Ný saga - 01.01.1998, Page 18

Ný saga - 01.01.1998, Page 18
Vésteinn Ólason „Getur nokkur nokkurntíma verið nokkrum trúr nema sjálf- um sér. “ Kalla má að hér komi saman í einum punkti margt af því sem Halldór Kiljan Laxness hugsaði um lífs- gildi á efri árum líka sjá merki í síðari sögum. Það eru væntan- lega dýpstu áhrif fornrar sagnahefðar á skáld- sagnagerð Halldórs Kiljans Laxness. Eftir Gerplu Eftir Gerplu er þó ekki auðvelt að finna með- al sagna Halldórs verk sem bjóði heim sam- anburði við fornsögur. Brekkukotsannáll, Kristnihald undir Jökli, Guðsgjafaþula, minn- ingasögurnar, jafnvel Paradísarheimt. Þetta eru sögur í annarri tóntegund. Eftir stendur Innansveitarkronika. I þessari einföldu og fremur stuttu frásögn, sem kom út 1970, segir sögumaður, sem virðist vera Halldór sjálfur, sögu úr Mosfellssveit. Hún er ekkert lík fs- lendingasögum á ytra borði. Sögumaður reyn- ir hvergi að leyna sjálfum sér, heldur er hann fremur málglaður og lætur koma skýrt fram hvernig hann hefur öðlast vitneskju sína um söguefnið. Sumt er á almannavitorði í Mos- fellssveit, sumt hefur hann úr samtöium við sögufólk, og jafnvel er vitnað í ritaðar heim- ildir. Ef jafna ætti þessum sögumanni við ein- hvern fornan sagnaritara væri það helst Ari fróði, þótt Ari sé ekki svona málglaður, en reyndar er það Ijóst að rit hans var Halldóri mjög hugleikið á þessunr árum. Þá væri líka hægt að finna hliðstæður hjá sagnaþulum síð- ari alda sem drógu saman margvíslegan fróð- leik um nálæga fortíð og fjarlægari. Innansveitarkronika er sem sagt engin til- raun til að semja íslendingasögu, en ég held þó að leita megi skilnings á meginatriði þeirr- ar bókar í skrifum Halldórs Kiljans Laxness um íslendingasögur. í „Minnisgreinum um fornsögur“, senr hér hefur þráfaldlega verið vitnað í, talar hann um „að geta séð hlutinn í því Ijósi þar sem hann verður merkilegur í sjálfum sér, metið hann vegna þess senr hann er - en ekki vegna dæmisögugildisins“.31 Ef Hrísbrúingar eru dæmi um eitthvað, l'ull- trúar fyrir eitthvað annað en sjálfa sig, verður lesandinn að skera úr um það fyrir sjáifan sig. Sagan gefur það ekki í skyn. Og jafnvel villu- ráf Guðrúnar Jónsdóttur með brauðhleif hekl ég eigi ekki að vera táknrænt í þessari sögu þótt hún sýni staðfestu á borð við hetjur ís- lendingasagna sem gengu heldur í dauðann en víkja frá ákveðnum siðareglunr. Guðrún villist matarlaus í þrjá sólarhringa en ekki hvarflar að henni að narta í brauðhleif sem hún hefur nreðferðis og hefur verið trúað fyrir. Eins og Preben Meulengracht Sprensen hefur dregið franr í ágætri grein unr Innan- sveitarkroniku,32 má líta svo á að kjarni sög- unnar felist í orðum Guðrúnar í samtali við sögumann: „Getur nokkur nokkurntíma ver- ið nokkrum trúr nenra sjálfum sér.“33 Kalla má að hér komi saman í einum punkti nrargt af því sem Halldór Kiljan Laxness hugsaði um lífsgildi á efri árunr. Hann hafnaði sem kunnugt er hugmyndafræði og kenningum. í því fólst ekki afneitun siðgæðis heldur sú hug- mynd að persóna í lífi eða sögu sé þá sönn ef hún breytir eftir reglu sem er algerlega sam- gróin henni sjálfri, hluti af vitund hennar um sjálfa sig. Gísli Súrsson vegur Þorgrím af því að hann á ekki annarra kosta völ, Njáll geng- ur inn í brennuna, og Guðrún Jónsdóttir ráfar um soltin með brauðhleifinn ósnertan. Þetta fólk er ekki tákn fyrir neitt annað en sjálft sig, en þó er það holdgerving dyggða sent stjórna lífi þess, dyggða sem eill sinn voru etv. sam- eiginlegar mörgum þar sem þetta fólk lifði. Að því leyti er það fulltrúar, og við getum jafnvel litið á það sem tákn, en það er okkar eigið val. Við komumst þó ekki fram hjá mik- ilvægum mun á mannlýsingum Innansveitar- kroniku og íslendingasagna. Breytni þeirra sem eru trúir sjálfum sér er ekki bara eðlileg heldur sjálfsögð í íslendingasögu. Það lætur amk. nærri. Menn geta efast um að Gunnar á Hlíðarenda, Gísli Súrsson eða Skarphéðinn breyti alltaf rétt, en þeir eru ekki undantekn- ingar eða sérvitringar. Þeir eru fullgildar per- sónur í harmsögu. Hrísbrúingar og Guðrún Jónsdóttir eru einkennilegar manneskjur. Þær
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.