Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011
Getið þið lýst ykkur í fimm orðum?
Partíljón og grúskarar með geggjaðan tónlist-
arsmekk. EÐA Grúskarar, stuðboltar, nördar,
áhugasamir, seigir (að halda þetta svona lengi
út).
Hefur þú komið í Veiðivötn? (spyr síðasti að-
alsmaður, Sigurður Sigurjónsson leikari)
Báðir: Nei.
Hvað fáið þið ekki staðist?
Funky bassalínu og gott house.
Ískaldur bjór í lok vinnuviku fer á
listann líka.
Eigið þið ykkur leynda hæfileika
og ef svo er þá hverja?
Tilfinningu fyrir intrói!
(útvarpsmál) … og fáránlega
góða næmi fyrir ósviknu
stuði.
Gott partí er …?
Skemmtilegt fólk, ósvikin
stemning og gott grúv.
Eruð þið ekki orðnir
of gamlir fyrir reif?
Nei, munum sjá um partíin á
elliheimilunum í framtíðinni …
sé pósterinn fyrir mér „Reif á
Grund“. En að öllu gríni
slepptu … reyndu að hanga í okkur á lauga-
dagskvöldið.
Hvað er það neyðarlegasta sem þið hafið lent í?
Gerist margt neyðarlegt í útvarpi sem gleymist
samt fljótt. Helgi: Mér tókst einu sinni
að fara í buxum af konunni minni í
vinnuna … ég er ennþá að spá í
hvernig mér tókst það. En það var
ákveðið afrek að fara í gegnum
daginn.
Hvert er mesta
partíljón allra tíma?
Hér á Íslandi er Diskó Margeir
holdi klætt stuð. Sjá hér: http://
www.margeir.com. Annars ætti
Mick Jagger að vera „default“-
svar hérna þó svo Charlie
Sheen sé déskoti seigur líka.
Hvaða lag kemur
öllum í partístuð?
Stardust – „Music Sounds
Better With You“ (til að
nefna eitthvað). Helgi: Ég
veit ekki af hverju, en kúa-
bjöllur koma mér alltaf í ban-
anastuð. Gott delalegt diskó
líka.
Eve Online fanfest: sveittir
og taktlausir nördar?
Sveitt og skemmtilegt fólk að dansa við Booka
Shade. Helgi: Fólk verður bara að velja hvort
það er TÖRD eða NÖFF. Skiljiði?!
Hvað ætluðuð þið að verða þegar
þið yrðuð stórir?
Of gamlir til að muna það, hehe. Helgi: Ég man
reyndar að einhvern tíma langaði mig að vera
einræðisherra eða íþróttafréttamaður, hvort
sem kæmi á undan.
Getið þið lýst dansstíl ykkar á djamminu?
Taktfastur og afslappaður … gríðarlega hoknir
af reynslu auðvitað og þar af leiðandi með́etta.
Á hvaða útvarpsstöð hefur
PartyZone ekki verið?
Bylgjunni, FM957 og Rás 1.
Versta partílag allra tíma?
Það er ekki hægt að spila meiri viðurstyggð en
Grease-megamixið … já eða til að nefna eitt lag
þá má nefna Meat Loaf – „Paradise By The
Dashboard Light“ … úff. Í danstónlistinni vís-
um við á fjölmörg lög sem við völdum í dags-
skrárliðnum „Gubba vikunnar“ hér í den.
Hvers viljið þið spyrja næsta aðalsmann?
Ertu áskrifandi að podkasti Party Zone? Hlust-
ar þú á dansþátt þjóðarinnar, Party Zone?
Grease-megamixið og Meatloaf-lag viðurstyggð
Svalir
Party Zone-
bræðurnir
Kristján og
Helgi.
Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson
Aðalsmenn vikunnar eru umsjónarmenn útvarpsþáttarins Party Zone, þeir Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stef-
ánsson. Þeir fagna þúsundasta þættinum með skífuþeytingum í lokahófi Eve Fanfest í Laugardalshöll annað kvöld.
Toppstöðin, orkuver hugvits og verkþekk-
ingar í gömlu rafstöðvarbyggingunni í Elliða-
árdal, blæs til opnunarhófs í dag kl. 16 og
sýninga sem eru hluti af hönnunarhátíðinni
HönnunarMars. 22 frumkvöðlar og hönnuðir
hafa aðsetur við nýsköpun og hönnun í Topp-
stöðinni og verður opið hús þar í dag og á
morgun, frá kl. 12-17. Vöruhönnuðurinn
Sigga Heimis, sem m.a. hefur starfað fyrir
IKEA, mun sýna hönnun sína; Anna María
Sigurjóns býður upp á ljósmyndasýningu þar
sem efnið er heimsþekkt húsgagnahönnun
við óvenjulegar aðstæður; Ari Arnórs spyr
hvernig fólk vilji hafa Strætó og Lúka Art &
Design sýnir fatnað, prjónaefni, skart og
tískuljósmyndir. Þá verður púslað með nátt-
úru Íslands og fá gestir að spreyta sig á því
og Vala Magg sýnir Ólátagarð, vöruþróun
fyrir barna- og leikherbergi. Af öðrum hönn-
unarviðburðum helgarinnar má nefna að
myndverk Fatahönnunarfélagsins, SHAKE/
Hræringur, verður til sýnis í kjallara í 101
Hóteli til 3. apríl. Dagskrá HönnunarMars má
finna á www.honnunarmidstod.is.
Morgunblaðið/Kristinn
Hönnunarveisla í Toppstöð-
inni á HönnunarMars
Kvikmynd leikstjórans og listamannsins
Ásgeirs Hvítaskálds, Glæpur og samviska,
verður frumsýnd í kvöld í félagsheimilinu
Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 20. Myndin
verður sýnd á morgun kl. 17 og 21 og á
sunnudaginn kl. 14, 17 og 20. Myndin hefur
verið fjögur ár í vinnslu, allt frá því að Ás-
geir flutti til Egilsstaða og hóf að vinna að
henni. Tökur á henni fóru fram á Austur-
landi og áhugaleikarar að austan eru í öll-
um hlutverkum, einkum þó úr Leikfélagi
Fljótsdalshéraðs.
Morgunblaðið/Steinunn
Glæpur og samviska frum-
sýnd í Valaskjálf í kvöld
Listasmiðjan er tilraunaverkefni á
vegum Velferðarsjóðs barna en
sjóðurinn er orðinn ellefu ára og
hefur lagt af mörkum 525 milljónir
til verkefna þau ár sem hann hefur
verið starfandi. Smiðjan varð til
sem svar við kreppuástandi og
niðurskurði í skólum og hefur að
markmiði að efla þroska barna
með því að bæta aðgengi þeirra að
list, sköpun og tjáningu. Rann-
sóknir benda til þess að þátttaka í
leiklist og tjáningu geti eflt sjálfs-
mynd barna. Velferðarsjóðurinn
ákvað því að koma á fót lista-
smiðju í þremur skólum á höf-
uðborgarsvæðinu.
Listin þroskar
og bætir
VELFERÐARSJÓÐUR BARNA
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Verkið sem um ræðir kallast Undranótt og var
unnið í samvinnu við tólf ára krakka síðasta
haust í sérstakri höfundasmiðju. Hlín Agnars-
dóttir stýrði smiðjunni og vann leikgerð upp
úr hugmyndum barnanna. Það er svo Margrét
Kristín Blöndal, Magga Stína, sem semur tón-
list, Alda Sigurðardóttir hannaði búninga en
Inga Bjarnason sér um leikstjórn.
Mannbætandi
„Þegar ég byrjaði var þetta eins og að stíga
inn í hænsnabú. Þetta eru krakkar á aldrinum
10 til 12 ára og þau voru út og upp um allt,“
segir Inga og hlær. „Svo vorum við að fara yf-
ir þetta í gær og þá voru allir á sínum stað og
með allt sitt á hreinu. Þannig að hænurnar
breyttust í engla.“
Inga segir að það sé hreinlega mannbætandi
að vinna með krökkum á þessum aldri, allt sé
svo heiðarlegt, hreint og beint.
„Reynslan sýnir að starfsemi af þessu tagi
situr í fólki lengi og hefur mótandi áhrif. Ég
setti upp sýningu með börnum árið 1980 í
Flensborg og búningahönnuðurinn minn kem-
ur þaðan. Velferðarsjóður barna kom af stað
þessari leiksmiðju og hefur styrkt leiklist-
arkennslu í þremur skólum í vetur. Leiksýn-
ingin er afrakstur þess starfs. Það er verið að
draga saman í allri listkennslu í grunnskólum
og leiklistin hefur orðið hvað harðast úti. Það
er því höfðinglegt af sjóðnum að styðja við
þetta.“
Inga segir að verkið sé sett upp eins og um
hverja aðra leiksýningu væri að ræða og það
hafi mikil áhrif.
„Krakkarnir skynja alvöruna og leggja sig
öll fram!,“ segir hún.
Hæfileikar
Inga segist að lokum sjá leikhæfileika í
hópnum, sum börn hagi sér eins og þau hafi
verið í leikhúsi alla ævi. Það sé því dagljóst að
börnin munu búa að þessari lífsreynslu og hún
mun hafa mótandi áhrif á þroska þeirra þegar
fram í sæki.
Gleði „Krakkarnir skynja að það er markmið og mikilvægt að unnið sé saman til að dæmið klárist,“ segir Inga Bjarnason leikstjóri.
Breyttust úr hænum í engla
7. bekkur Melaskóla sýnir frumsamið leikrit í Iðnó á laugardaginn
Verkið er afrakstur Listasmiðju Velferðarsjóðs barna
Sýning fyrir almenning verður á sunnudaginn
27. mars kl. 15. Miðar seldir við innganginn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg