herberts Guðmundssonar, Páls Óskars og Bjarna Fel. svo dæmi séu tekin. „Hin nýja sígarettupása“ Hver uppistandsþáttur verður um fimm mínútur að lengd, líkt og aðrir þættir sem sýndir eru hjá Mbl sjón- varpi. Að sögn Hlyns fór netsjón- varpið í loftið fyrir tæpum sex mánuðum og hefur gengið vel. „Flettingarnar hafa fjórfaldast frá því sjónvarpið byrjaði og nú eru þær yfir milljón á mánuði.“ Þættir Mbl sjónvarps hafa verið með fjölbreyttu sniði og má þar nefna Veröld Völu Grand, Nilla, Rokk og rúllur, Fyrstu skrefin og Tónlistarstund með Arnari Eggerti. Hlynur segir sjón- varpið vera að kynna nýja þætti til sögunnar um þessar mundir. Þáttur- inn Karlaklefinn, þar sem handbolta- kappinn Logi Geirsson tekur út- varpsmanninn Einar Bárðarson í gegn, hóf göngu sína fyrir stuttu en sá þáttur hefur átt gífurlegum vin- sældum að fagna. „Svo erum við að fara af stað með uppistand Mið- Íslands og á næstu vikum munum við sömuleiðis kynna marga fleiri þætti. Þættir Mbl sjónvarps eru bæði stuttir og hnitmiðaðir og hugmyndin er að þetta sé hin nýja sígarettu- pása,“ segir Hlynur léttur í bragði og bendir á að flestir líti upp frá vinnu sinni af og til í um fimm mínútur og þá sé tilvalið að horfa á eitthvert skemmtilegt efni. Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Nýir uppistandsþættir með fjór- menningunum úr grínhópnum Mið- Íslandi hefja göngu sína á Mbl sjón- varpi næstkomandi föstudag. Hóp- urinn, sem skipaður er þeim Bergi Ebba Benediktssyni, Ara Eldjárn, Dóra DNA og Jóhanni Alfreð Krist- inssyni, hefur staðið fyrir miklu uppi- standi undanfarin ár og eru þeir fé- lagar allt annað en nýgræðingar þegar spaug er annars vegar. Grín fyrir alla Þættirnir sem um ræðir byggj- ast á uppistandskvöldi Mið- Íslands sem haldið var í Þjóð- leikhúskjallaranum fyrir stuttu. Skemmtunin, sem var öll fest á filmu, verður klippt til og sýnd hjá Mbl sjónvarpi á föstudögum næstu vik- urnar. „Þetta var frábært kvöld svo við væntum mikils af þessum þáttum, þetta verður stand-up-veisla,“ segir Hlynur Sigurðsson, fréttastjóri Mbl sjónvarps. Spurður hvort þættirnir eigi eftir að höfða til beggja kynja og allra aldurshópa segir Hlynur grínið tvímælalaust vera fyrir alla og bætir við að fjórmenningarnir séu með mjög misjafnan stíl. Þættirnir gott mótvægi Grínhópurinn Mið-Ísland hélt tvö uppistandskvöld í Þjóðleikhúskjall- aranum í síðustu viku og var húsfyllir á báðum sýningum. Kynnir var Björn Bragi Arnarson, ritstjóri tímaritsins Monitor, og grínistinn Sólmundur Hólm fór með gestahlutverk. Til gamans má geta þess að þeim bregð- ur báðum fyrir í þáttunum. Að sögn Jóhanns Alfreðs, meðlims Mið- Íslands, gengu sýningarnar vonum framar. „Við vorum mjög ánægðir með þetta. Stemningin var afslöppuð og fólk var komið til að hlæja. Þetta eru alveg sýningar hjá okkur en þær eru að sjálfsögðu ekki allar fyrirfram skrifaðar. Það getur í raun og veru allt gerst, bara eftir því hvernig stuði mannskapurinn er í.“ Jóhann Alfreð telur uppistands- þættina ágætt mótvægi við íslensk- ar fjár- og stjórn- málafréttir.  Þættir byggðir á uppistandskvöldi Mið-Íslands sýndir á föstudögum Hæfileikaríkar eftirhermur Mið-Ísland er þekkt fyrir að fjalla um dægurmál samtímans á gaman- saman hátt og eru fjórmenningarnir mikið fyrir sagnfræði. „Við pæl- um í Íslandssögunni og Ís- lendingasögunum bregð- ur fyrir. Þetta er mjög íslenskt uppistand í það minnsta, en það eru líka teknir fyrir heitir og „current“ hlutir eins og Gadd- afí.“ Þá segir Jó- hann Alfreð þá Ara Eldjárn og Sólmund Hólm frábærar eftir- hermur sem bregði sér í gervi Bubba Morthens, Ari Eldjárn, Jó- hann Alfreð, Dóri DNA og Bergur Ebbi. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Framsókn hefur boðað til flokks-þings, sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Það er vel til fundið. Framsókn er að finna sig eftir óvissuskeið.    Frá því að Hall-dór Ásgríms- son hvarf úr for- mannsstóli hefur verið nokkur laus- ung í flokknum.    Á þeim skamma tíma sem liðinner hafa fjórir menn gegnt for- mennsku í flokknum og þá er hinn fimmti ekki talinn með sem „gegndi“ formennsku í fjórar mín- útur. Jón Sigurðsson, Valgerður Sverrisdóttir og Guðni Ágústsson eru prýðilegt fólk, en ekkert þeirra fékk tóm til að sameina flokkinn undir sinni forystu.    Sigmundur Davíð hefur sýnt aðhann er hæfileikamaður, glöggur og snar í pólitískum snún- ingum. En hann hefur ekki flokkinn nægjanlega fast með sér enn sem komið er, þótt staðan sé að styrkj- ast.    Tveir þingmenn Framsóknarvirðast helst líta á sig sem sendiboða Samfylkingarinnar í eig- in flokki og hlýða jafnan kalli henn- ar þegar mest þykir liggja við.    Sjálfsagt mun það óvenjulegaástand ekki lagast fyrr en að loknum næstu alþingiskosningum.    Eins eru í gildi flokks-samþykktir sem eiga rót í óróleikaskeiði flokksins og veikja því slagkraft nýrrar forystu. Úr því gætu Fram- sóknarmenn bætt á nýju flokksþingi.    Þeir eiga því færi á aðstyrkja sína stöðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsókn fundar STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.3., kl. 18.00 Reykjavík -5 léttskýjað Bolungarvík -5 snjókoma Akureyri -6 snjókoma Egilsstaðir -4 snjókoma Kirkjubæjarkl. -6 skýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 1 skúrir Ósló 0 skýjað Kaupmannahöfn 2 heiðskírt Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 11 heiðskírt Dublin 8 skýjað Glasgow 7 alskýjað London 11 heiðskírt París 15 heiðskírt Amsterdam 8 heiðskírt Hamborg 8 heiðskírt Berlín 8 heiðskírt Vín 6 léttskýjað Moskva -2 heiðskírt Algarve 13 þrumuveður Madríd 11 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 8 heiðskírt Aþena 2 skýjað Winnipeg -18 skýjað Montreal 7 heiðskírt New York 3 heiðskírt Chicago 3 skýjað Orlando 23 heiðskírt VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:08 19:09 ÍSAFJÖRÐUR 8:16 19:11 SIGLUFJÖRÐUR 7:59 18:54 DJÚPIVOGUR 7:39 18:38 N otkun á Íslandi, 100 M B innan dagsins. Greidd eru mán.gjöld skv. ver ðsk rá. Netið í símanum á 0 kr. fyrir viðskiptavini Símans í dag. Magnaðir miðvikudagar! Viltu sjá framhaldið? Skannaðu hérna til að sækja 4 B arcode Scanner Skoða mynd Grei tt e r fy rir ga gn am ag n sk v. gj al ds kr á. N án ar á si m in n. is Skannaðu hérna til að sækja 44 B arcode Scanner Horfa á myndskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.