Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Allt útlit er fyrir metfjölda erlendra ferðamanna í sumar. Fleiri erlend flugfélög hafa boðað komu sína hing- að en áður og samkeppni gæti aukist á áfangastöðum eins og New York, París, Berlín og Frankfurt. Ferða- árið fer líka vel af stað en tölur voru birtar í gær um fjölda farþega til og frá landinu í febrúar. Sam- kvæmt þeim varð fjölgun farþega um 12,6% mið- að við sama mánuð í fyrra. Fjölgaði flugfarþegum frá öllum markaðs- svæðum. Isavia býr sig undir aukna umferð farþega um Leifsstöð í sumar með því að ráða til sín fleira starfs- fólk, um 90 sumarstarfs- menn, og gera breytingar á aðstöðu innan flugstöðvarinn- ar. Munu þær fram- kvæmdir kosta 40-50 milljónir króna, að sögn Hjördísar Guð- mundsdóttur, upplýs- ingafulltrúa Isavia. Á há- annatíma í sumar kunna að verða afgreidd allt að 20 flug á einum morgni og álíka mörg síð- degis. Þó að bjartsýni sé ríkjandi í ferða- þjónustunni þá eru blikur á lofti vegna hækkandi eldsneytisverðs í heiminum, sem hefur áhrif á rekstur flugfélaga sem og annarra ferða- þjónustufyrirtækja. Hækkanir gætu farið út í gjaldskrána, sem aftur hefði áhrif á ferðaplön fólks. Af samtölum við aðila í ferðaþjón- ustu má ráða að bókanir fyrir sum- arið líta ágætlega út en talið er of snemmt að gefa út einhverjar fjölda- tölur eða prósentuaukningu. Bent er á að bókunartími í ferðaþjónustu hafi styst og heildarmyndin skýrist ekki fyrr en nær dregur sumri. Bjartsýnustu menn tala um allt að 25% aukningu en hinir hófsamari tala frekar um 10- 15%. Þeir svartsýnustu telja gott ef tekst að halda í sama fjölda erlendra ferðamanna og á síðasta ári, en hing- að komu nærri 500 þúsund farþegar, þar af um 480 þúsund með flugi. Mismikil ferðatíðni Alls hafa 13 erlend flugfélög boðað ferðir til og frá Íslandi í sumar, sem er meira en nokkru sinni, og bætast þá við Icelandair, Iceland Express og Flugfélag Íslands. Fleiri félög koma hingað í stökum ferðum á öðrum árstímum, eins og Atlantic Airways og Malmö Aviation. Strangt til tekið mætti flokka Iceland Express sem erlent flugfélag, þar sem félagið flýgur sam- kvæmt flugréttindum breska félagsins Astra- eus, en það er ekki gert í þessari samantekt. Erlendu félögin 13 eru Air Berlin, Air Greenland, Austrian Airlines, Delta Airlines, Deutsche Lufthansa, Edelweiss Air, Finna- ir, German Wings, Hamburg Internatio- nal, Niki Luftfahrt, SAS, Travel Service og Tran- savia.com, sem er dótturfélag Air France-KLM. Ferðatíðni félaganna er mjög mismun- andi, allt frá fjórum ferðum yf- ir sumarið til nokkrum sinnum í viku. Einna mesta framboðið verður til Þýskalands en ekki endilega í beinu flugi til allra borga, heldur í tengiflugi. Samanlagt verða þessi félög og þau innlendu með flug í sumar milli Íslands og 56 áfangastaða í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Til nokkurra staða má fljúga með fleiri en einu félagi og þannig eru Ice- landair og Iceland Express með flug á sömu 13 áfangastaðina. Þetta sést nánar á meðfylgjandi korti. Í samkeppni við flugrisa Stærsta nýja félagið sem hingað kemur er án efa Delta Airlines, sem hefur flug milli Íslands og New York í byrjun júní, fimm sinnum í viku. Er félagið jafnframt í samstarfi við evr- ópska flugrisann Air France-KLM um sölu á Íslandsferðum, auk fleiri félaga eins og Alitalia. Munu Íslend- ingar geta valið á milli þriggja flug- félaga á þeirri leið en að meðtöldum Icelandair og Iceland Express verða ríflega 700 flugsæti í boði daglega til New York í sumar, svo dæmi sé tekið um sætaframboðið. Debbie Egerton, talsmaður Delta í Evrópu, segir bókanir vera í sam- ræmi við áætlanir félagsins og þær fari vel af stað. Stefnt er á fyrsta flugið til Íslands 2. júní nk. en eins og kemur fram hér að ofan býður félag- ið ódýrari miða héðan en íslensku fé- lögin, eða allt að 28% ódýrari en Ice- landair. Í fyrstu ætlaði Delta að fljúga hingað alla daga vikunnar en um áramót var dögunum fækkað í fimm. Icelandair flýgur til 31 áfanga- staðar í sumar og eykur áætlunar- flugið milli ára um 17%. Áfangastöð- um hefur verið fjölgað og miðast áætlanir félagsins við að flytja um 1,7 milljónir farþega á árinu. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir bókanir fyrir sum- arið líta ágætlega út og samkvæmt áætlunum. Iceland Express verður með flug á 22 áfangastaði í sumar. Kristín Þor- steinsdóttir, upplýsingafulltrúi fé- lagsins, segir bókanir ganga mjög vel og betur en reiknað hefði verið með, bæði meðal innlendra og er- lendra farþega. Þannig hafi sala á ferðum til Bandaríkjanna byrjað vel. París REY / KEF Nuuk Munchen Helsinki Osló Búdapest Prag Berlín Vínarborg HannoverHamburgBremen FriedrichshafenZürich New York Í samstarfi við Air France-KLM og Al Italia Stuttgart Dusseldorf Frankfurt Dortmund Köln Flug erlendra flugfélaga til og frá Íslandi sumarið 2011 Travel Service Miðjan apríl - byrjun október Tvö flug á viku Edelweiss Air Miðjan apríl - byrjun október Tvö flug á viku Air Greenland Lok mars - lok október Tvisvar í viku Austrian Airlines Miðjan júní - lok ágúst Einu sinni í viku Delta Airlines Byrjun júní - lok október Fimm sinnum í viku Finnair Miðjan júlí - byrjun ágúst Fjögur flug á þessu tímabili Deutsche Lufthansa Lok maí - miðjan september Tvisvar í viku Transavia.com France Lok mars - lok október Tvisvar í viku German Wings Byrjun júní - miðjan september Tvær vélar á fimmtudögum Ein vél á sunnudögum Hamburg International Miðjan maí - lok júní Einu sinni á dag Niki Luftfahrt Miðjan júní - miðjan ágúst Einu sinni í viku SAS Lok mars til loka október Sex sinnum í viku Air Berlin Miðjan maí til miðjan september 1-3 flug á þessu tímabili - mismunandi eftir áfangastað. Icelandair •Alicante •Barcelona •Berlín •Billund •Frankfurt •Gautaborg •Kaupmannahöfn •London •Osló •París •Stokkhólmur •Boston •NewYork •Amsterdam •Bergen •Brussel •Glasgow •Hamburg •Helsinki •Madríd •Manchester •Milanó •Munchen •Stavanger •Þrándheimur •Minneapolis •Orlando •Washington •Halifax •Seattle* •Toronto Iceland Express •Alicante •Barcelona •Berlín •Billund •Frankfurt •Gautaborg •Kaupmannahöfn •London •Osló •París •Stokkhólmur •Boston •NewYork •Álaborg •Basel •Bologna •Edinborg •Chicago •Friedrichshafen •Kraká •Varsjá •Winnipeg Flugfélag Íslands •Færeyjar •Kulusuk •Narsarsuaq •Nuuk •Ilulissat •Scoresbysund Áfangastaðir innlendu flugfélaganna sumarið 2011 * Tengiflug frá Seattle til 10 staða með Alaska Airlines Nokkur verðdæmi Flug fyrir einn fram og til baka, á ódýrasta fargjaldi samkvæmt bókunarvef félaganna 8. mars París 3. júní - 9.júní Icelandair 47.510 kr. Iceland Express (10.- 17. júní) 46.330 Transavia.com 42.085* Osló 10. júní - 17. júní Icelandair 39.510 Iceland Express 35.740 SAS 27.593* New York 3. júní - 10. júní Icelandair 76.610 Iceland Express 73.600 Delta Airlines 54.880 * Samkv. gengi Seðlabanka 8.mars Metsumar en blikur á lofti  Búist við aukinni samkeppni í millilandaflugi til og frá Íslandi í sumar  Sætaframboð aldrei meira  Aukið álag í Leifsstöð  Möguleiki á flugi til 56 áfangastaða  Hátt eldsneytisverð gæti haft áhrif 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Þú getur fylgst með komum og brottförum í símanum þínum. Notaðu Netið í símanum – því það er ódýrara en þú heldur. Ferðastu mikið? Skannaðu hérna til að sækja 42 B arcode Scanner Fylgstu með fluginu! Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir of snemmt að fullyrða um hvernig ferða- sumarið kemur út. Ágætlega líti út með bókanir þó að skammt sé liðið á bókunartímann. „Eldsneytishækkanir eru hins vegar gríðarlegt áhyggju- efni fyrir greinina, ekki síst ef þær halda áfram. Þessi mikla hækkun hefur mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Öll útgerð á vélknúnum ökutækjum er dýrari en áður og rekstrarkostnaður hækkar,“ segir Erna og telur ljóst að stjórnvöld verði að grípa inn með því að lækka álögur á eldsneyti. Álögur hafi hækkað jafnt og þétt samfara hækkun olíufélaganna og þróuninni á heims- markaði. Gríðarlegt áhyggjuefni FERÐAÞJÓNUSTAN HORFIR Á ELDSNEYTISVERÐIÐ Erna Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.