Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 2. A P R Í L 2 0 1 1  Stofnað 1913  78. tölublað  99. árgangur  ÚRSLIT MÚSÍK- TILRAUNA Í KVÖLD UNGIR LEIKARAR LJÓÐ GYRÐIS UPPLIFÐI FRELSI Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI SUNNUDAGSMOGGINN FLÝÐI FRÁ LÍBÍU 6ELLEFU HLJÓMSVEITIR 50 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Í úrskurðum Héraðsdóms Reykja- víkur frá því í gær í málum varð- andi heildsöluinnlán í Landsbank- anum og Glitni felst að dómurinn staðfestir gildi neyðarlag- anna, að sögn Herdísar Hall- marsdóttur, sem situr í slitastjórn Landsbankans. Breyta úr- skurðirnir engu varðandi áætlaðar end- urheimtur úr þrotabúi Landsbankans. Þær áætlanir gerðu ráð fyrir því að heildsöluinnlán væru tryggðar inn- stæður. Ólíkt Landsbankanum hafði Glitnir hafnað kröfum heildsöluinn- lánseigenda um forgang í þrotabú- ið. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, segir þessar kröfur nema um 60 millj- örðum króna í tilviki Glitnis. Hún segist telja ástæðu til að kæra mál- ið til Hæstaréttar. bjarni@mbl.is »26 Neyðar- lögin staðfest  Heildsöluinnlán eru forgangskröfur Lið Norðurþings sigraði í Útsvari, spurningakeppni Sjónvarpsins í ár, vann Akureyringa í ótrúlegri rimmu í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gærkvöldi, 75:73. Rúmlega 500 manns voru í salnum, stemningin geysi- góð og fjölmargir stuðningsmenn sigurliðsins fögnuðu að vonum kröftuglega. Hér er sigurliðið: Kristveig Sig- urðardóttir, Stefán Þórsson, sem heldur á Andra Þóri Sigþórssyni, bróður sínum, og Þorgeir Tryggvason. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Norðurþing vann æsispennandi Útsvar Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Framsóknarmenn telja mögulegt að mótframboð komi fram á flokksþingi Framsóknar eftir viku, gegn Birki Jóni Jónssyni, varaformanni flokks- ins. Helst er rætt um Vigdísi Hauks- dóttur í þeim efnum. Ýmsum fram- sóknarmönnum finnst sem Birkir Jón sé ekki nógu einarður í afstöðu sinni gegn ESB-aðild. Ekki er búist við því að neinn bjóði sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, for- manni Framsóknarflokksins. Hann þykir hafa treyst stöðu sína. Þetta kemur fram í fréttaskýringu um Framsóknarflokkinn í Sunnu- dagsmogganum í dag. Siv Friðleifsdóttir sagði þegar Morgunblaðið spurði hana hvort hún teldi að flokksþingið yrði átakaþing: „Ef það verður tekist á um varafor- mennskuna, þá verður vitanlega aukin spenna á þinginu.“ Flestir viðmælendur telja að nauðsynlegt sé að Framsóknarflokk- urinn marki sér skýra og ákveðna stefnu gegn öllum hugmyndum um aðild Íslands að ESB. Framsóknar- menn gera sér vonir um að þannig geti þeir náð til sín óánægjufylgi frá VG og Sjálfstæðisflokknum. Mótframboð gegn Birki Jóni rætt  Framsóknarmenn vilja herða og skýra stefnu sína gegn aðild Íslands að ESB Birkir Jón Jónsson Vigdís Hauksdóttir  Árið 2010 voru skráðar 864 komur í Kvennaathvarfið sem er mun meira en nokkru sinni áður í 29 ára sögu athvarfsins. Verði nýtt frumvarp að lögum geta fórnarlömb kynferðisofbeld- is krafist þess að ofbeldismaður- inn verði látinn víkja af heimilinu. »30 Aldrei fleiri komið í Kvennaathvarfið 158 milljarðar var heildarupphæð heildsöluinnlána hjá gamla Lands- bankanum ‹ HEILDSÖLU- INNLÁN › Skannaðu kóðann til að skoða myndasyrpu frá keppninni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samtök atvinnulífsins kynntu sjávarútvegsráðherra í gær tillögur að útfærslu samningaleiðar í sjávar- útvegi. Eru tillögurnar hugsaðar sem málamiðlun SA í deilu útvegs- manna og stjórnvalda um breytingar á kvótakerfinu. Jón Bjarnason sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur jafnframt opnað á að áfanga- skipta framkvæmd breytinganna. ASÍ fékk í gær vilyrði fyrir breyt- ingum á yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar um aðgerðir í þeim tilgangi að liðka fyrir kjarasamningum og munu samningamenn ASÍ og SA fara sam- an yfir plaggið í dag ásamt því að undirbúa áframhaldandi kjaravið- ræður. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er ekki minnst á sjávarútvegs- mál sem þó er vitað að Samtök atvinnulífsins gera að úrslitaatriði við lokafrágang nýrra kjarasamn- inga til þriggja ára. Forystumenn SA fóru í gær á fund sjávarútvegsráðherra til að kynna tillögur sínar að málamiðlun í deil- unni. Þær fela í sér nokkra tilslökun frá fyrri afstöðu útvegsmanna, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sjávarútvegsráðherra svaraði tillög- unum ekki efnislega á fundinum og ekkert var ákveðið um framhaldið. Jón sagði í samtali við Morgunblaðið að áform um breytingar á stjórn- kerfinu stæðu „en við getum þurft að skoða í hvaða áföngum þau nást fram.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði að þau hefðu átt ágætis fund með ráðherra. „Það mun reyna á þetta mál fyrr eða síðar enda verður það hluti af lausninni,“ sagði hann. MÓleystur hnútur »4 Nálgun í útvegsmálum  Samtök atvinnulífsins leggja fram tillögur um útfærslu samningaleiðar  Sjávarútvegsráðherra opnar á áfangaskiptingu breytinga á fiskveiðistjórn Sjávarútvegsmálin » Tillögur SA fela í sér út- færslu á samningaleiðinni sem grundvallast á skýrslu sátta- nefndar frá síðasta hausti. » Þær taka til samningstíma og endurnýjunarákvæða, til þess hversu stór hluti afla- heimildanna verði utan afla- hlutdeildar og til veiðileyfa- gjalds.  Minnst fjórir týndu lífi og tugir slösuðust þegar mótmælendum og öryggissveitum lenti saman á göt- um Damaskus, höfuðborgar Sýr- lands, eftir kvöldbænir í gær. Efnt var til fjöldamótmæla víða um landið og bárust fregnir af því að mótmælandi hefði fallið og um tugur særst í bænum Al Sanameen. Lögreglan og herinn voru með mikinn viðbúnað og stóðu um 1.000 lögreglumenn vörð í Al Sanameen þar sem um 25.000 mót- mælendur kröfðust umbóta á stjórnarfari landsins. Þykir mót- mælendum Bashar al-Assad, for- seti landsins, hafa daufheyrst við kröfum um umbætur og að neyð- arlögum verði aflétt. Allt á suðupunkti í Sýrlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.