Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 54
»Henley hafði einhvern tímasagt að fyrr frysi í helvíti en að Eagles kæmu saman aftur. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það hefur væntanlega farið framhjá fáum að bandaríska rokk- sveitin The Eagles er væntanleg hingað til hljómleikahalds í sumar. Hátt miðaverð hefur t.a.m. vakið athygli, og mætti halda að árið 2007 væri gengið í garð á nýjan leik. Miðaverðið er þó algerlega í takt við það sem sveitin hefur ver- ið að rukka fyrir tónleika sína á erlendri grundu og er það í raun stórmerkilegt hversu ótrúlega far- sæl sveitin hefur verið á tónleika- sviðinu síðan hún sneri aftur á þann vettvang fyrir sautján árum. Ávallt er uppselt og eftirspurnin eftir bandinu botnlaus. En er þetta svo ótrúlegt? Safnplata sveitarinnar frá árinu 1976, Their Greatest Hits (1971-1975), hefur selst í 42 milljónum eintaka og er ein mest selda plata heims (og sú mest selda í Bandaríkjunum frá upphafi). Og smellurinn ódauðlegi, „Hotel California“, er ekki einu sinni á plötunni! Aðgengilegheit tónlistar Eagles, frámunalega fag- mannleg spilamennska auk sjarma, togstreitu, illdeilna og töfrandi áru forvígis- mannanna Glenn Frey og Don Henley gera að verkum að vin- sældir sveitarinnar eru litlu minni í dag en á blómaskeiði sveitarinnar. Sagan Eagles spratt upp úr rokksenu Kaliforníu sem mikill broddur var í við endaðann sjöunda ára- tuginn. Undir rest voru menn voru farnir að hræra sveita- tónlist við rokkið og fullkomnuðu Eagles þá blöndu upp úr 1970. Öllu heldur fullkomnuðu þeir framreiðsluna hvað almenning varðar, bjuggu henni markaðs- væna, poppskotna áferð sem sló óforvarandis í gegn. Útgangs- punktur Eagles kristallast í raun í laginu „Take it Easy“ - lætin og byltingarandi sjöunda áratugarins voru að baki, á þeim áttunda var málið að slappa af. Stofnendur voru Randy Meis- ner, Bernie Leadon, Glenn Frey og Don Henley en tveir þeir síð- astnefndu eru einu upprunalegu meðlim- irnir í dag. Fyrstu tvær plöturnar, Eagles (1972) og Desperado (1973) voru með fremur hefbundnu kántrírokksniði en breytt var um kúrs á On the Bor- der (1974) og meira poppi blandað við. Sveitin gerði svo enn betur á One of These Nights (1975), vinsældarlega það er og ári síðar kom safnplatan vin- sæla sem rataði inn á annað hvert heimili á Vesturlöndum að því er virtist og það þrátt fyrir að skarta einu ljótasta umslagi tónlistarsög- unnar. Í desember 1976 kom svo Hot- el California út, en titillag þeirrar plötu er líkast til þekktasta lag sveit- arinnar. Heil þrjú ár liðu svo að næstu plötu, The Long Run, en innansveitar- átök, eitur- lyfjaneysla og almenn rokk og ról sturlun var farinn að setja veru- legt mark á sveitina. Síð- asta tónleikaferðalagið var svo árið 1980 en það var ekki tilkynnt um að sveitin væri hætt fyrr en 1982. Meðlimir gáfu allir út sólóplötur á níunda áratugnum með misgóðum árangri, helst að Frey hafi náð að vekja einhverja athygli. Ný svæði Eins og áður segir komu Eagles saman aftur árið 1994 og úr því kom tónleikaplatan Hell Freezes Over en Henley hafði einhvern tíma sagt að fyrr frysi í helvíti en að Eagles kæmu saman aftur. Eft- ir þann túr hefur sveitin ferðast reglulega um heiminn, einhverjir Ernir hafa gengið úr skaftinu (og lögsótt þá Henley og Frey eins og lög gera ráð fyrir). Nýjasti túrinn er merkilegur að því leytinu til að bandið er að færa sig yfir á ný svæði, staðir sem sveitin hefur aldrei spilað á áður eru nú undir, m.a. Asía og svo Reykjavík. Annars svaraði Don Henley því listavel á dög- unum hvað honum þætti skemmti- legast við þessar miklu vinsældir sveitarinnar. „Það sem er skemmtilegast við þessar áframhaldandi vinsældir sveitarinnar eru áframhaldandi vinsældir sveitarinnar.“ Takk fyrir það, Don! Ernirnir svífa vængjum þöndum  Hver er gald- urinn á bakvið farsæld The Eag- les í seinni tíð? 54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Sindri Már Sigfússon hefurhaldið farsællega á spöðummeð sveit sinni Seabear enfór svo einhvern veginn að því að bæta um betur með sólóplötu sem hann gaf út árið 2008 undir nafninu Sin Fang Bous. Sú plata, Clangour, kom nánast aftan að manni, ég átti ekki von á neinu og þegar menn gefa út sólóplötur leyfa þeir sér venjulega að hleypa út hlut- um sem hefðu mögulega verið rit- skoðaðir fyrir „aðalverkefnið“. Út- koman er því oft ójöfn en strax í fyrsta lagi, „Ad- vent In Ives Gar- den“, var ljóst að eitthvað meirihátt- ar var í uppsigl- ingu. Clangour var enda hæglega plata þess árs. Sindra hefur svo tek- ist hið ótrúlega á þessari annarri plötu sinni sem Sin Fang (Bous-ið er farið) og gerir betur en á frumraun- inni. Magnað. En átti fólk sosum von á því að Bítlarnir gætu toppað sig eftir Revolver? En hvað er í gangi hérna? Sindra tekst á einhvern óskiljanlegan hátt að hlaða lögin alls kyns dútli og út- úrdúrum án þess að missa niður öruggt flæði og það sem kannski mest er um vert, áhlýðilegheit. Þetta eru popplög en þó nógu skringileg til að svala þörf okkar eftir einhverju nýju og spennandi. Í „Nineteen“ t.a.m. má heyra fuglasöng, fjölfald- aða rödd Sindra, kassagítar, píanó og tugi annarra hljóða. Allt flýtur þetta hvað um annað, þvert og endi- langt, og býður upp á algera ringul- reið en þvert á móti, það er allt á sín- um stað. Sindri missir aldrei nostur og viðbætur úr höndunum, þetta þjónar allt saman tilgangi. Ég er bú- inn að vera með þessa plötu í eyr- unum í viku og ég er enn að heyra eitthvað nýtt, líkt og ég sé að garfa í djúpum, litríkum dótakassa. Ein af plötum ársins er komin fram, það er alveg ljóst. Og það er ekki vottur af oflofi í þessum dómi. Öll þau orð sem hér hafa verið rituð á hann Sindri skuldlaust. Þá bíðum við bara eftir hvíta albúminu …Snilld Sindri Már Sigfússon er Sin Fang og Sin Fang er flottur! Sin Fang - Summer Echoes bbbbb ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Hann er alveg með’etta Farðu á m.siminn.is eða skannaðu kóðann og þú gætir unnið Viltu vinna miða á stórtónleika Eagles í Laugardalshöll 9. júní? Skannaðu hérna til að sækja 31 B arcode Scanner Vinsæl Eagles-limir á fullri ferð en tónleikar þeirra eftir að sveitin kom saman aftur hafa notið mikilla vinsælda. Skannaðu hérna til að sækja 50 B arcode Scanner Myndband Sin Fang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.