Svanir - 01.05.1939, Page 42

Svanir - 01.05.1939, Page 42
38 hafi komizt ofan undir Litlá rétt fyrir framan Hvamm og fundizt þar örendur undir stórum steini. Undir steini þess- um hafa til skamms tíma sézt steinaraðir lagðar í kross, sem eiga að tákna, að hér hafi maður borið beinin. Ég minnist ekki að það hafi orðið nema einn maður úti á Holtavörðuheiði, Ólafur Hjaltested. Ég hefi heyrt talað um, að veturinn 1887 hafi orðið úti unglingspiltur frá Króki; hafi hann síðla dags í hríðar- veðri ætlað að sækja skóflu til fjárhúsanna, en ekki komið aftur. Þá bjó í Króki Jón Guðmundsson, er síðar bjó á Höfða í Þverárhlíð. Veturinn 1892 í desembermánuði varð bóndinn á Háreksstöðum, Árni Brandsson, úti í stórnorð- anhríð. Var hann aldraður maður; ætlaði að ná inn kindum sínum, er voru skammt frá húsunum, en kom ekki aftur. V. Verzlun og kaupstaðarferðir. Héðan úr dalnum eru frá 30—60 kílómetrar, eftir legu jarðanna, til aðalverzlunarstaðar dalsins, Borgarness. Um 1895 var byrjað á vegalagningu frá Borgarnesi upp hér- aðið. En fyrst 1929 er kominn alsfær vegur á efstu bæi hér í dalnum. Fram að því fór allur flutningur fram í böggum á hestum og svo á vögnum strax og vegur kom upp fyrir bæinn. Meðan allar ár voru óbrúaðar og enginn lagður vegur, voru kaupstaðarferðirnar bæði dýrar og erfiðar, enda var keppt að því að fara þær sem fæstar. Draga sem mest að sér á vorin. Þó varð ekki hjá því komizt að fara slát- urferðir á haustin og venjulegast varð að fara vetrarferðir og fóru þær vaxandi með aukinni notkun mélvara o. s. frv. í lestaferðunum var oft glatt á hjalla, voru oft og tíðum margir saman, bændurnir lausríðandi og þá máske eitt- hvað smávegis við öl, en vinnumennirnir fóru með lest- unum. En löngum voru ferðir þessar erfiðar. Allar ár óbrúaðar og margar torfærur og slörk, eins og verða vill á ólögðum vegum. Hér framan úr dalnum fór sjaldnast minna en 3 dagar í kaupstaðarferð, vor og haust. Á vetrum gat það orðið allbreytilegt, tafir við ár o.s.frv. Okkur myndi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Svanir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.