Morgunblaðið - 25.03.2011, Page 16

Morgunblaðið - 25.03.2011, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulif MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 Farinn José Sócrates forsætisráð- herra sagði af sér í vikunni. Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Samkvæmt heimildum Bloomberg- fréttaveitunnar telja sérfræðingar Evrópusambandsins að portúgölsk stjórnvöld þurfi að fá allt að 70 millj- arða evra í neyðarlán vegna skulda- vandans. Stjórnvöld í Lissabon hafa ekki sóst eftir slíku láni en þróunin að undanförnu hefur verulega aukið lík- urnar á að þau muni neyðast til þess á næstu vikum. Áhættuálagið á portúgölsk ríkis- skuldabréf hefur aldrei verið hærra frá upptöku evrunnar en nú og pólitísk óvissa í kjölfar þess að José Sócrates, forsætisráðherra, baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt hefur magnað upp spennuna á fjármálamörkuðum. Allt stefnir í að boðað verði til kosninga sem munu þá fara fram í maí eða júní. Miðað við þróunina á skuldabréfa- mörkuðum verður að teljast einsýnt að stjórnvöld í Lissabon muni neyðast til þess að sækjast eftir neyðarláni á næstunni. Sócrates sagði af sér á miðvikudag eftir að stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarp um frekari aðhalds- aðgerðir og niðurskurð næði fram að ganga. Sósíaldemókratar, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hindraði framgang frumvarpsins. Niðurskurðartillögunum var ætlað að sannfæra fjárfesta um að stjórn- völdum í Lissabon væri full alvara í að leysa skuldavanda ríkisins og þar af leiðandi létta af þeim söluþrýstingi sem hefur verið á portúgölskum ríkis- skuldabréfum í vetur. Hlutfall skulda hins opinbera í Portúgal er nú tæp- lega 80% af landsframleiðslu en mat sérfræðinga er að lítið megi út af bregða til þess að skuldirnar verði al- gerlega ósjálfbærar og ríkið geti þar með ekki endurfjármagnað þær á við- unandi kjörum. Þannig hefur verið nefnt að fari áhættuálagið á ríkis- skuldabréf yfir 7% sé staðan orðin vonlaus. Í morgun var álagið komið í tæp 8%. Álagið stendur í hæstu hæðum á sama tíma og stjórnvöld standa frammi fyrir endurfjármögnun gjald- daga fyrir ríflega 4,2 milljarða evra. Handbært fé stjórnvalda í Lissabon um þessar mundir er aðeins um 4 milljarðar evra að sögn Wall Street Journal. Allar líkur eru á því að þessir gjalddagar falli á sama tíma og póli- tísk óvissa ríkir í aðdraganda kosn- inga sem allt stefnir í að boðað verði til. Allt stefnir í að Portúgalar þurfi neyðarlán  Áhættuálagið á ríkisskuldabréf aldrei verið hærra  Allt stefnir í að boðað verði til kosninga í sumar  Talið er að stjórnvöld gætu þurft 70 milljarða evra neyðarlán Stuttar fréttir ... ● Skuldabréfavísitalan GAMMA lækk- aði lítillega í gær eða um 0,1%. Heildar- viðskipti með skuldabréf á markaðnum námu 6,6 milljörðum. Vísitalan fyrir verðtryggð lækkaði í 1,8 milljarða við- skiptum og lítilleg lækkun var einnig á vísitölunni fyrir óverðtryggð bréf. Við- skipti með óverðtryggðu bréfin námu 4,8 milljörðum. Lækkun á skuldabréfum ● Matsfyrirtækið Moody’s hefur lækkað lánshæf- iseinkunn þrjátíu spænskra banka. Lækkunin kemur í kjölfar ákvörðunar félagsins á láns- hæfismati spænska ríkisins fyrir hálfum mánuði. Fram kemur í til- kynningu Moody’s vegna ákvörðunar- innar að hún sé meðal annars tekin í krafti þeirrar sannfæringar að spænska ríkið muni ekki styðja við bakið á öllum þeim bankastofnunum sem eru í eða kunna að lenda í fjárhagsvanda. Lánshæfi 30 spænskra banka versnar Fasteignabólan fór illa með banka. ● Li & Fung, einn stærsti útflytjandi heims á kínversk- um varningi sem er seldur á Vest- urlöndum, varar við því að ekki sé lengur hægt að reiða sig á ódýrar vörur frá Kína. Í tengslum við til- kynningu um af- komu félagsins í fyrra vöruðu for- ráðamenn þess við því að hækkandi hrávöruverð ásamt launaskriði í Kína væri í auknum mæli farið að koma fram í verði á kínverskum útflutnings- vörum. Vara við hækkunum á kínverskum útflutningi Gámar með út- flutningsvörum. 2009 hafi bráðabirgðaákvæði verið að finna í lögum þar að lútandi. Samkvæmt því áttu fjármagns- tekjur sem mynduðust fram til 30. júní 2009 að hlíta 10% skattlagn- ingu, en tekjur sem urðu til frá 1. júlí og fram að áramótum 15%. Þess vegna hafi menn þurft að sundur- greina áunnar fjármagnstekjur á árinu 2009. Hins vegar hafi lögunum verið breytt í árslok 2009 og bráða- birgðaákvæði um téða sundurgrein- ingu fallið brott. Því sé ekki um aft- urvirka skattlagningu að ræða, að mati skattyfirvalda. Skattheimta á fjár- magnstekjum breytt  Miðast ekki við gildandi skatthlutfall við hagnaðarmyndun Morgunblaðið/Ásdís Fjármagnstekjuskattur Hefur hækkað þrisvar frá því um mitt sumar 2009. 30. júní var skatturinn 10% en frá og með áramótum er hlutfallið 20%. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Greiðendur fjármagnstekjuskatts ráku margir hverjir upp stór augu við útfyllingu skattframtalsins fyrir skömmu. Við útfyllingu skattfram- tals á síðasta ári greiddu menn skatt af söluhagnaði eða ávöxtun fjár- eigna í sinni eigu, eftir því hver skattprósentan var á því tímabili er hagnaður myndaðist. Skattur á fjár- magnstekjur hefur verið hækkaður þrisvar frá miðju ári 2009, úr 10% í 15% um mitt ár 2009, upp í 18% í byrjun árs 2010 og í 20% í byrjun árs 2011. Við gerð skattframtals gátu greiðendur fjármagnstekju- skatts hins vegar ekki gert grein fyrir hagnaði af fjáreignum sínum eftir tímabilum, heldur gildir 18% skattprósentan fyrir allan söluhagn- að, óháð því hvenær hann mynd- aðist. Morgunblaðið hefur fyrir því heimildir að fjármálastofnanir hafi gefið viðskiptavinum sínum fjárfest- ingaráðgjöf um ráðstöfun fjármuna sinna, í krafti þess að fyrirkomulag á uppgjöri fjármagnstekna yrði með sama hætti og í fyrra. Hélt einn við- mælandi Morgunblaðsins því fram að um afturvirka skattlagningu væri að ræða. Var til bráðabirgða Þær upplýsingar fengust frá skattinum í gær að við hækkun fjár- magnstekjuskatts úr 10% í 15% árið Fjármagnstekjuskattur » Er nú 18% á allan sölu- hagnað og fjármagnstekjur, óháð því hvenær hagn- aðarmyndun átti sér stað. Um er að ræða breytingu frá skatt- framtalinu á síðasta ári. » Skattur á söluhagnað og vaxtatekjur hefur tvöfaldast á einu og hálfu ári. Slitastjórn Glitnis telur mjög ólíklegt að ráðist verði í gerð nauðasamninga á þessu ári. Steinunn Guðbjartsdóttir, fomaður slitastjórnar bankans, sagði á kynningarfundi Glitnis með fréttamönnum í gær að algjörlega óraunhæft væri að gera sér vonir um að slíkt væri inni í myndinni. Of mikið verk væri ennþá óunnið. Færi svo að gengið yrði frá nauðasamningum hjá bankanum þýddi það að starfsemi skilanefnda og slitastjórna legðist sjálf- krafa niður og kröfuhafar tækju formlega við stjórninni. Straumur hefur þegar klárað sitt nauðasamningaferli og skilanefnd og slitastjórn lokið störfum. Ólafur Garðarsson, formaður slita- stjórnar Kaupþings, sagði í Viðskiptablaðinu í gær að vonir stæðu til þess að nauðasamningum gæti lokið í ár. Því er ljóst að slitastjórnir Glitnis og Kaupþings hafa mismunandi hugmyndir um hve- nær rétt er að ráðast í gerð nauðasamninga. En fram kom á fundi Glitnis í gær að vinnu við end- urheimtur á verðmætum í búi bankans ætti að mestu að vera lokið árið 2015. Alls var 8.731 kröfu lýst í þrotabú Glitnis, að fjárhæð 3.600 milljarðar króna. Slitastjórn bankans hefur tekið afstöðu til tæplega 94% allra krafna. Hins vegar saman- standa prósentin sex sem eftir standa af um 25% heildarfjárhæðar lýstra krafna, eða sem nemur um 900 milljörðum króna. Páll Eiríksson, sem einnig situr í slitastjórn bankans, sagði að brátt myndi eiga sér stað lang- stærsta skuldajöfnun sögunnar hjá gömlu bönk- unum stóru, sem allir eiga kröfu hver á annan. Þau viðskipti muni hlaupa á hundruðum milljarða, en þegar hefur verið gert ráð fyrir þeim í mati bank- anna á eignum sínum, að sögn Páls. thg@mbl.is Nauðasamningar fjarlægir  Glitnir telur ólíklegt að ráðist verði í nauðasamn- ingagerð í bráð  Reyna brátt að hefja útgreiðslur Morgunblaðið/Golli Slitastjórn Glitnis Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson sátu fyrir svörum í gær. Flutningamagn samstæðu Eim- skips stóð meira og minna í stað á síðasta ári, en flutningamagn í alþjóðlegri frystiflutninga- miðlum jókst um 14% á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Eimskip. Ársreikningur samstæðunnar, sem ekki hefur ver- ið gerður opinber, bíður sam- þykktar aðalfundar félagsins í næstu viku. Heildarvelta Eimskips á síðasta ári hljóðaði upp á 59 millj- arða króna, en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjár- magnsliði nam 6,2 milljörðum króna. Hagnaður eftir skatta nam tveimur milljörðum króna. Heildar- eignir námu 44 milljörðum í árslok og vaxtaberandi skuldir 11 millj- örðum. Eiginfjárhlutfall er 57%. Gylfi Sigfússon forstjóri segir ánægjulegt að tekist hafi að skila hagnaði á fyrsta heila starfsári fé- lagsins frá endurskipulagningu. „Það sem veldur helst áhyggjum er að flutningamagn í áætlunarflutn- ingum vex ekki á milli áranna 2009 og 2010 og ef eitthvað er þá er magnið að dragast saman nú á síð- ustu mánuðum ársins 2010 og í byrjun árs 2011.“ thg@mbl.is Tveggja milljarða hagnaður Gylfi Sigfússon  Eimskip velti 59 milljörðum 2010                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-+. +/,-./ ++.-/0 1+-.+ 12-,,1 +/-20/ +13-00 +-,2/4 +/+ +.+-+/ ++,-,0 +/3-+0 ++4-+4 1+-.40 12-321 +/-25+ +13-./ +-,+1/ +/+-3, +.+-.0 1+.-2+.3 ++,-4 +/3-3/ ++4-3+ 1+-40. 12-3.1 +/-+,, +1.-20 +-,+.5 +/1-2/ +.1-2/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.