Svanir - 01.05.1939, Page 25
23
Ekkert af þessu hafði skeð. Ekkert af þessu hafði vald-
ið afturhvarfi hans til eilífrar sáluhjálpar.
Hvað var það þá?
Það var draugur.
Þá — fyrir fimm árum — bjó Júlíus Markús á Gríms-
staðaholtinu, en vann á daginn í Miðbænum. Hann gekk
Suðurgötuna suður með kirkjugarði á hverju kvöldi, og
stundum seint, ef mikið var að gera. Hann trúði ekki á vof-
ur né kynjaviðburði. Hann trúði heldur ekki á guð, því að
hann var forhertur. En ískalt vetrarkvöld með drungaleg-
um skýjum öðlaðist hann sannleikann — hinn eina mikla
sannleika. Hann var á heimleið og kominn suður með
kirkjugarði. Júlíus Markús vissi þá ekki fyrr en ófreskja
kom fljúgandi upp úr einu leiðinu og réðist á hann. Það var
ógeðsleg sjón — sú allra hræðilegasta, sem hann hafði
nokkru sinni séð. Það var andskotinn sjálfur með útrétta
hramma — og hræðilegar klær — en höfuðlaus.
Og hvað gerði andskotinn á Suðurgötunni ? Hann réðist
á Júlíus Markús með óstjórnlegri heift. — Hann hefði tætt
Júlíus Markús sundur — ögn fyrir ögn — ef hann á síð-
ustu stundu hefði ekki getað slitið sig úr klóm hans og
lagt á flótta. I fátinu baðst hann fyrir — í fyrsta sinni
á æfinni. En það bjargaði. Máttur bænarinnar er óþrjót-
andi. —
Hvemig tókst flóttinn?
Ófreskjan elti Júlíus Markús suður alla Suðurgötu, nið-
ur Skothúsveg, yfir Tjarnarbrúna og norður á Fríkirkju-
veginn. Fyrir framan Fríkirkjuna sökk hún í jörð — það
svín. Það var sönnun hins guðlega máttar — sönnun fyr-
ir helgi hins vígða reits. Það var kirkjan og guð, sem
björguðu Júlíusi Markúsi undan fjandanum fyrir fimm
árum.
Nú er hann sáluhólpinn.